Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 28

Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FULLVELDI í 80 ÁR HÚS Hæstaréttar fslands við Arnarhól. Skuldbindingargildi stj órnarskrárinnar Stjórnarskráin sem æðsta réttarheimild hefur tvær hliðar að sögn Páls Þórhallsson- ar. Annars vegar eru breytingar á stjórnar- skránni örðugri heldur en breytingar ann- arra laga. Hins vegar þurfa almenn lög, sett af þinginu, að vera í samræmi við stjórnar- skrána. Það er fyllsta ástæða til að huga að því hvort ekki megi efla stöðu stjórnar- skrárinnar íslensku að þessu leyti. IMÖRGUM ríkjum er sérstaða stjómarskrárinnar undirstrikuð með því að breytingar á henni eru torveldari en á almennum lögum. Petta er gert með ýmsum hætti. Það getur þurft aukinn meiri- hluta á þingi eða jafnvel þjóðarat- kvæðagreiðslu til að koma fram breytingum á stjórnarskránni. Tilgangurinn er sá að grundvelli þjóðskipulagsins verði ekki raskað í samræmi við geðþótta hins pólitíska meirihluta hverju sinni. Hann er neyddur til að hafa minnihlutann með í ráðum. I sumum stjórnar- skrám eins og þýsku stjórnarskránni er gengið svo langt að draga sum ákvæði undan valdi hins afleidda stjórnarskrárgjafa. Þarf þá byltingu til að breyta kjarna stjórnarskrár- innar. Stj órnarskrárbreytingar skera sig ekki úr Islenska aðferðin við stjómar- skrárbreytingar er allsérstök, að minnsta kosti eins og hún hefur þró- ast. Stjórnarskránni verður ekki breytt nema frumvarp þar að lútandi sé samþykkt af tveimur þingum með kosningum á milli. Hugsunin var sú að kosningarnar myndu þá snúast um stjórnarskrárbreytinguna og þjóðin væri þannig höfð með í ráð- um. Þessi hugmyndin er auðvitað út af fyrir sig óraunhæf, en því til við- bótai- hefur reyndin orðið sú að beðið er með afgreiðslu stjómarskrár- frumvarpa fram að lokum kjörtíma- bils til þess að ekki þurfi sérstaklega að efna til þingkosninga af þeim sök- um. Frumvarpið er svo aftur lagt fyrir hið nýkjörna þing eins og vera ber. Stjórnarskrárbreyting verður fyrir vikið lítt fi-ábrugðin almennum lagabreytingum, nema hvað textinn kemur tvisvai' til kasta Alþingis (sem skiptir litlu því afgreiðsla síðara þingsins hefur reynst formsatriði). Þingkosningamar snúast ekki að neinu leyti um stjórnarskrárbreyt- inguna. Skilyrðum stjórnarskrárinn- ar fyrir því hvernig megi breyta henni er í sjálfu sér fullnægt en hin lýðræðislega blessun er vissulega einungis að forminu til. Stjórnarskráin hefur því ekki þá sérstöðu að þessu leyti sem vera skyldi. Breytingar á henni eru ekk- ert miklu flóknari heldur en aðrar lagabreytingar. Að vísu verða þær ekki gerðar nema á fjögurra ára fresti en það hefur leitt til þess að þegar líður að seinasta þingi kjör- tímabilsins hrannast upp stjórnar- skrárfmmvörpin, þau sem vilji er til að nái fram að ganga eru þá afgreidd í hvelli til þess að menn missi ekki af lestinni, og hætt er við að skemmri tími sé til þinglegrar umfjöllunar en ástæða væri til. Þannig var þessu farið með stjómarskrárbreytinguna 1995 þegar mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðað- ur, tíminn til opinberrar og þinglegr- ar umræðu var ákaflega knappur. Það er því ákaflega erfítt að sjá kostina við óbreyttar reglur um hvernig eigi að endurskoða stjómar- skrána. Málið er þó í sjálfheldu að því leyti að þeir sem geta breytt þessu, það er að segja þingmenn, hafa sérstaka hagsmuni af því að reglunum verði ekki breytt. Eins og staðan er nú er hægt að gera hvaða breytingar sem er á stjórnarskránni án þess að spyrja þjóðina beint, þingmenn hafa því ekki einungis lögin held- ur einnig stjómarskrána í hendi sér. Að vísu er sá varnagli að ef gerðar væra veralega róttækar breytingar, eins og til dæmis ef for- setinn væri sviptur þeim formlegu völdum sem hann hefur þá kynnu þingkosningarnar að fara að snúast að einhverju leyti um stjórnarski'ár- breytinguna. Eftirlit með löggjafanum Þótt það hafi lengi verið viður- kennt í orði í okkar heimshluta að