Morgunblaðið - 16.12.1998, Page 52

Morgunblaðið - 16.12.1998, Page 52
jr 52 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLADIÐ Hvað á að koma í staðinn? FLESTIR, ef ekki allir þeir, sem hugleitt hafa fiskveiðistjórn á ísiandi í alvöru í anda þeirra sjónarmiða um jafnræði og atvinnu- frelsi, sem Hæstirétt- ur gerði að höfuð- atriðum í nýgengnum dómi sínum um þessi mál, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að útboð í þeim anda, sem lýst er fyrr í þessum skrifum, sé eina viðunandi lausn- in. Sú er tillagan, sem gerð er fyrr í þessum skrifum og við hana er miðað í framhaldinu. En leiðin út úr núgildandi rugl- umhverfi er ekki auðfundin og enn hefur hún verið flækt með mjög afdráttarlausum dómi Hæstarétt- ar, sem ýmsir menn hafa reynt að gera lítið úr með vafasamri lög- fræðilegri þrætubókarlist í því hefðbundna skjóli, að rétturinn getur ekki svarað fyrir sig. Stóra spurningin, sem fyrir liggur er, hvernig verður með lág- marksfórnum komist héðan og þangað, - til hins fyrirheitna lands sanngirni og réttlætis í þessum efnum? Niðurstaða þessa höfundar er, að það verði einungis gert með því að koma útgerðinni um hríð, í tvö eða þrjú ár, eins nálægt og kostur er þeirri stöðu, sem útgerðin var í síðustu árin áður en þetta gild- andi fiskveiðistjórnarkerfi var tekið upp. M.ö.o. að komast eins nálægt frjálsum veið- um og við treystum okkur til við ríkjandi aðstæður. Gerð er til- laga um tvö ár, - kannski þrjú, þar sem veiðar væru í grund- vallaratriðum frjáls- ar, en með ýmsum takmörkunum. Gert væri ráð fyrir, að veiðar bátaflotans, eins og hann væri nánar skilgreindur, væru frjálsar þessi tvö eða þrjú ár með handfæri og línu. Veiði bátaflotans með net og dragnót yrðu sömuleiðis frjálsar á grunnslóð á öðrum svæðum en þeim, sem ástæða þætti að loka af fiskvernd- Hvernig verður með lágmarksfórnum kom- ist héðan og þangað, segir Jón Sigurðsson í fjórðu grein sinni af fímm, til hins fyrir- heitna lands sanngirni og réttlætis í þessum efnum? arástæðum eða vegna hefðbund- inna línu- og handfæraslóða. Tog- skip ættu sömuleiðis frjálsar veið- ar en utan 30 sjómílna frá grunn- Jón Sigurðsson Við boðum breytingar! EINS og mörgum lesendum Morgun- blaðsins er kunnugt ætlar Frjálslyndi . flokkurinn að halda sitt fyrsta landsþing í síðari hluta janúar næstkomandi. A þing- inu verða stefnumál hins nýja flokks rædd og afgreidd. Morgun- blaðið hefur verið svo vinsamlegt að gefa kost á nokkurri kynn- ingu á helstu mála- flokkunum og í þessari grein er ætlunin að fjalla um: IV Um nýjungar og þróunar- verkefni í heilbrigðismálum Áratugum saman var íslenska heilbrigðisþjónustan látin þróast afskiptalaust í einhvers konar þverpólitískum friði, þar sem allur kostnaðarauki var greiddur frið- samlega úr sístækkandi ríkiskistu. Aukning þjóðartekna ár eftir ár faldi stöðugan útgjaldaauka þjón- ustunnar og stjómmálamenn horfðu löngum hálsi á kerfið verða stærra og dýrara með ári hverju. Um tíma virtust allar kúrfur hafa þannig halla, að allt stefndi í það að lokum, að stór hluti þjóðarinnar starfaði á stofnunum kerfisins, en ' hinir væra þar vistmenn. Svo skall á hin afstæða kreppa og hagfótur þjóðarinnar tók að visna. Þá fyrst áttuðu menn sig á