Morgunblaðið - 02.12.1998, Qupperneq 50
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ARNBJORG
ARNADOTTIR
+ Árnbjörg E.
Concordía
Árnadóttir fæddist í
Reykjavík 10. júlí
1906. Hún lést á
Kvennadeild Land-
spítalans 21. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þóra Þorkels-
dóttir, f. 22. ágúst
1875, d. 10. júlí
1930, og Árni Árna-
__> son, f. 13. júní 1876,
d. 8. des. 1948.
Bróðir Árnbjargar
var Júhus Svan-
berg, f. 7. maí 1900, d. 30. júní
1972, og uppeldissystir hennar
var Unnur Árnadóttir, f. 9. júlf
1921, d. 23. júlí 1981.
Árnbjörg ólst upp í Reykjavík
og Viðey og var hún heiðurs-
félagi í Viðeyingafélaginu.
Hinn 25. desember 1923 gift-
ist Árnbjörg Kristjáni Þor-
grímssyni frá Laugarnesi, bif-
reiðastjóra, síðar
forstjóra Austur-
bæjarbíós, f. 13.
september 1899, d.
19. september 1952.
Ámbjörg og Krist-
ján eignuðust fjögur
börn. Þau era: 1)
Árni Þorgrímur, f.
24. júlí 1924, d. 29.
maí 1991, kvæntist
Sigríði Sveinbjarn-
ardóttur, f. 19. mars
1931. 2) Þóra Ingi-
björg, f. 6. október
1928, giftist Júlíusi
H. Sveinbjörnssyni,
f. 8. desember 1921, d. 8. mars
1990. 3) Pétur Þorgríms, f. 22.
september 1934, kvæntur Gunni
Samúelsdóttur, f. 23. nóvember
1939. 4) Ásta Kristín, f. 2. mars
1945, gift Hendrik Berndsen, f.
16. agúst 1944.
Utför Árnbjargar fer fram
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
„Best er að gleyma heimi sínum,
bæði því sem maður hefur orðið að
þola og eins hinu sem maður þráir,
*"pví sem maður hefur mist og hinu
sem maður kann að vinna, gleyma
lífi sín sjálfs andspænis þeirri fegurð
þar sem mannlegu h'fí sleppir og
eilífðin tekur við, hið fullkomna, feg-
urðin sem efsti dómur.“ (H.K.L.)
Þessi orð skáldsins í Heimsljósi
koma upp í hugann þar sem ég virði
fyrir mér útsýnið yfir Sundin frá
Laugamesi, þar sem sér allt frá
Viðey að Snæfellsjökli. Á þessum
fallega vetrardegi er ég að koma frá
dánarbeði ömmu minnar. Við höfð-
•wíin kvaðst 1 síðasta sinn og ég veit
að innan fárra daga verður hún hluti
af guðlegii dýrð. I huga mér verður
mynd hennar óafmáanleg - þessi
fíngerða, fallega kona sem þó hafði
svo stórt skapferli og mikið stolt. Og
þar sem geislar vetrarsólarinnar
glitra á haffletinum, verður mér
hugsað hversu örlagaríkan þátt
Sundin áttu í lífi ömmu.
Hún var skírð Árnbjörg Eberta
Concordía - tvö seinni nöfnin voru
nöfn elskenda í ástarsögunni sem
Þóra móðir hennar hafði sökkt sér
niður í á meðgöngunni. Ef til vill var
það upphafið að þeirri ástarsögu
sem nú var um það bil að Ijúka.
Frá sjö ára aldri hafði hún búið í
Viðey. Þar var mikil vinna og góðir
tímar og þegar fór að nálgast ferm-
ingarárið hafði hún kynnst elsta
syni Laugamesbóndans, sem var sjö
ámm eldri og hét Kristján Þor-
grímsson. Þeir Laugarnesfeðgar
sóttu hey út í Viðey og má enn sjá
festarhringi íyrir heyflutningabát-
ana í Kattamefi, sem Þorgrímur
setti upp skömmu eftir aldamót.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÓN HARALDSSON
frá Einarsstöðum,
Vopnafirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans m<
daginn 30. nóvember.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Hildigunnur Valdimarsdóttir,
Pétur V. Jónsson,
Lára Jónsdóttir,
Haraldur Jónsson,
Vigfús H. Jónsson,
Jón Trausti Jónsson,
Grétar Jónsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar,
GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Bjarnanesi,
Víkurbraut 26,
Hornafirði,
lést á hjúkrunardeild Skjólgarðs laugardaginn
28. nóvember.
Útförin verður gerð frá Hafnarkirkju laugar-
daginn 5. desember kl. 13.30.
