Morgunblaðið - 02.12.1998, Síða 54

Morgunblaðið - 02.12.1998, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ MINNINGAR FRÉTTIR BJARNIKRISTINN BJARNASON Málþing ura stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar ÍSLANDSDEILD Norræna stjórn- flestum OECD-ríkjanna. Halla Tóm- sýslusambandsins og fjármálaráðu- neytið halda málþing fímmtudaginn 3. desember um stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar. Þingið er ætlað stjórnendum opin- beira stofnana og öðrum er áhuga hafa á viðfangsefninu. Markmið þingsins er að fjalla um nýja stjórn- unarhætti opinberra stofnana og ræða áhrif þeirra á rekstur og skipu- lag. Málþingið verður haldið í Háskóla- bíói. Dagski-áin hefst kl. 13 og stend- ur yfir til kl. 16.40. Geir H. Haarde mun setja mál- þingið. Omar H. Kristmundsson, for- maður NAF-IS ræðir um hina nýju stjórnunarstefnu sem skipar vaxandi sess við stjórnun hins opinbera í asdóttir, starfsmannastjóri Islenska útvarpsfélagsins, fjallai- um þátt vinnustaðamenningar í árangii íýrir- tækja og stofnana. Svafa Grönfeldt, lektor og sérfræðingur Gallup á Is- landi, flytur erindi er ber nafnið Er þjónustuvilji allt sem þarf? og fjallar um uppbyggingu þjónustumenning- ar. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bamavemdarstofu, fjallar um þær breyttu kröfur sem gerðar em til stjórnenda ríkisstofnana. Gunnar Bjömsson, skrifstofustjóri í fjái-málaráðuneytinu, mun að lokum ræða um þá spurningu hvernig stjórnendur likisins séu í stakk búnir til að takast á við breytt starfsum- hvei-fi og aukna ábyrgð. Fundarstjóri verður Sigurður Líndal prófessor. voru því falin mörg önnur trúnaðar- störf, forsæti í Félagsdómi og Sigl- ingadómi, dómarafélagi og skóg- ræktarfélagi, matsstörf, gerðar- dómsstörf og tölvunefnd og síðast en ekki síst var hann prófdómari þegar ungii- lögmenn þreyttu próf- raun til þess að gerast héraðsdóms- lögmenn. Þar fylgdist hann með ungum málflytjendum vaxa og þroskast. Hann var snyrtilegur í klæðaburði og háttum og bar sig vel, og höfðu konur orð á því að hann væri myndarlegur. Dugnaður hans í réttarhöldum var orðlagður, og leið , hann ekki ódugnað og hirðuleysi. Lögmenn báru til hans traust, enda þótt þeir kvörtuðu undan röskleika hans og umvöndunum. Hans háttur var að vera strangur og alvarlegur í störfum, en léttur og glaður á mannamótum. Hann fór í Hæstarétt 1986 og lét af störfum íyrir aldurs sakir í árslok 1991, og tók ég sæti hans. Hann kom áfram til dómstarfa þar sem varadómari og þá unnum við saman, í fyrsta sinn eftir öll þessi ár, komnir í fjölskipaðan dóm. Það varð gott samstarf, nákvæmni hans og réttsýni í öllu var slík. Bjarni naut þeiirar hamingju að eignast sinn lífsförunaut, hana Olöfu Pálsdóttur. Þau voru samlynd í hug- _ um, unnu saman að sínum áhuga- málum, nutu fagurra lista og góðs félagsskapar. Hann bar mikla virð- ingu fyrir henni og unni henni og börnum þeirra og barnabörnum. Dómarar hittast einu sinni á ári, eftir aðalfund félagsins, og snæða kvöldverð saman með mökum sín- um. Þangað komu Bjarni og Ólöf í ár eins og endranær og nutu lífsins. Um kvöldið fékk Bjarni aðsvif og komst ekki til meðvitundar, og lést tveim dögum síðar. Hann lifði því líf- inu til hinstu stundar eins og hann " hafði alltaf gert, þrátt íyrir nokkur