Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 53

Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 53 £ EITT AF því sem litað hefur deilur um stjórnun fiskveiða er óttinn við afleiðingar aiLsherjarbreytinga á gildandi stjórnkerfi. Ýmsir hafa séð fyrir sér óyfirstíganlega truflun á atvinnustarf- semi sem breyting úr einu kerfi yfir í annað kynni að hafa í för með sér. Þessi ótti hafði áhrif á viðbrögð stjórnvalda við umtöl- uðum kvótadómi Hæstaréttar í byrjun desember. í hálfan annan áratug hafa út- gerðaraðilar treyst á öryggi kvóta- kerfisins, sem þó var í fyrstu að- eins komið á til bráðabirgða og hef- ur tekið ýmsum útfærslubreyting- um í áranna rás, m.a. með tilliti til ástands fiskistofna og hugmynda manna um sanngirni í ráðstöfun einnar helstu auðlindar þjóðarinn- ar. Deilur um fiskveiðistjórnunar- kerfið hafa magnast með árunum. Ljóst má vera að ekki er að vænta þjóðarsáttar um núverandi kerfi. I opinben-i umræðu jafnt sem í skoð- anakönnunum meðal almennings má greina sterka kröfu um breyt- ingu á fiskveiðistjórnuninni í átt til veiðileyfagjalds. Nýafstaðin aug- lýsingaherferð útgerðannanna sýnir að breytingar munu ekki eiga sér stað átakalaust. Nýleg ummæli sjávarútvegsráðherra og formanns samtaka útgerðarmanna gefa þó til kynna vilja fylgjenda kerfisins til að leita sátta. Sáttin mun ekki síst felast í því hvemig breytingin úr núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi í nýtt kerfi getur átt sér stað. Stökk eða þrep Hætta er á að snögg breyting úr einu kerfi í annað, með valdboði og stuttum aðlögunartíma, myndi skapa sérstök vandamál sem æski- legt væri að komast hjá. Hún gæti skapað ójafnvægi í þjóðarbúinu. Hún gæti leitt til kollsteypu fjölda útgerðarfyrirtækja, sem hafa byggt á verðgildi kvót- ans í rekstri sínum. Hún gæti hugsanlega skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu. Rík þörf virðist á að finna raunhæfa leið til breytinga, sem ekki hefðu svo afdrifaríkar afleiðingar. Lykilatriði í leið til sátta gætu snúist um aðlögunartímann og greiðslur til útgerðar- aðila fyrir aflahlut- deild. Hægfara fyrning Áður hafa verið settar fram hugmyndir um hæg- fara niðurfærslu kvóta. Hagvaxtar- nefnd Samtaka iðnaðarins gerði á síðasta ári tillögu um 20 ára fyrn- ingu aflakvóta. I þessari tillögu er gert ráð fyrir að útgerðarfyrirtæki Lykilatriði í leið til sátta gætu snúist um aðlögunartímann, segir Jónas Guðmunds- son, og greiðslur til útgerðaraðila fyrir aflahlutdeild. skili árlega til ríkisins 5% af þeim aflakvóta sem þau hafa í upphafí fyrningartímans. (Ýmis önnur at- riði koma fram í tillögum nefndar- innar, s.s. um aðferðir við útleigu kvóta og nýtingu leigutekna til nið- urgreiðslu erlendra skulda, sem ekki verður farið út í hér). Grund- vallaratriðið er að ríkið muni á 20 ára tímabili eignast aftur þann kvóta sem fyrst var úthlutað árið 1984. Líta má á tillöguna um 20 ára fyrningu kvótans sem árlega niður- færslu aflahlutdeildar hvers ein- staks útgerðarfyrirtækis um 5%. Þannig hefði útgerðarfyrirtæki með 8% hlutdeild í afla lands- manna íyrsta árið um 7,6% aflahlut næsta ár og síðan koll af kolli. í sjálfu sér mætti hugsa sér nið- urfærslu aflahlutdeildar með