stjórnarskráin sé lögum æðri þá hef- ur afleiðingunum ekki enn verið tek- ið alls staðar. Þar sem það er lög- gjafinn sjálfur sem metur hvort lög stríði gegn stjórnarskráin hefur reynslan sýnt að hún hefur litla rétt- arlega þýðingu. Það þarf aðila óháð- an þinginu til að eftirlitið verði virkt og menn byrji að ljá stjórnarskránni og þá sem flestum ákvæðum hennar skuldbindingargildi. Hæstiréttur Bandaríkjanna tók sér slíkt vald þegar árið 1803 (með dómnum Mar- bury gegn Madison) þótt hvergi væri berum orðum heimild til slíks í stjómarskránni. Marshall dómari sem samdi dómsforsendumar taldi það leiða af stöðu stjórnarskrárinnar sem æðstu laga að almenn lög ein- stakra sambandsríkja ættu að lúta henni og að það kæmi í hlut dóm- stóla að fylgjast með að þessu væri í raun framfylgt. Þar stigu Banda- ríkjamenn skrefið frá veldi laganna til réttarríkis, eins og Frakkar myndu orða það, skref sem þeir sjálfir tóku ekki fyrr en árið 1971, þegar stjómlagaráðið franska felldi úr gildi lög þjóðþingsins um skilyrði íyrir því að félag mætti taka til starfa sökum þess að það stríddi gegn fé- lagafrelsisákvæði stjórnarskrárinn- ar. Bandarískir dómstólar, einkum Hæstiréttur landsins, hafa fyllilega reynst vandanum vaxnir. Umboð þeirra til að gæta stjórnarskrárinnar og hafa hemil á löggjafanum hefur ekki verið dregið í efa. Annars stað- ar, einkum á meginlandi Evrópu, hefur það hins vegar þótt nær óhugsandi að venjulegur dómari, sem á samkvæmt hefðbundnum skilningi að lúta lögunum, taki sig til og virði þau að vettugi vegna stjóm- arskrárinnar. Þar hefur þvi komið fram annað form stjómarskrái'eftir- lits. Austurríkismenn og Tékkar urðu fyrstir Evrópuþjóða til þess eft- ir fyrri heimsstyrjöldina að stofn- setja sérstaka stjómlagadómstóla sem hefðu gagngert það hlutverk að vernda stjórnarskrána fyrir yfir- gangi löggjafans. Hans Kelsen, höf- undur austurrísku stjómarskrárinn- ar frá 1920, er talinn faðir nútíma stjórnlagadómstóla, og átti hann einmitt í ritdeilu við Þjóðverjann Carl Schmitt, sem hélt fram ágæti þess stjórnskipunarfyrirkomulags að forsetinn gegndi slíku eftirlitshlut- verki. Sagan leiddi hina fræðilegu deilu til lykta með því eins og menn vita að til starfa tók hinn nafntogað- asti allra stjómlagadómstóla einmitt í Þýskalandi, í Karlsruhe nánar til- tekið. Lýðræðislegt umboð Síðan hefur mið-evrópska kerfið, sem svo mætti kalla, farið mikla sig- urfór um heiminn, til dæmis hafa flest nýfrjálsu Austur-Evrópuríkin og Suður-Afríka sett stjórnlagadóm- stóla á fót. Slíkir dómstólar eru í raun ekki taldir tilheyra dómskerfi viðkomandi lands. Til dæmis eru dómararnir valdir með öðrum hætti, gjarnan er hluti þeirra kosinn af þjóðþinginu, sem tryggir að þeir hafi lýðræðislegt umboð. Bandaríska fyr- irkomulagið þar sem almennir dóm- stólar, frá Hæstarétti og niður úr, meta hvort lög samþýðist stjórnar- skrá hefur hlotið minni útbreiðslu. Slíkt kerfi er þó til dæmis við lýði í Kanada, Brasilíu, Sviss og á Norður- löndunum, það er að segja þeim Norðurlanda sem yfirleitt heimila slíkt eftirlit. Raunin er nefnilega sú að það er einungis í Noregi og á íslandi sem dómstólar beita valdi sínu til að hafa hemil á löggjafanum. I Finnlandi er dómstólum beinlínis óheimilt að vfrða lög að vettugi og í Svíþjóð og Danmörku er nær óþekkt að slíkt sé gert þótt viðurkennt sé að möguleik- inn sé fyrir hendi. Við Islendingar eigum sem sagt okkar „Marbury gegn Madison", sem sé Hrafnkötlu- dóminn svokallaða frá 1943 þegar lögum um að leyfi menntamálaráð- herra þyrfti til útgáfu fomrita var vikið til hliðar þar sem þau þóttu stríða gegn prentfrelsisákvæði stjómarskrárinnar. Síðan hafa ís- lenskir dómstólar margoft beitt valdi sínu að þessu leyti og telst vart til sérstakra tíðinda. Og er þá ekki minnst á þann viðbótarmöguleika sem dómstólar hafa til að skýra lög til samræmis við stjómarskrána og hafna þannig hugsanlega þeim kosti sem vakti fyrir þingmönnum. Hendur bundnar Hendur íslenskra dómstóla