Jarðsett verður í Bjarnaneskirkjugarði.
Snorri Sigjónsson, Jóhanna Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Sigjónsdóttir, Jón Óskarsson,
Þorsteinn Sigjónsson, Vilborg Jónsdóttir
Jóna Sigjónsdóttir, Guðni Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofa Hæstaréttar verður lokuð frá kl. 13.00 í dag vegna
útfarar BJARNA K. BJARNASONAR, fyrrum hæstaréttar-
dómara.
Hæstiréttur íslands.
Fermingardagurinn rann upp og í
litlu kirkjunni í Viðey voru ferming-
arbörnin tvö - ungur piltur og
amma. Við orgelið sat ungi bónda-
sonurinn í Laugamesi. Þá sem oftar
hafði verið sent eftir honum til að
sjá um orgelleikinn þennan dag.
Upp frá þessu fóra ótal bollar og
lautir í Viðey að fá hin ýmsu róm-
antísku örnefni sem ég heyrði bara
ömmu tala um og veit því ekki hvort
vora nokkurn tíma fest á blað. Þeg-
ar vetraði fór að bera á ljósagangi
milli Laugarnesstofu og Viðeyjar og
var það táknmál hinna ungu
elskenda um stefnumót og bátsferð-
ir yfir Sundin. En um jólin 1923 lauk
þessum ferðum. Með hjúskaparleyfi
frá kónginum í Kaupmannahöfn
kom Kristján og sótti brúði sína
aðeins sautján ára gamla, og þau
voru gefin saman á jóladag. Þau
hófu búskap sinn í risinu á gamla
Laugarnesbænum og þar fæddist
Árni Þorgrímur sonur þeirra sum-
aríð eftir. Þó að amma væri ung að
árum var hún bráðger. Það ein-
kenndi vinnu hennar - heimilisstörf
og handavinnu sérstaklega - hve
smekkleg og snyrtileg hún var.
Stundum er eins og þeir sem út-
hlutað er skömmum jarðvistartíma
hafi meiri hraða á lífi sínu en aðrir.
Kristján afi byrjaði ekki smátt -
hann byggði húsið Kirkjubæ við
Laugamesveg árið 1927 - síðan
Kirkjuteig 11 og loks glæsilegt hús á
Kirkjuteig 25. Þegar þau fluttu
þangað voru börnin orðin fjögur:
Ami Þorgrímur, Þóra Ingibjörg,
Pétur Þorgríms og Ásta Kristín. Á
þessum áram var afi einn af stofn-
endum Austurbæjarbíós og stóð fyr-
ir byggingu þess. Þá byggðu þau
einnig sumarhús við Álftavatn -
sælureit þar sem dvalið var sumar-
langt á stríðsárunum. Hamingu-
hjólið snerist hratt og örlagadísirnar
spunnu vef sinn.
Hinn 19. september 1952 varð það
slys hér á Sundum að bátur sem
Kristján afi var á ásamt Árna syni
sínum og Ragnari bróður sínum var
sigldur í kaf af togara. Fallegur dag-
ur sem átti að nota til að veiða í
soðið endaði í þeirri öivæntingu og
sorg sem átti eftir að búa með fjöl-
skyldunni í mörg ár. Krisján afi lést,
en Árna og Ragnari var bjai-gað úr
sjónum á síðustu stundu. Þennan
dag hrundi heimurinn hjá fjölskyld-
unni á Kirkjuteig. Á þeim tíma
tíðkaðist ekki sú aðstoð sem veitt er
í dag þegar stór áföll dynja yfir. í
barnsminni mínu er amma alvöru-
gefin og svartklædd og það var
gengið hljóðlega um húsið hennar.
Það tók ömmu langan tíma að sætta
sig við sorgina og umbera að lifa
með henni. Hún var ekki nema 46
ára þegar hún varð ekkja og önnur
46 ár átti hún þá eftir af þessu
jarðlífí án mannsins sem hún elskaði
svo mikið. Nú hafa sálir þeirra loks
sameinast á ný í landi eilífðarljóss-
ins.
„Þar sem jökulinn ber við loft
hættir landið að vera jarðneskt, en
jörðin fær hlutdeild í himninum, þar
búa ekki framar neinar sorgir og
þessvegna er gleðin ekki nauðsyn-
leg, þar ríkir fegurðin ein, ofar
hverri kröfu.“ (H.K.L.)
Guð blessi fallega minningu
ömmu minnar og afa og varðveiti
himneskar sálir þeirra.
Sigrún E. Árnadóttir.
Elsku amma Día.
