Morgunblaðið - 16.12.1998, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998
MORGUNBLADIÐ
LISTIR
Glæsilegur
fínleiki
TÖIMLIST
Digraneskirkja
BAROKKTÓNLEIKAR
Camilla Söderberg, Ragnheiður Har-
aldsdóttir, Guðrún Birgisdóttir,
Martial Nardeau, Snorri Orn Snorra-
son, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og
Elín Guðmundsdóttir fluttu rókokkó-
verk eftir Boismortier, Telemann, de
Viste og Loeillet. Mánudagurinn 14.
desember, 1998.
OFT hafa menn velt því fyrir sér,
hverjar séu ástæðurnar fyrir þeim
mun sem er á tónstíl og hljóð-
færasmekk ýmissa þjóða og t.d.
ekki síst stóru nágrannaþjóðanna í
Evrópu. I því máli er oft vitnað til
franskrar flaututónlistar, sem að
mörgu leyti er sér á parti, í langri
sögu flautunnar. Glæsilegur fínleiki
flautunnar hefur trúlega verið sam-
litari lífsmáta glysgjarnrar yfir-
stéttar í Frakklandi fyrrum og víst
er, að þegar rómantísk tilfmninga-
semi tröllreið Evrópu, átti flautan
nokkuð erfitt uppdráttar sem ein-
leikshljóðfæri, sérstaklega hjá hin-
um alvörugefnu þýskumælandi
þjóðum en féll hins vegar mjög vel
að hugmyndafræði „impressionist-
anna“ frönsku.
A tónleikunum í Digraneskirkju
sl. mánudag, var „eingöngu" flutt
fransk-belgísk rókokkótónlist, með
þeirri undantekningu, að eitt verk-
anna er eftir Telemann en hann var
aðalboðberi hins nýja franska
rókokkóstíls hjá Þjóðverjum. Tón-
leikarnir hófust á Sónötu í a-moll
fyrir blokkflautu, tvær þverflautur
og fylgiraddir, eftir Joseph Bodin
de Boismortier (1689-1755), sem
var afkastamikið tónskáld og eftir
að hafa starfað víða „úti á landi“
settist hann að í París 1724. Þeir
sem hafa haldið nafni hans helst á
lofti eru aðallega flautuleikarar, en
1727 gaf hann út sex „concertos"
fyrir fimm flautur án bassaraddar.
Auk kammertónlistar, þar sem
flautur eru mjög ráðandi, samdi
hann ballett-óperur og nokkrar
stórar mótettur. A tónleikum voru
leikin þrjú verk eftir Boismortier
auk fyrrgreindrar sónötu í a-moll,
nefnilega sónata op. 7 fyrir blokk-
flautu og tvær þverflautur án
fylgiradda og eftir hlé Sónata í g-
moll fyrir blokkflautu, tvær þver-
flautur og fylgiraddir. Þessi verk
bera það með sér að á ferðinni er
gott tónskáld og var leikur allra
mjög góður, þar sem saman fór sér-
lega hreinn og fínlegur leikur ekki
aðeins hjá þeim sem léku aðalradd-
irnar, Guðrúnu Birgisdóttur,
Martial Nardeau og Camillu Söder-
berg, heldur og þeim er léku
fylgiraddirnar, Olöfu Sesselju
Oskarsdóttur, Elínu Guðmunds-
dóttur og Snorra Erni Snorrasyni,
er lék með á Theorbo. Flautusam-
leikurinn var í heild einstaklega
góður en sérstaklega fallega hljóm-
andi í flaututríóinu op. 7 eftir Bois-
mortier.
Tafelmusik II eftir Telemann var
það tónverk sem mestur veigur var
í og var flutningurinn sérlega
glæsilega útfærður. Snorri Örn
Snorrason lék á theorbo-lútu bæði
það sem kallað er fylgirödd og svo
einleik í tveimur verkum eftir Ro-
bert de Visée, gítarkennara Lúð-
víks 14. Það var þó nokkur tilbreyt-
ing í að heyra leikið á theorbo,
heyra djúpan og fallegan hljóminn í
þessu sérstæða hljóðfæri í ágætum
leik Snorra.
Það sem einkenndi öll tónverkin
var kaflaskipanin hægur-hraður og
hægur-hraður, fjórir þættir, með
undantekingunni á flaututríóinu
eftir Boismortier. Þessi kaflaskipan
gilti einnig fyrir síðasta verkið á
tónleikunum, sem var kvintett í h-
moll fyrir tvær þverflautur, tvær
blokkflautur og fylgiraddir eftir
belgíska tónskáldið og flautuleikar-
ann Jean Baptise Loeillet, en hann
kenndi Englendingum að leika á
þverflautu. Ragnheiður Haralds-
dóttir bættist nú í hópinn og var
sérlega skemmtilegt að heyra
hversu gott jafnvægi var í tandur-
hreinni hljóman flautuhljóðfæranna
og einnig fylgiraddahljóðfæranna,
sem eitt hljóðfæri væri. Flutning-
urinn í heild var gæddur þeim fín-
lega glæsileik, sem aðeins sannkall-
aðir leiksnillingar hafa á valdi sínu.
Jón Asgeirsson
ll«J«í11»H»lfflmi:
i f! •fDfjrfi rmrí.BM!!; :
Jóla- og útgáfutónleikar
í Seltjarnarneskirkju
í TILEFNI af útgáfu geislaplötu
Drengjakórs Laugarneskirkju
og félaga úr eldri deild, heldur
kórinn jóla- og útgáfutónleika í
Seltjarnarneskirkju í kvöld,
miðvikudag kl. 20.30.
