Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 24

Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Syrtir í álinn hjá Clinton Með hverjum deginum aukast líkurnar á því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykki ákærurnar á hendur Banda- ríkjaforseta og vísi þeim til meðferðar í öldungadeildinni. I herbúðum Clintons hafa menn miklar áhyggjur af þessu og einnig því að forsetinn virðist hafa glatað pólitísku næmi sínu. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur þótt þreytulegur í Mið-Austurlandafor sinni enda bíða hans erfið mál heima fyrir. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Hillary, Yasser Arafat, forseta sjálfstjórnar Palestínumanna, eiginkonu hans Suhu og Chelsea, dóttur sinni. Æ MEIRI óróa gætir í herbúðum Bills Clintons Bandaríkjaforseta eftir því sem nær dregur atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um ákærur á hendur forsetanum til emb- ættismissis. Hafa menn forsetans áhyggjur af því að nokkrum repúblikönum sem áður hafa lýst and- stöðu sinni við málshöfðun á hendur forsetanum hefur snúist hugur og dregið hefur úr andstöðu annarra. Skoðanakannanir sem birtar voru á mánudagskvöld staðfesta að rneiri- hluti Bandaríkjamanna er andvígur því að greidd verði atkvæði um ákær- ur á hendur forsetanum en hins vegar er meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að samþykki fulltrúadeildin að vísa málinu til öldungadeildarinnar beri forsetanum að segja af sér. Ljóst er að fylgismenn forsetans munu herða róðurinn enn fram að atkvæða- greiðslu í von um að þeim takist að knýja fram málamiðlun sem væntan- lega fælist í því að látið yrði nægja að samþykkja vítur á forsetann. Þessa vikuna hefur símkerfi þinghússins verið rauðglóandi og efnt verður til mótmælafunda fram á fimmtudag. Svartsýnin eykst Samkvæmt skoðanakönnun ABC- sjónvarpsstöðvarinnar og The New York Times er 61% Bandaríkja- manna andvígt því að greidd verði atkvæði um ákærumar á hendur for- setanum en 38% fylgjandi því. Þá telja 58% kjósenda að forsetanum beri að segja af sér, komi til at- kvæðagreiðslu. Niðurstaða könnunar CBS-sjón- varpsstöðvarinnar og The Was- hington Post er svipuð, um 64% eru andvíg atkvæðagreiðslunni. Þá telur réttur helmingur kjósenda að sam- komulag náist á síðustu stundu um málamiðlun til að komast hjá því að málið komi tii kasta öldungadeildar- innai'. Clinton varð sem fyrr að svara spurningum um yfirvofandi atkvæða- New York. Reuters. RANNSÓKN á fjárframlögum kínverskra stjómvalda í kosninga- sjóði Demókrataflokksins banda- ríska fyrir síðustu forsetakosning- ar bendir til, að tilgangurinn hafi verið að auka aðgang Kínverja að bandarískri tækni. Kom það fram í dagblaðinu New York Times í gær. I upphafí rannsóknarinnar, sem staðið hefur í tvö ár, var talið, að að með framlögunum hefðu Kínverjar viljað hafa áhrif á einstök kosninga- úrslit, þar á meðal á endurkjör Bills Clintons sem forseta. Nú bendir aft- greiðslu fulltrúadeildarinnar á morg- un, fimmtudag, í Mið-Austurlanda- ferð sinni sem lauk í gær. Kvaðst Clinton vera opinn fyrir „hvaða sann- gjömu málamiðlun" sem væri til að komast hjá atkvæðagreiðslu sem leitt gæti til embættismissis. „Ég tel það ekki þjóna hagsmunum Bandaríkj- anna og bandarísku þjóðarinnar að ganga í gegnum atkvæðagreiðslu og í kjölfarið réttarhöld í öldungadeild- inni,“ sagði forsetinn. Talsmenn forsetans verða hins vegar æ svartsýnni á að forsetanum takist að komast hjá því að fara fyrir dóm öldungadeildarinnar. A1 Gore varaforseti var harðorður í garð repúblikana er hann sakaði þá um að „hunsa visku bandarísku þjóðarinn- ar“ með því að krefjast atkvæða- greiðslu um ásakanirnar á hendur forsetanum. „Það er afar óheppilegt að leiðtogar fulltrúadeildarinnar hafi ákveðið að hafna málamiðlun og þvinga fram atkvæðagreiðslu ein- göngu um ákæru til embættismiss- ins en gefa þingmönnum ekki tæki- færi til að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni,“ sagði Gore. Joe Lockhart, ritari forsetans, vai- ekki síður harðorður, sagði lítinn hóp repúblikana hafa gert það að áætlun- arverki sínu að koma forsetanum úr embætti, „líklega gegn vilja fulltrúa- deildarinnar og vafalaust gegn vilja bandarísks almennings". Þá varaði