veikindi, glaður og reifur, með reisn. Hans verður minnst þegar menn ræða hvernig dómarar eigi að vera. Blessuð sé minning hans. Garðar Gíslason. Bjarni K. Bjarnason gekk snemma á ævinni til liðs við skóg- ræktarhugsjónina og lét til sín taka á þeim vettvangi enda þótt dagleg störf hans snerust um aðra þætti þjóðlífsins. Hann átti um árabil sæti í stjóm Skógræktarfélags íslands þar sem einlægur áhugi hans á viðfangsefn- inu og grandvar persónuleiki hans . varð öðrum að leiðarfjósi. Enda þótt nokkuð sé um liðið síðan Bjarni lét af þátttöku í stjórnarstörf- um á vegum Skógræktarfélags Is- lands situr enn eftir sá góði andblær sem honum fylgdi á vettvangi skóg- ræktarfélaganna og mun lengi lifa. Hugsjónin um endurheimt skóga á Islandi sem Bjarni hafði tileinkað sér, birtist ekki eingöngu í liðveislu hans við hinn félagslega þátt starfs- ins. Hún birtist ekki síður í mikilli framkvæmdagleði við ræktunar- störfin. Hann lét sér ekki nægja að gera garðinn sinn við Einimel að uppeldisstöð fyrir trjáplöntur held- ur hafði hann á sinni hendi umfangs- mikið gróðursetningastarf í stórum skógarreitum við æskustöðvar sínar í Grímsnesi svo og víðar. I þeim reitum dafnar nú fjölbreytt- ur og þróttmikill skógargróður sem er verðugur minnisvarði um ötulan ræktunai-mann sem valdi snemma á ævinni að ganga til liðs við hin já- kvæðu nátturuöfl og vera í forsvari fyrir endurheimt íslenskra skóga. Við ævilok félaga okkar viljum við þakka fyrir góð kynni. Hans verður lengi minnst í röðum skógræktar- manna. Eiginkonu og fjölskyldu Bjarna K. Bjarnasonar sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags Islands. Leiðir okkar Bjarna Kristins Bjamasonar lágu saman í Borgar- dómi á Túngötunni fyrir rúmum 13 árum. Bjarni hafði þá starfað við j dómstólinn í 30 ár þar af sem dómari í 23 ár. Einnig hafði hann þá átt sæti í Félagsdómi í 11 ár og forseti dóms- ins frá 1983. Þá hafði hann verið for- maður Siglingadóms í 11 ár. Vel og hlýlega tók Bjarni á móti ungum og reynslulausum dómarafulltrúa og tók fljótlega til við að rekja úr honum garnirnar um ættir hans og uppruna. Bjami lét okkur dómarafulltmana ekki á nokkum hátt fínna fyrir þeim mikla mun sem var á aldri og reynslu þegar leitað var í smiðju hans eftir heilladrjúgum ráðum varðandi störf- in. Með sanni má segja að hann hafí sett sterkan svip á þann samhenta hóp sem starfaði á Túngötunni. Avallt hress í bragði, áhugasamur um þau verkefni sem aðrir vom að sinna og lagði einatt gott til mála. Bjarni var mikill fagmaður í starfí og fórast dómstöifín afar farsællega úr hendi. Þetta má staðreyna með því að reyna að finna í dómasafni Hæstaréttar dóm frá honum sem Hæstiréttur hefur ómerkt og heim- vísað. Mig granar að sú leit muni ekki bera árangur. Sérstaka ánægju hafði hann af að starfa með sérfróð- um meðdómsmönnum. Sagðist hann hafa mikið gagn af samstarfi við þá og ráðlagði mér eindregið að taka fremur meðdómsmenn en að sleppa því ef ég væri í vafa. Vafalaust hafa meðdómsmenn þeir sem störfuðu með Bjarna ekki lært minna af hon- um í lögfræði en hann af þeim um hin fjölbreyttu sérfræðisvið. Þegar Bjarni varð sextugur buðu þau Olöf öllu samstarfsfólki hans í Borgardómi til glæsilegrar veislu á heimili sínu á Einimelnum. Bjarni var greinilega stoltur af