Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 41
andi forskrift. Hún hittir í mark á
tímum er sýningarsalir eru yfírfull-
ir af tilbúinni list. Þær hafa yfir sér
hinn glaðhlakkalega, ísmeygilega
og sposka svip garðálfanna sem
víða eru svo vinsælir og eins og
spretta upp úr jörðinni, en í þessu
falli hafa frekar svip af landálfum.
Jafnframt er líkast sem Sæmundur
brúi bilið milli þarfa almennings og
hinna listfróðu, er báðir eigna sér
hann, en á ólíkum forsendum þó.
Þannig eru þetta í senn myndverk
fyrir „venjulegt fólk“ og „listfróða"
og getur hver og einn lagt sitt mat
á hugtökin.
Þessar ólíku forsendur gera það
einnig að verkum að innan handar
er að lesa á margan hátt í verkin.
Guðbergur gerir það af mikilli hug-
kvæmni og íþrótt svo lesandinn
getur ekki annað en hrifist með. Þó
fara fot listsögufræðingsins, sem
alhæfir og leitast við að tæma
myndefnið, rithöfundinum ekki
alltaf jafn vel. Styrkur bókarinnar
er að minni hyggju hið opinskáa
spjall rithöfundarins við lista-
manninn. En á stundum spyr
maður sjálfan sig hvort þetta sé
myndskreytt spjall Guðbergs við
Sæmund eða listaverkabók um
Sæmund. Nær þriðjungur bókar-
innar er að baki er fyrsta mynd-
verkið birtist og rúmur helmingur
áður en tréstytturnar fá málið og
þá gerist það ótt og títt og mynd-
irnar oftar en ekki örsmáar auk
þess að þessi tilhneiging til
smárra mynda gerir sig heima-
komna á tveim heilsíðumyndum,
bls. 63 og 65, og rýrir áhrif þeirra
til muna. Útlitshönnun bókarinn-
ar er einföld og hreinleg en nokk-
ur auglýsingabæklingabragur á
upphafssíðunum, prentun og lit-
greining í góðu lagi.
Sæmundur Valdimarsson og stytturnar
hans:. Guðbergur Bergsson skráði. Forlagið
1998. 99 blaðsíður.
Hvernig má breyta
kvótakerfinu?
MEIRI hluti þjóð-
arinnar er sammála
því að kvótakerfið er
böl þjóðarinnar og að
það beri að/ reyna
breyta því á einhyern
hátt.
Eins og kemur fram
í lögum um fiskveiði-
stjórn er auðlind
sjávarins sameign
þjóðarinnar. Því vill
meirihlutinn að sam-
félagið njóti góðs af
því sem kemur frá
henni.
Hvernig skal
kvótanum skipt?
Eg hef komið að því áður, bæði
greinum og ræðum, að kvótanum
yrði skipt í þrjá meginflokka, tog-
ara, vertíðarbáta (strandbáta) og
svo smábáta. Og bannað yrði að
framselja á milli þessara flokka.
Þessi skoðun náði ekki fram að
ganga. Því er verr.
Afleiðingar urðu þær að ekki var
farið eftir því. Meginhluta vertíðar-
báta var lagt og kvótinn eða megin-
kvóti þeirra var fluttur yfír til tog-
araútgerða.
Margir vertíðarbátaeigendur
seldu kvóta sinn til togaraútgerða
til ná sér í skjótfenginn gróða og
kusu að gerast leiguliðar. Það er að
leigja kvóta sinn aftm', og þá með
þátttöku sjómanna. Þessar aðgerð-
ir voru í óþökk sjómanna og að
þeim forspurðum.
I stað þess að standa með
sjómönnun sem
reyndu að verja það að
kvótinn yrði framseld-
ur á milli veiðigreina,
kusu þeir þessa leið.
Barátta sjómanna
bar loks árangur í
fyrravor með því að
kvótaþing var stofnað
og veiðiskylda var
ákveðin talsverð meira
en áður var.
Nú undanfarið hefur
stjóm LÍÚ verið að
reyna segja þjóðinni,
hvað sjómenn hafa
verið vondir við þá teg-
und útgerðarmanna,
sem þeir kalla fjöl-
skyldu- eða einstaklingsútgerðir til
þess að fá samúð þjóðarinnar, en
Þegar nytjastofn
stækkar frá því sem nú
er, segir Ingvi Rúnar
Einarsson, mætti setja
umframmagnið á
markað gegn gjaldi.
