Morgunblaðið - 02.12.1998, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLADIÐ
Minnt á ógnir alnæmis á alþjóðlega alnæmisdeginum sem var í gær
Faraldur sem dgnar
framtíð margra þjdða
Ástandið verst í sunnanverðri
Afríku en sjdkdómurinn
breiðist hratt út í A-Asíu
Reuters
SKÓLAKRAKKAR í Jóhannesborg í Suður-Afríku íjölmenntu í gær á
fund þar sem minnt var á þær ógnir sem stafar af útbreiðslu alnæmis.
Fjöldi slíkra funda var haldinn í gær víðsvegar um heiminn.
ALÞJÓÐLEGI alnæmisdagurinn
var í gær og var þess minnst víða
um heim með áskorunum um stór-
herta baráttu gegn þessum vágesti.
Sameinuðu þjóðirnar áætla, að rúm-
lega 33 milljónir manna um allan
heim hafí smitast af sjúkdómnum
og þar af eru tveir þriðju í Afríku:
ríkjunum fyrir sunnan Sahara. I
Suðaustur-Asíu breiðist alnæmið
hratt út og óttast er, að þar og í Af-
ríku geti sjúkdómurinn gert að
engu það, sem áunnist hefur í heil-
brigðismálum á síðustu árum og
áratugum. Fyrir efnahagslífið í
þessum löndum verða afleiðingarn-
ar miklar og alvarlegar.
„Við erum að glíma við faraldur,
sem á sér ekkert fordæmi á síðari
tímurn," sagði Peter Piot, fram-
kvæmdastjóri alnæmisstofnunar
SÞ, á ráðstefnu í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku í fyrradag. „Allt ann-
að, hvort sem um er að ræða óáran
af mannavöldum eins og aðskilnað-
ar- og nýlendustefnu eða náttúru-
hamfarir eins og þurrka, bliknar í
samanburði við þetta. Heilbrigðis-
kerfíð ræður ekki við ástandið og
afieiðingar faraldursins fyrir efna-
hagslífið verða æ alvarlegii."
Meira en 20% smituð
Piot sagði, að meira en fimmtung-
ur fullorðins fólks í Botswana, Na-
mibíu, Swazilandi og Zimbabwe
hefði smitast og sjúkdómurinn
breiddist hratt út í S-Afríku, horn-
steini efnahagslífsins í sunnanverðri
Afríku. Er ástandið langverst í
þessum heimshluta en þar búa um
22 milljónir manna af þeim rúmlega
33 milljónum, sem hafa smitast af
alnæmisveirunni.
Alnæmið er óvíða í meiri sókn en
í S-Afríku og það mun koma til með
að hafa meiri áhrif þar en annars
staðar í álfunni vegna þess hve
efnahagslífið er tiltölulega þróað.
í nýrri skýrslu frá SÞ er því spáð,
að eftir rúman áratug eða 2010 hafi
næstum fjórðungur allra S-Afríku-
manna smitast af alnæmi. Lands-
menn munu þá ekki lifa að meðaltali
í 68,2 ár eins og líkur voru til án
sjúkdómsins, heldur aðeins í 48 ár
og jafnvel ekki nema í 40 ár. Um
1.600 S-Afríkumenn smitast nú dag-
lega og Geraldine Fraser-Moleketi
velferðarráðherra áætlar, að eftir
þrjú ár muni sjúkdómurinn kosta
250.000 manns lífið árlega og um
hálfa milljón 2007-8. Þá væri íbúun-
um hætt að fjölga og mannfækkun
tekin við.
1% ófrískra kvenna með smit
I Suðaustur-Asíu hefur alnæmið
breiðst hratt út á síðustu áram.
Lengi var faraldurinn mestur í
Tælandi en svo virðist sem tekist
hafi með aukinni fræðslu að hægja
nokkuð á honum. í Kambódíu sýkj-
ast æ fleiri og einnig á Indlandi,
Kína, Víetnam og Myanmar. Aætlað
er, að um fimm milljónir manna séu
smitaðar á Indlandi og samkvæmt
könnun, sem gerð var í fimm ind-
verskum ríkjum í febrúar og mars á
þessu ári, var 1% ófrískra kvenna
smitað. Reyndin hefur verið sú, að
þegar fjöldi smitaðra í einhverju
ríki er kominn í eitt prósent eða
meira, breiðist sjúkdómurinn miklu
örar út en áður.
Fyrir utan sunnanverða Afríku er
ástandið hvergi verra en í Kambó-
díu. Talið er, að þar séu 2,7% lands-
manna smituð. Hefur það gerst á
skömmum tíma og vegna þess, að
enn eru tiltölulega fáir komnir með
sjúkdómseinkenni, þá hafa varnað-
arorð lækna og annarra starfs-
manna heilsugæslunnar lítil áhrif
haft.
