Morgunblaðið - 02.12.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.12.1998, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLADIÐ Binna er sjálfri sér lík! BÆKUR Barnabók BÍTTU Á JAXLINN BINNA MÍN Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Myndir: Margrét E. Laxness. Mál og menning, 1998. - 215 s. HÖFUNDUR sendir hér frá sér nýja bók um Binnu eða Brynhildi Beru Guðmundsdóttur sem fyrst kom fram á sjónarsviðið fyrir síðustu jól. Binna er ákaflega hress og hug- myndarík stelpa sem nú er 10 ára og á heima í ótilgreindu þorpi úti á landi. Hún vill vera öðruvísi en aðrir og vill gjarnan vera fröken Þversum, enda veit hún ekki fyrir víst hvort hún vill fara á bændaskóla eða galdra- skóla. Heiti sögunnar er dregið af því sem afi segir við hana, að ef hlutimir eru ekki eins og hún vill hafa þá, sé bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði - þótt amma vilji heldur að hún lesi bænir og hafi fallegar hugsanir í koll- inum. Foreldrar hennar vinna bæði úti og hún er oft ein heima í litla húsinu þeirra sem hún kallar „kastalann". Hann er varinn af mikilli hörku af besta vini hennar hundinum Tobbu sem ekki fer í manngreinarálit og ræðst ekki síður á ráðherra en bréfbera. Foreldrar Binnu eru góðar og umhyggjusamar manneskjur sem eru til taks þegar á þarf að halda en leyfa henni að öðru íeyti að njóta sín. Fyrir utan fjöl- skylduna og Tobbu, hafa vinkonurn- ar Gunna, Beta og Villa mest vægi í lífí Binnu. Þær fjórar eru miklar vin- konur og skoðanaskipti þeirra eru oft frábærlega sniðug. Eins og í fyrri bókinni er Binna sögumaður og við sjáum alla við- burði sögunnar eins og þeir koma henni fyrir sjónir. Aukapersónumar eru skýrar og vel dregnar en per- sónulýsingin kemur fram í svörum þeirra og gjörðum og því engin þörf á ytiá lýsingum. Skólanum er lýst í sambandi við áreitni sem Binna verður fyrir og kennarinn er sýndur sem sterkur aðili sem ræður vel við vandann. Fyi-n- utan lýsinguna á uppátækj- um Binnu er margt í sögunni ákaf- lega vel gert, t.d. er lýsingin á gjöró- líkum íslenskum fjölskyldum og við- horfí þeirra til jólanna snilldarlega gerð. Þar fáum við að fylgjast með „ömmu fínu“ annars vegar og jóla- undirbúningi hennar og hins vegar „ömmu sveit“ sem leggur áherslu á að eitt lítið kertaljós og fallegar bænir sé allt sem þarf til að skapa jólastemmningu. Þó að þetta séu fyrstu jólin sem afi og amma úr sveitinni eru í þéttbýlinu eru þau samt ekki með neina eftirsjá. Þetta er fólk sem á innri frið og þá skiptir engu máli hvar það er. Bókin er full af heimspekilegum hugmyndum um lífið og tilveruna. Þessar hugmyndh- koma fram í tali fólks og viðhorfum sem Binna segir frá með sín- um eigin orðum og dregur sínar eigin álykt- anh- af því sem hún sér og heyrir. Sumt misskil- ur hún eða finnst skrýt- ið og hún sér að oft er fullorðna fólkið ekki sér- lega skynsamlegt í sín- um gjörðum. Viðhorf til umhverf- isins kemur líka fram í sögunni þegar rætt er um að setja verksmiðju í þorpið og undirskrift- um er safnað af mikilli hörku. Olík viðhorf for- eldra hennar tH þess hvað þarf til að slappa af sýna í raun íslenskt samfélag í hnotskurn þar sem annar aðilinn leitar eftir indverskri heimspeki til að slaka á en hinn telur að vinna í bílskúrnum sé besta lausnin við að ná sambandi við sjálfan sig. Þessi saga um Binnu er sérstak- lega