öðr- um og breytilegri tölum, þó heild- artíminn sem niðurfærslan tæki væri sá sami. Endurgreiðsla fyrir kvóta Tillögur Hagvaxtarnefndarinnar gera ekki ráð fyrir neins konar endurgreiðslu til útgerðarinnar fyrir þann kvóta sem ríkið kallar inn. I lögum um stjórn fiskveiða, sem oft er vitnað til, segir að fiski- stofnamir séu sameiginleg eign þjóðarinnar. Með vísan til þessa lagaákvæðis hafa margir hafnað því að einstök útgerðarfélög geti átt eignarétt á aflakvóta. Því þurfi ekki að gera ráð fyrir endur- greiðslu fyrir aflakvóta sem ríkið ákveður að taka „eignarnámi". Hins vegar hafa dómstólar dæmt útgerðaraðilum eignarétt á afla- kvóta á grundvelli annarra laga, s.s. sifjalaga og skattalaga. Þetta gerði Hæstiréttur óbeint í ákveðnu skilnaðarmáli sama daginn og hann kvað upp sinn kunna kvótadóm. Því ríkir að minnsta kosti talsverð óvissa um þennan eignarétt. Hugs- anlegt er að útgerðaraðilai- gætu fengið sér dæmdan rétt til endur- greiðslu ríkisins fyrir „eignarnám" kvótans. Fleiri rök má færa fyrir því að ríkissjóður greiði útgerðarfélögum fyrir kvótann. Hætta er á að veð- setningar og aðrar skuldbindingar útgerðarfélaga gætu reynst þeim ofviða ef kvótinn yrði af þeim tek- inn endurgjaldslaust. Svo einhliða eignabreyting gæti skapað usla í hagkerfinu, orðið verulegt áfall fyrir mai-ga aðila utan sjávarút- vegsins, ekki síst peningastofnanir, banka og lífeyrissjóði. Segja má að útgerðarfélögin hafi á kvótatíman- um unnið þjóðarbúinu gagn með því að gera fiskveiðar landsmanna mun hagkvæmari en þær voru áð- ur og því sé ekki úr vegi að umb- una þeim fyrir með endurgjadi fyr- ir aflahlutdeild. Hér er því lagt til að ríkisvaldið greiði útgerðaraðilum fyrir afla- hlutdeild þeirra, á uppkaupaverði, sem væri nálægt meðalverði hans á markaði þegar til lengri tíma er lit- ið. Aukning afla Sem betur fer hefur ástand flestra fiskistofna við landið verið að batna á undanfómum misserum. Fiskifræðingar hafa spáð enn frek- ari vexti stofnanna, sem væntanlega leiðir til aukins heildarafla á næstu árum. Þessi væntanlegi viðbótai-afli mun auðvelda fjármögnun á flutn- ingi yfir í annað fiskveiðistjómunar- kerfi samkvæmt þeim hugmyndum sem hér em settar fram. Vegna þess að markaðsvirði eignakvóta er hærra en verð á þeim leigukvóta sem ríkisvaldið gæti boðið upp þarf með einhverj- um hætti að fjármagna mismuninn til að byrja með. Leiga viðbót- araflaheimilda vegna stærri fiski- stofna, sem ekki væru látin leggj- ast við gildandi aflaheimildakerfi, leysti þennan fjármögnunarvanda ríkissjóðs. Setja má upp eftirfar- andi dæmi* og er hér stuðst við nú- verandi markaðsvirði kvóta: 12 þúsund tonna viðbótarkvóti leigður til 5 ára: + 4,6 milljarðar kr. 3% innköllun aflahlutdeildar - 9,6 milijarðar kr. 3% endurleigður aflakvóti til 5 ára: + 5,1 milljarður kr. Þannig gæti dæmið gengið upp og afkoma ríkissjóðs verið óbreytt eftir kvótaviðskipti ríkisins þetta árið. Fjármögnun uppkaupanna er aðallega vandamál fyrstu ára kerf- isbreytingarinnar. Hér verður að geta þess að markaðsvirði kvóta mundi eflaust breytast verulega eftir að þessi viðskipti hæfust í stórum stíl. Fjármögnun atvinnubreytinga Þegar fram í sækir eiga uppkaup á aflakvóta og uppboð