Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ GAGNAGRUNNUR - ÞJÓÐARLÍKAN FRUMVARP til laga um gagnagrunn á heilbrigð- issviði er nú að líkindum búið að taka á sig endan- lega mynd. Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis tók frumvarpið aftur til umfjöllunar milli 2. og 3. umræðu sl. föstudag og gerði á því tvær breytingar. Er ekki úr vegi að fara yfir helstu þætti frumvarpsins eins og það er nú orðið og leggja mat á útkomuna áður en þingmenn greiða endan- lega atkvæði eftir helgina. Málið er það margþætt og flókið viðureign- ar að segja má að í hvert skipti sem tiltekið atriði frumvarpsins hefur verið lagfært hafi skapast mörg ný vandamál. Einkaréttur Eftir því sem á hefur liðið hefur einkaréttur til tólf ára til rekstrar- leyfishafa á gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði sætt vaxandi gagn- rýni. Menn hafa byrjað að velta því fyrir sér hvort virkilega megi yfir- færa rök um einkaleyfi uppgötvana yfir á þetta svið. Hvort eitthvað sérstakt eigi að gilda um erfða- rannsóknir sem atvinnuveg á skjön við alla þróun í þjóðfélaginu undan- farna áratugi þar sem einokun og sérieyfi hafa orðið að víkja fyrir frjálsri samkeppni á sem flestum sviðum. Má nefna fjarskipti, fjöl- miðlun, samgöngur og flug í þessu sambandi. Fyrir það fyrsta er ekki alveg ljóst hvað felst í sérleyfi. Nú er gagnagrunnur á heilbrigðissviði skilgreindur sem „(S)afn gagna er hefur að geyma heilsufarsupplýs- ingar sem skráðar eru á sam- ræmdan kerfisbundinn hátt í einn miðlægan gagnagrunn sem ætlað- ur er til úrvinnslu og upplýsinga- miðlunar." (1. tl. 3. gr.) Vanda- samt getur verið að draga mörkin og ákveða hvenær aðrir gagna- grunnar á þessu sviði eru farnir að skerða hagsmuni sérleyfishafans. Benti Lagastofnun reyndar á þetta í áliti sínu en ekki var við því brugðist. Rökin fyrir því að veita sérleyfi eru sögð þau að það sé svo kostn- aðarsamt að koma upp miðlægum gagnagrunni (10 til 20 milljai-ðar) að enginn muni fást til þess nema hann njóti vemdar fyrir sam- keppni í einhvem tíma. A móti hef- ur verið bent á að kostnaðurinn sé háður því hversu mikið sé skráð af upplýsingum. Væntanlegur rekstr- arleyfishafi hefur hag af því að láta líta svo út sem allt verði skráð, stórt og smátt, til þess að blása upp kostnaðinn, en í raun er erfitt að ímynda sér að farið verði út í mikla vinnu við skráningu sjúkraskráa aftur í tímann, virðist þar um svo tröllaukið verkefni að ræða miðað við ávinninginn. Það er þó rétt að benda á að það em nokkurs konar rökleg tengsl á milli sérleyfis og miðlægs gagna- granns. Einn miðlægur gagna- grannur yrði væntanlega aldrei til nema veitt væri sérleyfí. Ef margii’ væra um hituna þá myndi hver um sig byggja upp minni gagna- granna, enginn einn væri í aðstöðu til að komast yfir allar upplýsingar. Olíka granna í vörslu mismunandi aðila mætti svo hins vegar tengja saman ef þörf krefði út af tiltekn- um rannsóknum. Það hefur líka komið á daginn að orðið hefur að skipta miðlæga gagnagranninum niður í nokkra granna til þess að tryggja persónuvernd, þannig að munurinn er kannski ekki eins mikill og virtist í upphafi. Pað hefur lengi legið fyrir að Islensk erfðagreining hygðist tengja saman í rannsóknar- skyni upplýsingar um sjúkra- sögu, ættir og arfgerð manna. Það var þó ekki fyrr en við lok þingmeðferðarinnar sem frum- varp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði lagaði sig að þessum áformum. Með síðustu breytingunni á föstudaginn var opnuð lagaleg leið fyrir rekstr- arleyfishafa að erfðaefni lands- manna. Páll Þórhallsson tók púlsinn á frumvarpinu fyrir lokaumræðu Alþingis og veltir upp ýmsum álitamálum sem eftir standa. SIV Friðleifsdóttir og Tómas Ingi Olrich hafa borið hitann og þungann af því að koma frum- varpinu gegnum þingið. ÖSSUR Skarphéðins- son formaður heil- brigðis- og trygginga- nefndar var jákvæður gagnvart gagna- grunnshugmyndinni í öndverðu en breyting- ar á síðustu stigum hafa hleypt í hann illu blóði. Morgunblaðið/Golli ÆTLA má að ekki verði síður hart deilt um gagnagrunnsfrumvarpið í lokaumræðunni á Alþingi heldur en undanfarna daga. Hefði í raun verið athugandi að binda rekstrarleyfið því skilyrði að Kári Stefánsson væri handhafi þess. Svo mjög hefur persóna hans tengst málefninu og afstaða manna til þess ráðist