Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRÉTTIR HELGA STRÖM SCHJETNE + Helga Ström Schjetne fæddist í Reykjavík 29. októ- ber 1923. Hún lést á Landspítalanum 6. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Herdís Guð- mundsdóttir frá Bartakoti í Selvogi, f. 18.6. 1888, d. 19.1. 1962, og Axel Martin Ström frá Sölves- borg í Svíþjóð, f. 3.4. 1876, d. 19.1. 1948. Systkini Helgu voru Viktor, Louise, Guð- mundur, Ingrid, Herdís og Guðný Guðmunda sem öll eru látin. Helga var gift Leif André Schjetne frá Tromso í Noregi, f. 28.3. 1905, d. 16.3. 1976, þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Nicoline Herdís, f. 27.9. 1942, maki Guðjón Har- aldsson og eiga þau fimm börn. 2) Laila Helga, f. 21.7. 1944, maki Pétur Krist- jánsson og eiga þau þrjú börn. 3) Maria, f. 5.12. 1951, maki Þorgeir Axel Or- lygsson og eiga þau tvö börn. Helga eignaðist seinna dótturina Guðnýju Sigurgeirsdóttur, f. 27.4. 1960 með Sig- urgeiri Ársælssyni sem er látinn. Guð- ný á tvö börn með Flosa Skafta- syni, þau slitu sambúð. Lan- gömmubörn Helgu eru ellefu. Útför Helgu fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 14. des- ember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, nú ert þú farin, far- in á stað þar sem þú hefur það ef- laust betra en þú gerðir undir lokin. Eg vildi fá að þakka þér það sem þú gafst mér og varst mér. Þér, sem var alltaf svo umhugað um velferð ^jg hamingju fólksins þíns. Þú fylgdist alltaf með okkur krökkun- um úr fjarlægð, fékkst fréttir af okkur og heimsóknir. Mín sterkasta minning um þig, amma, er þegar þú tókst á móti okkur Gunna í dyrunum í brúðkaupsveisl- unni okkar. Þú kysstir mig og sagð- ir: „Eg vona að það gangi,“ svo gekkstu að Gunna og sagðir ákveð- in: „Þú lætur það bara ganga.“ Þetta voru sterk orð frá lífsreyndri + Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför okkar ástkæru eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, PÁLÍNU ÖNNU INGIMARSDÓTTUR ¥ frá Siglufirði. Konráð Konráðsson, Óskar Konráðsson, Stefanía Eyjólfsdóttir, Kristinn Konráðsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Sigurður Konráðsson, Dagbjört Jónsdóttir, Margrét Konráðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug, við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÁRNBJARGAR E. CONCORDÍU ÁRNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til Karls Ólafssonar, læknis og starfsfólks kvennadeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Einnig færum við Karlakór Reykjavíkur alúðarþakkir fyrir þeirra framlag. Guð blessi ykkur öll. Þóra Kristjánsdóttir, Sigríður Sveinbjarnardóttir, Pétur Kristjánsson, Gunnur Samúelsdóttir, Ásta Kristjánsdóttir, Hendrik Berndsen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS MATTHfASSONAR, Eyjahrauni 9, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Vestmannaeyja og kórs Landa- kirkju. Guð blessi ykkur öll. Marfa Pétursdóttir, Matthías Sveinsson, Kristjana Björnsdóttir, Pétur Sveinsson, Sævar Sveinsson, Halldór Sveinsson, Ómar Sveinsson, Henný Dröfn Ólafsdóttir, Hólmfríður Björnsdóttir, Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir, Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir, Þórunn S. Sveinsdóttir, Peter Skov Andersen, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið/H alldór NORSKI sendiherrann Knut Taraldset sæmir Knut Odegárd orðunni. Knut 0degárd fær orðu Noregskonungs konu, sem vissi að gott samband kemur ekki af sjálfu sér. Amma mín, nú kveð ég þig, þú sem sagðir svo margt með augnaráði og svip- brigðum. Elsku mamma, Nína, Laila og Guðný, Guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofiiar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pétursson.) Gerður. Þegar ég frétti að amma mín væri dáin varð mér að orði: „Get ég þá aldrei aftur farið til góðu og skemmtilegu ömmu?