Morgunblaðið - 02.12.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 31
Stradivarius-fíðla frá 1703 afhent ungum fíðluleikara
Leikur á tónleikum
í Reykjavík í ársbyrjun
UNGUR hollenskur fíðluleikari,
Berent Korfker, var nýlega svo
heppinn að fá í hendur fræga
Stradivarius-fiðlu frá árinu
1703 til láns og notkunar eins
lengi og honum hentar. Það var
ónefndur hollenskur fjárfestir
sem keypti fíðluna hjá Bein &
Fushi í Chicago fyrir tvær
milljónir hollenskra gyllina eða
jafngildi um 74 milljóna ís-
lenskra króna, og afhenti fiðlu-
leikaranum, sem er 28 ára gam-
all og hóf fíðlunám sitt sjö ára
að aldri.
Umboðsmaður fiðluleikarans
Berents Korfkers er hollensk-
íslenska fyrirtækið ARSIS og í
febrúar næstkomandi mun
hann einmitt koma hingað til
lands og leika á tónleikum í
Norræna húsinu ásamt jap-
anska píanóleikaranum Kana
Yamaguchi. Tónleikarnir eru
liður í tónleikaröð á vegum
ARSIS og að því er segir í
fréttatilkynningu frá fyrirtæk-
inu mun Korfker að sjálfsögðu
koma með Stradivarius-fiðluna
hingað og spila á hana á tón-
leikunum.
Saga fíðlunnar er þekkt frá
þeim tíma er hún var í eigu
Bæjarakonungsins Max-Joseph,
sem ríkti á árunum 1806-1825,
og er fíðlan nefnd eftir honum
og brennimerkt með upphafs-
stöfunum MJ. Síðar hefur hún
verið í eigu nokkurra nafn-
greindra einstaklinga í Þýska-
landi og Hollandi en árið 1961
var hún seld bandarískum safn-
ara í New York.
BERENT Korfker fíðluleikari með Stradivarius-fiðluna góðu,
sem ónefndur hollenskur fjárfestir keypti fyrir tvær milljónir
hollenskra gyllina eða jafngildi um 74 milljóna íslenskra króna.
UR ARABISK-
UM ILMGARÐI
TOJVLIST
Uigraneskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Þorkell Sigurbjörnsson: Að vornótt-
um; Columbine (frumfl. umritun),
Skref fyrir skref; Fleiri skref; G-
Sweet. Sigurbjörn Bernharðsson,
fiðla; Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanó. Digraneskirkju, mánudaginn
30. nóvember kl. 20.30.
EFTIR fjörutíu ára starfsferil er
kammerverkaskrá Þorkels Sigur-
björnssonar mikil að vonum, þegar
auk þess er haft er í huga að fáir hér-
lendir höfundar virðast eftirsóttaiá af
hálfu flytjenda. Kvað það reynsla
flestra að þurfa sjaldan fara bónleiðir
til Þorkelsbúðar, enda áhafnaskipan á
verkalista hans að sama skapi fjöl-
skrúðug. Af einhverjum ástæðum er
þar þó fátt að finna fyrir þá virðulegu
klassísku samsetningu fiðlu og píanó,
ef .marka má Heildarlista Islenzki-ar
tónverkamiðstöðvar frá 1996, eða að-
eins tvö dæmi, bæði meðal ofan-
greindra verka. Til að fylla dagskrá
hefur því ýmist þurft að leita í hand-
raðanum eins og með „Skref fyrir
skref ‘ (1986; fannst ekki á téðri skrá),
grípa til nýsmíða eins og „Fleiri
skref ‘ (samið á þessu ári) eða umrit-
ana. Þannig bh-tist „Columbine",
dívertímentó Þorkels fyrir flautu og
strengi frá 1982, nú í nýrri endurgerð
í frumflutningi Sigurbjöms Bern-
harðssonar og Önnu Guðnýjar Guð-
mundsdóttur.
En enginn spyr um aðdrætti þegar
útkoma er annars vegar. Öllu skiptir
góður heildarsvipur dagskrár, sem og
var ríkjandi, þrátt fyi’ir verulega fjöl-
breytni í formi og sérstaklega and-
blæ. Ekki spillti heldm- hið ferska
kinnroðalausa skemmtigildi sem
ganga má að vísu í flestum verkum
Þorkels, óháð því hvort flókin séu eða
einfóld. Ekki ætlar undirritaður sér
Nýjar hljómplötur
• MARADANS er fyrsta einleiks-
plata Péturs Jónassonar gítarleik-
ara.