því, að útgjaldakúrfur heilbrigðis-kerfisins gátu ekki stefnt til himins endalaust og menn settust yfir kerfið og reyndu að koma böndum á útgjöld- in. Frá þeim tíma og enn sem komið er hafa flestar aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst borið keim af alls konar skyndibrögðum við vandamálum, sem þeg- ar vora orðin að vera- leika - í dæmigerðri nauðvöm. Lítið hefur borið á framsæknum og já- kvæðum sóknarleikj- um, þar sem vöm hef- ur verið snúið í sókn, samanber alþjóðlega viðurkenndan stíl í erf- iðri stöðu. Frjálslyndi flokkurinn telur það löngu thnabært, að neikvæðri vöminni verði snúið í jákvæða sókn á öllum sviðum íslenskra heil- brigðismála. Gæði íslenskrar heil- brigðisþjónustu era alþjóðlega við- urkennd, þar sem þau eru á annað borð þekkt. Þessi gæði byggjast Frjálslyndi flokkurinn telur löngu tímabært að snúa í jákvæða sókn í heilbrigðismálum, segir Gunnar Ingi Gunnarsson, í síðustu grein sinni af fjórum. fyrst og fremst á háu menntunar- stigi og mikilli færni íslenskra heil- brigðisstétta. Þama er til staðar mikill mannauður og þennan mannauð verða Islendingar að nýta betur í allra þágu. Við höfum alls ekki efni á öðra. En hvemig fóram við að því? Frjálslyndi flokkurinn vill láta Gunnar Ingi Gunnarsson línum, nema að því er tæki til vasa innan þeirra marka, þar sem vera mun þeirra hefðbundin ufsa- og ýsuslóð. Með veiðunum yrði að sjálf- sögðu vandlega fylgst og þegar þorskveiði hefði náð 400 þúsund tonna markinu, yrðu allar veiðar með togskipum, dragnót og netum stöðvaðar, en veiðar með línu og handfæri fengju að halda áfram til loka fiskveiðiársins. Með þessu væri að sönnu nokk- ur áhætta tekin, bæði að því er varðar þorskinn og aðrar tegundir nytjafiska. Sá fórnarkostnaður teldist hins vegar innan áhættu- marka og færandi fyrir nýtt og sanngjarnara fiskveiðistjórnar- kerfi og sömuleiðis fyrir betri upp- lýsingar fyrir sjávarlíffræðinga um raunveralegan afla við eðlilega sókn. Eins og vel er kunnugt, hef- ur mikið af sókn íslenska veiðiflot- ans undangengin ár miðast við að forðast þorskveiðar eins og frekast hefur verið kostur til að freista þess að nýta heildarfiskveiðiheim- ildir betur. Höfuðatriði þessarar tillögu er, að útgerðir ættu ekki að óska eftir neinu frekar en geta í aðalatriðum sótt eftir fiski að viid sinni á umþóttunartímanum. Þyrftu þær að stöðva veiðar í ótíma, væri það vegna þess hversu mikið þær hefðu veitt og stöðvun veiða af þeim sökum ætti þess vegna ekki að vera þeim mjög þungbær. Utgerðum er heldur ekki ætlandi að stunda neinar óða- gotsveiðar, því að það mundi óðara stórlækka markaðsverð á fiski. Lokagrein þessa greinaflokks mun fjalla um stöðu hinna ýmsu aðila í útgerð á umþóttunartíman- um og við upptöku hins almenna útboðs veiðiréttar. Tekið saman að beiðni Frjáls- lynda flokksins. Höfundur er fyrrvemndi frani- kvæmdastjóri. skoða það í alvöru, hvort ekki séu forsendur fyrir því að fjárfesta sérstaklega í áðurnefndum mannauði með það að markmiði, að hefja skipulagðan útflutning á íslenskri heilbrigðisþjónustu í hagnaðarskyni, en þó ekki síður með hagsmuni íslenskra neytenda í huga. Með fyrrnefnt markmið í huga vill Frjálslyndi flokkurinn láta kanna alla möguleika á markaðs- setningu