húsinu sem hann hafði sjálfur tekið þátt í að byggja. Augljóst var að hann hafði ekki gert nein af þeim mistökum við húsbygginguna sem hann hafði þurft að glíma við í fjölmörgum byggingargallamálum sem hann hafði lagt dóm á. Bjarni endaði dómaraferil sinn í Hæstarétti þar sem hann var dóm- ari í sex ár. I Hæstarétti naut Bjarni sín vel og rétturinn naut góðs af reynslu hans, skarpskyggni og þekkingu. Starf hæstaréttardómara er ákaflega krefjandi og vinnuálag á dómurum hefur um margra ára skeið verið óhóflegt. Sjálfsagt hefur Bjami verið orðinn nokkuð lúinn af störfunum í Hæstarétti, enda ekki gengið að öllu leyti heill til skógar síðustu árin. Hann kaus að láta af starfí rúmlega 65 ára eins og flestir hæstaréttardómarar á síðari árum. En Bjami lagði ekki hendur í skaut heldur tók að sér prófdómarastörf við próft'aunir hérðasdómslögmanna. Margur ungur lögfræðingurinn hræðist prófmálin mest allra rauna á náms- og starfsferlinum. Bjami veitti prófmönnum vissulega aðhald, en fyrst og fremst taldi hann hlutverk sitt að leiðbeina mönnum um rétta framsetningu dómkrafna, rétta hug- takanotkun en umfram allt kuiteis- lega og agaða framkomu í dómsal. Flestir prófmenn hafa þannig notið góðs af reynslu Bjama sem verk- stjóra við þær mikilsverðu athafnir sem fram fara í dómsölunum. Þótt ævistarf Bjarna við dómstörf hafi orðið þjóð hans heilladrjúgt og dómar hans skipti sjálfsagt ein- hverjum þúsundum lágu spor hans víðar. Hann var ástríðufullur skóg- ræktarmaður og sat lengi í stjórn Skógræktaifélags Reykjavíkur. Ef til vill hefur uppruni Bjarna í Gríms- nesinu átt þátt í því að hann vildi klæða landið skógi. Hann tíndi ung- ar sjálfsáðar trjáplöntur úr beðum og gróðursetti þar sem þær höfðu betri vaxtarmöguleika auk þess sem hann klippti og stakk niður græðlingum í garðinum sínum. Öll- um þessum plöntum hlúði hann að, veitti skjól og kom til þroska. A vor- in og sumrin var svo haldið á heima- slóðir austur í Árnessýslu, í Gríms- nes eða á Laugarvatn, og hver trjá- lundurinn af öðru'm spratt upp fyrir hans tilstuðlan. Eitt af trjánum hans Bjarna vex upp í mínum garði. Þannig munu víðar sjást merki um ævistarf Bjarna en á gulnuðum síð- um Dómasafns Hæstaréttar í bóka- skápum lögfræðinga. Trén sem hann gróðursetti verða komandi kynslóðum til ánægju og yndisauka. Við hjónin þökkum Bjarna og Ólöfu konu hans einstaklega ljúfa og skemmtilega viðkynningu á undan- fórnum árum. Megi minningin um góðan dreng, farsælan embættis- mann og mikinn ræktunarmann verða ættingjum og vinum huggun í sám sorg og söknuði. Sigurður T. Magnússon. Bjarni Kristinn Bjarnason, fyrr- verandi hæstaréttardómari, er lát- inn. Við voram nágrannar um nokk- urra ára skeið, er ég bjó í foreldra- húsum, og seinna samstarfsmenn í Borgardómi, en þar starfaði hann, þegar ég réðst þangað sem dómara- fulltrúi, reynslulítill lögfræðingur, haustið 1974. Vakti Bjarni strax at- hygli mína fyrir þann kraft og áhuga, sem hann sýndi í staifí sínu. Hann hafði ,júridískt nef‘, eins og oft er sagt um þá, sem hafa næma og eðlislæga tilfinningu fyrir hinum ýmsu tilbrigðum lögfræðinnar. Var það ómetanlegt íyrir mig í upphafi starfsferils míns að geta leitað í smiðju þessa reynda dómara, og bý ég enn að því veganesti, sem hann veitti mér á þessum árum. Bjarni