Morgunblaðið - 16.12.1998, Síða 72

Morgunblaðið - 16.12.1998, Síða 72
Starf okkar þitt starf Verzlunarmannafélag Reykjavíkur MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3010, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hafrannsóknastofnun Milljón tonn ^ vantar miðað við fyrri spár HAFRANNSÓKNASTOFNUN mun halda í loðnuleitarleiðangur í byrjun nýs árs, en miklu minna fannst af kynþroska loðnu í rann- sóknaleiðangri stofnunarinnar í nóv- ember en búist hafði verið við. Um 360.000 tonn mældust af kynþroska loðnu og sérstaka athygli vakti að sá hluti stofnsins virtist heldur illa á sig kominn, magur og rýr. Af ókyn- þroska loðnu mældust 480.000 tonn, en hún mun ekki hrygna fyrr en árið ' —»0000. Samkvæmt fyrri spám um stærð loðnustofnsins var loðnustofninn áætlaður um 2,1 milljón tonna. Mið- að við það var gert ráð fyrir að heild- arkvóti fyrir Island, Grænland og Noreg gæti orðið 1.420.000 tonn. Kvóti til bráðabirgða var gefinn út í sumar, 945.000 tonn. Hjálmar Vilhjálmsson fískifræð- ingur segir niðurstöður rannsókn- anna svo langt frá því sem búist hafði verið við að ákveðið hafí verið að fara í annan loðnuleiðangur í upphafi nýs “■"-'árs. Hafrannsóknastofnun mun því ekki leggja til neinar breytingar á loðnukvótanum fyrr en að lokinni endurmælingu stofnsins í janúar. „Það vantar hátt í hálfa milljón tonna til þess að sá kvóti, sem þegar hefur verið úthlutað, standist, og annað eins ef spáin á að ganga eftir, þannig að þau milljón tonn af loðnu sem hefðu þurft að vera á svæðinu svo að spár gangi eftir var hvergi að finna,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson. Loðnuskipin eru nú í landi vegna brælu, en um helgina fundu þau gríðarlega loðnuflekki norður af Langanesi og bendir það til þess að loðnan sé gengin á miðin. I Milljón tonn/B2 Morgunblaðið/Kristján Mokar snjó í stað loðnu SVEINBJÖRN Jónsson háseti á nótaskipinu Þórði Jónassyni EA var að nioka snjó af dekk- inu er ljósmyndari Morgun- blaðsins var á ferð um Torfu- nefsbryggju í gær. Hann sagð- ist þurfa að láta sér snjómokst- ur duga 1 stað þess að moka upp loðnu, þar sem ekki verði reynt frekar við loðnuna fyrir hátíðarnar. Sveinbjörn sagði veiðarnar hafa gengið alveg skelfilega illa og skipið aðeins landað samtals 1.400-1.500 tonnum í nokkrum veiðiferðum frá því í október. „Þetta er rétt eins og einn farmur hjá þeim stóru.“ INTIS sendir kæru f mörgum liðum til Samkeppnisstofnunar Krafist róttækra aðgerða í málefnum Landssímans INTIS hf., Internet á íslandi, hefur sent Samkeppnisstofnun kæru, þar <C >-iem gerð er krafa um róttækar að- gerðir í málefnum Landssíma Is- lands. „Næstu mánuðir munu skera úr um framtíð í fjarskiptum á ís- landi og til útlanda. Þess vegna fer Internet á íslandi hf. (INTIS) fram á skjóta afgreiðslu Samkeppnis- stofnunar á þessu erindi og að að- gerðir verði tímasettar markvisst. INTIS mótmælir öllum undanþág- um og fresti til að mæta kröfum laga og samninga um kostnaðar- greiningu og aðgreiningu í rekstri LÍ,“ segir í inngangi kærunnar, sem send var Samkeppnisstofnun hinn '*“7. þessa mánaðar. I erindinu, sem undirritað er af Þórði Kristinssyni, stjórnarfor- manni INTIS, er rakið að óbreytt samkeppnisstaða á markaði hindri að Islendingum nýtist þeir miklu möguleikar sem búa í Intemet- þjónustu hérlendis. _ Gerð er krafa um að Landssíman- ^im verði gert að birta opinberlega stofn- og rekstrarkostnað við grunnsambönd í CANTAT-3 sæ- strengnum til útlanda og grunn- sambönd innanlands í þeim tilgangi að stuðla að auknu gagnsæi mark- aðarins og tryggja að verðlagning sé í samræmi við kostnað, en fyrir- tækið telur að sambönd þessi séu verðlögð langt yfir kostnaðarverði. Fjárhagslegur aðskilnaður Einnig er í erindinu vísað til fyi-ri ákvörðunar samkeppnisráðs um fjárhagslegan aðskilnað innan Landssímans og sagt að INTIS telji ástæðu til að kanna sérstaklega hvernig fjárhagslegum aðskilnaði hefur verið háttað milli internet- þjónustu og annarrar starfsemi Landssímans. „Internetþjónusta LI býður nú nýjum notendum heilu og hálfu árin ókeypis í dýrustu markaðsherferð sem um getur á þessu sviði og önn- ur fyrirtæki hafa enga burði til að keppa við. LÍ er augljóslega að sölsa undir sig eins stóran hlut og mögulegt er af þessum markaði af fullri hörku, beint og óbeint, án til- lits til sérstöðu sinnar á markaðn- um,“ segir í erindinu. Þar er gerð krafa um fjárhags- legan aðskilnað milli intemetþjón- ustu LÍ og allra annarra þátta í rekstri LÍ og að þess sé „gætt sér- staklega að rekstur intemetþjón- ustu sé ekki niðurgreiddur af annarri starfsemi LÍ.