I kynningu segh’ að á plötunni
leiki Pétur
þekktar „gítar-
perlur" frá gull-
aldartíma
spænskrar tón-
listar. Flest eru
lögin eftir tón-
skáldið Francisco
Tárrega, en auk
þess er á diskin-
um að finna
„Kveðjufantasí-
una“ efth’ Fern-
ando Sor og æfingu eftir fyri-verandi
kennara Péturs, José Luis González.
Þorsteinn Gylfason ritar texta í
bæklingi.
Pétur hefur um árabil verið í
fremstu röð íslenskra gítarleikara.
Hann stundaði framhaldsnám í
Mexíkó og á Spáni, m.a. hjá Andrés
Segovia, og hefur síðan haldið fjölda
einleikstónleika víða um heim. Þá
hefur hann komið fram í útvarpi og
sjónvarpi og leikið inn á hljóm- og
geislaplötur.
Útgefancli og dreifíng: JAPIS. Upp-
tökur fóru fram í Garðakirkju íjúlí
1998. Upptökur og hljóðvinnsla:
Halldór Víkingsson, Fermata hljóð-
ritun. Upptökustjórn: Hrafnhildur
Hagalín Guðmundsdóttir, Halldór
Víkingsson. Ljósmyndir á bæklingi:
Gunnar Gunnarsson. Útlit: Komdu á
morgun. Verð: 2.099 kr.
•TALIÐ er fullvíst að mynd af
vatnaliljum eftir Claude Monet, sem
er á sýningu í Boston, sé stríðsgóss
sem nasistar hafi tekið af frönskum
listaverkasafnara í heimsstyrjöldinni
síðari. Monet málaði myndina árið
1904 en hún komst í hendur
Joachims von Ribbentrops árið 1941.
Er talið að nasistar hafi tekið hana
úr safni Frakka að nafni Paul Rosen-
berg en afkomendur hans hyggjast
nú endurheimta myndina.
Rúm 36% íslenskra
bóka prentuð erlendis
BOKASAMBAND íslands hefur
gert könnun á prentstað íslenskra
bóka sem getið er um í Bókatíðind-
um Félags íslenski’a bókaútgefenda
1998. Könnunin sýnir að hlutfall
prentunar erlendis hefur hækkað og
er nú 36,2% en var 33,7% í fyrra.
Heildarfjöldi bókatitla á þessu ári er
453 en var 439 á því síðasta. Af 453
bókatitlum í ár eru 289 prentaðir hér
á landi en 164 erlendis.
Aberandi er hversu stórt hlutfall
íslenskra bai’nabóka er prentað er-
lendis, eða 71,4%. Sigurður Svavars-
son, formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda, segir skýringuna þá
að mjög drjúgur hluti barnabóka sé
samprent, þar sem íslenski útgef-
andinn ráði ekki prentstað heldur sé
í samfloti með mörgum öðrum og fái
þess vegna bækumar ódýrai’. Þá
bendir hann á að hér á landi hafí
engin prentsmiðja sérhæft sig í
myndski’eyttum, fjórlitum barna-
bókum. Þær verði hlutfallslega dýr-
ar vegna þess hve markaðssvæðið sé
lítið. „Þess vegna hafa menn freist-
ast til þess að prenta þær í prent-
smiðjum sem eru alltaf að vinna með
þessar stærðir og ná þannig mjög
góðum prentkjörum, sérstaklega
hvað bókbandið varðar. Það er þó
mikilvægast að langflest stói-virkin,
langmestu prentgriph-nir, eru nær
undantekningarlaust unnin alger-
lega hér á landi. Ef maður tekur
þetta út frá veltunni þá held ég að
þau verk sem eru unnin hérna heima
feli í sér mesta virðisaukann, þó að
prósentutölurnar séu kannski að
færast íslensku prenti í óhag. Og það
er eiginlega mikilvægast af öllu að
þessi stóru verk séu unnin hér á
landi, því hér á árum áður voru
menn einmitt oft að freistast til þess
að fara með slík stórvirki út, þannig
að það er a.m.k. íslenskum prentiðn-
aði í hag,“ segh’ Sigurður.
