Morgunblaðið - 16.12.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.12.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 13 FRÉTTIR Islensk erfðagreining hyggst stofna siðfræðiráð Ráðið óháð ÍE og fyrir- tækinu til ráðgjafar ÍSLENSK erfðagi’eining hf. hyggst koma á fót siðfræðiráði sem væri óháð fyrirtækinu en því til ráðgjafar hvað varðar vísindarann- sóknir sem gætu vakið erfiðar sið- ferðilegar spurningar. „Slíkt ráð gæti veitt okkur aðhald og fylgst með því sem gerist á alþjóðavett- vangi hvað varðar siðfræði í vísind- um,“ segir Unnur Jökulsdóttir, framkvæmdastjóri nýrrar upplýs- ingadeildar ÍE. Unnur segir of snemmt að segja til um endanlegt verksvið slíks ráðs, en sjá megi fýrir sér að í því sitji einstaklingar sem tengist ekki fyrirtækinu en geti leiðbeint því eftir því sem ástæða þykir. „Það er aldrei hægt að kaupa sið- fræðinga til eins eða neins, og á sama hátt og alþjóðleg fyrirtæki og spítalar hafa siðfræðinefndir á sín- um snærum, getum við ímyndað okkur að slíkt ráð myndi vera tengiliður við siðfræðiráð erlendis," segir hún. Áhugi á að fylgjast með Unnur sat nýlega sem áheyrnar- fulltrúi fyrir IE á alþjóðlegri ráð- stefnu um siðfræði í lífvísindum á vegum IBC, alþjóðanefndar um sið- fræði í lífvísindum á vegum UNESCO, í Hollandi. Á ráðstefn- unni var auk siðfræði í lífVísindum fjallað um rétt kvenna, siðfræði og fyrirbyggjandi Iæknisfræði, sið- fræði og notkun erfðafræði við grænmetisrækt, svo eitthvað sé nefnt. Um 200 manns sátu ráð- stefnuna, þar á meðal meðlimir IBC-nefndar UNESCO, sem í eru 36 manns, ásamt formönnum í hin- um ýmsu ráðum UNESCO og sér- fræðingar á sviði vísinda, rann- sókna í læknisfræði, siðfræði, lög- fræði, fulltrúar margvíslegra al- þjóðasamtaka og stofnana, alþjóð- legra stórfyrirtækja jafnt og smárra staðbundinna fyrirtækja. „Umfjöllunarefni ráðstefnunnar snei-tu ekki ÍE beinlínis en fyrir- tækið hefur hins vegar áhuga á að fylgjast með alþjóðlegi’i umræðu um siðfræði í vísindum og erfða- rannsóknum og vera í sambandi við alþjóðlegar siðfræðinefndir," segir Unnur. „Greg van Ommen, forseti HUGO, regnhlífarsamtaka sem vinna að því að kortleggja erfða- mengi mannsins, tæpti á starfsemi ÍE í umræðum á ráðstefnunni. Hann sagði Island vera gott dæmi um land þar sem heil þjóð gæti tek- ið þátt í umræðu um siðfræðileg mál sem rísa af nýrri tækni og framþróun í vísindum og mótað sér lýðræðislega afstöðu til slíkra mála. Þá nefndi hann hugmyndir um heilsu- og gagnabanka og talaði um að þarna fengju Islendingar tæki- færi til að miðla auðæfum sínum í formi þekkingar og erfða-, heil- brigðis- og heilsugagna. Hann minnist á þær áhyggjur sem menn hafa af mismuni á milli vanþróaðra og þróaðra landa, en taldi óþaift að hafa áhyggjur því vanþróuð ríki myndu með tíð og tíma njóta góðs af erfðarannsókn- um og beitingu þeirra uppgötvana sem þær myndu mögulega leiða til. Hann líkti þessu ferli við lest og sagði eitthvað á þá leið að þótt fyrstu vagnarnir kæmu fyrstir að brautarpallinum kæmust öftustu vagnarnir þangað líka. Hann ræddi sömuleiðis um hversu mjög heimur- inn hefur opnast á undanförnum árum í sambandi við upplýsingar og tók austurblokkina sem dæmi, þar sem vísindamenn fylgjast vel með þróun mála, ekki síst í gegnum Netið.“ Unnur nefnir einnig að á ráð- stefnunni hafi mjög verið rætt um að siðferðilegar spurningar stöng- uðust oft á, annars vegar réttur einstaklingsins og hins vegar ábyi-gð fjöldans. Rétt notkun þekkingar mikilvæg Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Islands og formaður nefndar um siðfræði í vísindum og tækni á vegum UNESCO, sem tek- ur til starfa í apríl 1999, flutti fram- söguerindi á ráðstefnunni þar sem hún rakti meðal annars þau mál sem nefndin mun leggja áherslu á fyrst í stað. Þar á meðal eni um- hverfísmál, ferskvatnsmál og upp- lýsingasamfélagið, að sögn Unnar. Vigdís lagði áherslu á mikilvægi siðfræði í vísindarannsóknum. Hún velti fyrir sér þörfinni á siðfræði- nefndum og sagði mikilvægt að finna vandamálin og bera fram réttu spurningarnar í stað þess að fylgjast eingöngu með rás atburða, hvort sem þeir færu í jákvæðan far- veg eða neikvæðan. Hún lagði einnig mikla áherslu á nauðsyn samstöðu. „Enginn maður er eyland, sérhver er hluti heildar.