eru þó vissulega mjög bundnai- við þetta eftirlit. Þeir ráða því ekki hvenær þeir taka lög til skoðunar, það er til- viljunarkennt, háð því að upp rísi venjulegt dómsmál þar sem reynir á lögin. Það getur enginn skotið lögum beint til dómstóla. Ef umdeild lög, sem ganga nærri stjómarskránni, era sett kann því að vera að aldrei sé tekið á því af óháðum aðila hvort brotið sé gegn stjórnarskránni. Og reyni á það þá kann það að vera löngu eftir að lög- in tóku gildi og því ákaf- lega viðurhlutamikið og jafnvel gagnslítið að víkja lögunum til hliðar. Loks er það svo þegar dómstól- ar lenda í því að meta hvort lög standist að þeir geta einungis tekið til skoðunar tiltekið ákvæði sem málið varðar en geta ekkert aðhafst þótt önnur ákvæði sömu laga séu jafnvit- laus eða enn verri. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort eigi að halda áfram á sömu braut og ýta undir skuldbindingar- gildi stjórnarskrárinnar og styrkja með einhverjum hætti eftirlitið með því að eftir henni sé farið? Að sama skapi er þá skert svigrúm þingsins. Það er ekki einungis samanburður við önnur lönd sem leiðir í ljós að þróunin sé víðast hvar í þessa átt. Ný form stjórnarskráreftirlits hafa líka skotið upp kollinum hjá okkur. Umboðsmaður Alþingis gerir á ári hverju fjölmargar athugasemdir við að „meinbugir séu á lögum“, í sum- um tilvikum er það með tilvísan til stj órnarskrárinnar. Nokkur dæmi era um að þing- menn leiti til Lagastofnunar Háskóla Islands og fái álit á því hvort laga- frumvörp séu í samræmi við stjóm- arskrána. Þessi álit eru mikils metin og undantekningarlaust er farið eftir þeim. I tengslum við þau hefur líka komið fram eindreginn vilji þing- manna til að fara eftir stjórnai'- skránni. Loks eru teikn á lofti um að dóm- stólar séu heldur að slaka á kröfum til þess að menn eigi lögvarinna hagsmuna að gæta til þess að mega leita á náðir dómstóla. Þar með kann að opnast leið fyrir menn að „búa til ágreining“ og bera lög þannig al- mennt undir dómstóla án þess þeir eigi sérstakra hagsmuna að gæta. Sú hefur þróunin orðið í Bandaríkjun- um og bilið milli bandaríska kerfisins og mið-evrópska kerfisins fyrir vikið minnkað. Ymsar leiðir Ekki er svigrúm hér til að fara ít- arlega út í mögulegar leiðir til að efla skuldbindingargildi stjómarskrár- innar að þessu leyti. Þær eru ákaf- lega margar. Þar þarf að skoðast hvaða stofnun eigi að hafa eftirlitið með höndum, hverjir eigi að geta skotið málum til hennar, hvort það verður gert áður en lög taka gildi eða síðar, hvort lögin era þá metin almennt eða í tilefni af tilteknum réttarágreiningi. Loks má huga að því hvort ekki eigi jafnframt að senda þjóðréttarsamninga í sams konar prófun. Ef árekstur reyndist milli samnings og stjórnarskrárinnar myndi það oftast leiða til breytingar á stjómarskránni en þá væri að minnsta kosti stjórnskipulega eðlileg leið farin. Eins og nú er eram við ein fárra Vest- ur-Evrópuþjóða sem höf- um ekki sérstakar heim- ildir í stjómarskránni til framsals ríkisvalds til Evrópustofnana. En jafnvel þótt í hertu eftirliti felist skerðing á valdi þingsins þá breytir það ekki því að lokaorðið verður áfram að vera í höndum stjórnar- skrárgjafans. Líta má því á stjórnar- skráreftirlitið sem nokkurs konar umferðarlögreglu sem beinir lög- gjafanum eða eftir atvikum þeim sem fer með vald til að gera þjóð- réttarsamning í réttan farveg, bend- ir á hvort breyta þurfi stjórnar- skránni eða ekki. Ef stjómarskrár- gjafinn hefur ekki síðasta orðið og getur ekki brugðist við dómum með stjórnarskrárbreytingu er hætt við að of mikið vald teljist vera í höndum dómstóla, stofnana sem þrátt fyrir allt hafa ekki sama lýðræðislega um- boð og þing og þjóðkjörinn forseti. Á fóstudag: Löggjafarstarf Al- þingis. Er rétt að ýta undir aukið eftirlit með því að eftir stjórnarskrá sé farið? Dæmi eru um að þingmenn leiti til Laga- stofnunar Há- skóla íslands og fái þar álit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.