Þegar ég og Dídí sátum með þér í
sjúkrabílnum hélt ég ekki að þú ætt-
ir aðeins þrjár vikur eftir ólifaðar.
Þú varst orðin 92 ára, búin að lifa
góðu lífi og vera hraust en þó þú
sért farin þá lifa allar góðu minning-
arnar um þig.
Eg man sérstaklega eftir því þeg-
ar ég var yngri og kom til þín á
Kirkjuteiginn fyrir hver jól og við
pökkuðum saman inn jólagjöfunum.
Þegar við vorum búnar settumst við
niður við skrifborðið í svefnherberg-
inu og spiluðum.
Ég minnist þess einnig hvað okk-
ur Dísu fannst gaman að koma og fá
að leika með gulu svampboltana
frammi á gangi.
Þú varst ákveðin í að lifa þangað
til ég yrði stúdent eða „fengi húf-
una“ eins og þú kallaðir það. Eg veit
að þegar að því kemur muntu íylgj-
ast með mér.
Þegar maður kom til ömmu fór
hún alltaf í ísskápinn og náði í eitt-
hvað gott og hún hafði stöðugar
áhyggjur af því að hún ætti ekki
nóg.
Þótt amma væri orðin gömul þá
var húmorinn alltaf í lagi og hún gat
grínast með allt. Það gleður mig
einnig að amma náði því að koma
með mér og Dísu í bíltúr eftir að ég
fékk bílprófið.
Ommu fannst alltaf gaman þegar
við komum með Rósu hund í
heimsókn, og alltaf spurði hún um
Rósu þegar við komum án hennar.
Þá er mér einnig mjög minnisstætt
þegar við fóram saman fjölskyldan
upp í sumarbústað við Álftavatn og
amma og Rósa sváfu saman á
svefnsófanum.
Ég er mjög þakklát öllum þeim
sem voru góðir við hana ömmu á
spítalanum, því að ef einhver átti
góðvild skilið þá var það hún amma
Día.
Elsku amma, hafðu þökk fyrir
allt.
Þín
Harpa Hrand.
Við minnumst sumranna við
Álftavatn. Amma í háhæluðum
svörtum vaðstígvélum að ná i vatn í
emaleraða fótu. Vatn til að þvo okk-
ur upp úr, í emaleraða vaskafatinu á
borðinu við eldhúsgluggann i litla
bústaðnum. Rökkur, sápulykt, heit-
ar, feitar sængui- og amma að
prjóna við skímuna frá stofuglugg-
anum. Kyrrð og friður.
Hryllingssagan um minkinn sem
réðst á Möggu og ömmu í fjöranni.
Önnur hvor rotaði hann með lurk,
öragglega amma.
Dýið við sumarbústaðinn. Dýið
sem var svo djúpt að enginn gat
botnað þar. Dýið sem við máttum
aldrei koma nálægt. Þangað fór
amma alltaf með fötuna. Við stóðum
á stígnum og máttum ekki hreyfa
okkur, enda gátum við það ekki. Við
vorum lömuð af ótta við að amma
hyrfi í hyldýpið. En amma okkar var
hugrakkari en allir sem við þekkt-
um. Virðing okkai' var takmarka-
laus.
I bænum í svartri kápu með
svartan hatt, því afi var farinn íyrir
löngu. Innkaupaferðir. I strætó nið-
ur í bæ, í strætó með vöraraar heim.
Hlýju stundimar í eldhúsinu á
Kirkjuteig. Amma í bláköflóttum
„hagkaupsslopp", með grátt hár, í
húðlitum nælonsokkum. Alltaf mat-
ur, besti matur í heimi, klukkan sjö.
Kvöldfréttir frá bláa ferðaútvarpinu
óma í bakgranninum.
Brytjaðir ávextir í skál fyrir
svefninn, við á náttfötunum. Amma
að búa um okkur á beddanum og í
gamla gi'ænköflótta sólstólnum.
Sagði okkur sögur af afa og sér.
Söguna þegar hún sá afa í fyrsta
sinn, að spila á orgelið í Viðeyjar-
kirkju, við fermingu hennar. Söguna
af kóngsbréfinu sem hún þurfti að fá
til að mega giftast afa því hún var of
ung. Söguna um gönguna inn Hverf-
+
Ástkær faðir okkar,
GUNNLAUGUR GUÐMUNDUR DANÍELSSON,
Safamýri 53,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn 30. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Óskar Þór Gunnlaugsson,
Hákon Hreiðarsson,
isgötu, heim í Laugarnes á brúð-
kaupsdaginn, amma á peysufötum.
Bænirnar, ótal bænir, sem hún
kenndi okkur og sem við erum flest-
um búin að gleyma í dag.
