Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 45

Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 4Í" LISTIR Veiðiskapur í dulvitundinni BÆKUR Ljoð ÞÖGN EINBÚANS Eftir Þóri Björn Lúðvíksson, eigin útgáfa, Akranes, 1998, 80 bls. „... Tjáning þín er einlæg, en á nokkuð langt í land með að verða ljóðræn. Myndmál þitt er ekki laust við klisjur...“ „Mér finnst vera nokkuð um predikun í þessu...“ Ekki er verra að ljóða- bækur láti mann vita fyrirfram um galla sína einsog gert er með fyrr- greindum orðum, höfðum eftir ónefndum lesanda, í einskonar for- mála að Þögn einbúans sem er fyrsta ljóðabók höfundar. Þetta stemmir. Tjáningin er ein- læg en á nokkuð langt í land með að verða ljóðræn, myndmálið er ekki laust við klisjur og nokkuð er um predikun í ljóðum Þóris. Predikunin er þar að auki í takt við aðra tíma: heimsendastemmningu kalda stríðsins. Eitt ljóð er sett upp einsog kjarnorkusveppur, nokkuð sem mér finnst bara vera hægt að gera einu sinni og Isak Harðarson er búinn að því. Annað ljóð er ort til ísaks_(„Minning um mann (frá einum Áskeli til ann- ars)“) sem bersýnilega hefur haft mikil áhrif á Þóri. í öðrum ljóðum er farið á fiskerí í dulvitundinni. Þessi ljóð valda ekki alltaf merk- ingu, eru stundum hrá og illskiljan- leg. Önnur heppnast betur, svo sem „Lesið í jörðina": Dalalæða. Hví leynist þú svo lævís í undirdjúpum vitundarinnar þar sem hugsanir eilífðar og dauða dvelja einmana, yfirgefnar? Ekki einar! Nei! Hver vill deila þeim? Bókin skiptist í fjóra hluta og má lesa úr þeim byggingu eða stíg- andi. Tónninn er sleginn með prólógus ljóði sem heitir „Þögn“. „Sjálfið (upphafið... og endir)“ heitir fyrsti hlutinn, „Hið óljósa bil“ tekur við, þvínæst „Heildin" og að endingu „Minningar um lok“. Yrkisefnin eru margháttuð, frá tvöþúsund vandanum í skáldskap og tmarlegum tilvistai-vanda til ástar og stríðs. Þykkt bókarinnar er virðingarverð og inn á milli slæðast prýðis ljóð einsog „Kaffi herra D?“ og „Lesið í skýin“. Styrkur Þagnar einbúans felst í hugmyndaríki og bmðli með orðin. Bestu ljóðin em byggð á einni hug- mynd einsog „Leikur": Englamir leggjast á bakið í loftinu og færa hendur og fætur upp og niður Síðan standa þeir upp varlega og horfa ánægðir á myndimar sem sitja eftir, myndir af litlum bömum. Þeir trúa á bömin og skapa því form þeirra í síbreytilegan himininn. Það er heilmikill kraftur í Þögn einbúans og hann fer langt með að bæta upp vankantana. Skáldið á þó langt í land - og ég vitna í fyrr- nefndan formála: „Enda ungur að áram og mín fyrsta tilraun, asninn þinn.“ Hermann Stefánsson Reykjavík dulbúin BÆKUR Skáldsögnr ÞÆGIR STRÁKAR Helgi Ingólfsson, Mál og menning, Reykjavík, 1998, 235 bls. ÞÆGIR strákar er þriðja skemmtisagan úr Reykjavík sam- tímans sem Helgi Ingólfsson send- ir frá sér, þversumman af hinum tveimur í þeim skilningi að í verk- inu eru leiddar saman tvær aðal- persónur bókanna sem á undan hafa komið. Kennarinn Jóhannes og rithöfundurinn Gissur búa undir sama þaki en þekkjast þó ekki í byrjun sögunnar. Gissur