Morgunblaðið - 16.12.1998, Qupperneq 62
62 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
í DAG
■'V''
- f '£*p> j
.
Neskirkja
Safnaðarstarf
Kyrrðar- og
aðventustemmn-
ing í Laugar-
neskirkju
PAÐ hefur skapast góð hefð fyrir
því hjá kyrrðarvinum Laugarnes-
kirkju að hafa síðustu kyrrðarstund
fyrir jól með sérstökum hátíðarbrag
og halda einskonar litlu-jól með
meiri viðurgjörningi að stundinni
lokinni. Fimmtudaginn 17. desem-
ber kl. 12 verður þessi árvissa sam-
vera og er fólk hvatt til að láta hana
ekki framhjá sér fara.
Þann sama dag verður jólasam-
vera eldriborgara haldin í kirkjunni
kl. 14. Við það tækifæri mun Guð-
rún Hrund Harðardóttir leika á
víólu, systradúett mun syngja og
Þorgrímur Gestsson mun lesa úr
bók sinni „Mannlíf við Sund“ sem
einmitt fjallar um málefni sem eldri
Laugarnesbúum eru hugleikin. En
að lokinni dagskrá er kaffi og með-
læti í boði safnaðarins. Hvetjum við
allt það fólk sem lagt hefur leið sína
á samverur eldriborgara í kirkjunni
til að fjölmenna nú og njóta dag-
skrárinnar um leið og við bjóðum
nýja félaga hjartanlega velkomna.
Bjarni Karlsson sóknarprestur.
Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn
kl. 17.
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr-
aða kl. 13-17.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna-
stund, veitingar. Jólasamvera í
TTT-starfí (10-12 ára) kl. 16.30.
Jólatónleikar Kirkjukórs Grensás-
kirkju kl. 20.30. Stjórnandi Ámi Ar-
inbjarnarson.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for-
eldra ungra bama kl. 10-12. Jóla-
stund. Sr. Sigurður Pálsson. Starf
fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir
11-12 árakl. 18.
Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl.
18.
Langholtskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 13. Litlu jólin. Ólöf Kol-
brún syngur. Munið litlu jólapakk-
ana. Allir velkomnir. Ihugunar- og
fyrirbænastund kl. 18.
Laugarneskirkja. Jólafundur
„Kirkjuprakkara“ (6-9 ára börn) kl.
14.30. Jólafundur TTT (10-12 ára)
kl. 16. Jólatónleikar Drengjakórs
Laugarneskirkju í Seltjamarnes-
kii-kju kl. 20.
Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-
12. Jólagleði. Ungar mæður og feð-
ur velkomin. Bænamessa kl. 18.05.
Sr. Halldór Reynisson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum
er hægt að koma til presta safnað-
arins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17.
Breiðhoitskirkja. Kyirðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fímmtudögum kl.
10.30.
Grafarvogskirkja. KFUK fyrir
stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar
kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl.
16.30.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára
börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf á
sama stað með 10-12 ára (TTT)
börnum kl. 17.45-18.45.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun í
dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir
velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna-
efnum í kirkjunni og í síma
567 0110. Léttur kvöldverður að
bænastund lokinni.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi-
stund, spil og kaffí.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30.
Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22
í minni Hásölum.
Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið
hefst með borðhaldi í Kirkjulundi
kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22.
Námskeiðið er fræðsla um kristna
trú fyrir hjón og einstaklinga.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
10 foreldramorgunn. Samvera for-
eldra með ungum börnum sínum.
Kl. 12.05 bænar- og kyrrðarstund í
hádeginu. Kl. 14.40 og kl. 15.30 síð-
ustu fræðslustundir fermingar-
barna fyrir jól. Næsti biblíulestur
verður miðvikudagskvöldið 13. jan-
úar á næsta ári.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. I til-
efni jólanna fellum við niður hefð-
bundna dagskrá og setjum upp
kaffíhúsastemmningu frá kl. 20 og
fram eftir kvöldi. Þar verður mikiil
og lífleg dagskrá, m.a. lofgjörðar-
hópurinn ásamt einsöngvurum,
unglingakórinn, Helga og Hjalti og
ýmislegt fleira. Við seljum heitt
kakó með þeyttum rjóma, kaffi og
jólasmákökur. Allir hjartanlega vel-
komnir.
VELVAKAJVPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver á myndina?
ÞESSI mynd er í myndaalbúmi sem fannst við Álf-
heima 26. Upplýsingar í síma 569-1318.
Til gamans!
OKKUR íslendingum
þykir vænt um málið okk-
ar og samanborið við ná-
granna okkar og frændur
á Norðurlöndunum t.d.,
megum við þrátt fyrir allt
vera stoltir af því hvað fá
tökuorð eru í daglegu máli
manna hér.