Amma var aldrei reið, alltaf blíð,
þolinmóð og góð, sama á hverju
gekk. Við komum heim úr skólan-
um, handan götunnar, með vini okk-
ar. Við fórum í fótbolta í svefnher-
berginu, verptum eggjum á gangin-
um og voram í teygjutvisti í stof-
unni. Amma, hún ýtti bara til hús-
gögnunum, það var alltaf nóg pláss.
Elsku amma Día, við munum
alltaf búa að því, að við gátum geng-
ið að ást þinni og hlýju vísri, alla
daga, án nokkurra skilyrða. Takk
fyrir allt.
Birna Björg Berndsen,
Fritz Hendrik Berndsen.
Minningar hrannast upp í huga
manns þegar einhver fellur frá,
hvort sem það er nákominn ættingi
eða vinur. Að kvöldi 21. nóvember
andaðist Día amma, föðuramma
mín, eftir stutta legu á Kvennadeild
Landspítalans. Efth' frekar drunga-
legt veður undanfarna daga kom
sunnudagurinn bjai'tur og fallegur,
sólin skein skært og ekki sást ský á
himni, það var eins og veðurguðirnir
væru að segja: „Día vertu velkom-
in.“
Það var alltaf bjart og hlýtt að
koma til Díu ömmu og minningarnar
reika alltaf fyrst til barnæskunnar.
Það sem mér er minnisstæðast frá
þeim tíma þegar ég var í bama-
skóla, voru ferðir mínar á Kirkju-
teiginn til Díu ömmu í löngu-
frímínútunum, eftir skóla eða þegar
komið var úr leikfimi. Alltaf átti hún
eitthvað gott að borða. Minnis-
stæðust er bananamjólkin hennar,
þegar hún stappaði banana og setti
hann í „shakevélina“ ásamt mjólk og
með henni fékk maður svo nýbakaða
jólaköku, hveitiflatköku sem hún
bakaði beint á eldavélarhellunni og
stundum var maður svo heppinn að
til var döðlutertan hennar og þá var
nú veisla. Ekki var haldin sú af-
mælisveisla innan fjölskyldunnar
eða eitthvert annað boð, að
hveitiflatkökumar, ávaxtasalat með
súkkulaðibitum og döðlutertan með
þeyttum rjóma og súkkulaðibitum á
milli frá ömmu væra ekki á boðstól-
um. Ef eitthvað af þessu vantaði, þá
fannst mér ekki vera alvöruveisla.
Þegar maður kvaddi hana eftir þess-
ar stuttu heimsóknir fékk maður
alltaf Petit súkkulaðibita í nesti.
Jólaboðin hennar á jóladag voru ein-
stök og í þau mættu allir, ekki
aðeins ættingjar heldur og líka vinir
og kunningjar, því enginn vildi
missa af jólaboðunum hennar og
stundum fannst manni að allir í
bænum væra þar, svo margt var um
manninn.
Ferðirnar upp í sumarbústaðinn
við Álftavatn á sumrin koma einnig
upp í hugann, en þar átti ég margar
góðar stundir með Díu ömmu. Día
amma var mjög fjölskyldurækin og
talaði um hversu lánsöm og rík hún
væri að eiga svona stóra fjölskyldu
og alla afinælisdaga var hún með á
hreinu, en hún eignaðist fjögur
böm, tólf bamabörn, tuttugu og átta
barnabarnabörn og fjögur barna-
bamabarnabörn. Alltaf mætti hún í
þær afmælisveislur er haldnar vora
og ef hún frétti að einhver væri
heima vegna veikinda, þá var hún
komin í heimsókn til að hlúa að
þeim. Tnluð var hún og hafði mikinn
áhuga á dulspeki, enda trúði hún á
líf eftir þetta líf og hugsaði vel um
þá sem farnir voru yfir móðuna
miklu. Ekki liðu jól, páskar eða af-
mælisdagar, án þess að hún færi að
leiði ættingja eða vina með jóla-
grein, kerti eða blóm og ef hún
komst ekki sjálf, þá fékk hún alltaf
einhvem til að fara fyrir sig. í þeim
fáu en notalegu heimsóknum minum
til hennar síðastliðin ár ræddum við
mikið um þá sem horfnir voru á
braut, og hún sagði mér að hún hefði
lært af móðurömmu minni að það
ætti að hugsa vel um og með gleði til
þeirra sem farnir væru, en ekki að
láta sorgina ná undirtökunum og að
hver ætti sinn tíma hér og svo fær-
um við á næsta stig. Þetta hef ég
haft að leiðarljósi og þakka ég henni