Lockhart við afleiðingum málarekst- ursins á hendur forsetanum á efna- hagsmál er hann sagði að „hvaða markaðsfræðinemi sem er getur staðfest að óvissa kemur markaðn- um illa“. Hika við að blása til sóknar Demókratar og nánustu sam- starfsmenn forsetans hafa þó ekki þorað að blása til sóknar gegn repúblikönum, að því er virðist af ótta við að slíkt gæti snúist gegn þeim. Þess í stað hafa þeir reynt að hvetja stuðningsmenn Clintons til ur á móti flest til, að þeir hafi fyrst og fremst viljað gera veg banda- rísku milligöngumannanna, sem komu fénu áleiðis, sem mestan í þvi skyni, að þeir gætu síðar haft áhrif á stefnu bandarískra stjómvalda hvað varðaði viðskipti og aðgang Kín- veija að bandarískri tækni. Að dæmi stór- fyrirtækjanna I þessu efni fóru Kínverjar að dæmi bandarískra stórfyrirtækja, sem em vön að hlaða undir ákveðna dáða og hvetja til að almenningur sýni andstöðu sína við atkvæða- greiðsluna í verki. Mörg verkalýðsfélög hafa hvatt fé- lagsmenn sína til að hringja í þing- menn og þrýsta á um að hætt verði við atkvæðagreiðsluna og þess í stað látið nægja að samþykkja vítur á for- setann. Hafa símalínur þingsins ver- ið rauðglóandi og illmögulegt að ná sambandi við það. Þá hafa félögin verið hvött til að safnast saman fyrir framan þinghúsið í Washington í fyrramálið er til stendur að taka ákærumar fyrir og séra Jesse Jackson, einn helsti stuðningsmaður Clintons, hefur boðað til bænavöku. Æ fleirum snýst hugur Útvarpsauglýsingaj- eru sendar út til að fá repúblikana ofan af skoðun sinni. Þar ræða karl og kona saman um ákærurnar á hendur forsetanum og hún segir: „Landið verður lamað og veistu hverjir líða fyrir það?“ „Við,“ svarar hann. Áhrifamiklir fjölmiðlar á borð við The Washington Post ítrekuðu í gær í leiðara kröfuna um að látið verði nægja að víta forsetann. Vítur væru ekki marklaus yfirlýsing, þær myndu setja „óafmáanlegt mark“ á forsetatíð Clintons. „Vítur draga úr eyðileggingunni en lýsa jafnframt nauðsynlegri fordæmingu. Leiðtogar fulltrúadeildarinnar gera [...] mikinn ógreiða í því að neita í blindni að taka tillögu um vítur fyrir.“ Repúblikanar eru hins vegar margir þeirrar skoðunar að vítur séu „auðveld flóttaleið“ fyrir forsetann og hafna því að taka slíkt fyrir. En svo virðist sem stuðningsmenn forsetans megi sín lítils gagnvart andstæðingum hans sem hefur vaxið ásmegin. Æ fleiri repúblikanar sem virtust á báðum áttum um hvort þeir ætluðu að greiða atkvæði með eða á móti ákærunum á hendur Clinton, hafa gert upp hug sinn og hyggjast samþykkja þær. Þá hafa nokki-ir menn, sem síðan reka erindi þeirra gagnvart þinginu. Fjárframlög er- lendra ríkja tU bandarískra stjóm- málaflokka eru hins vegar bönnuð. Einn þeirra manna, sem rann- sóknin hefur tekið til, er Johnny Chung en sl. mánudag var hann dæmdur í Los Angeles í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyiir að hafa haft milligöngu um kínverska féð. Játaði hann sig sekan um að hafa lagt í sjóði demókrata rúm- lega 25 millj. ísl. kr. frá kínversk- um fyrirtækjum. repúblikanar, sem ætluðu að greiða atkvæði gegn ákærunni, lýst efa- semdum um að þeir geti staðið við þá fyrirætlun. Dæmi um þetta er Christopher Shays en hann var einn fyrsti repúblikaninn til að lýsa andstöðu við fyrirætlanir dómsmálanefndar- innar um málsókn á hendur Clinton. „Ef greiða ætti atkvæði í dag myndi ég greiða atkvæði gegn [tillögunni]," sagði Shays. „En ég er ekki eins viss og ég var fyrir viku. Dregið hefur úr vissu minni vegna þess að forsetan- um hefur ekki lánast að takast á við vandamál sín. Hann grefur sér æ dýpri gröf. Ég tel að hann verði að segjast hafa farið með ósannindi. Hann sagði ósatt og eins og allir Bandaríkjamenn verður hann að lúta lögunum." Þessi orð Shays ollu miklu upp- námi í Hvíta húsinu og gekk maður undir manns hönd að útvega honum viðtal við forsetann í von um að tryggja stuðning Shays. Hvað gerir öldungadeildin? I fulltrúadeild þingsins eiga 228 repúblikanar sæti, 206 demókratar og einn óháður sem yfirleitt hefui' greitt atkvæði með demókrötum. Gert er ráð fyrir að allir demókratarnii' að þremur til fimm frátöldum muni greiða atkvæði gegn því að sam- þykktar verði ákærur á hendur for- setanum. Því þarfnast Clinton stuðn- ings 14-16 