“ Ennfremur er gerð krafa um að internetþjónustu Landssímans verði gert að „greiða þátttöku í yfir- stjórn, fasteignum og annarri að- stöðu og stoðþjónustu eins og um óskyldan aðila væri að ræða. Jafn- framt verði tryggt að stofnframlög LI til internetþjónustu sinnar í formi búnaðar, aðstöðu og annars verði færðar í efnahagsreikning internetþjónustu LI á markaðs- verði.“ Þá gerir INTIS kröfu um að birt verði reikningsskil um afkomu internetþjónustu LI frá upphafi og öll viðskipti milli internetþjónustu LI og annarra hluta LÍ verði verð- lögð á markaðsverði sem öllum standi til boða. Ennfremur kemur fram krafa um að Landssímanum verði meinað að beita áhrifum sínum innan fyrir- tækja sem eru í viðskiptum við INTIS til að þau færi viðskipti sín til internetþjónustu LÍ. Aðgangur án endabúnaðar Þar er ennfremur farið fram á að gjaldskrá Landssímans miðist við að fyrirtækinu verði gert skylt að bjóða aðgang að leigulínum án þess að gerð séu skilyrði um tiltekinn endabúnað í eigu Landssímans. „Því er haldið fram að núverandi takmarkanir hindri eðlilega fram- þróun og vinni gegn hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta," segir í erindinu. Loks krefst INTIS að Landssím- anum verði gert að greiða skaða- bætur til þeirra sem leigja línur af fyrirtækinu „vegna síendurtekinna rangra, ófullnægjandi og villandi upplýsinga sem fyrirtækið hefur látið fara frá sér í samtölum um væntanlegar verðbreytingar á leigulínum innanlands". 600 milljón- ir til varna við ofan- flóðum ÁÆTLAÐ er að verja rúmlega 600 milljónum króna úr Ofanflóðasjóði á næsta ári í gerð snjóflóðamann- virkja, en umhverfísráðherra kynnti á ríkisstjórnaifundi í gær fram- kvæmdaáætlun um varnir gegn of- anflóðum til næstu tveggja ára. Að sögn Smára Þorvaldssonar verkfræðings, starfsmanns Ofan- flóðasjóðs, er meðal verkefna á þessu tímabili gerð leiðigarðs á Isa- firði, verklok við gerð leiðigarða á Siglufirði, bygging þvergarða og stoðvirkja í Neskaupstað og gerð leiðigarða á Seyðisfirði, ásamt snjó- flóðavörnum á Patreksfirði og í Bíldudal. Rammaáætlun um biýnar vamir á landsvísu við ofanflóðum til ársins 2010 var gerð 1996 og árið 1997 samþykkti ríkisstjómin ramma- áætlunina ásamt tveggja ára fram- kvæmdaáætlun. A tímabilinu til 2010 var áætlað að verja 7,5 millj- örðum króna til varna við ofanflóð- um og þegar hefur verið varið rúm- lega einum milljarði króna til fram- kvæmda á þessu sviði. Þar á meðal eru varnir við Flateyri og á Siglu- firði, tilfærsla byggðar í Súðavík og uppkaup 20 húsa í Hnífsdal. --------------------- A-flokkar og Kvennalisti Viðræður halda áfram ENGIN niðurstaða varð af fundi kjömefndar A-flokkanna og Kvennalistans í gærkvöldi um fyrir- komulag framboðsmála í Reykjavík en ákveðið var að halda viðræðun- um áfram í dag á fundi sem hefst kl. 17.30. Fulltrúar A-flokkanna lögðu fram sameiginlega tillögu á fundinum í gær um að viðhaft verði prófkjör í síðari hluta janúar um röðun í efstu átta sætin á væntanlegum fram- boðslista, þar sem tryggt verði að hver flokkur fái a.m.k. tvö sæti og Jóhönnu Sigurðardóttur verði tryggt 4. sætið. Fulltrúar Kvennalistans komu fram með breytingartillögur á fundinum og verða þessar tillögur og útfærsla þeirra til frekari um- fjöllunar í dag, að sögn Hauks Más Haraldssonar, fulltrúa Alþýðu- bandalagsins. ■ Traust kjósenda/36 POTTASLEIKIR DAGAR TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.