Morgunblaðið - 16.12.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 16.12.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tímaritið Frjáls verslun Hörður Sigurgests- son nmður ársins í viðskiptalífínu VIÐSKIPTI Fyrirhuguð lausasala á bjór í flöskum Morgunblaðið/Golli TIL að mæta ákvæðum samkeppnisyfirvalda mun ÁTVR hefja lausasölu á bjór í flöskum í byrjun næsta árs. Vegna þrengsla verða flöskurnar seldar beint úr bjórkippum, sem sumir áfengisbirgjar telja leiða tii mismununar. Talin leiða til mismununar MARGIR áfengisheildsalar eru ósáttir við viðbrögð Afengis- og tó- baksverslunar ríkisins í kjölfar dóms Samkeppnisstofnunar þess efnis að bjór í flöskum skuli í fram- tíðinni seldar í lausasölu. Vegna plássleysis í verslunum hafa for- svarsmenn ÁTVR ákveðið að bregð- ast við áliti Samkeppnisstofnunar með þeim hætti að frá og með næstu áramótum verða stakar bjór- flöskur seldar beint úr bjórkippum eða kössum. Þannig telur fyrirtækið sig geta uppfyllt skilyrði samkeppn- isyfirvalda um lausasölu án þess að gera sérstakar ráðstafnir um aukið rými í verslunum sínum. Fyrir ligg- ur að stórir erlendir bjórframleið- endur eru ekki reiðubúnir að breyta umbúðum sínum íyrir svo lítið markaðssvæði sem hér um ræðir og munu því að óbreyttu hugsanlega taka vörur sínar af íslenskum mark- aði. Ýmsir áfengisheildsalar telja ákvörðun ÁTVR mismuna innflytj; endum efth' umbúðum vörunnar. I þeim hópi er Birgir Hrafnsson, framkvæmdastjóri Lindar ehf., sem flytur inn þýska bjórinn Holsten Premium. Hann segir engan vafa leika á um að það sölufyrirkomulag sem ÁTVR hyggst taka upp í næsta mánuði leiði til mismununar. „Stað- hæfmgin felst í því að þær bjórteg- undir sem liggja lausar í umbúðun- um falla betur að nýja sölufyrir- komulaginu en t.a.m. okkar vara sem er fóst.“ Birgir telur bæði mun meiri hættu á óhöppum ef við- skiptavinir þurfa að losa glerflöskur úr umbúðum, auk þess sem því fylgi talsverður óþrifnaður af rifnum pakkningum. Þar að auki segir Birgir að fyrirkomulagið stangist á við markaðsstefnu Holsten fyrir- tækisins sem selur Holsten Premi- um eingöngu í heilum kössum og sex flösku pakkningum til allra ann- arra landa. Hann leggur áherslu á að krafa Lindar sé ekki að fá sér- stakt rými undir stakar flöskur, heldur vill fyrirtækið að bjórinn verði áfram seldur með óbreyttu sniði, þ.e. eingöngu í heilum kössum eða sex saman. Hentugasta lausnin Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segist gera sér fulla grein fyr- ir þeim vandkvæðum sem nýja sölu- fyrirkomulaginu fylgja. Hann segir það liggja í augum uppi að breytingin henti umbúðum sumra framleiðenda betur en annarra en bendir jafnframt á að húsrými verslana ÁTVR bjóði ekki upp á hentugri lausn en þá sém valin hefur verið. „Það er í sjálfú sér ekkert í úrskurði samkeppnisyfir- valda sem bannar birgjum eins og Lind að selja bjór með óbreyttum hætti, þ.e. eingöngu í heilum kössum eða kippum. Vandamálið snýst um það.hvemig á að réttlæta og skýra fyrir neytendum að sumar bjórteg- undir séu seldar í einstökum flöskum og aðrar ekki. Eins og málin standa þá hefur sú ákvörðun verið tekin að selja allt í stökum flöskum nema þær tegundir sem eru í alveg lokuðum umbúðum," segir Höskuldur. TÍMARITIÐ Frjáls verslun hefur útnefnt Hörð Sigurgestsson, for- stjóra Eimskips, mann ársins 1998 í íslensku viðskiptalífi. Hörður hlýtur tilnefninguna fyr- ir framúrskarandi árangur og far- sælan feril í störfum sínum fyrir Eimskip. Félagið hefur skilað góð- um hagnaði flest árin á starfstíma hans, að því er fram kemur í til- kynningu. Segir að markaðsvirði Eimskipafélagsins hafi hækkað úr rúmum 5 milljörðum í yfir 23 millj- arða króna á tæpum fimm árum og