Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 '5?---------------------------- FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ BALLETTINN Rómeó og Júlía sem sýndur var 1954. MYNDBÖND Töfrar Suðurríkj- anna Miðnætti í garði góðs og ills (Midnight in the Garden of Good and Evil) / EG HEF alltaf haft mikinn áhuga á dansi og sögu dans- ins,“ segir Ragna Sara. „Ef maður skoðar sögu heimsins þá er dans fastur hluti af menningu allra þjóða. Á Spáni eru dansaðir fla- menco-dansar, í Rússlandi kósakka- dans, í Færeyjum vikivaki og ég fór að hugsa um hvort dansinn væri ekki jafn sterkur í okkar menn- ingu.“ Þegar Ragna Sara fór að skoða málið frekar komst hún að því að Sigríður Valgeirsdóttir hafði skrifað bók um gömlu dansana, Gömlu dansarnir í tvær aldir, en hún er -^ka að rannsaka hvernig dansinn hefur verið fyrr á öldum. „Ég byggi umfjöllun mína í fyrri hluta mynd- arinnar talsvert á rannsóknum hennar á því hvemig víkingar döns- uðu, og hver staða dansins á Islandi var fyrr á öldum.“ - Var mikið dansuð á Islandi að fornu? „Það lítur út fyrir að það hafí ver- ið dansað hér á Islandi alveg frá því að byggð hófst. Við eigum því alveg eins okkar þjóðdansa og aðrar þjóð- ir. Dans kemur þó lítið fyrir í heim- ildum fyrr en eftir kristnitöku. Á einum stað er minnst á mann sem kallaður var Dansa-Bergur og við höfum einnig heimildir um að leikir, íBans og kveðskapur fléttuðust skemmtilega saman á þessu tíma- bili. Á þessum tíma var lítið um hljóðfæri en í staðinn var kveðið undir dansinum. Skemmtanir til forna voru kall- aðar gleðir, en þær voru bann- aðar af kirkjunni því þær þóttu svo ósiðlegar. Heimildir herma að nítján böm hafi komið undir á einni Jörfagleðinni sem var alræmd fyrir ósiðsemi. Kirkjunnar menn voni ekki mjög hrifnir af . dansinum og því óstýrilæti sem ‘ TOnum tengdist," segir Ragna Sara og hlær „og á tímabili vom þeir bannaðir samkvæmt konungsskip- an. En fólk hélt samt alltaf áfram að dansa.“ - Er þá aðaláherslan í myndinni þróun dans hérlendis, frá fornu að nútímanum? ± „Já, í rauninni. Myndin skiptist í tvo hluta. í fyrri hlutanum tek ég fyrir dans á Islandi frá upphafi og fram yfir stríðsárin, en í seinni þættinum fikra ég mig nær nútím- anum og tek fyrir hinar ýmsu dansstefnur sem verið hafa á þess- ari öld. Þá erum við komin með listdanshefð, tvistið, diskóið, breik- ið, djassballettinn og margt fleira. Ég skoða einnig hvernig tísku- straumar í dansheiminum koma og fara.“ Ragna Sara segir að hún taki viðtöl við fólk sem getur staðið fyrir ákveðið tímabil, eða ákveðna dansstefnu í sögunni. „Einn viðmælandinn skemmti sér t.d. mikið á diskótímabilinu og segir frá því og annar segir frá því hvern- ig hann lærði dans í eldhúsinu heima hjá sér, áður en dansskólar tíðkuðust.“ - Er dansinn jafn stór hluti sög- unnar og þú bjóst við?“ „Dansinn er stór hluti sögunnar, en sögu hans hefur verið minna sinnt en sögu annarra listgreina. Við höfum séð sjónvarpsþætti um sögu myndlistar og tónlistar á ís- landi, en ekki um sögu dansins. Ég er að reyna að bæta úr því og vona að dansinn verði metinn að verð- leikum sem hluti íslenskrar menn- ingar. Það er sama hvar maður ber niður í heiminum, á hvaða tíma sög- unnar, alls staðar dansar fólk.