“ Þá benti hún á þörfina á að beina sjónum að einstaklingum og lýsti því yfir að stærsta áskorunin sem IBC stæði frammi fyrir væri hvort þekking væri notuð til góðs eða ills. Orkuveita Reykjavíkur Guðmundur Þóroddsson ráðinn for- stjóri BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu stjórnar veitustofnana um að borgarstjóri gangi til viðræðna við Guðmund Þóroddsson vatnsveitu- stjóra um ráðningu hans í stöðu for- stjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Tutt- ugu umsóknir bárust um starfið. Vísað er til bókunar borgarráðs frá því í nóvember, þar sem gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til sex ára hið lengsta í senn, án þess að það takmarki möguleika á endur- ráðningu. Jafnframt að skoða skuli sérstaklega hvort ekki sé ástæða til að móta reglur um eftirlaunaaldur æðstu stjórnenda fyrirtækisins. Þrír aðrir umsækjendur voru taldir hæfir að mati stjórnar veitu- stofnana, þeir Aðalsteinn Guðjohn- sen rafmagnsstjóri, Eiríkur Briem framkvæmdasþjóri stjórnsýslusviðs RARIK og Ólafur Flóvenz fram- kvæmdastjóri rannsóknarsviðs Orkustofnunar. 11 sækja um stöðu yfírlög- regluþjöns í Kópavogi ELLEFU manns hafa sótt um stöðu yfirlögregluþjóns í Kópavogi sem dómsmálaráðherra veitir til fimm ára frá og með 1. janúar 1999, en þá lætur Magnús Einarsson af því starfi. Eftirtaldir hafa sótt um yfirlög- regluþjónsstöðuna: Eiríkur Marteinn Tómasson að- stoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi, Friðrik Smári Björgvinsson fulltrúi sýslumanns í Kópavogi, Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, Gunnleifur Kjartansson lögreglufulltrúi í Reykjavík, Hilmar Þorbjörnsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn við embætti ríkislögreglu- stjóra, Jón S. Ólafsson aðalvarð- stjóri í Reykjavík, Magnús Kol- beinsson aðstoðarvarðstjóri á Sel- fossi, Rúdolf Þór Axelsson aðalvarð- stjóri í Reykjavík, Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, Þórir Steingríms- son rannsóknarlögreglumaður í Kópavogi og Þröstur E. Hjörleifs- son lögregluvarðstjóri í Kópavogi. Arnþrúður í prófkjör ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir, vara- þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, ætlar að taka þátt í próf- kjöri flokksins, sem fram fer í janú- ar. Hún segist ekki hafa tekið end- anlega ákvörðun um hvaða sæti hún býður sig fram í, en ákvörðun um það muni liggja fyrir fljótlega. Þegar hafa þingmenn flokksins, Finnur Ingólfsson og Ólafur Örn Haraldsson, tilkynnt framboð og það sama á við um Vigdísi Hauks- dóttur varaþingmann. Aðrh' hafa enn ekki tilkynnt framboð. Fram- boðsfrestur rennur út 30. desember. Birgir Björn Sigurjónsson ráðinn starfs- mannastjóri BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela borgarstjóra að ganga til við- ræðna við Birgi Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóra um ráðningu í starf forstöðumanns starfsmanna- þjónustu Reykjavíkurborgar. Fimmtán umsóknir bárust um starf- ið. • Tillaga um að ráða Birgi Björn hlaut þrjú atkvæði í borgarráði en tillaga um að ráða Ingu Björgu Hjaltadóttur, starfandi starfs- mannastjóra, hlaut tvö atkvæði. ¥••• ÍSSSÍ®- Laugardagur 9. jan 1999 IEÐI P Karlakórinn Fóstbræður. Kvnnir.JónasHallgrímsson Avarp: Einar BenediWsson. sSrsssr SSMKS5--— Dansarar ur 's|en^a , ,ka ftnr dansi. GAML Páll (Oskav ÁRSKVÖLDl 1 j Hljómsveii SÓL fz- qsSSSI .SEEalJ ir ^rskvöld: ÍNARÍ Sýning 23. jnn'99 LÚDÓ SEXTETT & STEFÁN leika fyrir dansi. Ffábærir gmm ~ söngvarar | ^ JónJóiep \ "| B,„G Snæbiömsson .■.. -- -, .Runau^, B Kristján Glsiason 29. jan '99 I - ■MNSmKUR kristinnainannalis“"*''ép»uNNM |fimmtudaginn7. janúar.| Fjölmargir listamenn. Glæsilegur matur. Jéméumr___________ _ _ I Hljómsveitin HATÍOAR. ISKÍTAMORALL KVOLD- 1 | á laugaj^ag 26. des VERDUR 1 ® " 25. DESEMBER Q 25. des. 26. des. 31. des Frqnmndaii q Broqdwqy: 18. des. - Skemmtidagskrá Stuðmanna, vinsæia jólahlaðborðið, Stuðmenn leika fyrir dansi 19. des. - Skemmtidagskrá Stuðmanna, vinsæla jólahlaðborðið, Stuðmenn leika tyrir dansi - Jóladagur. Hátíðarkvöldverður kl. 18:00. Opið fyrir alla! - Annar i jólum. Stðrdansleikur með Skítamóral - Gamlárskvöld - Stórdansleikur, Páll Óskar & Casino og Súidögg Á nýju ári, 1999: 1. an. - Nýárskvöld, Vínardansleikur ísiensku óperunnar - Stuðmannadansleikur - Nýársfagnaður kristinna manna - Hönnunarkeppni Völusteins - Alftagerðisbræður, Hljómsveit Geirmundar - Húnvetningahátíð, Hljómsveit Geirmundar - Rokkveisla,-Sálarveisla Austfirðinga - Sólarkaffi ísfirðinga - New York New York, Lúdó sextett og Stefán - ABBA, Land&Synir leika tyrir dansi ■ HÓTEL ÍSLANDI Miða- og borðapantanir í síma 5331100. Skoðaðu vefinn okkar, m.a. veisluþjónustuna, www.broadway.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.