vel unnin. Öll sagan er sögð af sjónarhóli þessa unga sögumanns og sagt er frá öllu umbúðalaust. Aidrei reynir Binna að gera sig betri en hún er og alltaf er hún tilbúin að skipta um skoðun þegar augljóst er að hug- myndir hennar eru fráleitar. Hún grætur þegar hún er hrædd eða leið og biður fyrirgefningar ef hún hefur beitt einhvern misrétti. Ef eitthvað mætti setja út á heild sögunnar, þá finnst mér vanta að Binna geri sér og lesandanum betri grein fyrir „máttlausu veikinni". Málfar sögunnar er lipurt og gott alveg án allrar tilgerðar og allar frá- sagnirnar fjörlega skrifaðar. Þótt bókin sé nokkuð löng, er engu ofauk- ið. Myndh'nar eru líflegar og auka gildi bókarinnar. Sigrún Klara Hannesdóttir Kristín Helga Gunnarsdóttir S JÓNHRIN GUR GUÐRÍÐAR BÆKUR Skáldsaga VERÖLD VÍÐ Skáldsaga um ævi og örlög Guðríðar Þorbjarnardóttur - víðförlustu konu miðalda eftir Jónas Kristjánsson. 362 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1998. FYRIR allnokkrum árum sendi Jónas Kristjánsson frá sér sögu- legt skáldverk sem hann nefndi Eldvígsl- una. Gerist hún á Norð- urlöndum og víðar á víkingaöld, eða með öðrum orðum í löndum þeim þar sem víkingar vöndu komur sínar. Eldvígslan er í hvívetna mikils háttar skáld- verk. En hún fór alveg framhjá fjölmiðlunum, hvernig svo sem á því stóð, og þar af leiðandi einnig framhjá lesend- um. Veröld víð er líka skáldverk með miðalda- fræðin í bakgrunni og mun víðáttumeira sögu- svið en Eldvígslan. Að- alsöguhetjan, Guðríður Þorbjarn- ardóttir, fór til Vínlands og síðar til Rómar. Hún kannaði því lönd þau sem voru innan sjónmáls víking- anna - og gott betur! Það sem vitað er um hana sjálfa og hennar nán- ustu er ekki svo mikið að fylla mundi stóra bók. Sá var háttur fornra sagnaritara að segja sem mest í sem fæstum orðum. Jónas Kristjánsson fyllir í eyðurnar. Út- koman verður rismikið og marg- slungið skáldverk. Með sögugleði sinni tekst höfundi að blása lífi í þessa frægu miðaldapersónu sem horfði nánast vítt of veröld alla. Ferðir þessara fornu Islendinga, sem sagnaritarar sögðu frá í skeytastíl, rekur hann sömuleiðis nákvæmlega og byggir á sinni víð- tæku þekkingu. Að sönnu nær ímyndunaraflið og þekkingin aldrei að lýsa löngu liðnum tímum ná- kvæmlega eins og þeir voru í raun. Skáldverk, sem reist er á víðtæk- ustu þekkingu, verður því blanda af skáldskap og veruleika í hlutföll- um sem ógerlegt er að sannprófa. Nauðsynlegt er eigi að síður að búa yfir hvoru tveggja, þekkingunni og ímyndunaraflinu, eigi svo mikið sem að nálgast hina löngu liðnu tíma. Vandaminnst er að lýsa fram- komu og viðbrögðum söguhetj- anna. Mannlegt eðli breytist ekki á þúsund árum. Erfiðara er að lýsa umgjörð daglega lífsins eða með öðrum orðum lífsháttum þeim sem miðaldamaðurinn bjó við frá degi til dags, svo sem húsakynnum, klæðnaði og viðurværi; trú hans og hjátrú, lífsreynslu og afstöðu til umhverfis- ins í víðtækasta skiln- ingi. Um margt hvað, sem okkur fýsti helst að vita nú, eru sagna- ritararnir fornu næsta fáorðir. Og heimurinn - lönd og leiðir - hvernig leit hann út og hver voru endimörk hans fyrir sjónum Islendings fyrir og eftir ferð Guðríðar til Vínlands? Sannarlega allt önnur en við lok miðalda. Til dæmis voru íslend- ingar ekki farnir að finna fyrir þeirri mál- farslegu einangrun sem síðar varð svo tilfinnanleg. I Róm hittir Guð- ríður til að mynda nunnu frá Býjaralandi. »1 fyrstu gekk sam- ræða þeirra nokkuð ógreitt, en smám saman tóku þær að skilja hvor annarrar móðurmál, og að liðnum nokkrum vikum ræddust þær við reiprennandi.