Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 35
Unglingar og hvalir
NÁVIGI á hvalaslóð
heitir nýjasta bók Elí-
asar Snæland Jóns-
sonar og er hún ætluð
unglingum. Hún er
jafnframt sjötta bókin
sem Elías skrifar fyr-
ir börn og unglinga.
Áður hefur hann
skrifað skáldsögu og
nokkur leikrit.
I Návígi á hvalaslóð
fylgist lesandinn með
lífi Inga sem býr með
foreldrum sínum á
rannsóknarskipinu
Hermes, en skipið
hefur þann tilgang að
ferðast um höf og
fylgjast með og rannsaka hvali.
Ingi á vinkonu sem hann kynnist
á Netinu og dag einn kemur að
atburðum sem leiða þau ekki bara
saman heldur í ógöngur og hætt-
ur. Ævintýrið er þessa heims,
klætt tölvum og nýjasta vélbún-
aði, og gerist að mestu leyti á hafi
úti. Elías Snæland segir eftirfar-
andi um nýju bókina:
„Það var ekki umræðan um
Keikó sem kveikti með mér hug-
myndina að þessari bók því ég
hef nokkuð lengi haft áhuga á að
skrifa barna- og unglingabók sem
fjallaði um samskipti manna og
hvala. Fyrir um það bil áratug
byrjaði ég að punkta niður og
safna gögnum um hvali og kynna
mér nýjustu vísindarannsóknir á
þessum stærstu skepnum jarðar.
Það er þó takmarkað sem vísind-
in hafa uppgötvað varðandi hvali
en vísindin hafa ekki veitt teg-
undinni jafn mikla athygli og öðr-
um skepnum sem Iifa í sjó eða á
Iandi. Hvalir eru merkilegar
skepnur sem hafa lifað í hafinu í
kringum Island og víðar í milljón-
ir ára og þó athygli
vísindamanna hafi
verið minni en maður
gæti ætlað þá hafa
hvalir lengi dregið til
sín athygli ritliöf-
unda og eiga sinn
mikilvæga sess í
heimsbókmenntum.
Eg tek því að ein-
hverju leyti liefð-
bundið sögnefni,
hvalinn, reyni að
sætta upplýsingarnar
sem við höfum um
hann við líf nú-
tímaunglings og búa
til úr þessu spenn-
andi sögu.
Ég valdi sögunni sannfærandi
sögusvið vegna þess að þannig tel
ég að best sé að ná til lesandans,
með því að nota tæki og tól sem
lesandinn þekkir. Þess vegna tók
ég líka tillit til þess helsta sem er
að gerast í lífi unglinga á okkar
tímum og þá var nærtækast að
nota Netið. Samskipti aðalsögu-
hetjanna í bókinni fara að nokkru
leyti fram á Netinu. Þetta eru al-
þjóðleg samskipti sem hafa nú
þegar tengt saman fólk frá ólík-
um löndum á nýjan hátt. Þess
vegna er önnur aðalsöguhetjan
íslensk og hin kanadísk en átt-
hagar þeirra koma ekki í veg fyr-
ir samskipti og þar að auki sem
þau lifa mun hreyfanlegra lífi en
venjulegast var fyrir unglinga
fyrr á tímum.
Það má segja að sviðsmynd
sögunnar séu þessi nýju alþjóð-
legu samskipti sem eiga sér stað
á Netinu og svo umhverfisvernd.
Það er ekki lengra síðan en tíu ár
frá því menn sem börðust fyrir
umhverfisvernd voru taldir sér-
vitringar en á jafn skömmum
tíma hefur breiður hópur fólks
sameinast um mikilvægi um-
hverfisverndar og mundi ég
halda að hér værum við aðeins
stödd á byrjunarreit. Umhverfis-
vernd á eftir að taka miklu meira
pláss í umræðu og aðgerðum
næstu ára bæði hér á íslandi og
annars staðar.
Þó forðast ég alla beina pré-
dikun í verkum mínum, svoleiðis
Iagað leiðist mér. En í anda
verksins felst umhverfisvernd þó
ég leyfi líka öðrum sjónarmiðum
að heyrast.“
Hvalurinn kom upp úr
sjónum rétt fyrir framan
Inga og sendi blástur
hátt til lofts. Sólargeisl-
arnir léku sér við dropana og mynd-
uðu lítinn regnboga aftur með
blásvörtum hjúp hvalsins sem glans-
aði í skæru ljósinu.
Ingi bar ósjálfrátt hendumar fyr-
ir sig. Svo áttaði hann sig á tilgangs-
leysi þess. Það var eins og að ætla
að stöðva flutningaskip með bemm
höndum.
Hann tróð marvaðann í köldum
sjónum og starði á ferlíkið mikla
sem virtist bíða átekta í eins eða
tveggja metra fjarlægð.