að það sé verðmætasta félagið sem er skráð á Verðbréfaþingi. Hörður sagði í samtali við Morg- unblaðið að viðurkenning Frjálsr- ar verslunar væri viðurkenning á starfsemi Eimskips í heild, eðlilegt væri að deila henni með stjórnar- mönnum félagsins og starfsliði öllu. „Árangur fyrirtækisins hefur fyrst og fremst náðst með eftir- fylgni og þýðingarmiklum störfum starfsfólks. Okkur þykir gaman að viðurkenningu þessari, hún gefur okkur tilefni til þess að velta fyrir okkur hvaða árangri við höfum náð og hvetur okkur jafnframt til frek- ari dáða. Áfram eru miklir mögu- leikar til að ná betri árangri, enda mikið líf í íslensku viðskiptaum- hverfi. Á því hafa orðið miklar breytingar og eiga enn eftir að verða á næstu ánim, þótt búast megi við einhverjum samdrætti á næsta ári.“ Frjáls verslun útnefnir mann ársins í íslensku viðskiptalífi ell- efta árið í röð. „Fram til þessa hef- ur það meginsjónarmið í’áðið ferð- inni í vali á manni ársins að líta frekar til frumkvöðla en atvinnu- stjómenda. Núna hefur blaðið ákveðið að víkka skilgreininguna og horfa einnig til stjómenda; þar með varð Hörður fyrir valinu. Þess má geta að Eimskip hóf á undan flestum öðrum félögum að fjár- festa í öðmm fyrirtækjum - og styrkja þar með atvinnulífið. Líta má á þær fjárfestingar sem frum- kvöðlastarfsemi í fjárfestingum." Herði verður afhent viður- kenningin í mót- töku sem tíma- ritið Frjáls verslun heldur honum til heiðurs 29. desember nk. á Hótel Sögu. Viðskiptaverðlaunin 1998 Sigurður G. Pálmason valinn SIGURÐUR Gísli Pálmason, stjómarformaður Hofs hf., er mað- ur ársins í íslensku viðskiptalífi 1998, að mati DV, Stöðvar 2 og Viðskipta- blaðsins. I nið- urstöðu dóm- nefndar segir að með framkvæði og áræði hafi Sigurður Gísli og fjölskylda hans tekið ákvörðun um sölu á verslun- um Hagkaups og Nýkaups og lagt þannig gninninn að því að breyta fjölskyldufyrirtækinu í hlutafélag, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Þá var ríkisstjórn Islands út- nefnd frumkvöðull ársins fyrir breytingu á rekstrarfoi-mi margra ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja í almenningshlutafélög. Hörður Sigurgestsson Sigurður Gísli Pálmason Tekjur hafna standa undir rekstrarkostnaði Islensk kona meðal framsækn ustu frumkvöðla Evrópu ÞÓRA Guðmundsdóttir, sem stofn- aði Flugfélagið Atlanta ásamt manni sínum, Arngrími Jóhannssyni, hefur verið valin íramsæknasti frumkvöð- ull meðal evrópskra kvenna af sam- tökunum Europe’s 500. Atlanta er í 20. sæti lista samtakanna yfir 500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu og efst íslenskra fyrirtækja. Samtökin velja nú framsæknustu fyrirtæki Evrópu í þriðja sinn en iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið ásamt Samtökum iðnaðarins standa að gerð listans hérlendis. í frétt frá þeim kemur fram að eitt íslenskt fyr- irtæki, stoðtækjafyrirtækið Össur, komst á listann þegar hann var birt- ur í fyrsta sinn árið 1995. Nú er Öss- ur í þriðja sinn á listanum eða eitt af rúmlega áttatíu fyrirtækjum sem nær þeim árangri. Auk Össurar, Þóru og Arngríms eru sex aðrir íslenskir frumkvöðlar með fimm önnur íslensk fyrirtæki á listanum; Friðrik Sigurðsson með fyrirtækið Tölvumjmdir, Helga Gísladóttir og Eiríkur Sigurðsson með 10-11 verslanirnar, Rúnar Sig- urðsson með Tæknival, Einar Jóns- son með Nóatún og Ásgeir Bolli Kristinsson með NTC sem rekur tískuvöruverslanirnar Sautján, Morgan, Deres og Smash. Islensk fyrirtæki á umræddum lista vaxa hraðar en önnur. „Heildai- fjölgun starfa í íslensku fyrirtækjun- um var að meðaltali 40% á ári á tíma- bilinu 1992-1997, samanborið við 22% fyrir öll fyrirtækin 500 á listan- um. Islensku fyrirtækin eru í efsta sæti hvað þetta