Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 48
£Í:8 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
„Fyrir austan mitt haf ‘
í Grágás.
í Lesbók Mbl. 24. okt. sl. skrifar
Gunnar Karlsson grein sem hann
„j\efnir: Um íslenskt, gi'ænlenskt og
norrænt þjóðerni að fornu. Framar-
lega í grein þeirri segir hann að ég
hafi veist að sér með athugasemd í
grein minni um skyld efni í Lesbók
Mbl. 19. sept. sl. Þetta er röng
ályktun. Ég gagnrýndi nokkrar til-
teknar setningar í eldri grein hans,
Forsætisráðherra bannar þekkingu,
og taldi ástæðu til að gera það af
fullri einurð en beitti hvorki útúr-
snúningum né rangfærslum eins og
hann gerir; það er allt og sumt, og
slíkt ættu þeir menn að þola sem
koma fram á ritvöllinn með hæpnar
fullyrðingar.
Síðar í greininni segir hann að ég
fari með rangt mál, staðhæfing mín
—tilhæfulaus, þegar ég nefni „mitt
haf‘ milli íslands og Noregs í sam-
bandi við þjóðerni Islendinga og
einnig varðandi haf-almenninga
milli sömu landa. í því sambandi
segir Gunnai' Karlsson: ,Ákvæðið
um lagaskipti um mitt haf kemur
ekki fyrir í íslenskum lögum, og
engar heimildir eru um að íslensk
lög hafi gilt á Grænlandi eða Græn-
land á neinn hátt talist hluti ís-
lensks samfélags."
Fullyi-ðingar af þessu tagi eru af-
ar tortryggilegar og afsanna sem
•slíkar oft það sem þeim var ætlað að
sanna! Varðandi fyi'stu fullyrðing-
una vil ég ennfremur vekja athygli
á 66. gr. í þingskapaþætti Grágás-
ar:1 „Eigi eru búar skyldir að bera
um hvetvetna. Um engi mál eigu
þeir að skilja þau er erlendis hafa
gerst eða fyrir austan mitt haf þótt
hér sé sótt.“ Hvað þýða þessi orð
nema það að mörkin milli íslands og
annarra landa séu mitt haf? Og
„ákvæði um lagaskipti" voru ekki
mín orð!
En hér með er ekki öll sagan
sögð; tilvitnuð lagagrein gerir ekki
ráð fyrir því að til sé neitt erlent
ríki eða sjálfstætt lýðveldi fyrir
vestan Island og má af því ráða
^óbeint að Grænland hafí verið í
„várum lögum“ eins og Vilhjálmur
Finsen hefur gert líklegt. V.F., son-
ur Hannesar biskups Finnssonar,
var heiðursdoktor háskólans í
Kaupmannahöfn, dómari í hæsta-
rétti Danmerkur, útgefandi Grágás-
arhandrita og hinn lærðasti maður
á öldinni sem leið í þjóðfélagsskipun
íslendinga í tíð Grágásar segir Jón
Dúason.2
Hvernig verður
hafsiglingaþjóð til?
Þá er komið að dæmum um það
hvernig Gunnar Karlsson notar út-
úrsnúninga sér til framdráttar á rit-
_ gelli. Ég hélt því fram í gi'ein minni
að íslendingar hefðu verið fyrsta
hafsiglingaþjóðin og hafði þá hug-
mynd og þau orð frá Jóni Dúasyni.
Með þeim er átt við að Islendingar
urðu fyrstir þjóða til að leggja
stund á úthafssiglingar enda rak þá
nauður til. Síðan segi ég: „eins-og
fram kemur í ritsmíð Sigurðar hín-
dal í Þjóðhátíðarsögunni 74.“ I
þeirri ritsmíð segir S.L: „Land-
námsmenn Islands voru fyrstu út-
hafssiglingamenn í Norður-Evrópu,
sem öruggar heimildir eru um“ - Ég
var að tala um hafsiglingaþjóð en
‘■'■’S.L. talar um úthafssiglingamenn.
