Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 45

Morgunblaðið - 02.12.1998, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR skattar í dag BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur sam- þykkt að nýta lögvarinn rétt sinn til að ákveða að útsvar í Reykjavík verði á svipuðum nótum og annars staðar á landinu á næsta ári, eða 11,99%. Forsætisráðherra hefur blandað sér í umræðuna um útsvarshækkunina með sérkennilegum hætti sem nauðsynlegt er að bregðast við. Baggar rfkisins í lok síðustu viku var haldin fjármálaráðstefna sveitarfélaga þar sem rætt var um erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélaganna í landinu. Viðvarandi hallarekstur þeirra undanfarinn ára- tug er mörgum áhyggjuefni, ekki síst sveitarstjómarmönnum sjálfum, og kann illa að fara ef ekkert er að gert. í tengslum við ráðstefnuna var kynnt skýrsla um fjármálaleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga á árunum 1990-1997. Skýrslan leiðir í ljós að samanlagður halli sveitarsjóðanna á þessu tímabili varð um 20 milljarðar króna, mældur á meðalverðlagi ársins 1997. Meginefni skýrslunnar fjallai- um þær aðgerðir ríkisins sem ýmist hafa skert tekjur sveitarfélaganna eða aukið útgjöld þeirra. Eru færð rök fyrir því að þessar aðgerðir hafi kostað sveitarfélögin a.m.k. 15 millj- arða króna á árunum 1990-1997. Rík- ið hefur með öðrum orðum skert fjár- hag sveitarfélaganna um 1,8-2 millj- arða króna að meðaltali á ári. Er þó hvorki meðtalinn aukinn kostnaður vegna yfirfærslu grunnskólans né kostnaðaráhrif af auknum kröfum sem löggjafinn og ríkið hafa gert til sveitarfélaga á ýmsum sviðum án þess að tekjur kæmu á móti. í Ijósi þessa er það óneitanlega æði kaldhæðnislegt að fulltrúar ríkis- valdsins skuli bæði óskapast yfir hallarekstri sveitarfélaganna og messa yfir sveitarstjómarmönnum um að þeir eigi rétt eins og ríkið að reka sína sjóði hallalausa og greiða skuldii-. Reiði Davíðs Oddssonar I því sambandi hlýt ég að vísa sér- staklega til forsætisráðherrans, Da- víðs Oddssonar, sem hefur blandað sér í umræðuna um fjármál Reykja- víkurborgar með þeim stóryrta hætti sem best þjónar hans stríðu lund. Hann er sagður reiður og eins og jafnan þegar það gerist þá afhjúpar hann sitt rétta eðli, sem er eðli þess sem öllu vill stjórna og öllu ráða. Er mönnum vafalaust í fersku minni framganga hans í fjölmiðlum sl. vor þegar borgarstjórnarkosningar fóru ekki á þann veg sem hann hefði kosið. Reiði forsætisráðherrans hittir hann sjálfan fyrir því að hann ber fulla og óskoraða ábyrgð á þeim böggum sem velt hefur verið yfir á sveitarfélögin á undanfömum ái-um að þeim forspurðum. Hann samdi ekki við sveitarfélögin um skattleysi lífeyrisið- gjalda sem hafa kostað sveitarfélögin tæpa tvo milljarða, hann samdi ekki við þau um hækkun tryggingagjalds sem kostaði tæpan hálfan milljarð og hann samdi ekki við þau um framlög til félagslegra íbúða sem hafa kostað þau um 450 milljónir. Hann bauð heldur ekki sveitarfé- lögunum að samninga- borðinu þegar samið var um lækkun tekjuskatts- ins. Þau vora ekki spurð hvað þau gætu lagt af mörkum og hvemig. Sveitarfélögin era sökuð um að hafa ekki stjóm á sínum fjármálum. Þau hafi notið góðærisins en ekki dregið rekstrarútgjöld sín saman eins og ríkið. Þeir sem þannig tala ríkisins megin era að kasta grjóti úr glerhúsi. Skatttekjur ríkissjóðs hafa t.d. aukist um rúm 30% milli áranna 1997 og Stjórnmál snúast um hugsjónir og framtíðar- sýn, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Reykj avíkurlistinn kynnti sínar hugsjónir fyrir borgarbúum í kosningabaráttunni og borgarbúar kusu okkur til að hrinda þeim í framkvæmd. 