varðar, en næst koma þau finnsku. Veltuaukning í ís- lensku fyrirtækjunum var einnig framúrskarandi, 37% að meðaltali á ári, samanborið við 2495 fyrir öll fyr- irtækin á listanum. Islensku fyrir- tækin eru einnig efst hvað þetta varðar en næst koma þau bresku,“ segir í fréttinni. Valið lýtur ströngum skilyrðum um vöxt og tilurð hans, s.s. eignarað- ild frumkvöðuls, sjálfstæði, veltu- aukningu, arðsemi, stærð og aldur fyrirtækisins. „Telja má að það sé til vitnis um gróskumikið atvinnulíf og framsækna frumkvöðla í íslensku efnahagslífi að á listanum skulu vera svo mörg íslensk fyrirtæki. Á listann var valið úr hópi átján þúsund fyrir- tækja sem voru svo aftur valin úr milljónum fyrirtækja í Evrópu,“ seg- ir í fréttinni. NOTENDUR greiða raunveruleg- an kostnað við hafnaþjónustu í Reykjavík, bæði hvað varðar rekstrarkostnað og fjárfestingar. Flestar aðrar hafnir landsins njóta hins vegar ríkisstyrkja við hafnargerð og endurbætur en meginreglan virðist þó vera sú að láta tekjur standa undir rekstrar- kostnaði. Hannes Valdimarsson, hafnar- stjóri í Reykjavík, segir að í meg- inatriðum sé jafnvægi milli tekna og gjalda þeirrar þjónustu sem Reykjavíkurhöfn veitir. „Höfnin veitir margvíslega þjónustu, út- vegar hafnsögumenn, dráttarbáta, festarþjónustu og sér um af- greiðslu vatns og rafmagns til skipa. Sérstök rekstrardeild, Hafnarþjónustan, annast þessa þjónustu og miðað er við að hún standi undir sér. Þá kostar Reykjavíkurhöfn allar fjárfesting- ar og endurbætur af eigin aflafé. Við notumst við sérstakar aðferðir til að reikna út raunveralegan kostnað við þjónustu og styðjumst við þær þegar hafnargjöld eru reiknuð út.“ Höfnin sér því um beina þjón- ustu við skip en öll vöruþjónusta er hins vegar í höndum einkaaðila að sögn Hannesar. „Stefna Reykjavíkurhafnar er sú að eiga hafnarmannvirkin og landið og leigja þau út en eftirláta einkaaðil- um alla þjónustu í sambandi við vöruflutninga. Það er misjafnt hvernig þessu er farið í Evrópu en víðast hvar er þróunin í þessa átt. Að þessu leyti eram við lengra á veg komin í þessari þróun en margir aðrir,“ segir Hannes. Margar hafnir njóta ríkisstyrkja vegna fjárfestinga Már Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafn- ar, segir að tekjur hafnarinnar standi undir rekstrarkostnaði en nokkuð öðra máli gegni hins vegar um íjárfestingar, nýframkvæmdir og endurnýjun. „Hingað til eða a.m.k. til 1997 höfum við t.d. notið ríkisstyrkja til hafnargerðar að einhverju marki. Notendur borga því ekki raunveralegan kostnað við hafnarmannvirki en tekjur standa hins vegar undir rekstrarkostn- aði.“ Evrópusambandið vinnur nú að stefnumótun á sviði hafnamál og er m.a. rætt um að notendur standi í auknum mæli undir fjár- festingu og rekstri hafna. Már seg- ir ljóst að þessi stefnumótun geti haft veruleg áhrif hérlendis og e.t.v. leitt til þess að hafnir verði sjálfstæðari en áður. „Rétt er þó að minna á að þessi stefnumótun ESB mun einkum ná til vöruhafna og því er ekki víst hve íslendingar tækju slík ákvæði kaþólskt upp. Það sem vakir fyrir ESB er að móta samgöngumál heildstætt í því skyni að færa flutninga af land- leiðum yfir í sjóflutninga til að minnka álag á vegakerfið. Um leið og sjálfstæði hafna verður aukið má því búast við að auknir skattar verði lagðir á landflutningana. Það er því enn óljóst hvaða áhrif þetta hefur á okkur Islendinga en það er sjálfsagt að fylgjast vel með þró- uninni.“ Már segir að ef gera eigi rekstur hafna sjálfstæðari verði væntan- lega að gefa gjaldskrá þeirra frjálsa. Nú gefi samgönguráðu- neytið út gjaldskrá fyrir megin- tekjustofna en þjónustugjöld séu á forræði hafnanna sjálfra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.