var kappsamur við allt, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var fork- ur duglegur við vinnu, hvort heldur var við lausnir dómsmála ellegar við líkamlega áreynslu, eins og þegar hann og Ólöf kona hans réðust í hús- byggingu að Einimel 18, sem var næsta hús við heimili foreldra minna. Bjarni hafði einnig græna fíngur, sem kom glöggt í Ijós, þegar húsið var risið og við tók vinnan í garðinum, sem Bjarni skóp frá upp- hafi og ræktaði síðan alla tíð af elju- semi og vandvirkni. Undir hand- leiðslu hans urðu örvasa hríslur að fegurstu runnum. Ber garðurinn handbragði Bjarna fagurt vitni. Bjarni var litiíkur persónuleiki og skilur eftir sig margai' góðar minn- ingar. Hann var tryggur vinum sín- um, hjálpsamur þegar á þurfti að halda, gleðimaður á mannmótum og drengskaparmaður mikill. I kring- um hann var aldrei lognmolla. Hann var fróður og víðlesinn og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, sem ekki fóru alltaf sam- an við skoðanir náungans, og gat þá oft gustað af honum. En hann hafði einnig næmt skopskyn og gat verið stríðinn, en aldrei meiníysinn. Bjami var farsæll dómari með næman skilning og góða þekkingu á hinum ýmsu hliðum lögfræðinnai', svo sem íyiT er getið. Það þurfti því eng- um að koma á óvart, þegar hann var skipaður í stöðu Hæstaréttardómara árið 1986. Var okkur félögum hans í Borgardómi söknuður að brottfór hans þaðan. Hann hvarf okkur þó ekki alveg þrátt íyrii- þessi umskipti, því um árabil og allt til dauðadags, var hann prófdómari við málflutning ungi'a lögfræðinga til öflunar mál- flutningsréttinda fyrir héraði. Ógerlegt er að minnast Bjarna án þess að minnast jafnframt á Ólöfu, konu hans, sem jafnan stóð við hlið manns síns sem klettur. Þótt lífið hafi verið þeim hjónum að ýmsu leyti gjöfult, fóru þau ekki á mis við sorgir þess og sársauka. Af fímm börnum þeirra hjóna búa tvö þau yngstu við alvarlega og þungbæra fötlun og næstelztu dóttur sína misstu þau í blóma lífsins frá ungri dóttur. Þau hafa þó alltaf risið upp eftir hvert áfall og ræktað það, sem lífíð hefur gefíð þeim. Litla dóttur- dóttirin Tinna ólst að mestu leyti upp í skjóli afa síns og ömmu eftir fráfall móður sinnar, og hefur verið þeim mikill gleðigjafí og augasteinn. Og dæturnar Laufey og Auður eru móður sinni styrkur, nú þegar sorg- in knýi' enn einu sinni dyra í ranni hennar. Víst er að Bjarna verður sárt saknað af samferðamönnum sínum, en sárastur er þó harmur Ólafar eig- inkonu hans, barna hans og barna- barna. Við hjónin vottum þeim ein- læga samúð okkar og biðjum Bjarna Guðs blessunar á nýjum slóðum. Sigríður Olafsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Bjarna Kristin Bjamason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Gengið um Laugarnes og Sundahöfn HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð frá Hafnar- húsinu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Farið verður eftir strandstígnum inn í Norðurkotsvör á Laugarnestöngum. Einnig verður hægt að hefja gönguna við Hrafn- istu DAS, Laugarási, kl. 20 og fara niður að Gömlu Sundlaugunum og út í Norðurkotsvör. Eftir að hóparnir hafa sameinast í Norðurkotsvör verður gengið með ströndinni og um athafnasvæði Eimskips inn á Kleppsskaft og það- an upp á Dagmálakletta og að DAS. Þar