„Það hefur gengið mjög illa að fá
fólk til að átta sig á þessari hljóðu
og ósýnilegu vá,“ sagði Tia Phalla,
sem stýrir baráttunni gegn alnæmi
í Kambódíu. „Hér eru kannski upp
undir 200.000 manns, sem eru smit-
uð en stunda áfram sína vinnu,
skemmta sér, njóta kynlífs og smita
um leið ótalmarga aðra.“
Skelfílegra en Pol Pot
Vændi er ólöglegt í Kambódíu en
mikið stundað samt. Stjómvöld
gerðu atlögu að vændishúsunum á
síðasta ári en óttast er, að það hafi
bara gert illt verra. Vændið er nú
stundað víðar en áður og verjur
minna notaðar. Önnur tilraun, sem
fólst í því að banna ekki vændishús-
in í borginni Sihanoukville en
skylda viðskiptavini þeirra til að
nota verjur, bar hins vegar þann ár-
angur, að verulega dró úr smitun.
„Alnæmið er hættulegra en jarð-
sprengjurnar og það á eftir að hafa
meiri hörmungar í för með sér en
Pol Pot,“ sagði Tia Phalla.
Alnæmissprenging í Kína?
í Kína vildu menn lengi vel ekki
kannast við, að þar væru nokkur
dæmi um alnæmi en nú segja
stjórnvöld, að 11.700 manns hafi
smitast. Þar er þó aðeins um að
ræða rannsóknir á vændiskonum,
eiturlyfjaneytendum og blóðgjöfum
og ýmsir embættismenn í heilbrigð-
iskerfinu telja, að 300.000 séu nær
lagi. Búast þeir við, að fjöldinn verði
um ein milljón um aldamótin og
embættismaður hjá WHO, Alþjóða-
heilbrigðisstofnuninni, segist óttast,
að hann verði um 10 milljónir 2010
verði ekki gripið í taumana strax.
WHO varaði við því í síðustu
viku, að Papúa Nýja Gínea stæði
frammi fyrir „skelfilegum faraldri
alnæmis og berkla“, sem kippt gæti
samfélaginu áratugi aftur í tímann
og gert að engu vonir um aukna vel-
sæld. Kom það líka fram í ræðu,
sem Sir Silas Atopare, landstjóri á
Papúa Nýju Gíneu, flutti í gær í til-
efni af Alþjóðaalnæmisdeginum.
Sagði hann, að framtíð þjóðarinnar
væri í veði og nefndi sem dæmi, að
nú þegar væri farið að draga úr
fæðuframleiðslu í mörgum þorpum
vegna þess, að fólk á besta aldri
væri fallið frá.
Lausnin felst í bættri
stöðu kvenna
Atopare hvatti til aukinnar
fræðslu en hætt er við, að hann hafi
talað fyrir daufum eyrum í landi þar
sem búið er að loka mörgum skólum
vegna fjárskorts og blöð og sjónvarp
ná aðeins til lítils hluta landsmanna.
Fátæktin hrindir margri konunni út
í vændi og íbúamir skilja fæstir enn
eðli sjúkdóma. Framtíðin er því allt
annað en björt.
Læknar og aðrir sérfræðingar,
sem koma að baráttunni gegn al-
næmi, segja, að þótt útlitið sé svart
sé samt sem áður unnt að snúa þró-
uninni við með stóraukinni fræðslu-
starfsemi. Þeir benda hins vegar á,
að ein meginforsendan fyrir því sé
róttæk breyting á stöðu kvenna. A
það einkum við um fátæku ríkin.
Takist það ekki, segja þeir, mun
heldur ekki verða komist hjá ómæld-
um hörmungum í framtíðinni.
N INO D ANIF.LI
íem
GARÐURtNN
-klæðirþigvel
Tvíhliða samningar Sviss og ESB
Samkomulag í höfn
um þungaflutninga
Brussel. Reuters.
SVISSNESK stjórnvöld tilkynntu
í gær að tekizt hefði að ganga frá
samkomulagi við Evrópusamband-
ið (ESB) um þungaflutninga í
gegnum Alpana, og þar með væri
rutt úr vegi stærstu hindruninni í
vegi fyrir tvíhliða viðskipta- og
samstarfssamningi Syiss og ESB,
sem hefur lengi verið í bígerð.