Þó er það þannig, að
mönnum hætti til þess að
ofnota sum hugtök. Einn
tekur upp eftir öðrum og
fjölmiðlafólk sérstaklega
ber mikla ábyrgð í þessu
efni, því málnotkun þeirra
er fordæmi margra. Eg
nefni örfá atriði sem mér
dettur í hug.
I dag slasast allir í
fréttunum, en enginn
meiðist eða hlýtur meiðsl.
Menn aðeins slasast lítils-
háttai’. Menn vinna ekki
lengur baki brotnu eða af
kappi, heldur vinna nú all-
ir hörðum höndum. Þá eru
dýr farin að búa í húsum
eða við götur, einnig börn.
Hugtakið „að búa“ er ekki
þannig eins og ég þekki
það. Ánnað orðasamband
sem er ofnotað, en það er
búið að vera. Eg nota hug-
takið til dæmis svona.
„Kommúnisminn er búinn
að vera“!!, en samkvæmt
nýju merkingunni gæti
maður sagt: „það er búið
að vera hörmulegt að lifa
við kommúnisma!
Enn eitt ofnotað orð er
„Okei“ eða orðasamband-
ið „allt 1 lagi“. Menn Ijúka
varla símtaji í dag án þess
að segja „Ókei, allt í lagi,
bless, bless“!!! Eg heyi'ði
jafnvel í fyrradag þing-
mann ljúka símtali við
fréttamann með „Allt í
lagi!!“ þó svo hann hafí
verið að tala um deilumál
á Alþingi þar sem hann
sannarlega taldi ekki allt
vera í lagi!
Hlustandi.
Lélegar póstsamgöng-
ur milli landa
ÉG ER að bíða eftir send-
ingu í póstinum frá Bret-
landi sem var sett í póst 1.
desember en er enn ekki
komin. Eru það Flugleiðir
sem standa sig ekki í póst-
flutningunum eða er það
pósturinn hér heima? Ég
fékk sendingu frá Þýska-
landi fyifr stuttu og það
var sama sagan, það tók
álíka tíma að koma þessu
á milli landa. Við nútíma
samgöngur er þetta alveg
óti-úlegur tími og fólk er-
lendis undrast á þessum
seinagangi.
Viðtakandi.
Leitað að
leigubílstjóra
KONA sem tók leigubíl
frá Rimahverfí í Bakka-
hverfí fyrir ca. 2 mánuð-
um, lét úrið sitt í pant hjá
leigubílstjóra á rauðum
leigubfl. Hún biður hann
að hafa samband við sig
því hún týndi miðanum
sem hann lét hana fá.
Saknar hún úrsins sár-
lega. Er hún í síma
557 8405.
Tapað/fundið
Gírahjól í óskilum
DBS-gírahjól, 21 gíra, er í
óskilum á Seltjarnarnesi.
Upplýsingar í síma
552 7271.
Heimapijónuð
angóruhúfa týndist
RÖNDÓTT angóruhúfa
heimaprjónuð týndist á
leiðinni frá Síðumúla nið-
ur í Kolaport, bakatil.
Þeir sem hafa séð húfuna
hafi samband í síma
555 4471.
Plastpoki týndist
við Gullteig
PLASTPOKI merktur
Tónastöðin með píanó-
námsbókum týndist lík-
lega á Gullteigi sl. mið-
vikudag. Þeii' sem hafa
orðið varir við pokann hafi
samband í síma 551 7646.
Dýrahald
Kisa er týnd
TÝNST hefur svört og
hvít læða frá Brúarási á
Norðurhéraði. Hún hvarf
að heiman 8. desember og
var þá með bleika ól um
hálsinn. Hennar er sárt
saknað af eigendum. Ef
einhver hefur orðið henn-
ar var er hann beðinn að
hringja í síma 471 1046
eða 471 1047. Fundarlaun.
Læða í óskilum
í Seljahverfi
BRÖNDÓTT læða fannst
í Seláshverfí mánudaginn
7. desember. Upplýsingar
í síma 567 6989.
Dimmalimm er týnd
KOLSVÖRT 7 ára gömul
læða týndist úr Háskóla-
hverfínu í september sl.
Hún heitir Dimmalimm
og var með silfurlitaða ól
og rautt merkispjald þeg-
ar hún hvarf. Ibúar á
Öskjuhlíðarsvæðinu eru
vinsamlega beðnir að
svipast um eftir henni.
Vinsamlega látið vita í
síma 551 5301.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í mik-
ilvægri skák á heims-
meistaramóti unglinga 20
ára og yngri í Kalkútta á
Indlandi í nóvember.
Zhang Zhong (2.510),
Kína, var með hvítt, en
Darmen Sadvakasov
SVARTUR leikur og vinnur.
(2,440), Ka-
sakstan, hafði
svart og átti
leik.