A myndinni er drengjakór
Laugarneskirkju ásamt stjórn-
andanum Friðrik S. Kristins-
syni.
Morgunblaðið/Silli
EIRIKUR Smith við verk sín í Safnahúsinu á Hiísavík.
Eiríkur Smith sýndi á Húsavík
Morgunblaðið. Húsavík.
AÐ TILHLUTAN sóknarnefndar
Húsavíkur stóð fyrir skemmstu yfir
sýning í Safnahúsinu á Húsavík á
verkum Eiríks Smiths myndlistar-
manns.
Þar sýndi listamaðurinn 42 verk,
stór og smá, sem sýna að listsköpun
hans hefur tekið ýmsum stílbreyt-
ingum á listaferlinum, en sýningin
spannar 30 ára listferil hans.
„Listamaðurinn er næmur á um-
hverfi sitt og margbreytileika ís-
lenskrar náttúru, landslag, birtu og
veðrabrigði verða honum að yrkis-
efni og kalla á ný hughrif. Verk hans
endurspegla þetta glöggt, hvort sem
þau eru abstrakt eða hlutbundin.
Þau lýsa sterkum andstæðum lita og
forma og eru full af krafti og birtu,“
segir Kári Sigurðsson listamaður, í
sýningaskrá.
Sýningin var vel sótt.
/............—............................................
F I S K I S T O F A
Til innflytjenda á fiski og sjávarafurðum tii vinnslu eða smásölu.
Fiskistofa vill vekja athygli innflytjenda á sjávarafurðum á því, að um n.k. áramót
taka gildi reglur um innflutning sjávarafurða, annars vegar fráríkjum innan Evrópska
efnahagssvæðisins ( EES ) og hinsvegar frá ríkjum utan þess, sbr. lög 55/1998.
Samkvæmt þessum nýju reglum verða innflytjendur sjávarafurða að tilkynna
Fiskistofu um komu sendinga, stórra og smárra, með hæfilegum fyrirvara. Þetta gildir
um allan innflutning, hvort heldur um er að ræða sjávarafurðir til neyslu hérlendis,
hráefni til vinnslustöðva eða sjávarafurðir sem hér koma á land á leið til annarra ríkja.
Sérstök athygli skal vakin á því hvað varðar innflutning frá ríkjum utan EES, að frá
n.k. áramótum má ekki flytja inn fisk/sjávarafurðir nema frá löndum, framleiðendum
og vinnslustöðvum/skipum sem Evrópusambandið (ESB) hefur samþykkt.
Innflutningur frá ríkjum utan EES verður einungis heimill þar sem Fiskistofa
starfrækir sérstakar landamæraeftirlitsstöðvar og heilbrigðisvottorð frá yfirvöldum
viðkomandi framleiðslulands verður að fylgja vörunni.
. ■ . .■■■■■ ■■■■■ :. ■■■ ■■■■ ■■■■ ■■■...i.■■ ■■ ■■ ■-■■■■■
Utgáfu-
tónleikar
Jóels Páls-
sonar
SAXÓFÓNLEIKARINN Jó-
el Pálsson heldur útgáfutón-
leika í Iðnó á morgun, fimmtu-
dag kl. 21.
Tónleikarnir
eru til kynn-
ingar á
geislaplöt-
unni Prím,
sem kom út
fyi'ir
skömmu.
Á tónleik-
unum koma
fram allir þeir tónlistarmenn
sem á plötunni eru. Þeir eru,
auk Jóels, Eyþór Gunnars-
son, píanó, Hilmar Jensson,
rafgítar, Gunnlaugur Guð-
mundsson, kontrabassi, Ein-
ar Scheving, trommur,
Matthías Hemstock, trommur
og slagverk og Sigurður
Flosason, altsaxófónn og
bassaklarinett.
Hátíða-
tónleikar
þriggja kóra
KVENNAKÓR Hafnarfjarð-
ar, Karlakórinn Þrestir og
Heldri kór Þrasta halda hina
árlegu jólatónleika í Víðistaða-
kirkju á morgun, fimmtudag
kl. 20.30.
Kórarnir syngja hátíðalög
og í lok tónleikanna syngja
kórarnir nokkur lög saman.
Stjómandi kvennakórsins
og Heldri kórs Þrasta er Guð-
jón Halldór Óskarsson og
undirleikari er Hörður Braga-
son. Raddþjálfari er Elín Osk
Óskarsdóttir. Stjórnandi
Karlakórsins Þrasta er Jón
Kristinn Cortes og undirleik-
ari Sigrún Grendal.
Miðasala er við innganginn.
Jólatónar
í Stjórnsýslu-
húsinu á
ísafírði
VESTFIRSKIR framhalds-
skólanemendur standa fyrir
aðventuskemmtun í Stjórn-
sýsluhúsinu á Isafirði í dag,
miðvikudag, kl. 14.30.
Þar komá fram nemendur í
Tónlistarskóla Isafjarðar og
Framhaldsskólakór Vest-
fjarða. Á efnisskrá era létt
kórverk auk þess sem nem-
endur úr Tónlistarskóla Isa-
fjarðar stilla saman strengi og
flytja nokkur jólalög. Einnig
munu sex snótir úr kórnum
syngja saman.
Lögreglu-
kórinn í
Bústaðakirkju
LÖGREGLUKÓR Reykjavík-
ur heldur aðventuhátíð í Bú-
staðakirkju á __ morgun,
fimmtudag, kl. 20. Ásamt lög-
reglukórnum kemur fram
Barnakór Engjaskóla og ein-
söngvarinn Eiríkur Hreinn
Helgason. Kórarnir koma
fram hvor í sínu lagi og einnig
saman.
Flutt verða hefðbundin að-
ventu- og jólalög.