“ Nei, var svarið. Eg átti frekar erfitt með að skilja þetta í fyrstu en eftir útskýr- ingar mömmu gekk það betur. Við fórum ósjálfrátt að rifja upp ýmis atvik frá liðinni tíð með ömmu. Það rifjaðist t.d. upp fyrir mér hvað hún amma var alltaf kát þegar við kom- um til hennar þrátt fyrir veikindi sín og alltaf lumaði hún á einhverju handa litlum dreng eins og hún sagði svo oft. Þá fórum við í fjár- sjóðsleit í skápnum hennar góða. Við völdum okkur síðan einn poka og tíndum upp úr honum. Amma sagði mér þá gjaman einhverja sögu sem hún bjó til um það sem kom upp úr pokanum. Eg fékk síð- an að eiga pokann og það sem í honum var, því aldrei skyldi ég fara tómhentur frá henni. Ef mér varð að orði að ég væri nú ekki með neitt til að gefa henni sagði hún alltaf brosandi að það gerði nú minnst til en ég skyldi bara muna að það væri sælla að gefa en þiggja. Já, svona man ég hana ömmu mína. Þótt það sé sárt að hún sé farin veit ég að hún er nú meðal vina og líður vel. Takk amma mín fyrir allt. Farþúíffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurgeir Skafti Flosason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. NOREGSKONUNGUR heiðraði Knut Odegárd á föstudaginn. _ Það var sendiherra Noregs á Is- landi, Knut Taraldset, sem fyrir hönd Haralds V Noregskonungs, afhenti Knut Odegárd, skáldi og fyrrverandi framkvæmdastjóra Norræna hússins í Reykjavík, konunglega riddaraorðu og sló hann til „Ridder I av Den Kong- elige Norske Fortjenesteorden“. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda um orðuna er hún veitti er- lendum ríkisborgurum og norsk- 52% vilja verði að umsókn FLEIRI eru hlynntir því en andvíg- ir að unnið sé að því að sækja um aðild að ESB. Rúmlega 52% eru því hlynnt, 34% eru andvíg og tæplega 14% eru hvorki hlynnt því né and- víg. Þegar Gallup spurði síðast, í september 1997, voru ríflega 49% hlynnt, næstum 40% andvíg og 11% voru hvorki hlynnt né andvíg. I mars 1995 spurði Gallup hvort fólk vildi að Islendingar myndu hefja að- ildarviðræður við ESB með það fyr- ir augum að ganga í Evrópusam- bandið fyrir aldamót. Næstum 51% um ríkisborgurum með fasta bú- setu erlendis í þakklætisskyni fyrir sérstaklega lofsvert fram- lag þeirra fyrir Noreg. Knut 0degárd hlýtur þennan heiðurs- titil fyrir framúrskarandi störf sem alþjóðlegur menningarfröm- uður, menningarmiðlari og stjórnandi menningarmála,“ seg- ir í frétt frá norska sendiráðinu. Afhendingin fór fram í mót- töku sem norski sendiherrann hélt honum til heiðurs í sendi- herrabústaðnum. að unnið aðildar- að ESB var því hlynnt, rúmlega 38% andvíg og næstum 11% voru hvorki hlynnt því né andvíg. Ekki hafa orðið mikl- ar breytingar á afstöðu fólks til að- ildarviðræðna á þessu árabili, segir í desemberhefti Þjóðarpúls Gallups. Heldur fleiri konur en karlar eru hlynntar því að unnið sé að aðild að ESB, næstum 54% kvenna en rösk- lega 51% karla. Yngra fólk er hlynntara því en eldra fólk. Fylgjendum íjölgar meira á landsbyggðinni Hærra hlutfall íbúa höfuðborgar- svæðisins en landsbyggðarinnar er hlynnt aðildarviðræðum eða tæp- lega 57% á móti næstum 46%. Fylgjendum hefur fjölgað meira á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu, samsvarandi tölur fyrir rúmu ári eru rúmlega 40% og rúm- lega 55%. Rösklega 63% sjálfstæð- ismanna eru hlynnt því að fara í að- ildarviðræður við ESB, rúmlega 55% þeirra sem kjósa Samfylkingu félagshyggjufólks (A, G og V) og næstum þriðjungur framsóknar- manna. Vegna Samfylkingarinnar er erfitt að bera saman niðurstöður frá síðasta ári við niðurstöður þessa árs nema fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Tæplega 58% sjálfstæðismanna voru hlynnt aðildarviðræðum í fyrra og 29% framsóknarmanna. Ríflega 78% kjósenda Alþýðuflokksins voru sama sinnis og tæplega 29% kjós- enda Alþýðubandalagsins. Þær upplýsingar sem hér hafa komið fram eru unnar úr símavið- talskönnun sem Gallup gerði 27. nóvember til 6. desember 1998. Úr- takið var 1.135 menn af öllu landinu á aldrinum 18-75 ára sem valdir voru með tilviljun úr þjóðskrá og af þeim svöruðu 69,9%. Vikmörk (skekkjumörk) svara í þessari könn- un eru á bilinu l%-4%. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) því eða andvíg(ur) að íslendingar vinni að því að sækja um aðild að ESB? + Ástkaer eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Austurströnd 10, að kvöldi föstudagsins 11. desember. Margeir Sigurðsson Sigurður ingi Margeirsson Dóra Hafsteinsdóttir Magnús Margeirsson Jenný Ólafsdóttir Brynja Margeirsdóttir Guðjón Davíð Jónsson Ása Kristfn Margeirsdóttir Örn Stefán Jónsson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ SIGFÚSDÓTTIR, Grenimel 35, Varð bráðkvödd á heimili sínu aðfararnótt 10. desember. Jarðaförin verður auglýst síðar. Sigrún Guðmundsdóttir, Sigfús Guðmundsson, Guðni Guðmundsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Hafdís Guðmundsdóttir, Sigurður Jakobsson, Rosemarie B. Þorleifsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Ólafur Kristinn Ólafsson, Guðmundur Gíslason, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.