Ottinn hafði þegar vikið fyrir for-
vitninni. Hann var alveg óvænt
kominn í návígi við stærstu lífveru
jarðarinnar. Ef hann rétti fram
hendurnar gæti hann líklega snert
höfuð hvalsins með fingrunum.
Hann horfði hugfanginn á risann
mikla og velti því fyrir sér um leið
hvað Askur væri eiginlega að hugsa.
Svo teygði hann hægi'i handlegginn
fram rétt undir sjávarmálinu þar til
fingurnir snertu mjúkt hörundið.
Drykklanga stund var eins og
tíminn stæði í stað.
Úr Návígi á hvalaslóð
Elías Snæland
Jónsson
Nýjar bækur
• ANNAÐ ísland - Gullöld Vest-
ur-Islendinga í máli og myndum
er eftir Guðjón Arngrímsson og
fjallar um afdrif Islendinganna í
Ameríku frá því
fyrir aldamót og
fram að heims-
styrjöldinni
miklu.
I kynningu
segir að í bók-
inni sé lýst því
íslenska samfé-
lagi sem mynd-
aðist eftir land-
námið á sléttun-
um miklu. Sagt er frá samvinnu
„landa“ og deilum þeirra um trú-
mál, pólitík og þjóðernisafstöðu, frá
máli þeirra og menningu, og brugð-
ið upp myndum af fjölmörgum ein-
staklingum í hópi Vestur-Islend-
inga.
Guðjón Arngrímsson er fæddur
árið 1955. Hann hefur kynnt sér
sérstaklega sögu vesturferðanna
og landnámsins vestra og sendi í
fyrra frá sér bókina Nýja Island,
um gpphafsár Vestur-Islendinga.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 330 bls., unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. Verð: 4.480 kr.
• BLÁA eyjan er þriðja bókin í
bókaflokknum Sígild dulspeki. Hún
er skrásett af Pardoe Woodman og
Estella Stead. Hallgrímur Jónsson
íslenskaði.
I kynningu segir að bókin fjalli
um afdrif þeirra farþega sem fór-
ust með risafarþegaskipinu Titanic
árið 1912. Ritstjórinn William T.
Stead var einn þeÚTa. Fyrir milli-
göngu miðils greinir hann eftirlif-
andi dóttur sinni frá afdrifum far-
þeganna handan við tjaídið, á öðru
tilverustigi.
Ennfremur segir: „Bláa eyjan
greinir m.a. frá því hvernig hinir
„dánu“ eru fluttir í farartæki eftir
umskiptin til eyja á öðru tilveru-
stigi. Þar ræðst dvölin eftir þroska
og vitundarstigi. Bláa eyjan gerir
lesandanum fullkomlega grein fyrir
hversu sérhver jarðneskur maður
er ábyrgur fyi'ir eigin hugsunum,
orðum, breytni og framkomu.“
Útgefandi er Dulheimar. Bókin
er 70 bls., prentuð í Mosprent.
Verð: 1.560 kr.
• LJÓÐMÆLI er fyrsta ljóðabók
Hallgríms Helgasonar.
I bókinni eru ljóð frá tuttugu ára
skeiði, frá 1978-1988. í kynningu
segir að í bók-
inni ægi öllu
saman í kraft-
mikilli uppreisn
gegn hreinleika-
hugmynd nú-
tímaljóðsins.
Hann yrkir
hljómfagrar
sonnettur,
spaugilegar fer-
skeytlur, blygð-
unarlausar stælingar, miklar dráp-
ur um þjóðfélagsleg efni, rímaða
leikþætti, ballöður, ástarljóð, upp-
gjör, gamanbragi og harmljóð.
Hallgrímur Helgason er fæddur
árið 1959. Hann hefur haldið fjölda
málverkasýninga víða um lönd,
skrifað þrjár skáldsögur og verið
pistlahöfundur í blöðum og útvarpi.
Útgefandi er Mál og menn-
ing. Bókin er 300 bls., unn-
in í Prentsmiðjunni Stein-
holti. Kápan er eftir Jón Sæ-
mund Auðarson & Hallgrím Helga-
son. Verð: 3.480 kr.
SÖLUKENNSLA GUNNARS ANDRA
Einkaþjálfun • Námskeið ■ Ráðgjöf • Fyrirlestrar
Vióhöfum sameiginiegt markmið •
að þér gangi vel!
Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167
Guðjón
Arngrímsson
Hallgrímur
Helgason
Haldgott uppfletti-
rit um goðsögur
BÆKUR
llppflettirit
GOÐSAGNIR HEIMSINS
Ritstjóri: dr. Roy Willis. Ingunn Ás-
dísardóttir þýddi. Prentun: Imago,
Kína. Mál og menning, Reykjavík
1998. 320 bls.