hjartaaðgerða eriendis. Á því sviði hafa íslenskir læknar og þeirra samstarfsfólk vakið sér- staka athygli fyrir frábæran ár- angur, þrátt fyrir takmarkandi fjárskort og aðstöðuleysi. Að lok- inni vandaðri hagkvæmnisathugun vill Frjálslyndi flokkurinn láta skoða það, hvort ekki sé ráðlegt að stofna sjálfstæða rekstrareiningu, sem gæti þess vegna verið sam- eign ríkis og einkaaðila, er tæki að sér að framkvæma allar hjartaað- gerðir á íslenskum sjúklingum, samkvæmt skilmerkilegum þjón- ustusamningi við heilbrigðisráðu- neytið. Með þessu móti ætti að vera unnt að ná eftirfarandi mark- miðum: • Að fullnægja ávallt aðgerðar- listum íslenskra hjartasjúklinga. • Að afla gjaldeyristekna með ís- lenskri heilbrigðisþjónustu. • Að skapa verðug verkefni og vinnuskilyrði fyrir allt það íslenska Heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur þegar menntað sig og þjálfað á þessu sviði. • Að skapa skilyrði fyrir leiðandi rannsóknar- og þróunarvinnu á sviði hjartaaðgerða og tilheyrandi endurhæfingu. Þessu verkefni vill Frjálslyndi flokkurinn koma á laggirnar við fyrsta tækifæri. Flokkurinn vill síðar meir láta reynsluna af því verða ákvarðandi um það, hvort og þá hvemig skuli staðið að frekari landvinningum með svipuðum hætti á öðram sviðum heilbrigðis- þjónustunnar. Höfmidur er læknir. UNDANFARIN misseri hefur umræða um Grænland verið nokkuð áberandi í blöð- um og sjónvarpi. Beint höfum við sjónum okk- ar að hinni mögnuðu náttúra sem Grænland hefur upp á að bjóða, og að ýmsu sem snýr að ferðamennsku. Er það allt gott og gilt. En ekki hefur mikið borið á Grænlendingum sjálf- um í þeirri náttúru- dýrkun sem umræðan óneitanlega er. Nema kannski að við hneyksl- umst á háttemi þeirra, sóðaskap og drykkju, eins og kom, svo dæmi sé tekið, mjög skýrt fram í sjónvarpsþætti um smá- þorp á austurströnd Grænlands 111- oqortoomiut, „stað stóru húsanna" ekki alls fyrir löngu í ríkissjónvarp- inu. Og þökk sé RUV, þá var það Grænlendingar horfa björtum augum á fram- tíðina, segir Jósef H. Gunnlaugsson, og láta hluti í friði sem þeim koma ekki við. sem enn ein vitamínsprautan í æð þeirra vonandi fáu Islendinga, sem gaman hafa og gagn af því að upp- hefja sjálfa sig sem hluta af þjóð, sem er nágrönnum sínum æðri. Það er nefnilega útbreiddur mis- skilningur að Grænlendingar séu upp til hópa byttur og letingjai-. Og er við tölum um Grænlendinga, þá hljótum við að vera að tala um alla Grænlend- inga, nema við skilgreinum hlutina betur. Víst er það rétt, að íbúar smáþorpa á „baksiðunni“, eins og Grænlending- ar sjálfu- kalla austurströndina, fara óvarlega með áfengi, og þai- er at- vinnuleysi. En á „baksíðunni“, eru að- eins 2 byggðakjai’nar, þ.e. 111- oqotoomiut og Ammassalik, „Síldai-- verkun“. Og þar búa u.