71,3% skáldverka
prentuð á Islandi
Skoðað var hvert hlutfall prentun-
ar innanlands og erlendis er eftir
flokkum og var bókunum skipt í
fjóra flokka. Eftirfai’andi niðurstöð-
ur eru úr þeim samanburði: Barna-
bækm’, íslenskar og þýddar, eru alls
140; 40 (28,6%) prentaðar á íslandi
og 100 (71,4%) prentaðar erlendis.
Skáldverk, íslensk og þýdd eru 87;
62 (71,3%) prentuð á Islandi og 25
(28,7%) erlendis.
Almennt efni er alls 130 bókatitl-
ar; 114 (87,7%) eru prentaðir á ís-
landi og 16 (12,3%) erlendis.
Ljóðabækur, ævisögur og hand-
bækur eru alls 96; 73 (76%) prentað-
ar á íslandi og 23 (24%) erlendis.
Sigurður bendir á að bókaútgáfa
sé, eins og svo margt annað, að verða
sífellt alþjóðlegri og landamæri að
mást út. „Það sem íslenskar prent-
smiðjur þurfa orðið að keppa við
núna eru hálfgerðar bókaverksmiðj-
ur, þar sem menn ná hámarksafköst-
um og hámarkssjálfvirkni með því að
takmarka sig við mjög fáar stærðir á
bókum og mjög einhæfan frágang,“
segh’ hann.
Þau verk sem mest niunar
um eru unnin hér
Athygli vekur að næst á eftir
Singapore eru Danmörk og Svíþjóð
þau lönd utan Islands þai’ sem flest-
ar íslenskar bækur eru prentaðar.
„Þetta snýst ekki um það að menn
séu að láta prenta fyrir sig í löndum
þar sem laun eru niður úr öllu valdi,
heldur frekar að menn eru farnir að
skipta við prentsmiðjur sem hafa
sérhæft sig gríðarlega mikið,“ segir
Sigurður og bætir við: „Þegar upp er
staðið held ég að það jákvæða við
þetta sé að breytingin er mjög lítil
milli ára og að ennþá skuli koma út
jafnmikið af stói-virkjum á íslandi og
raun ber vitni. Þau eru nánast alfar-
ið unnin hér, þannig að við getum
sagt að þau verk sem mest munar
um séu unnin hér.“
Efth’farandi listi sýnir fjölda bóka
sem prentaðar eru í hverju landi:
Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka
sem prentaðar eru í hverju landi:
Fjöldi titla % af heildar- prentun
ísland 289 63,8
Singapore 36 7,9
Danmörk 28 6,2
Svíþjóð 27 6,0
Kína 14 3,1
Spánn 14 3,1
Italía 10 2,3
Tæland 8 1,8
Holland 7 1,5
Belgía 5 L1
Ungverjaland 5 1,1
Noregur 3 0,7
Þýskaland 2 0,4
Portúgal 2 0,4
England 1 0,2
Önnur Iönd 2 0,4
Samtals 453 100%
Bókasamband íslands er félags-
skapur Bókavarðafélags íslands, Fé-
lags bókagerðai’manna, Félags ís-
lenskra bókaútgefenda, Félags ís-
lenskra bóka- og ritfangaverslana,
Hagþenkis, Rithöfundasambands Is-
lands, Samtaka gagmýnenda og
Samtaka iðnaðarins.
þá dul að gera höfundi upp aðferðir,
en ef ein formúla er gild í tónsmíðum
ætti hún að vera að semja verk sem
skemmtileg eru í flutningi. Spilagleði
flytjenda er ein skilvirkasta leið að
hjörtum áheyrenda, og virðist hún
sízt hafa dregið úr gengi verka hans í
samanburði við afurðir margi’a ann-
arra íslenzkra tónskálda á seinni ára-
tugum.