Ég tel mig ekki hafa farið offari
þótt ég telji að orð S.L. styðji mitt
mál enda lít ég svo á að íslenskir
landnámsmenn séu Islendingar eins
og orðin segja til um, menn sem
hafa numið land á íslandi, og læt ég
mér þá í léttu rúmi liggja skilgrein-
ingar Gunnars Karlssonar á þjóð-
"■erni fommanna. Þama segir Gunn-
ar Karlsson að sé mót-
sögn hjá mér þar sem
ég hafði áður sagt:
„rétt er hins vegar að
segja að norrænir
menn hafi fundið og
numið Island.“ Hér er
ólíku saman að jafna -
sitt er hvað þjóð og
menn - og því tel ég
mig hafa verið sjálfum
mér samkvæman þarna
enda var ég í hinni síð-
ari setningu að greina
frá uppruna þessara
manna öðram þræði.
Þarna notar Gunnar
Karlsson vinnubrögð
sem ekki þykja smekk-
leg og er þá vægt til orða tekið. Ná-
kvæmlega sömu aðferð sá ég beitt í
riti sem Gunnar Karlsson vísar til í
grein sinni.3
Önnur mótsögn sem Gunnar
Karlsson gerir mér upp með útúr-
snúningum er þessi: „og þeir“ [hér á
hann við íslenska landnámsmenn]
„geta ekki með nokkra móti hafa
verið Islendingar fyrr en þeir voru
komnir yfir til Islands -“ og nokkru
seinna bætir hann við: „Við
komumst því ekki framhjá því að
úthafssiglingatæknin og áræðið að
leggja í opið haf urðu til meðal fólks
sem bjó á landi sem nú er hluti Nor-
egs, hvernig sem það fólk hefur
kennt sig til þjóðernis þegar það
var að smíða úthafsskip sín og ýta
frá landi.“
Nú á mótsögn mín að felast í því
að íslenskir landnámsmenn og þetta
„fólk“ sem Gunnar Karlsson talar
um að hafi orðið á undan íslending-
um, sjálfri hafsiglingaþjóðinni, að
sigla yfir úthafið til íslands. En hér
gleymir Gunnar því sem máli skipt-
ir í þessu sambandi eða hann veit
ekki (!) um hvað málið snýst, en það
er þetta: Engin þjóð verður hafsigl-
ingaþjóð nema hún eigi erindi yfir
hafið og leggi stund á úthafssigling-
ar þess vegna. íslenskir landnáms-
menn og synir þeirra uppfylltu
þetta skilyrði fullkomlega en
strandsiglingaþjóðin Norðmenn
ekki fyrr en kaupsiglingar til ís-
lands og Grænlands urðu ábata-
vænlegar. Það er því ekki alls kost-
ar rétt hjá Gunnari Karlssyni að
tala um úthafsskip og úthafssigl-
ingatækni hjá „fólki“ sínu; hann
hefði átt að fara varlegar í nýyrða-
smíðina og segja hafskip og sigl-
ingatækni.
Til að skýra þetta mál betur skal
nú tekið dæmi frá suðlægari slóðum
um það hvernig hafsiglingaþjóð
verður til. Á miðöldum voru Spán-
verjar strandsiglingaþjóð eins og
allir vita. í lok þess tímabils áttu
þeir flest það sem til hafsiglinga
þarf; skip, siglingatækni og mann-
skap en samt gerðist ekkert í þeim
málum fyrr en maður af öðra þjóð-
emi kom og gat gert þeim skiljan-
legt að þeir ættu erindi vestur yfir
hafíð. Þessi maður sigldi síðan
spænskum skipum með spænskum
áhöfnum þvert yfir Atlantshaf og
fann þar áður ókunnar eyjar. Þegar
sá maður var kominn heim úr mik-
illi frægðai-fór sinni gerðu Spán-
verjar sér ljóst að þeir áttu erindi
vestur yfir hafið og hófu af þeim
sökum siglingar á nýrri öld til nýrra
landa. Þannig urðu Spánverjar haf-
siglingaþjóð; það höfðu Islendingar
þá verið í meira en sex hundrað ár.
Deilurnar um
réttarstöðu Grænlands
A fyrri hluta þessarar aldar voru
uppi harðar deilur hérlendis og er-
lendis (Noregur-Danmörk 1920-
1933) um réttarstöðu Grænlands,
aðallega milli lærðra lögfræðinga.
Hér á landi var m.a. deilt um það
hvort Grænland hafi
verið lýðveldi til foma
eða í „váram lögum“
en á þessu valt réttar-
staðan. Þegar á árinu
1914 ritaði Einar skáld
Benediktsson gi'ein í
Ingólf um Réttarstöðu
Grænlands. Þar segir
hann að Grænland sé
lokað land og setur
fram þá kröfu að það
verði opnað fyrir Is-
lendinga. Síðan talar
hann um þúsundir
Skrælingja sem þar
era haldnir í lands-
fangelsi.