36. - Hxa3+! 37.
bxa3 - Dc3+ 38.
Ka2 - Db3+ 39.
Kal - Hc2 og
hvítur gafst
upp.
Sadvakasov
sigraði örugg-
lega á mótinu,
hlaut 10M> vinn-
ing af 13 mögu-
legum, en Zhang Zhong
varð annar með 9*/z v.
3.-4. Banikas, Grikklandi
og Dao Thien, Víetnam 9
v.. 5.-8. Fedorsjúk, Úkra-
ínu, Janssen, Hollandi,
Sashikiran, Indlandi og
Salmensuu, Finnlandi 8 v.
o.s.frv.
Guðmundar Arasonar
mótið: Þriðja umferðin er
tefld í kvöld. Taflið hefst
kl. 17 í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfírði.
Yíkveiji skrifar...
MEÐ sunnudagsblaðinu síðasta
fylgdi átta síðna blaðauki til-
einkaður lífi og starfí Margrétar
Guðnadóttur prófessors. Víkverji
hafði mikla ánægju af lestri þessa
blaðauka, því það er beinlínis dýr-
mætt að fá innsýn inn í líf og störf
þessarar manneskju, sem þrátt fyr-
ir augljós afrek á vísindasviðinu,
hefur bersýnilega aldrei verið fyrir
það gefín að trana sér fram.
Það er margt sem vekur athygli
við lestur greinanna um Margréti:
hennar eigin frásögn af uppvextin-
um á Vatnsleysuströnd; fátæktinni,
sem þó aldrei var nefnd því nafni;
það hvernig hún brýst til mennta,
með dyggum stuðningi eldri systk-
ina, sem hafa greinilega séð hvaða
námsmaður bjó í fermingar-
stúlkunni ungu; hvernig hún lýsir
Birni Sigurðssyni sem hennar besta
kennara, að öðrum ólöstuðum;
hvernig hún eftir afar óhefðbund-
inni leið komst í rannsóknastöðu við
ekki ómerkari menntastofnun en
Yale-háskólann; hvernig hún lýsir
því að vera vísindamaður af guðs
náð, en um leið einstæð tveggja
bama móðir o.s.frv.
Þessi blaðauki er hafsjór af fróð-
leik um stórmerka konu og stór-
skemmtilegur aflestrar.
xxx
DÓMUR Hæstaréttar í kvóta-
málinu á eftir að verða lengi á
vörum landsmanna, á því leikur
enginn vafi. Hvar sem Víkverji hef-
ur komið að undanförnu er dómur-
inn til umræðu manna á meðal, við-
brögð við honum, hvort sem er póli-
tísk eða annars konar viðbrögð. All-
ir virðast hafa mjög ákveðnar skoð-
anir á þessu máli og sannfæring
manna virðist vera fyrir því, að físk-
veiðistjómunarkerfið muni taka
breytingum til hins betra, í kjölfar
dómsins.
Víkverji hejrrði á dögunum af því,
eftir að forsætisráðherra hafði gert
heldur lítið úr gildi dómsins, þar
sem Hæstiréttur hefði einungis ver-
ið skipaður fimm dómurum en ekki
sjö, að einn hæstaréttardómarinn
hefði látið þau orð falla, að þegar
Hæstiréttur fjallaði um fímmtu
grein laganna um stjórnun fisk-
veiða, þá væri dómurinn skipaður
fímm dómurum, en þegar hann
myndi fjalla um sjöundu gi-ein lag-
anna yrði hann að sjálfsögðu skip-
aður sjö dómurum! Hver hélt því
svo fram að hæstaréttardómarar
hefðu enga kímnigáfu?!
xxx
HVAÐ er eiginlega á seyði með
þetta blessaða GSM-kerfi,
hugsar Víkverji einatt og iðulega.
Einhvern veginn er það svo, að það
sem maður var eitt sinn svo þakk-
látur fyrir, þessar líka óhemju
tækniframfarir sem gerðu manni
kleift að vera í símasambandi hvar
sem er og hvenær sem er, hefur
aldrei verið. Það er farið að fara í
taugarnai' á Víkverja að nota GSM-
símann, því það gerist a.m.k. í öðru
hverju símtali að sambandið rofnar,
þagnir koma sem vara í einhverjar
sekúndur og svo kemst stundum á
samband á nýjan leik og svo fram-
vegis. Þegar talað er í GSM-síma er
helmingi algengara en ella, að ann-
ar hvor eða báðir verði að endur-
taka megnið af því sem sagt hefur
verið, vegna þessarar lausagöngu
sambandsins. Víkverji veltir því fyr-
ir sér hvort ekki hafí almennt dreg-
ið úr notkun GSM-símanna og hvort
eitthvað verði gert til þess að bæta
úr þessu.