,A-ð vomóttum“, Ijögur næturljóð
fyi-h’ fiðlu og pianó frá 1982, var fyrst
á dagskrá. Andblær verksins var lítt
skyldur rammísienzku náttmyrkri
dauðadjúpra jökulsprungna. Öðru
nær. Hér mátti greina hlýjan suð-
rænan andvara í nokkurs konai’
nýimpressjónískri hugsýn úr arabísk-
um ilmgarði, sem undirstrikaðist af
austurlenzkulegum tónbilum megin-
frumsins út frá trítónusi er mynduðu
lárétt úrteygt „s“. Framandleg klið-
mýkt skiptist á við ástiíðufullan,
nærri „barbarískan", áslátt í hinum
fremur stuttu og ónafngi’eindu þátt-
um fjórum. Fjaraði að lokum út á
svipuðum íðilfijgrum húmsöng og í
upphafi í örlítið hlédrægri en öruggri
túlkun dúósins.
í „Columbine“ kvað óhjákvæmi-
lega við nýjan tón í fiðlu- og píanó-
endurgerð þessa vinsæla verks, sem
er meðal mest fluttu verka Þorkels á
erlendri grundu. Dreymandi and-
nimsloft upphafsgerðar fyrir flautu
og strengjasveit varð nálægara, að
maður segi ekki svolítið „kaffihúsa-
legi’á', við hamskiptin, og tekur ef-
laust tíma að venjast nýjum búningi,
þótt ekki sé útilokað að nýir kostir
komi á móti í ljós við nánari kynn-
ingu.
Samæfingartími dúósins virtist í
heild hafa mátt vera meiri, þrátt fyrir
víða ágætan flutning. Hinn krefjandi
píanópartur Allegrosins (I) hefði
þurft á töluvert meiri hrynskerpu að
halda, og cldfimar flauturunur Taran-
tellunnar (III) hlóðu beinlínis glóðum
elds að höfði fiðluleikai’ans, sem sums
staðar slapp rétt með naumindum
fyi’h’ horn. Miðþátturinn, Siciliano,
breytti kannski hvað mest um svip
frá upphaflegri gerð, en skilaði þó
ægifijgrum vatnadísarballett flaut>
unnar prýðisvel í dúnmjúkum fiðlu-
strokum Sigm’bjöms, ef frá eru talin
bai’okk-forslögin, er hefðu mátt vera
hægari og meira á slaginu.
I verkunum stuttu fyrir fiðlu án
undh’leiks efth’ hlé, „Skref“ og „Fleiri
ski-ef", var leikur Sigurbjöms Bern-
hai’ðssonar hins vegai’ öryggið upp-
málað. Sérstaklega vai’ hið fyiTtalda
bráðskemmtilegt áheyrnar og svip-
mikið þrátt fyrir á köflum míní-
mölskulega þrástefjanotkun, enda
svipti á milli andstæðustu stemmn-
inga líkt og hendi væri veifað. Blæ-
brigðafjölbreytnin var með ólíkind-
um, sé tekið tillit til þess að eina
steinlím veggjarins var hnígandi þrí-
tónafrum og rísandi þríhljómur. Það
gustaði einnig af leik Sigurbjörns í
seinna verkinu, „Fleiri skref“ (1998),
sem var brotakenndara í formi og ör-
lítið slavneskt að skapgerð, en áheyri-
legt, þótt seinteknai’a væri en systur-
verkið næst á undan.
Síðast var „G-Sweet“ frá 1976, sem
farið hefur víða og enn kvað mikið
flutt. Það er meðal þéttriðnai-i kamm-
ersmíða Þorkels að áferð og á köflum
átakamikið stykki sem tekur í hjá
jafnvel sjóuðustu hljómlistarmönn-
um, enda þótt hafi líka að geyma hinn
sætasta (sbr. ,,sweet“!) svanaklið.
Nefna mætti stað aftarlega í verkinu
sem réttnefndur væri uppá ítölsku
cavatina romantica, en líka staðinn
þai- sem gerviflaututónar fiðlunnar og
tunglskinsarabeskur píanósins kváð-
ust á í munúðarfullum ástardúett.
Nema algjör (með fyrii’vai’a) heyrn
manns hafi svikið vh’tist tónninn G
áberandi í heild, og væri svosem eftfr
Þorkatli að kenna titil verksins bæði
við það og við þyngdarafl (G,
„gravity") sem heldur efniseiningum
verksins á öruggi’i sporbaug. En hvað
sem því líður fóru þau Sigurbjörn og
Anna Guðný hér á kostum, og tón-
leikunum lauk með glansandi út-
færslu á þessari perlu íslenzkra
kammerbókmennta.
Ríkarður Ö. Pálsson