A öndverðum meiði
var Ólafur Lárusson prófessor í
réttarsögu í Reykjavík. Hann ritaði
grein í Andvara 1924, Réttarstaða
Grænlands að fornu, þar sem hann
tók sér fyrir hendur að sýna fram á
að Grænland hafi verið sjálfstætt
lýðveldi. Hann færir sterk rök fyrir
því að „stjórnskipulegt samband"
milli Grænlands og íslands hafi
Eg er þeirrar skoðun-
ar, segir Guðmundur
Hansen, að íslenska
þjóðarbrotið á Græn-
landi hafi verið í „órum
lögum“ á einhvern
hátt meðan það var
þar til staðar.
varla verið framkvæmanlegt vegna
örðugra og strjálla samgangna milli
landanna. Önnur rök hans í þessu
máli virðast veigaminni. Þeim hefur
Jón Dúason andmælt lið fyrir lið.4
Hátt risu úfar milli Dana og
Norðmanna er þeir síðarnefndu
settust að á austurströnd Græn-
lands á árunum 1925-26 og tóku síð-
an hluta af ströndinni ríkisnámi.
Það gerði norska ríkisstjórnin með
konungsúrskurði hinn 10. júlí 1931.
Hitt nýlenduríkið brást ókvæða við
og skaut málinu þegar í stað til Al-
þjóðadómstólsins í Haag. Um það
bil tveimur árum síðar úrskurðaði
dómstóllinn Dönum yfirráðarétt yf-
ir öllu Grænlandi og urðu Norð-
menn þar frá að hverfa. Báðir máls-
aðilar munu hafa haldið því fram
fyrir réttinum að Grænland hafi
verið fullvalda lýðveldi um skeið
enda var þeim ekki stætt á öðra.
Rödd íslands heyrðist ekki, Danir
fóru þá með utanríkismál þess sam-
kv. sambandslagasamningnum frá
1918.
Til voru þeir menn á Islandi sem
ekki voru sama sinnis um lýðveldið
á Grænlandi. Þar var fremstur í
flokki Jón Dúason sem varið hafði
doktorsritgerð um réttarstöðu
Grænlands við háskólann í Ósló. Á
árunum 1941-1947 skrifaði hann tvö
mikil ritverk um grænlensk málefni
og hét hið síðara Réttarstaða Græn-
lands nýlendu Islands. I ritum sín-
um vildi Jón Dúason gæta réttar ís-
lands til hins ítrasta og var jafnan
ómyi'kur í máli gegn nýlendukúgun
hvers konar og leit á Inúíta sem
frændur sína og landa.6 Engan veg-
inn fæ ég trúað því að hann eða
Einar skáld Benediktsson hafi vilj-
að gera Grænland að nýlendu Is-
lands „öðra sinni“ þótt Danir hefðu
frá horfið sem ekki varð á þeirra
dögum.
Um miðja þessa öld var Græn-
land enn lokað land undir nýlendu-
stjórn Dana. Þá þegar munu flestir
Islendingar hafa óskað þess að
Danir linuðu tök sín á Grænlandi og
hér var almennt litið svo á að Inúít-
ar ættu að fá að ráða landi sínu og
málefnum sjálfir. Nú undir aldarlok
hefur mikið á unnist í þeim efnum
og virðist því ekki vera langt undan
að það takist.
Sem félagi og fyn-verandi for-
maður í Kalak, vinafélagi íslands og
Grænlands, tek ég undir kröfur
Inúíta um fullt frelsi þeim til handa
og óskoruð umráð þeirra yfir landi
sínu og set það hér fram til að forða
Gunnari Karlssyni frá þeirri villu að
stimpla mig heimsvalda- og ný-
lendusinna, „imperialista", eins og
Jón Dúason og fleiri góða menn.
