Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 1
285. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Leitað að látnum TAÍLENSKIR hermenn unnu að því í gær að ná burt líkum þeirra, sem fórust þegar Airbus A310-200-farþegaflugvél frá Thai Air brotlenti á akri við Surat Thani í Taílandi í fyrradag. 146 manns voru með vélinni, farþegar og áhöfn, og komust 46 Jerúsalem. Reuters. MIKILL viðbúnaður var í ísrael og á sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna í gær vegna heimsóknar Bills Clintons, forseta Bandaríkj- anna, en hann var væntanlegur þangað seint í gærkvöld. Upphaflega var fórinni heitið til að halda upp á Wye-samkomulagið, sem Clinton átti stóran þátt í, en ljóst er, að verkefni hans verður fyrst og fremst að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. „Forseti Bandaríkjanna vogar sér nú í fyrsta sinn inn á svæði, sem kalla má miðstöð hryðjuverkastarfseminnar," sagði Joe LaSorsa, einn þein-a leyniþjónustumanna, sem gæta munu Clintons í þriggja daga heim- sókn hans en hann mun meðal annars ávarpa Þjóðarráð Paiestínumanna á Gaza á morgun. Búist er við, að þá muni Þjóðarráðið fallast á þá yfirlýsingu Yassers Arafats, leiðtoga Pal- estínumanna, að það ákvæði í eins konar lífs af. Flugmennirnir reyndu í 20 mínútur að lenda vélinni í myrkri og úrhellisrigningu og er það haft eftir þeim, sem lifðu af, að undir það síðasta hafi mikil skelfing gripið um sig meðal farþeganna. stjórnarskrá Palestínumanna, sem kveður á um eyðingu Israels, hafi verið fellt burt. Hóta að hætta brottflutningi Israelska ríkisstjórnin krefst þess, að fram fari sérstök atkvæðagreiðsla um ógildingu ákvæðisins á morgun og hún hefur lýst yfir, að verði það ekki gert, muni brottflutningi ísra- elsks herliðs frá hernumdu svæðunum verða hætt. Talsmenn Palestínumanna segja, að engin atkvæði verði greidd um það nú. Þess sé ekki krafist í Wye-samningnum og auk þess hafi það verið samþykkt í formlegri atkvæða- gréiðslu 1996 að fella burt ákvæðin. Bandarískir embættismenn hafa verið að reyna að koma á fundi með Clinton, Arafat og Netanyahu, forsætisráðherra Israels, en Net- anyahu vill ekki ákveða neitt um það fyrr en að loknum fundi Þjóðarráðs Palestínumanna. Leiðtogafundur ESB Aukið aðhald en umbætur látnar bíða Vín. Reuters. LEIÐTOGAFUNDUR Evrópusambandsins, ESB, samþykkti í gær að auka fjárlagaaðhald nú þegar til stendur að fjölga aðUdarríkjunum en engar ákvarðanir voru teknar í mesta ágreiningsmálinu, fjármálum sambandsins. Niðurstaða fundarins var sú, að leiðtog- arnir 15 voru sammála um brýnustu úrlausn- arefnin án þess þó að taka á þeim. Þeir ítrek- uðu hins vegar, að tillögur til umbóta skyldu liggja fyrir ekki síðar en í mars. Agi-einingurinn innan ESB snýst um pen- inga. Þýskaland og önnur velmegandi ríki vilja lækka framlög sín en snauðari ríkin mega ekki heyra á það minnst. Ekki samræmd skattalöggjöf Þjóðverjai- hafa að undanfómu beitt sér fyrir samræmdri skattalöggjöf innan ESB en Bretar hafa verið því andsnúnir. I samþykkt fundarins segir, að í skattamálum sé ekki stefnt að samræmingu með þehri undantekn- ingu þó, að reynt verði að haga skattlagningu sparifjár með sama hætti alls staðar. Fyrirhugað var að hætta fríhafnarverslun innan ESB á sumri komanda en hugsanlega verður því frestað um sinn vegna þeirra af- leiðinga, sem það hefði fyrir atvinnu margra manna. Bill Clinton í heimsókn á Gaza og í ísrael Reynir að bjarga Wye-samningnum Verðlaun fyrir bull og þvaður London. Reuters. TVÖ bresk ráðuneyti fengu nú fyrir helgi Gullna bullið, verðlaun, sem veitt eru árlega fyrir óskiljanlegt bull og vit- leysu. Standa að þeim samtök, sem kall- ast „Eðlileg enska“, og hafa nú starfað í 20 ár. Chrissie Maher, sem lærði ekki að lesa og skrifa fyrr en hún var orðin 14 ára gömul, stofnaði samtökin árið 1979. Hafa þau fyrst og fremst beint spjótum sfnum að málfari opinberra embættis- manna, algerlega óskiljanlegu stofnana- máli, og raunar boðið upp á námskeið í einföldu og eðlilegu máli fyrir skrif- finna, bankamenn og lögfræðinga. Að þessu sinni voru það innanríkis- og viðskiptaráðuneytið, sem til verð- launanna unnu. Kvaðst Jack Straw inn- anríkisráðherra játa það fullkomlega, að margt af því, sem frá ráðuneytinu kæmi, ætti ekkert skyit við skýra hugs- un. Hann tók þó fram, að verðlauna- málsgreinarnar að þessu sinni hefðu verið sérstaklega stflaðar á fólk, sem hefði fyrstu einkunn í bulli og þvaðri. Það væri þó engin afsökun. Maher segir, að Englendingar eða Bretar séu ekki einir um að misþyrma enskri tungu. Sendi hún tvo menn til Indlands, Suður-Afríku og Bandaríkj- anna og höfðu þeir ýmislegt forvitnilegt í farangrinum þegar þeir sneru heim. Skemmtileg þótti til dæmis sú skilgrein- ing á atvinnulausu fólki vestra, að það væri í „nauðungarfríi11. Maher segir, að þótt oft megi skemmta sér vel yfir hinu opinbera bulli þá sé önnur hlið og alvar- legri á því máli. Sú þokukennda hugs- un, sem einkenni það, geri stjórnar- stofnanir, heilbrigðis- og dómskerfið óskilvirkari en ella væri. Of kalt á Gardermoen LIKUR benda til þess að loka verði hin- um nýja flugvelli á Gardermoen í Nor- egi þegar kalt er í veðri. Astæðan er sú að landgönguranarnir á vellinum eru hvorki einangraðir né upphitaðir. Um síðustu helgi var leiðindaveður í Ósló, frost og snjókoma og segir Nina Sudmann, aðalöryggisfulltrúi SAS-flugfélagsins á vellinum, að að- stæður hafi verið óþolandi fyrir far- þega og starfsfólk. „Það snjóaði inn í nokkra landgönguranana. Farþegar kvörtuðu yfir kulda og starfsfólkið var helblátt af kulda,“ sagði Sudmann í samtali við NRK. Telur hún ljóst að næst þegar geri norðanátt, verði að loka vellinum. 10 GAGNAGRUNNUR - ÞJÓÐARLÍKAN Y tt undir fyrirhyggjuna STUNDUM GEFIÐ Á BÁTINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.