þeir kölluðu þetta einfaldlega yfir
sig með þeirra háttalagi, sem lýst
var hér áðan.
Hitt er svo annað ég hef miklar
áhyggjur af, er það að ef þess er
krafist að skuttogarar kvótastóru
fyrirtækja, verði stefnt inn á
grunnmið til að sækja þann kvóta,
sem ekki verði leyft að framselja.
Hvernig má breyta
kvótakerfínu?
Framundan er mikil stjórn-
málabarátta. Margir þeir sem
bjóða sig fram vilja koma á móts
við þjóðina með því að leggja á
sjávarútyeginn veiðileyfagjald eða
auðlindarskatt.
Hvað myndi slíkt álag þýða?
Kristján Ragnarsson segir í einu
viðtali eða grein: Við getum ekki
ætlast til að húsmæður úti í við-
skiptalöndum okkar gi’eiði hærra
verð fyrir fiskinn vegna þessa.
Hann meinar það að útgerðarmenn
ætla ekki að greiða þessa álögu. Þá
em kannske ekki mörg önnur ráð
en að taka þetta af sjómönnum,
með því að taka þetta af hráefni og
eða af óskiptu.
Öðru ber líka að huga að, þ.e. að
kostnaður af þessu fari inn í
kostnað fyrirtækjanna, sem myndi
eðlilega minnka hagnað þeirra,
sem myndi þýða minni skatt.
Minni laun sjómanna af þessum
sökum myndu þýða minni tekju-
skatt. Allt þýðir minni tekjur til
þjóðai'innar.
Nú er svo komið að mörg hinna
stóru fyrirtækja eru á hlutabréfa-
markaði, sem þýðir, eins og LÍÚ
menn eru að benda á, að stór hluti
þjóðarinnar er orðinn hluthafi í
fyrirtækjunum, hvort vilji hafi ver-
ið fyrir því, sumir hafa keypt hlut í
hlutabréfasjóðum eða fyrirtækjum
af sjálfsdáðum, en svo má segja
það að allir lífeyrissjóðir fólksins
hafa keypt hlutabréf.
Ingvi Rúnar
Einarsson
Hvað gerist ef eitt af þessum
fyi-irtækjum færi nú á hausinn?
Hveijar yrðu afleiðingarnar?
Eg vil benda á það sem ég tel að
myndi gerast. Margir einstakling-
ar og sjóðir myndu tapa stórfé, og
jafnvel bankar myndu standa á
barmi gjaldþrots. Aíger kreppa
myndi verða hér á landi.
Þetta vita forráðamenn þessara
fyrirtækja og hafa því ákveðið
tromp á hendi gagnvart bönkum og
öðrum lánardrottnum, sem gefur
þeim ákveðin fon’éttindi til að
krefjast sérstakra fyrirgreiðsla
sem aftur kallar á frekari fyrir-
greiðslu.
Ég tel að hér sé of seint í rassinn
gripið. Við verðum að finna ein-
hverja aðra leið, sem ekki væri
róttæk, en skilaði þjóðinni auðlind
sinni með tímanum.
Því vil ég leggja fram tillögu til
skoðunar sem ég tel ekki hafi
í’óttæka afleiðingu, en hún myndi
sníða agnúa af kvótakerfinu.
Húsn er sú að þegar ákveðinn
veiðistofn telst hafa stækkað, sam-
anber þorskurinn, ber sjávarút-
vegsmálaráðherra að halda aukn-
ingunni, til ákveðinna hluta.
T.d. þegar skip kemur að landi
með umframafla, það er afla sem
ekki er kvóti fyrir, getur ráðu-
neytið úthlutað kvóta sem um-
framaflanum nemur gegn gjaldi.
Eða að ráðuneytið getur krafist að
aflinn fari á markað og mun sölu-
verð ganga til ráðuneytisins að
öðru leyti en því að sjómenn og út-
gerðarmenn fái umbun fyrir að
koma með aflann að landi. Ráðu-
neytið léti kvóta í staðinn. Allt
frákast yrði úr sögunni sem er
ekki svo lítið eftir að hafa hlustað
á allar þær staðhæfingar frá
sjómönnum.
Höfundur er fomiaður Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Kára í
Hafnarfirði.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Fræðslu- og
menningarsvið
skólaskrifstofa
Garðaskóli
— uppeldisfulltrúi
Garðabær auglýsir laust til umsóknar 70% starf
uppeldisfulltrúa við Garðaskóla. Um er að
ræða eftirsóknarvert starf fyrir einstakling sem
hefur áhuga á að starfa með unglingum.
Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á
vinnubrögðum atferlismótunar. Kjörið við-
fangsefni fyrir nemendur í kennslu-, uppeldis-
eða sálarfræði. Launakjör eru samkvæmt kjara-
samningi Launanefndar sveitarfélaga og
Starfsmannafélas Garðabæjar. Ráðið verður
í starfið tímabundið til 31. maí 1999.
Umsóknum skal skilað fyrir 8. desember til
Gunnlaugs Sigurðssonar, skólastjóra, erveitir
nánari upplýsingar í síma 565 8666.
Grunnskólafulltrúi.
■ X
mBBBMsm \
IÉS
Goíðabær
Starfskraftur óskast
Vegna mikilla anna vantar okkur 1 —2 vélfræð-
inga eða vélvirkja til starfa sem fyrst.
Sendið upplýsingar um aldur, menntun og
fyrri störf til afgreiðslu Mbl. fyrir 7. desember
merktar: „Kæliverkstæði — 1716".
Öllum umsóknum svarað.
M KÓPAVOGSBÆR
Deildarstjóri
launadeildar
Laustertil umsóknar starf deildarstjóra launa-
deildar Kópavogs. Starfið felst í daglegri stjórn
deildarinnar, launaafgreiðslu, gerð ráðningar-
samninga, framkvæmd kjarasamninga og
undirbúningi á kjarasamningsgerð, auk
tölfræðivinnslu úr launakerfi.
Æskileg er að umsækjendur hafi góða
tölvuþekkingu og/eða tölvumenntun, auk
rekstrarmenntunar og reynslu af störfum á
launadeild.
Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri
í s. 554 1570 milli kl. 10 og 12 alla virka dága.
Umsóknarfrestur er til 11. desember 1998.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið starf
sem fyrst.
Starfsmannastjóri.
Tungumálakennara
vantar
Tungumálakennara vantarfrá 1. janúar 1999
að Grunnskólanum Tálknafirði vegna barns-
eignarfrís.
Grunnskólinn á Tálknafirði er lítill skóli.
Húsnæði í boði. Flutningsstyrkur.
Upplýsingar gefur Björk Gunnarsdóttir, skóla-
stjóri, í síma 456 2537 og Björn Óli Hauksson,
sveitarstjóri, í síma 456 2539._
„Amma" óskast
Óska eftir barngóðri manneskju til að gæta
3ja ára barns frá kl. 16.00—20.00 á kvöldin og
um helgar.
Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt:
„Barngóð kona — 7021."
ÝMISLEGT
Fatnaður
Mjög þekkt og virt stór dönsk verslunarkeðja,
leitar að kaupendum að gæðafatnaði, prjóna-
vörum og sokkavörum fyrir alla aldurshópa,
af umframlager okkar — á kostnaðarverði og
tilbúið til flutnings.
Svörum fyrirspurnum strax, skjót þjónusta.
United Sales,
sími 0045 36 493847,
fax 0045 36 493857.
TILKYNNINGAR
Leikritasamkeppni
í tilefni 50 ára afmælis Þjóðleikhússins.
í tilefni hálfrar aldar afmælis Þjóðleikhússins
vorið 2000 efnir leikhúsið til samkeppni um
leikverk. Gerðar eru kröfur um að viðkomandi
leikverk henti til sýninga á einhverju leiksviða
Þjóðleikhússins og er stefnt að því að verð-
launaverkið verði frumsýnt á afmælisárinu.
Leikverkið má ekki hafa birst eða hafa verið
flutt áður. Handritum sé skilað til Þjóðleikhúss-
ins undir dulnefni ásamt lokuðu bréfi merktu
sama dulnefni, þar sem í er nafn og heimilis-
fang höfundar.
Veitt verda þrenn verðlaun:
1. verðlaun: 500 þúsund krónur.
2. verðlaun: 300 þúsund krónur.
3. verðlaun: 200 þúsund krónur.
Gert er ráð fyrir að verkin verði flutt á vegum
leikhússins og njóta höfundar þá óskertra höf-
undarlauna að auki.
Handritum sé skilað á skrifstofu Þjóðleikhúss-
ins merkt: „Leikritasamkeppni".
Skilafrestur er til 1. júní 1999.