« Þessi má kalla að sé mergurinn málsins þegar minnst er samskipta germanskra þjóða innbyrðis á fýrri hluta miðalda. Víkingarnir gátu gert sig skiljanlega svo að segja allt í kringum sig. Munurinn á norrænu og þýðversku var að vísu orðinn all- nokkur en ekki meiri en svo að sam- ræður gætu ekki tekist með nokk- urri þolinmæði eins og raunin varð hjá þeim, Guðríði og Hildigerði hinni býversku. Loftslag á norðurslóðum var og mun hagstæðara en síðar varð. Giskað hefur verið á að það hafi ver- ið líkt því sem hér var á fyrri hluta þessarar aldar. Árferðið skipti miklu fyrir þjóðir sem áttu allt und- ir veðri og vindum. Víkingarnir smíðuðu bestu skip sem þá flutu á höfunum. Þeir báru víðast hvar sig- urorð af öðrum. Þeir kynntust öðr- um þjóðum og settust margir að er- lendis, til að mynda á Bretlandseyj- um, Valllandi og í Garðaríki. Ungir menn fóru suður yfir Rússland og gerðust atvinnuhermenn - væringj- ar - í Miklagarði. Með öllu þessu jókst mönnum sjálfstraust og víð- sýni. Það er á þessum grunni sem Jónas Kristjánsson byggir sögu sína. Hún er að ýmsu leyti fræði- legri en Eldvígslan og þó engu síðra skáldverk. Til dæmis leitast höfund- ur við að líkja efth' máli því sem ætla má að jtalað hafi verið á dögum Guðríðar. I byi'jun kann það að tefja fyrir lesandanum, en venst fljótt. Málfræðingur getur endur- gert íslenskuna eins og telja má að hún hafi verið töluð árið þúsund. Svo langt gengur Jónas Kristjáns- son ekki - að sjálfsögðu ekki! Hófleg málfyrning hans getur fremur talist til stílbragða - til að minna lesand- ann á að hann er að ferðast um ann- ars konar veröld á annars konar tímum. Vínlandsferðin var einstök, Róm- arferðin ekki. I suðurgöngu lagði þá margur með staf og skreppu til að styrkja trú sína og tryggja sér eilífa sáluhjálp. En Rómarferð var bæði kostnaðarsöm og hættuleg. Jónas Kristjánsson hefur sýnilega kynnt sér náið þann þátt sögunnar. Þegar kemur að ferjustaðnum yfir Rín, svo dæmi sé tekið, heimtar ferju- maður »átta skildinga af hverjum farþega... Það verða alls fimm merkur hins fjórða tugar.« íslend- ingar vilja ekki greiða meira en fjóra skildinga á höfuð. Þetta var fyrir þúsund árum. Rínartoll þarf ekki að greiða lengur. En merkur og skildingar standa enn í fullu gildi þar um slóðir. Breytilegt er að sjálfsögðu hvern- ig þjóð metur sögu sína. Víkingaöld- inni fylgdi hrottaskapur og siðleysi. En hún færði Norðurlöndum einnig margháttaða menning, bóklega og verklega. Veröld víð byggir á hvoru tveggja. Þetta er því í senn stór- fróðleg bók; auk þess merkilegt og að mínum dómi skemmtilegt skáld- verk. Erlendur Jónsson Jónas Kristjánsson FYLGD BÆKUR Ljóð FYLGDU MÉR SLÓÐ Eftir Eystein Björnsson, Norðurljós 1998 - 57 bls. TÍMINN er mörgum skáldum hugleikið viðfangsefni. Hann er óstöðvandi og grimmur, tekur frá okkur það sem okkur þykir vænt um og breytir veröld okkar stöðugt. Söknuður skín því oft í gegn um ljóð skálda. Fylgdu mér slóð nefnist ljóðabók Eysteins Björnssonar sem miðlar slíkri kennd umfram allt annað. Hún er gefin út i minningu föður hans. Þetta er að mörgu leyti vönduð ljóðabók. Eysteinn ritar