er að súpa seyðið af því að hafa skrifað ung- lingaskáldsöguna Þægar stelpur sem ýmsir, þar á meðal sálfræðing- urinn Anna Lísa Mogensen, telja að hafi hrandið af stað sjálfsmorðs- bylgju meðal stelpna á unglings- aldri. Á tímabili lítur út fyrir að Þægir strákar ætli að velta fyrir sér ábyrgð rithöfunda og mögu- leikanum á beinum áhrifum skáld- skapar á veruleika. Ekki er þó tek- ist á við spurninguna af neinni al- vöra, enda er Þægir strákar skemmtisaga. Hinsvegar fer verkið ekki að rísa undir nafni sem skemmtisaga fyrr en eftir um 90 blaðsíður og á þá enn eftir langan kafla þar sem sitja saman til borðs leikhúsgagn- rýnendur sem era kunnugiegir úr samtímanum þó þeir séu hér með rauð nef og önnur nöfn. Talsvert er um þekktar persónur úr samtímanum, hugs- unin sú að hægt sé að skemmta sér við að bera kennsl á þær. Þessi eftirhermuleikur gengur ekki aUtaf upp og á oft betur heima í Spaugstofunni sem þar að auki er búin að mjólka safann úr mörgum persónum. Þó er gaman þegar verkið fer að vísa í sjálft sig og fyrri verk höfundar og þegar maður að nafni Helgi hringir í rithöfundinn Gissur. I fyrstu lifa kennarinn og rithöfundurinn ótengdu, sam- síða lífi, koma úr ólíkum áttum að sjálfsmorðum stúlkna sem lesið hafa bók Gissurar. Sálfræðingur- inn Anna Lísa lætur mikið að sér kveða í því máli og hún er sú per- sóna bókarinnar sem er hreinrækt- uð klisja og það án þess að vera neitt hlægileg. Fjörið byrjar ekki fyrr en Jóhannes og Gissur kynn- ast loksins. Við taka hrakningar þeirra tveggja, þvælingur um mið- bæinn og út á land. Farsinn nær hraða sínum. Unnið er á meðvitað- an hátt með klisjuna; vörabílstjóri lifír sig inní þjóðvegastemmning- una og pæiir í geimveram, tann- hvöss tengdamamma sem talar hálfgerða dönsku kaupir sér tölvu, unglingar taka höndum saman um að hefna sín á rithöfundinum; sam- félagssýn þeirra og sjálfsmynd er kostuleg samsuða uppúr vaðli fjölmiðla. Fagurfræðin í verk- inu er ekkert ósvipuð fagurfræði höfundar Þægra stelpna. „Ég lít þannig á,“ segir Giss- ur, „að frásögnin muni lifa af sér allan módernisma og póst- módernisma og hvaða merkimiða sem settir era á bókmenntir. Fólk vill fá sögur, en ekki endalausar hug- leiðingar um lífið og tilveruna, stundum fallegar, en oftast gagnslausar." „Það sem ég held að lifi alltaf er epíkin. Frásögnin sjálf‘ (116). Reyndar minnir sena þar sem unglingar gera aðsúg að heimili Gissurar á síðustu skáldsögu Olafs Gunnars- sonar sem líklega hefur gengið einna lengst íslenskra rithöfunda í að endurreisa hina stóra epísku skáldsögu sem er fúll af ólíkindum og stórviðburðum að hætti Dostojevskís. Stíll Þægra stráka hefur hraðann en er stundum klaufalegur og bókin er vel hálfnuð áður en byrjað er að braðla al- mennilega með atburði og hug- myndir. Þá koma prýðis sprettir með sjálfsávísunum og útúrdúram í frásögn. Aukapersónur ná að lifna og skapa góða kómedíu. En Þægir strákar hefðu mátt vera óþægari. Hermann Stefánsson Helgi Ingólfsson :á§: íá, :

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.