lýkur gönguferðinni. Þeir sem koma frá Hafnarhúsinu hafa val um að ganga til baka eða fara með SVR. Við lok göngunnar verður litið inn í Hrafnistu. Allir eru velkomnir. --------------- Jólaglögg Um- sjónarfélags einhverfra JÓLAGLÖGG Umsjónarfélags ein- hverfra verður haldið í Djúpinu, Hafnarstræti 15, kjallara (sama húsnæði og Veitingastaðurinn Hornið) miðvikudaginn 2. desember kl. 20.30. Lesið verður upp úr áhugaverð- um bókum, m.a. bók/hefti eftir Gun- illu Gerland, sem er skrifuð beint til fólks með einhverfu og Asperger- heilkenni. Heftið hefur verið þýtt á íslensku og heitir: Spurðu bara! Gunilla Gerland er sjálf með Asperger-heilkenni. Þá verður bók eftir Catherine Mam'ice kynnt, sem heitir á frummálinu „Let me hear your voice“ eða Láttu heyrast í þér. Áhrifarík saga móður tveggja ein- hverfra barna sem með þrotlausri vinnu og þjálfun náðu að sigrast á einhverfunni, segir í fréttatilkynn- ingu. Jólakort félagsins verða til sölu á jólaglögginu. Einnig er hægt að nálgast þau á skrifstofu félagsins, Laugavegi 26, og í versluninni Sól- hofínu, Laugavegi 28. ------♦-♦-♦---- Sjálfstæðisfélag'ið í Garðabæ Fundur með bæjarstjórum SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ í Garða- bæ gengst fyrir fundi fímmtudaginn 3. desember með bæjarstjórunum í Gai'ðabæ, Hafnarfírði og Kópavogi. Fundurinn er haldinn í Garðalundi og hefst kl. 20.30. Fundarefnið er viðvíkjandi mögu- legri sameiningu þessara sveitarfé- laga og er yfírskriftin: Eitt sveitar- félag, eitt kjördæmi, mótvægi við Reykjavík. Jólakort til styrktar krabbameins- sjúklingum STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, hefur gefið út jólakort. Á kortinu er málverk eftir Bene- dikt Gunnarsson listmálara. Hann útskýrii' myndefnið þannig að það vísi „til trúarinnar, vonarinnar og handleiðslu Guðs í stormsveipum harms og ótta.“ Kortið verður til sölu hjá Krabba- meinsfélaginu og víðar. ------♦-♦-♦----- Aðventufundur FAAS í Lang- holtskirkju AÐVENTUFUNDUR FAAS, fé- lags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra, verðm' í safnaðar- heimili Langholtskii'kju 3. desember nk. Stjóm FAAS tekur á móti fé- lagsmönnum og öðrum gestum strax upp úr kl. 20 en fundurinn verður settur kl. 20.30. Á fundinum verðm' sr. Jón Helgi Þórarinsson, prestm' í Langholts- kirkju, með hugvekju, Guðrán Helgadóttir, rithöfundur og alþingis- maður, flytur erindi, Helgi Seljan, framltvæmdastjóri ÖBÍ; verður með gamanmál og hjónin Ólöf Kolbrán Harðardóttir og Jón Stefánsson skemmta með söng og píanóleik. Stjóm FAAS býður upp á óáfengt jólaglögg, kaffí og eitthvert góðgæti á fundinum. ------♦-♦-♦----- Opinn fundur um gagna- grunns-málið SAMTÖKIN Mannvernd efna til opins fundar um gagnagrunnsfrum- varpið í Norræna húsinu fimmtu- daginn 3. desembei' kl. 16.45-18. Dagskráin hefst með kaffiveiting- um og harmonikkuleik Tatu Kantomaa. Sigmundur Guðbjarna- son, fyiTverandi háskólarektor, set- ur fundinn, fundarstjóri verður Sig- urður Bjömsson læknir. Framsögumenn verða Ólafur Ólafsson, fyri'verandi landlæknir, Dögg Pálsdóttir hrl., Einar Árnason prófessor, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Ólafur Hannibalsson blaðamaðm-. Fjallað verður um mál- ið frá ýmsum hliðum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.