Svisslendingar leituðu tvíhliða
samninga eftir að meirihluti íbú-
anna hafnaði í þjóðaratkvæða-
greiðslu fyrir sex árum aðild að
Evrópska efnahagssvæðinu, en
samningaviðræður hófust fyrst
1995 og hafa staðið yfir síðan.
„Það var núna eða aldrei,“ sagði
Moritz Leuenberger, samgöngu-
ráðherra Sviss, á blaðamannafundi
í ar ESB hafa samþykkt samkomu-
lagið. Það verður ekki hreyft héðan
af,“ sagði Alexis Lautenberg,
sendiherra Sviss hjá ESB.
Gjaldheimta af vörubílum
Samkvæmt samkomulaginu, sem
utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna
15 eiga enn eftir að leggja blessun
sína yfir, fellst Sviss á að fella í
áföngum úr gildi bann við akstri
vöruflutningabifreiða yfir 28 tonn
að heilarþyngd frá ESB í gegnum
landið, og taka þess í stað upp
gjaldheimtu af trukkunum sem
reiknuð er út á grundvelli þeirra
umhverfisspjalla sem þeir valda.
Til stendur að taka upp sam-
bærilega gjaldheimtu af þunga-
flutningum í gegnum austurrísku
Alpana.
Auk ákvæða um flutninga á landi
og í lofti mun tvíhliða samningur-
inn við ESB ná yfir viðskipti með
landbúnaðarvörur, vísinda- og
rannsóknasamstarf, opinber útboð,
gagnkvæma viðurkenningu á iðn-
aðarstöðlum og frjálsa flutninga
vinnuafls.
Japans-
heimsókn
sögð
gagnleg
KÍNVERSKA utanríkisráðu-
neytið gerði í gær lítið úr þeim
deilum sem settu svip sinn á
Japansheimsókn Jiangs Zem-
ins, forseta Kína, um síðustu
helgi og sagði ferðina hafa ver-
ið „góðan“ sigur, mikilvægum
málefnum hefði verið náð fram
í ferðinni. Kínversk dagblöð
gátu þess engu að síður í gær
að Japanir hefðu ekki orðið við
kröfu Jiangs um skriflega af-
sökunarbeiðni vegna framferð-
is síns í síðari heimsstyrjöld-
inni.
Óþarfi að
fjarlægja
brjóstið?
Vísindamenn við Arkansas-há-
skólann í Bandaríkjunum
sögðu í gær að í framtíðinni
yrði e.t.v. óþarfi að fjarlægja
brjóst kvenna þegar skera
þyrfti brjóstkrabbameinsæxli á
brott því ný aðferð til að fjar-
lægja æxlið hefði gefist vel. Er
stungið gat á líkamann, nál
þrædd í gegn og að æxlinu
sjálfu og með leysigeislaleið-
ara, sem tengdur er við nálina,
er gert út af við æxlið.
Dæmdur til
að greiða
19 pund
BRESKUR dómstóll dæmdi í
gær Peter Tatchell, baráttu-
mann íyrir réttindum samkyn-
hneigðra, til að greiða tæplega
nítján pund, um tvö þúsund ísl.
kr., í sekt fyrir ósiðsamlegt at-
hæfi, en maðurinn mun hafa
truflað kirkjuathöfn erkibisk-
upsins af Kantaraborg til að
mótmæla stefnu bresku kirkj-
unnar í málefnum samkyn-
hneigðra. Upphæðin skýrist af
því að dæmt er eftir lögum frá
1860 en skv. þeim eru hvers
konar mótmæli í guðshúsi ósið-
samlegt athæfi.
Butler
fordæmdur
BABEL, málgagn stjórnvalda í
írak, fordæmdi Richard
Butler, yfirmann vopnaeftir-
litsnefndar Sameinuðu þjóð-
anna (UNSCOM), fyrir að hafa
krafið íraka um gögn sem
tengjast vopnaframleiðslu
Iraka áður fyrr. Sakaði blaðið
Butler um að reyna að kúga ör-
yggisráð SÞ með kröfum sín-
um á hendur Irökum. Segja
Irakar að því fari fjarri að um-
beðin gögn skipti einhverju
máli fyrir vopnaeftirlitið.
Hrói höttur er
brennuvargiir
RÚSSNESKA lögreglan hand-
tók í gær mann sem nefndur
hefur verið Hrói höttur af íbú-
um Jaroslavl-héraðsins norð-
austur af Moskvu. Segir lög-
reglan að hann hafi á einu ári
brennt 25 hús sem voru í eigu
svokallaðra „Ný-Rússa“, en
það eru þeir sem grætt hafa
vel á efnahagsumbótaáætlun-
um stjórnvalda undanfarin ár á
meðan aðrir lifa í örbirgð.