Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 26

Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLADIÐ Réttarhöldin yfír Anwar í Malasiu Götótt dýna af- hjúpuð í réttarsal Kuala Lumpur. Reuters. SAKSÓKNARAR í máli Anwars Ibrahims, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra Malasíu, lögðu í gær fram dýnu sem sönnunargagn en þeir halda því fram að Anwar hafi haft kynmök við eiginkonu fyrrver- andi ritara síns á dýnunni, og að á dýnunni sé að finna sæðisbletti því til sönnunar. Skyggði þessi uppá- , koma algerlega á deilu lögmanna Anwars við dómarann í málinu vegna skriflegra yfirlýsinga tveggja manna þess efnis að lögi’egla hefði neytt þá til að gangast við því að hafa átt samræði við Anwar. Dýnan var pökkuð inn í brúnan pappír þegar lögi-eglumenn báru hana í réttarsal og hölluðu þar upp að vegg. Hafnaði Augustine Paul, dómari í málinu, mótmælum verj- enda gegn því að dýnan væri borin fram sem sönnunarggn en verjend- ur segja hana ótengda ákærum á hendur Ariwar, sem sakaður er um spillingu og um að hafa átt samræði við karimenn, sem er bannað með lögum í Malasíu. Rifu starfsmenn réttarins pappír- inn af dýnunni við upphaf vitna- leiðslna í gær og sagði Musa Hass- an yfirlögregluforingi síðan í vitnis- burði sínum að þetta væri sama dýna og lögregla hefði fjarlægt úr íbúð þar sem Anwar er sakaður um að hafa haft samræði við Shamsidar Taharin, eiginkonu fyrrverandi rit- ara síns. „Orthoflex Classic,“ sagði Musa þegar hann var spurður um gerð dýnunnar, sem var götótt og þakin brúnum skellum. Greindi Musa frá því að þrettán holur hefðu verið skomar í dýnuna svo hægt væri að rannsaka hvort þar væri að finna lífsýni, og hvort þau væru úr Anwar. Sagði Musa að talið væri að blett- irnir brúnu, sem sjáanlegir eru á dýnunni, væra sæðisblettir. Sak- sóknarar færðu samt engin rök fyr- ir þeim staðhæfingum né heldur hvemig hægt þeir tengdu blettina við Anwar. Beitti lögregla óprúttnuin að- ferðum við yfirheyrslur? Verjendur Anwars þjörmuðu nokkuð að Musa sem viðurkenndi í gær að blóðsýni, sem tekið var úr Anwar átta dögum eftir að hann var handtekinn, hefði verið notað án vitundar Anwars til að kanna hvort hann væri faðir barns Shamsidars Taharins. „Satt er það, Anwar hafði ekki gefið samþykki sitt fyrir DNA-prófi,“ sagði Musa, en illa gekk að rannsaka blóðið „því aukaefnum hafði verið blandað saman við það.“ Vitnaði Musa einnig að lögmenn Anwars hefðu hafnað óskum lögreglunnar um að fram færi nákvæm rannsókn á kyn- færam og endaþarmi Anwars. Kom til deilna milli dómara og verjenda Anwars í gær þegar einn verjenda Anwars gerði tilraun til að lesa upp úr skriflegri yfirlýsingu Munawars Anees, fyri-verandi ræðuskrifara Anwars, þar sem hann heldur því fram að lögregla hafi neytt hann til að gangast við því að hafa átt samræði með Anwar gegn vilja sínum. Sögðu verjendur Anwars að yfir- lýsingar Munawars og Sukmas Dermawans, stjúpa Anwars, í þessa vera sýndu að þeir hefðu verið „píndir til að búa til sannanir gegn Anwar“. Dómarinn í málinu úr- skurðaði hins vegar að yfirlýsingar mannanna væru málinu óviðkom- andi og því væri ekki hægt að leggja þær fram á þessu stigi. Reuters LOGREGLUMENN bera dýnuna, sem saksóknarar lögðu fram í máli Anwars Ibrahims, inn í réttarsalinn. Richard Holbrooke kominn aftur til Kosovo Ottast að endurnýjuð átök ógni vopnahléi Prístína, Kusnin, Madríd. Reuters. RICHARD Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar á Balkanskaga, varaði í gær stríðandi fylkingar í Kosovo við því að þau væru að „leika sér með dýnamít" ef þau héldu áfram þeim átökum sem brotist hafa út undanfarna daga. Sagði Hol- brooke á blaðamannafundi í Prístína í gær að átökin myndu ekki koma í veg fyrir friðarumleitanir erlendra ríkja í Kosovo. Þrjátíu og sjö era sagðir hafa fall- ið í tvennum ótengdum róstum í m Boðað haldinn TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF HLUTHAFAFUNDUR er til hluthafafundar í Tryggingamiðstöðinni hf. og verður hann í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík, fimmtudaginn 17. desember 1998 og hefst kl. 16:00. Dagskrá: Kosovo á mánudag, þar af þrjátíu og einn liðsmaður Frelsishers Kosovo (KLA) í átökum við serbneska her- menn við landamæri Kosovo og Al- baníu. Kom Holbrooke í gær til Jú- góslavíu til að reyna að blása lífi í friðaramleitanir í Kosovo. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), fordæmdi einnig atburði mánudags- ins en hann er staddur í Madríd á ráðstefnu um gang friðarumleitana í Bosníu. Kvaðst hann óttast um ör- yggi erlendra eftirlitsmanna sem staddir eru í Kosovo. Sagði Solana að andstætt því sem Milosevic hefur haldið fram þá hafi NATO samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir því að svokallað brottflutnings- herlið, sem hefur bækistöðvar í Ma- kedóníu, komi eftirlitsmönnunum til bjargai- sé lífi þeirra ógnað. I New York varaði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, við því að stríð gæti brotist út í Kosovo á nýjan leik og lét hafa eftir sér að menn „hefðu alla ástæðu til að óttast hið versta á nýju ári.“ Þótt Kosovo sé ekki formlega á dagskrá áðurnefndrar ráðstefnu í Madríd settu fregnir um átök í Kosovo engu að síður skugga á upp- haf hennar, en þetta er mesta mann- fall á einum degi frá því að KLA lýsti yfir vopnahléi í október og Milosevic samþykkti að draga herlið sitt frá Kosovo. Sex ungmenni myrt á kaffíhúsi Eftiriitsmennirnir segja að Kos- ovo-Albanarnir 31 hafi fallið þegai’ serbneski herinn kom um hundrað og fjörutíu manna hópi skæruliða KLA í opna skjöldu í þann mund sem þeh’ hugðust smygla vopnum inn í Kosovo. Auk KLA-mannanna myrtu byssumenn sex serbnesk ungmenn og særðu þrjú önnur á kaffihúsi í Pec í vestur-Kosovo. Fengu vestrænir eftirlitsmenn í gær að kenna á reiði heimamanna vegna þessa atburðar, köstuðu nokkur ungmenni grjóti að eftirlitsmönnunum og farið var fram á að þeir yfirgæfu bæinn, sem þeir og gerðu. Blair segir Ihaldsflokk á valdi hatursmanna ESB Tillaga stjórnar um hlutafjárhækkun. Lögð verður fram tillaga um að hækka hlutafé félagsins um kr. 50.699.042, þannig að hlutafé hækki úr kr. 182.400.000 í allt að kr. 233.099.042. Hlutafjárhækkunina skal alla nýta til skipta á útistand- andi hlutafé í Tryggingu hf., að nafnverði kr. 203.599.696, samkvæmt samkomulagi stjórna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf., sem gert var í nóvember 1998. Vikið er frá forkaupsrétti hluthafa til áskriftar að hinum nýju hlutum og hafa eigendur hlutafjár íTryggingu hf. einir rétt til að skrifa sig fyrir aukningarhlutunum og greiða þá með hlutabréfum íTryggingu hf. Tillaga stjórnar ásamt greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu félagsins, Aðalstræti 6-8, Reykjavík, hluthöfum til sýnis viku fyrir hluthafafundinn. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Lundúnum. Reuters. The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, vísaði í spurningatíma á þingi í fyrrakvöld á bug ásökunum íhaldsmanna um að hann hefði „svikið" hagsmuni landsins á leið- togafundi Evrópusambandsins (ESB) í Vín um helgina, og sagði að stefna stjórnarandstöðuflokksins væri nú á valdi ofstækisfullra and- stæðinga Evrópusamvinnunnar. „Brjálæðingarnir hafa tekið yfir völdin á hælinu," sagði Blair þegar William Hague, leiðtogi Ihalds- flokksins, hafði ögrað honum í þing- inu með því að fullyrða að hann segði eitt heima hjá sér en annað er áheyrendur hans væru útlendingar. íhaldsmenn, sem eru í stjórnar- andstöðu og njóta samkvæmt skoð- anakönnunum um 20% minna fylgis en Verkamannaflokkur Blairs, reyna nú að ganga á lagið þegar sumir þykjast sjá vísbendingar um að forsætisráðherrann eigi undan höggi að sækja í samskiptum við Evrópusambandið. Hague skoraði á Blair að taka af allan vafa um hvort hann vildi frekari samruna í Evrópu eða ekki. Áður hafði Hague sagt á blaða- mannafundi, að vegna þess hversu Blair veiti landinu lélega forystu stæði „Bretland nú frammi fyrir stærstu ógn við sjálfstæði sitt í ára- tugi“. Blair sagði að árás Hagues sýndi að flokkur hans væri nú á valdi hat- rammra andstæðinga Evrópusam- vinnunnar. „Ef þeir væru við völd núna hefðum við engan bandamann neins staðar, engin áhrif, ekkert vægi,“ sagði hann. En hann sagði einnig að ríkisstjórn sín myndi halda áfram að berjast fyrir brezk- um hagsmunum. „Öll önnur lönd í Evrópu hika hvergi við að verja eigin þjóðar- hagsmuni en fylgja samt uppbyggi- legri stefnu í Evrópusamvinnunni. Mér er það lífsins ómögulegt að skilja hvers vegna ekki ætti að vera hægt að gera það sama í okkar landi,“ lýsti Blair yfir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.