þ.b. 2.000 manns, séu smáporp eins og Kulusuk, „Hryggbein", tekin með. En einmitt þangað hefur leið margra Islendinga legið í ófáum dagsferðum Flugleiða og Flugfélags Islands undanfarin ár. Beint í ómenninguna. Við heimkom- una eru menn svo mun fróðari en fúll á móti, um grænlenska menningu al- mennt. „Baksíðan" hefur auðvitað framhlið, sem snýr í vestur og suður. Og era þeir 53.000 íbúar sem þar búa, óvai-t teknir með þegar ,jróðir“ Islendingar tala um grænlenska menningu í heild sinni. „Fróðir" Islendingar segja mér að á Grænlandi sé til siðs að menn bjóði gestum konur sínar til afnota. Og að það sé meira að segja ókurteisi að þiggja ekki boðið. Einnig sé það al- menn regla að ropa og helst reka við að lokinni máltíð. En ég sjálfur fer nú að efast um sannsögli þessara „fróðu“ manna, er þeir fræða mig á því að „þessir Grænlandingar séu bara nýskriðnir út úr snjóhúsunum". En þetta er nú bara sak- laust grín, nema ég hafi verið svo værukær á ferðum mínum, að ég hafi ekki tekið eftir þessu. Hitt er alls ekkert gamanmál, er við heyr- um um morð og sjálfs- víg í fréttum. þá eru þessir sömu „fróðu“ menn búnir að kynna sér málin til hlítar á undra skömmum tíma og segja mér að svona sé þetta með Grænlend- inga og þaðan sé engar góðar fréttir að fá. Raunin er þó allt önnur. Þó svo að á Grænlandi sé hátt hlut- fall sjálfsvíga og morða miðað við Is- land, er drykkjuskapur og ómenning í álíka hlutfalli, séu báðar þjóðimai- skoðaðar í heild. Og það sem meira er, þá komast Grænlendingar ekki með tæmai- þar sem Islendingar hafa hæl- ana hvað varðar misnotkun fíkniefna. Þefr vita það nefnilega, að fíkniefni eyðileggi sálir manna. Og sé einhver svo ólánsamur að reyna að selja eitt- hvað sterkara en hass, eða „sterkt tó- bak“ eins og það kallast á Grænlandi, þá er hann útskúfaður og tekinn úr umferð með það sama. Lögreglan þarf varla að koma þai- nærri, og þyk- ir mér það bera vott um hvað þjóðar- vitund þeirra er sterk. Á hinn bóginn, þá er hass trúlega útbreiddara á Grænlandi en á Islandi, svo ég fari nú með rétt mál. Þetta segði ég ekki, ef ég væri ekki búinn að kynna mér mál- in til hlítar. En það lærði ég einmitt af Grænlendingum sjálfum, að vera ekki að gaspra einhverja vitleysu, heldur að kynna mér málavexti vel áður en ég opna á mér kjaftinn. En þessi skynsemi er öllum Grænlendingum sem ég þekki í blóð borin og stór hluti af þefrra menningu. Enda láta þefr aldrei stór orð falla um hluti sem þeir hafa ekki fullan skilning á. Grænlendingar almennt fylgjast vel með öllu í kringum sig, hvort sem átt er við annað fólk, náttúruna, fróðleik, tækni eða þróun. Þeir horfa björtum augum á framtíðina og láta hluti í Mði sem þeim koma ekki við. En þeir gjalda í sömu mynt sé þeim misboðið, einnig sé þeim greiði gerður. „Látir þú mig vera, læt ég þig vera“, „Geri ég þér gott, gerir þú mér gott“, era sagnir sem lifa góðu lífi meðal Græn- lendinga í dag. Og eiga þar við mann- leg samskipti frá degi til dags - alls ekki þjóð mót þjóð, hvorki í nútíð né þátíð. En Grænlendingar hafa eins og við vitum, ekki aldeilis farið varhluta af inm-ásum annarrar menningar og siða, eða skilningsleysi og afskipta- semi ókunnugra á þeirra líisviður- væri. Þefr láta það, þótt ótrúlegt megi virðast, ekki trufla sig í sínu daglega lífi í þeirra eigin landi. Þeir vita það, að styrkur þeirra er fólgin í þeim sjálfum og láta það vera að blanda sér í annarra mál. Höfundur er starfsmaður Ólgerðar- innar, en hefur undanfarin misseri ferðast mikið um Grænland á eigin vegum. KAUPFÉLAGIÐ og pakkhúsið í Igaliku, „Görðuin", á kyrrlátum síðsumarsmorgni. Um hátterni Grænlendinga Jósef H. Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.