repúblikana til að sleppa við réttarhöld í öldungadeildinni. Það er vandséð að forsetanum tak- ist að tryggja sér þann stuðning því aðeins þrír þingmenn repúblikana hafa lýst sig andvíga atkvæðagreiðsl- unni. Þá lýstu fimm repúblikanar sem áður höfðu sagst óákveðnir, því yfir í gær að þeir væru fylgjandi því að ákærurnar á hendur forsetanum yrðu samþykktar. Eitthvað mun enn- fremur vera um að þingmenn geri upp á mfili ákæranna fjögurra, hygg- ist samþykkja sumai- en fella aðrar. Repúblikanarnir fimm sem lýstu sig fylgjandi atkvæðagreiðslunni voru taldir hliðhollir demókrötum og var yfirlýsing þeirra demókrötum því mikið áfall. Þeir fullyrða þó enn að mögulegt sé að fella ákærurnar og er búist við að mikill kraftur færist í til- raunir þeirra til að tryggja það í dag og á morgun. Hafa demókratar t.d. krafist þess að umræður um ákær- urnar fjórar standi í tvo daga en repúblikanar vilja að þær verði tak- markaðar við 6-8 klukkustundir. En ljóst er að margir horfa þegar til öldungadeildarinnar, ganga út frá því sem vísu að fulltrúadeildin samþykki ákærurnar og vísi þeim til meðferðar í öldungadeildinni. Bob Dole, fyrrverandi leiðtogi repúblikana í deildinni, skrifar opið bréf í The New York Times þar sem hann leggur til að öldunga- deildin samþykki harðorðar vítur á forsetann sem hann verði að undir- rita, hvort sem hún rétti í ákæruat- riðunum á hendur Clinton eður ei. Hvetur Dole til þess að málsmeð- ferðinni verði lokið fyrir 2. janúar nk. Þá lýsti demókratinn Robert F. Torricelli því yfir að öldungadefidin væri í „lagalegum Ijósaskiptum" tæki hún mál Clintons fyrir. Aðeins eitt fyira dæmi væri um slíkt, þegar rétt- að var í máli Andrews Johnsons for- seta íyi-ir 130 árum, og lagði Torricelli til að öldungadeildin myndi vísa málinu frá, bærist það inn á hennar borð. „Hefur misst næmið“ í öllu því uppnámi sem einkennt hefur málai’eksturinn á hendur for- setanum hefur það vakið athygli blaðamanna hve lítil viðbrögð hann hefur sýnt. Hann þykir þreytulegur og áhugalaus, reiðist varla lengur en það sem verst er, að svo virðist sem hann hafi glatað einum helsta kosti sínum, sem sé einstakt næmi fyrir því hvað fari vel í almenning og geta til að snúa við út úr erfiðleikum, sama hve svart útlitið hafi verið. í NYT er vitnað í demókrata og einarðan fylgismann forsetans sem segir Clinton hafa „misst næmið, að minnsta kosti í bili“. Hann hafi glat- að tilfinningunni fyrir góðri tíma- setningu og hvað gangi í fólk. I blað- inu segir að í síðustu viku hafi forset- inn skyndilega orðið þungbúinn, þreytulegur og fjarlægur. Orð hans og ræður skorti allan eldmóð, nýleg ræða þai’ sem hann hvatti til þess að dómsmálanefndin legði ákæruatriðin ekki fyrir fulltrúadeildina hafi minnt meira á þunglyndislegt andvai’p en hvatningai-orð forseta sem væri að búast til orustu. „Ef til vill er hann einfaldlega hissa á þeirri staðfestu repúblikana að halda málinu til streitu. Allan sinn pólitíska feril hefur hann reitt sig á skoðanakannanir til að vísa sér veg- inn. Nú sýna þær að meirihluti þjóð- arinnar vill ekki að honum verði komið úr embætti en repúblikanar láta sig það engu varða,“ segir í blað- inu. Þá er minnt á sjónvarpsávörp for- setans á mikilvægum augnablikum, t.d. eftir yfirheyrslu Kenneths St- arrs, sérskipaðs saksóknara, í ágúst sl. þar sem hann hafi virst reiður og í árásarhug í stað þess að biðjast auð- mjúklega afsökunar. Ávarp sem hann hélt viku síðar hafi bætt stöð- una en svör hans við 81 spurningu dómsmálanefndarinnar hafi reitt marga til reiði að nýju, vegna tregðu hans við að viðurkenna meinsæri; að hann hafi logið. „Sumfr næi-ri innsta hring forset- ans segja að Clinton geti ekki viður- kennt að hafa logið þai’ sem þai' með gefi hann færi á lögsókn á hendur sér fyrir meinsæri eftir að hann lætur af embætti. En er það hin raunverulega ástæða? Ef svo er, hefur Hvíta húsið litla trú á hópi saksóknara sem demókratai’ kölluðu tfi, til að vitna fyrir dómsmálanefndinni um að eng- inn saksóknari með fullu viti myndi sækja meinsærismál byggt á Lewin- sky- eða Paulu Jones málinu.“ Fjárframlög Kínverja í kosningasjóði demókrata Vildu tryggja sér aðgang að bandarískri tækni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.