Álit stofnananefndar
Hálf öld er nú liðin síðan Bjarni
Benediktsson, þá utanríkisráð-
herra, kom á laggirnar nefnd sér-
fróðra manna til að kanna hvort Is-
land ætti réttarkröfur til Græn-
lands. Mun það hafa verið gert
vegna tillagna sem fram höfðu kom-
ið, sennilega á AJþingi, um að gera
slíkar kröfur. I nefndina voru til-
nefndir þrír menn óvilhallir af
Hæstarétti, lagadeild Háskóla ís-
lands og utanríkisráðuneytinu, einn
frá hverri stofnun; Gizur Berg-
steinsson hæstaréttardómari, Ólaf-
ur Jóhannesson lagaprófessor og
Hans G. Andersen þjóðréttarfræð-
ingur. Nefndin skilaði viðamiklu
áliti í bókarformi, Álit (167 bls.),
seint á árinu 1952 sem Gizur Berg-
steinsson tók saman og komst þar
að þeirri niðurstöðu að ísland ætti
ekki réttarkröfur til Grænlands.
Var þar byggt á gögnum og úr-
skurði Haagdómstólsins og á þeirri
forsendu að Grænland hafi að fomu
verið sjálfstætt lýðveldi.
Þessi málalok hafa trúlega komið
að góðu gagni fyrir utanríkisráðu-
neytið og hreinsað andrúmsloftið á
Alþingi. Fyrir Inúíta voru þau nei-
kvæð að því leyti sem þau voru
stuðningur við völd Dana á Græn-
landi en jákvæð að hinu leytinu fyr-
ir samband Inúíta og Islendinga
sem ekki munu gera réttarkröfur til
lands þeirra.
Engin tök eru á því í þessari
grein að vega og meta einstök atriði
eða efnisþætti í þeim málum sem
þessi nefnd fjallaði um og lagði mat
sitt á. Þar er ég mörgu ósammála
og þá sérstaklega þegar nefndin
reynir að færa rök fyrir því að á
Grænlandi hafi verið lýðveldi um
skeið. Þar era borin saman gömul
rök og langsótt úr dönskum smiðj-
um. Sumt mun vera frá þeim tíma
þegar Danir vora að réttlæta gerðir
sínar eftir að hafa stofnað danskar
nýlendur6 með dönskum lögum á
Grænlandi. Nú verður fátt eitt af
þessu rakið:
1. Um grænlensk lög. Nefndin
hylmir yfir þá staðreynd að ekki er
til svo mikið sem einn stafki'ókur úr
grænlenskum lögum. Það gerir hún
með því að segja að ekki hafi varð-
veist lögbók og lagasafn er gilt hafi
sérstaklega fyrir hinar fornu
byggðir á Grænlandi. Grænlensk
lög era fjóram sinnum nefnd í
Grænlendingaþætti. Jón Dúason
telur að þar sé ekki átt við raun-
veruleg grænlensk lög heldur lög í
yfirfærðri merkingu.7 Með léleg spil
á hendi notar bridsspilari þessa að-
ferð stundum; þá á sögn hans að yf-
irfærast á annan lit.
2. Um þingið í Görðum. Nefndin
heldur því fram að þingið í Görðum
hafi verið löggjafarþing. Það er
stutt þeim einu rökum að í norskum
dómi frá árinu 1389 er Garðaþing
nefnt alþingi. Jón Dúason segir
þetta vera norskt bréf dagsett í
Björgvin og að norsk þing sem ein-
göngu voru dómþing hafi verið köll-
uð alþingi í Noregi.
3. Um lögsögumanninn. Nefndin
segir að lögsögumannsembætti hafi
verið til á Grænlandi og segir að
það virðist hafa verið opinbert emb-
ætti. Er sú ályktun dregin af vísu úr
Skáld-Helgarímum sem byi'jar
svona: „Lýðurinn gaf honum lög-
manns stétt...“ Þarna verður að
breyta lögmanni í lögsögumann,
sem er tortryggilegt, en lýðurinn
sem kaus lögsögumanninn er til
staðar. Þeir gleyma hins vegar
seinniparti úr vísu í næstu rímu,9
sem kemur málinu við. Þar segir:
„Færði byggð í Bratta hlíð / og bjó
VAR GRÆNLAND í
„VÁRUM LÖGUM“?
Guðmundur
Hansen
þar allt til elli.“
Nú verður dregin upp mynd af
því hvernig nefndin hugsar sér hið
umdeilda lögsögumannskjör: Eftir
að Þorkell Leifsson var andaður
kaus lýðurinn útlendinginn Helga
Þórðarson frá Höfða (í Þverárhlíð?)
í Borgarfirði til að gegna æðsta
embætti lýðveldisins á Grænlandi.
Lögsögumaðurinn fékk æviráðn-
ingu í starfið og embættisbústað í
Brattahlíð.