1999 á sama tíma og skatttekjur borgarsjóðs hafa aðeins aukist um 23%. Þá hafa rekstrarútgjöld ifksins aukist um 33% á sama tíma en rekstr- arútgjöld borgarsjóðs um 20%. Þannig hafa bæði tekjur og gjöld rík- issjóðs hækkað umtalsvert meira en borgarsjóðs sl. tvö ár. Vinur í raun Forsætisráðherrann, sem öllu vill ráða og öllu stjóma, hefur hins vegar öllu gleymt sem hann stóð fyrir þegar hann vai’ í sveitarstjómarmálum. Þá var íhlutun ríkisvaldsins eitur í hans beinum og fáir lögðu meiri áherslu á sjálfsforræði borgarinnar í sínum málum. Þetta sjálfsforræði er stjóm- arskrárbundið en það má hins vegar færa rök fyrir því að það verði æ inni- haldslausara vegna stöðugra afskipta og inngripa ríkisvaldsins, ekki síst hin síðari árin. Sveitarfélögin hafa þó enn ákveðið svigrúm í tekjuöflun og geta lagt á útsvar á bilinu 11,24% til 12,04%. Þak í álagningu útsvars hefur lengi verið við lýði en gólfið kom inn samkvæmt kröfu frá sjálfstæðismeiri- hlutanum í borgarstjóm á kjörtíma- bilinu 1990-1994 til þess að þeir gætu tryggt sér svolitla útsvarshækkun með tilstyrk vinar þein-a í forsætis- ráðuneytinu án þess þó að hægt væri að segja að útsvarshækkunin hefði verið ákveðin í Borgarstjórn Reykja- víkui'. I þessu sambandi má það heldur ekki gleymast að það var í tíð borgar- stjórans Davíðs Oddssonai', sem lagt var út í þá óhemju fjárfestingu sem Ráðhúsið og Perlan er. Uppreiknaður kostnaður við byggingu Ráðhússins er rösklega 3,3 milljarðar króna. Uppreiknaður kostnaðm- við bygg- ingu Perlunnar er um 1,6 milljarðar króna. Samtals er um að ræða fjár- festingu sem leiðir til nærrí 500 millj- óna króna greiðslubyrði á ári í 15 ár, ef um jafngreiðslulán með 5,5% vöxt- um er að ræða. Það munar um minna í byrðum sem skildar era eftir fyrir framtíðina að fást við. Skattaparadís á kostnað samábyrgðar Lántökur í gær era skattar í dag. Á áranum 1990-1994 tóku sjálfstæðis- menn 8,3 milljarða kr. að láni til að brúa hallann á borgarsjóði. Með lán- tökustefnu sinni völdu sjálfstæðis- menn að ávísa á framtíðina. Þeii' gerðu örvæntingai'fulla tilraun til að halda meirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og forðuðust eins og heitan eldinn að grípa til óvinsælla aðgerða, snera blinda auganu að skuldasöfnuninni og völdu að skatt- leggja framtíðina. Það dugði þó ekki til og því fór sem fór. Við sem nú stjómum borginni getum hvorki né viljum ávísa á framtíðina. Aðkallandi verkefhum dagsins í dag verður ekki frestað til framtíðar. Við getum hvorki tekið lán sem fólk framtíðar- innar verður þá að greiða né heldur getum við ýtt yfir á það þeim fram- kvæmdum sem við verðum að standa skil á nú. Stjórnmál snúast um hugsjónir og framtíðarsýn. Reykjavíkurlistinn kynnti sínar hugsjónir íyrir borgar- búum í kosningabaráttunni og borg- arbúar kusu okkur til að hrinda þeim í framkvæmd. Við sögðum þá að við vildum skjóta styrkari stoðum undir fjármál borgarinnar og það ætlum við að gera. Við sögðum þá að við mynd- um leggja áherslu á að ljúka einsetn- ingu grannskólans og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var á síðasta kjörtímabili í málefnum leikskólans. Við lögðum áherslu á að Reykjavík væri þjónustuborg þar sem gott væri að búa, starfa og ala upp sín börn. Þannig borg viljum við byggja og það verður hvorki gert með veraleg- um niðurskurði á nauðsynlegri þjón- ustu, með háum þjónustugjöldum sem koma verst niður á þeim tekju- lægstu né með því að vísa vandanum yfii' á framtíðina. Það er lítils um vert að streða við að halda uppi reykvískri skattaparadís ef hugsjónum um sam- hjálp og samábyrgð er fórnað á því altari. Höfundur er borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 4% Komdu og fáðu fallegar umbúðir utan um jólakveðjurnar! Jólakveðjurnar á sínum stað Nú fara jólakveðjur frá vinum og vandamönnum að berast í hús. Taktu vel á móti jólapóstinum og fáðu fallegan jólapóstkassa ókeypis á næsta pósthúsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.