fremur knappan ljóðstíl. Myndmálið er hnitmiðað og skýrt. Þó kostar það íhugun og ofurlitla yfirlegu sem stafar kannski af því að skáldið slær á fínlega strengi. Mér finnst það raunar auka gildi ljóðanna íremur en hitt. Mikilvægt viðfangsefni bókarinn- ar er sem fyrr getur tíminn. í kvæð- inu Höggið kemur fram afstaða Ey- steins til tímans. Fortíð og framtíð eru eins og eiturnöðrur og þegar þær eru höggnar vellur eitrið út: Með hái'beittu sverði hjó ég frá mér fortíð og framtíð miljónir eitraðra agna flæddu út um opin sárin En það er önnur hlið og persónu- legri á þessu viðfangsefni. Frammi fyrir dauðanum eigum við þó fortíð- ina og ekki síst minninguna um fylgd. I kvæðinu Kveðjustund segir frá því hvemig minningarleiftur vaknar þegar ljóðmælandi kyssir á kalt enni föður síns, tveir á hafi í bátskel og í nokkrum kvæðum dregur hann upp lítil og falleg minningarbrot svo sem í kvæðinu Feðgar: Við gengum fjöruna feðgamir að afliðnum degi meðan hann strauk íyðbrunninn kinnunginn hnýttri hendi skrifaði ég nöfn okkar í gráan sandinn Forgengileikinn og einstakling- urinn andspænis eilífðinni verða Eysteini einnig að yrkisefni. Hann yrkir ísmeygilegt ljóð um líflínuna í hendinni og leikur sér að tvíræðni þess orðs sem auðvitað er á sinn hátt haldreipi sem við höldum í lófa okkar og fyrir neðan blasir hyldýp- ið við. Einna áhrifamest af þeim kvæðum sem um þetta og svipuð efni fjalla þótti mér kvæðið Haust. Þótt myndefni kvæðisins sé ekki beinlínis frumlegt eru efnistökin það. Þar setur Eysteinn fram áhrifamikla mynd um líf okkar þegar haustar í lífinu og líkir ein- staklingnum við tré: Daufheyrist við bænum mínum bítur æ fastar loks ekkert eftir af laufhaddinum ég nakin undir nístandi kristöllum Eins og sjá má af þessu kvæði og öðrum gegnir náttúran veigamiklu hlutverki í ljóðum Eysteins. Hún er honum í senn undur og athvarf. Fjaran, hafið, bærinn sem nú er stekkur, hið smáa og hið stóra, snig- ill og sól; allt á þetta sinn sess í ljóð- heimi Eysteins en það er ávallt um- gjörð utan um kenndir og hugsanir ljóðmælandans eins og í þessari mynd sem túlkar söknuð eftir bernsku. Þarablöðkurnar undan stórgrýtinu rísa og hníga hugurinn verður haf sem vaggar mér í svefn og ég ferðast gegnum rökkvaðan skóg í leit að týndu barni Fylgdu mér slóð er vönduð ljóða- bók sem túlkar í senn grimmd tím- ans, söknuð og mikilvægi fylgdar- innar í lífinu. Ennfremur einkenn- ast ijóðin af ást á náttúru og nátt- úrukennd. Þau eru hnitmiðuð og myndmál þeirra hugmyndaríkt og fágað. Skafti Þ. Halldórsson Nýjar bækur • LÆKNINGABÓK heimil- anna - ráðleggingar fyrir ein- staklinga og fjölskyldur er eft- ir Patrick Pietroni læknapró- fessor, í þýðingu Þorsteins Njálssonar, dr. med. í kynn- ingu segir að í bókinni sé hægt að finna upp- lýsingar um orsakir og einkenni al- gengra sjúkdóma Þorsteinn 0g kvilla. Njálsson Ráðlegg- ingar og forvarnir og viðbrögð þegar veikindi virðast yfii-vof- andi. Hvenær við fáumst sjálf við kvilla sem hrjá okkur og hvenær við leitum læknis. Sér- stakur kafli er um heilbrigða lífshætti, rétt mataræði, holla hreyfingu og næga hvíld. Einnig er ítarleg umfjöllun um náttúrulegar leiðir til betra lífs, Útgefandi er Setberg. Bókin er 224 bls. prýdd fjölda teikn- inga og litmyi:da. Verð: 3.870 kr. Eysteinn Björnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.