á leigukvóta að skila ríkissjóði verulegum fjár- hæðum. Þessir tekjustraumar munu hafa áhrif á skattheimtu rík- isins, gengisskráningu krónunnar og fleiri þjóðhagslega þætti. Gera má ráð fyrir að kvótaviðskiptin hafi í för með sér atvinnubreytingar í landinu, líkt og kvótaviðskiptin á undanfornum árum hafa gert. Tekjur ríkisins af kvótaviðskiptum verður m.a. hægt að nota til að greiða fyrir þessum atvinnubreyt- ingum, uppbyggingu nýrra at- vinnugreina, en meiri fjölbreytni er talin mikilvæg fyrir mörg byggðar- lög í landinu. Þetta er áréttað í þingsályktunartillögu um byggða- mál sem forsætisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Viðskipti með kvóta Til þess að undirstrika risavaxna stærð fiskveiða og fiskveiðikvóta í efnahagslífi þjóðarinnar má minna á að viðskipti með kvóta námu mörgum tugum milljarða íslenskra króna á síðasta ári. Samkvæmt magntölum frá Fiskistofu og upp- lýsingum frá kvótamörkuðum um gangverð má ætla að þar af hafi viðskipti með aflamark innan árs numið á annan tug milljarða. Þessar stærðir vitna um umtals- verða fjármuni sem veiðendur afla hafa greitt handhöfum aflakvóta á einu ári. Af tölunum sést að veið- endur fisks á Islandsmiðum greiða háar upphæðir fyrir réttinn til veiðanna. Þeir greiða ýmist þeim"^ sem fengu kvótanum úthlutað 1984, þeim sem hafa erft hann eða enn öðrum sem hafa eignast kvót- ann síðar með kaupum. Heildarmarkaðsvirði kvóta á ís- landsmiðum má áætla á þriðja hundrað milljarða króna, en til sam- anburðar við þessar tölur má nefna að niðurstöðutala fjárlaga fyrir árið 1998 var samtals um 120 milljarðar króna og samanlagt verðmæti alls útflutnings þjóðai-innar á síðasta ári var um 130 milljarðar ki-óna. Breytingin á fiskveiðistjórnunar- kerfinu leiðir til þess að allir út- gerðaraðilar sitja í framtíðinni við sama borð varðandi veiðiheimildir*. og afgjald fyrir heimildirnar renn- ur í vaxandi mæli til ríkisins. Að lokum Með því að breyta fiskveiðistjóm- unarkerfinu á löngum tíma og með skipulegum hætti mætti forðast skaðlegar afleiðingar af snöggum breytingum fyrir efnahag þjóðar- innar. Slík hægfara breyting með endurgjaldi fyrii- aflahlutdeild ætti að vera sáttaleið út úr núverandi fiskveiðistjómunarkerfi, sem verð- ur umdeildara meðal þjóðarinnar með hverju árinu sem h'ður. í nýju fiskveiðistjómunarkerfi með uppboði aflaheimilda er ástæða til að hafa áhyggjur af því að stór- felldar breytingar á eignamyndun undir núverandi kvótakerfi skekki samkeppnisstöðu útgerðaraðila um aflaheimildir. En þessi skekkja er þegar til staðar og myndi fara vax- andi undir óbreyttu kerfi. * I þessu dæmi er byggt á heild- arkvóta reiknuðum í þorskígildi. Varanleg aflahlutdeild er reiknuð á 710 kr. pr. kg. og leigukvóti til fimm ára á 380 kr. pr. kg. Gert er ráð fyr- ir að byrja aðeins með 3% innköllun aflahlutdeildar. Höfundur cr rektor Samvmnu- háskólans á Bifröst. ÚR EINU KERFI YFIR í ANNAÐ Jónas Guðmundsson Vföerumnær enþiggrunar sjaumst! Jólamarkaður! Munið jólahandverks- markaðinn á laugardag 19. desember FJ Ö RÐU R - miðbœ Hgjmrjjaröar Opiðtilkl. 22.00 H1 I _■■■/■ og til kl. 23.00 á þorláksmessu Næg ókeypis bílastæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.