LENGI hefur vantað haldgott
uppflettirit um goðsög-
ur á íslensku og verður
ekki betur séð en að sú
bók sem Ingunn Ásdís-
ardóttir hefur hér fært í
íslenskan búning fylli
það skarð ágætlega.
Bókin nefnist Goðsagn-
ir heimsins og er rituð
af tuttugu sérfræðing-
um undir ritstjórn dr.
Roy Willis.
Bókin skiptist í þrjá
meginhluta. I inngangi
gerir ritstjóri grein fyr-
ir helstu hugmyndum
og kenningum um
goðsagnir, tilurð þeirra,
hlutverk og inntak. I
þessum kafla er
kannski hlaupið fullhratt yfir sögu
en annar hlutinn bæth' það að vissu
leyti upp en í honum er fjallað um
helstu þemu goðsagna sem eru sköp-
unin, skipan veraldarinnar, sköpun
mannkyns, æðri verur, hamfarir um
heim allan, hetjur og braðgarefh',
dýr og jurtir, líkami og sál og hjóna-
band og skyldleiki.
í þriðja og stærsta hlutanum er
svo fjallað um goðsagnaheimildir um
víða veröld, í Egyptalandi, Miðaust-
urlöndum, Indlandi, Kína, Tíbet og
Mongólíu, Japan, Grikklandi, Róma-
veldi, heimi keltanna, Norður-Evr-
ópu, Mið- og Austur-Evrópu, heims-
skautssvæðinu, Norður-Ameríku,
Mið-Ameríku, Suður-Ameríku, Af-
ríku, Ástralíu, Eyjaálfu og Suðaust-
ur-Asíu. Efnistök í þessum köflum
Ingunn
Ásdísardóttir
eru skipuleg og er ætlunin fyrst og
fremst að veita ákveðna yfirsýn, það
er með öðrum orðum ekki kafað ofan
í smáatriði. Sem dæmi má taka kafl-
ann um Norður-Evrópu þar sem
fjallað er um íslensku goðakvæðin.
Sagt er frá því í stuttum inngangi
hvernig heiðni var við lýði á Norður-
löndum lengur en annarsstaðar í
Norður-Evrópu og lengst hér á Is-
landi þar sem heimildir um norræn-
ar goðsagnir hafa varð-
veist 1 íslensku goða-
kvæðunum. Sagt er í
stuttu máli frá átrúnaði
norrænna manna og á
skýringarkortum eru
sýnd landnámssvæði
norrænna manna, út-
breiðsla víkinga, versl-
unarferðir og könnun-
arleiðir. Einnig er gert
grein fyrir tímatali og
talin upp norræn goð
víkingatímans og elstu
germönsku goðin. Kafl-
inn skiptist síðan í
nokkra undirkafla þar
sem skýrt er frá forn-
um goðum og glötuð-
um, heimsmynd vík-
ingaaldar, Loka, Óðni, Þór, Frey og
vanagoðunum, gyðjum og kvenvætt-
um, drekabönunum Bjólfi og Sigurði
Fáfnisbana. í köflunum eru svo ýms-
ar rammagreinar og annað efni til
nánari skýringar, auk litmynda sem
eru rúmlega fimmhundruð í bókinni.
Eins og gefur að skilja er hér ekki
farið af fræðilegi'i nákvæmni ofan í
hvert atriði en bókin veitir góða inn-
sýn í efnið og er öllum þeim gagnleg
sem vilja afla sér grunnþekkingar á
goðsögnum heimsins. Atriðisorða-
skrá auðveldar leit í bókinni og fyrir
þá sem vilja leita sér frekari fróð-
leiks er góð ítarefnisskrá aftast í
henni. Bókin er þýdd á látlausa og
læsilega íslensku sem hæfir henni
vel.
Þröstur Helgason
TIL SÖLU
- 81.16
Suðurhraun 1,
Garðabæ
i-
cíl '1 1
e
fi
t)
- —t
>-
>-
NORMI H.F.
Skeiðarás vift Arnarvog
IS 210 Garðabæ
Iceland
Ca 6.000 fm iðnaðar/lager
húsnæði ásamt 17.600 fm lóð
að mestu leyti malbikaðri,
til sölu eða leigu.
Til afhendingar strax.
Staðsetning á frábærum stað
á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Allt á einum grunnfleti.
Lofthæð allt að 8,5 m.
Sérbyggt húsnæði fyrir
skrifstofur og mannahald.
Símkerfi, hillukerfi og
öryggiskerfi geta fylgt.
Húsnæðið er fyrrum húsnæði
Baugs.
Upplýsingar gefur
Sævar í símum
565 8822 og 897 9741