af því! Lagalegur ágreiningur Það er einnig vafi um hvort sér- leyfi standist gagnvart EES-samn- ingnum og jafnvel stjórnarskránni. Lagastofnun Háskóla íslands taldi að nokkur áhætta væri tekin að þessu leyti en Samkeppnisstofnun er ekki í nokkrum vafa um að regl- ur EES-samningsins séu brotnar. Má segja að ekki verði komist miklunær sannleikanum í þeim efnum en orðið er nema leita álits út fyrir landsteinana. Slíkt er stjórnmálamönnum greinilega ekki að skapi, en óneitanlega væri ástæða til að huga sérstaklega að því, komi að því að veita rekstrar- leyfi, hvort ekki verði að gera fyrir- vara um þetta efni, þannig að ís- lenska ríkið verði ekki skaðabóta- skylt gagnvart rekstraleyfishafa ef sérleyfi reyndist brjóta gegn EES. Þótt sérleyfíð sé einungis veitt til allt að tólf ára þá er engin ástæða til að ætla annað en að á þeim tíma komist rekstrarleyfis- hafi í slíka yfirburðaaðstöðu í lífvís- indum í landinu að engin þörf verði fyrir hann á framlengingu. Þess vegna kom það nokkuð á óvart þegar þreifingar hófust um það í þinginu á síðustu metranum að auka með einhverjum hætti trygg- ingar rekstrarleyfishafa. Ur því varð þó ekki. Hins vegar var eftir 1. umræðu-sett inn heimild til ráð- herra (5. mgr. 4. gr.) að semja við rekstrarleyfishafa um greiðslur í ríkissjóð til eflingar heilbrigðis- þjónustu, rannsókna og þróunar. Væntanlega verður ráðherra að út- færa þetta strax áður en rekstrar- leyfið er veitt og ná sem hag- stæðustum samningum fyrir ríkið því þarna er ekki heimild til að leggja skatt á rekstrarleyfishafann eftir á. Skilyrði rekstrarleyfis Skilyrði fyrir rekstrarleyfi hafa tekið nokkrum breytingum frá því í vor. Athyglisvert er að engin skilyrði eru um hver geti sótt um rekstrarleyfi. Það getur hvort sem er verið einstaklingur eða félag, íslénskt eða erlent. Hefði i raun verið athugandi að binda rekstrar- leyfið því skilyrði að Kári Stefáns- son væri handhafi þess. Svo mjög hefur persóna hans tengst málefn- inu og afstaða manna til þess ráð- ist af því! Þá væri að minnsta tryggt að hann tengdist ætíð starfseminni. Það er forvitnilegt að bera sam- an skilyrði fyrir rekstrarleyfi sam- kvæmt gagnagrannsframvarpinu og samkvæmt fjarskiptalögum og lögum um Póst- og fjarskiptastofn- un (sjá töflu). Að sumu leyti er um skyld svið að ræða og seinni lög- gjöfin er tiltölulega ný og endur- speglar reglur á Evrópska efna- hagssvæðinu. Það er sláandi að í gagnagrannsframvarpið vantar heimild til að binda rekstrarleyfi því skilyrði að yfirvöld geti haft eftirlit með fjárhag og bókhaldi rekstrarleyfishafa. Eins er ekkert ákvæði (til öryggis) um að rekstar- leyfishafi verði að virða lög og regl- ur. Einnig hefði vel komið til álita að skuldbinda hann til að virða al- mennt viðurkenndar siðareglur vísindamanna og vandaða skrán- ingarhætti. Svona atriði geta skipt máli til þess að hægt sé að beita viðurlögum ef rekstrarleyfishafi brýtur af sér. Hvað fer inn í grunninn? Það hefur ítrekað verið bent á að ekki sé ljóst hvað eigi að fara inn í gagnagranninn. Fram hefur komið hjá Islenskri erfðagrein- ingu að ekki sé endilega heppilegt að afmarka þetta of þröngt því grunnurinn nýtist því betur sem meiri upplýsingar séu í honum. Þetta viðhorf rekst harkalega á grundvallarsjónarmið um skrán- ingu persónuupplýsinga, þau mæla fyrir um að ekki eigi að safna saman upplýsingum um fólk nema nauðsyn krefji og í skýrum tilgangi. Stemma beri stigu við samtengingarmöguleikum sem leiði til þess að hægt sé með því að raða saman litlum bútum að skapa sér heildarmynd af persónu hvers og eins. Það hefur valdið mörgum heila- brotum hvernig á því hefur staðið að framvarpið hefur lengst af gert ráð fyrir minni samtengingar- möguleikum milh ólíkra flokka upplýsinga heldur en áform ís- lenskrar erfðagreiningar hafa hljóðað upp á. Þannig segir í ensku kynningarefni frá fyrirtækinu frá því í sumar að það vilji byggja upp gagnagrann með heilsufarsupplýs- ingum (svipgerð manna), ættfræði- upplýsingum (hver er skyldur hverjum), erfðafræðiupplýsingum (arfgerð manna - DNA-samsetn- ing) og upplýsingum um notkun heilbrigðisgæða (einkum lyfja). Slíkur grunnur, sem yrði sannkall- að þjóðarlíkan, myndi geyma óhemju upplýsingar um íslensku þjóðina og þá einstaklinga sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.