Ekki gerðu Islendingar svona vel
við Skafta Þóroddsson. Hann var
kosinn til aðeins þriggja ára í senn
af lögréttunni og varð að sætta sig
við að búa áfram á Hjalla í Ölfusi
þar sem stórir jarðskjálftar geta átt
upptök sín.
4. Um allsherjargoðann. Þess er
vandlega gætt að minnast ekki einu
orði á þetta embætti enda ekki vitað
að nokkur maður hafi nokkurn tíma
gegnt því.
Lokaorð
Hér að ofan hef ég svarað helstu
athugasemdum Gunnars Karlsson-
ar við áður nefnda grein mína í Les-
bók Mbl. 19. sept. sl.
I fyi'sta kafla er fjallað um hæpn-
ar fullyrðingar hans varðandi laga-
skipti við „mitt haf ‘ í Grágás og síð-
an um merkingu orðanna „fyrir
austan mitt haf‘ í sömu lögum. í
öðram kafla er flett ofan af ómerki-
legum vinnubrögðum. Þar er og
sýnt fram á að Islendingar hafi orð-
ið hafsiglingaþjóð á undan Norð-
mönnum.
I þriðja kafla er fjallað um deilur
þær sem urðu fyrr á öldinni um
réttarstöðu Grænlands og síðan í
fjórða kafla um afdrif þess máls. í
því sambandi hefi ég þetta að segja:
Ég hygg að íbúarnir á Grænlandi
hafi ekki verið háðir Islandi á neinn
hátt annan en þann að þeir hafi
sjálfir kosið að nota íslensk lög eftir
því sem hægt var miðað við aðstæð-
ur. Ég hygg og að þeir hafi sjálfir
farið með dóms- og framkvæmda-
vald í landi sínu án afskipta íslands
en hafi hins vegar viljað hlíta laga-
setningu Allsherjarþings á íslandi; í
því fólst öryggi gagnvart ágangi
annarra þjóða og það tryggði frelsi
til verslunar og siglinga. Að þessu
hníga mörg rök og óbeinar sannan-
ir. Verðui' hér fátt eitt talið:
1. Það er með öllu ósannað og því
ólíklegt að á Grænlandi hafi verið
sjálfstætt lýðveldi um skeið.
2. Ýmis ákvæði í Grágásarlögum
benda til þess að Grænland hafi
verið í „várum lögum“, sbr. 66. gr.
þingskapaþáttar sem tilfærð er hér
að framan.
3. Á Grænlandi er getið um
hreppa, goðorðsmenn og þingmenn
þeirra eins og var á íslandi. Seinna
er getið þar um sýslur og sýslu-
menn eins og var á Islandi.
4. Val Helga Þórðarsonar, Skáld-
Helga, í lögmannsstarf á Grænlandi
bendir til þess að sömu lög hafi gilt
á Grænlandi og Islandi.
5. Hákon Hákonarson gamli var
lengi konungur í Noregi, frá 1217-
1263. Honum tókst þó ekki að ná yf-
irráðum yfir hinu fámenna samfé-
lagi á Grænlandi fyrr en á árinu
1262, sumir segja 1261. Getur verið
að það hafi ekki verið hægt á lögleg-
an hátt nema með vopnataki við
þingslit á Alþingi allra íslendinga?
Af því sem hér hefur komið fram
þarf það ekki að koma lesendum
þessarar gi'einar í opna skjöldu þótt
ég telji að íslenska þjóðarbrotið á
Grænlandi hafi verið í „órum lög-
um“. meðan það var þar til staðar.
Svo ætla ég að verið hafi þótt mér
sé ljóst að það teljist ekki vera full-
sannað.
Heimildir:
1 Grágás 1992, bls. 445.
2 Jón Dúason: Réttarstaða Grænlands,
Rv. 1947 bls. 293.
3 Gizur Bergsteinsson: Álit nefndar
1952, bls. 33.
4 Jón Dúason: sama rit, I. bindi, bls. 288-
292, 294-296 og víðar.
5 Jón Dúason: Landkönnun og landnám,
Rv. 1943, II b. bls. 1204.
6 Gizur Bergsteinsson: Álit nefndar
1952, bls. 110.
7 J. II. Rst. Grl. bls. 322-330.
8 J. D: Rst. Grl. bls. 284-285.
9 VII. ríma, 53. vísa.
Hötundur er fyrrv. skólastjóri.