“ - En af hverju hefur dansinum ekki verið betur sinnt?“ „Það er kannski vegna þess að dans verður ekki hámenning fyrr en með tilkomu listdansins, og þegar fólk er farið að þjálfa sig markvisst í dansi. Áður var dans hluti af dag- legu lífi fólks, og þá ekki síst alþýð- unnar, og á fyrri helmingi aldarinn- ar var það algengt að fólk fór í sunnudagskaffi og fékk sér síðan snúning á eftir. Ég sakna þess að dans sé ekki stærri þáttur í daglegu lífi manna en er.“ - En hvert er þitt uppáhaldstíma- bil í danssögunni? Það er mjög gaman að fylgjast með dansinum á þessari öld, og sjá hvernig tónlist, tíska og dans tengjast saman. Ég er t.d. FRÁ sýningu Þjóðleik- hússins á Dimmalimm fyrr á öldinni. í gegnum söguna er á dagskrá sjónvarps- ins í kvöld, en framleiðandi myndarinnar er Nýja bíó. Dóra Ósk Halldórsdóttir spurði Rögnu Söru Jónsdóttur, handrits- höfund og umsjónarmann myndarinnar, um dans á íslandi. dlæpadrama 'k'kV-.2 Leikstjórn: Clint Eastwood. Aðalhlut- verk: Kevin Spacy og John Cusack. 149 mín. Bandarísk. Warner-myndir, növember 1998. Bönnuð innan 12 ára. SUÐURRÍKI Bandaríkjanna eru flestum Islendingum algjör- lega framandi nema úr bandarísk- um kvikniyndum og bókmenntum. Yfir þeim hvílir töfrum blandin dulúð sem oftast setur sterkan svip á þessar frásagnir. Þessi kvikmynd er gerð eftir skáld- sögu og ber þess augljós merki. Sagan er viða- mikil og löng, enda oft erfitt að koma skáldsögum fyrir innan þeirra tímamarka sem kvikmyndir setja. Eins er hún flókin og marg- slungin, þannig að erfitt er að flokka myndina. Hún fjallar um glæpamál, ástir, svartagaldur, líf og dauða, gott og illt, sannleika og lygi, en þó ekki síst um Suðurríkin sjálf, enda ekki undarlegt að hún taki á þriðja tíma í sýningu. Það er margt ágætt um myndina að segja. Leikurinn er íyrsta flokks og það sama mætti segja um leik- stjórnina og söguna sjálfa. Utlit og andi myndarinnar eru í óvenju vel heppnuðu samræmi við dulúðuga frásögnina sem líður snurðulaust yfir skjáinn. Talsvert vantar þó upp á að myndin nái fullum krafti. Helsti gallinn er eflaust sá að efnið er of umfangsmikið og myndin fyr- ir vikið of þunglamaleg. Að mörgu leyti lýsandi dæmi um erfiðleika þess að færa frásögn af formi skáldsögu yfir í kvikmynd. Stund- um skiptir ekki máli hversu vel það gert, það gengur einfaldlega ekki alveg upp. Guðmundur Ásgeirsson RAGNA Sara Jónsdóttir. Morgunblaðið/RAX DANSAÐ í heimahúsi. Árið er 1955. KVENNA- SKÓLABÖLLIN voru fræg á sín- um tíma og vel sótt af dansglöðu fólki. Myndin er tekin árið 1953. mjög hrifin af charlestc inu og tískunni og tónlistinni sem þá var. Djassballett-tímabilið er líka skemmtilegt, en þá þótti virki- lega flott að vera í dansi. Diskóið var líka alveg meiriháttar því þá varð það töff fyrír stráka að dansa. Það er eiginlega svo erfitt að „Síðan má ég náttúrlega ekki gleyma gömlu dans- og söngva- myndunum, Fred Astaire og Gin- ger Rogers. Ég hef horft á þær myndir frá barnsaldri og finnst þær alveg æðislegar. Kannski það sé bara uppáhaldstímabilið.“ Ný heimildamynd um dans á íslandi frumsýnd _ Víkingarnir stigu líka dans Fyrri hluti heimildarmyndarinnar Dansað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.