Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framlag ríkis til kvik- myndagerðar aukið BJÖRN Bjamason menntamála- ráðherra og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra undirrita í dag, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, samkomu- lag við fímm helstu hagsmunafélög í kvikmyndagerð um að efla íslenska kvikmyndagerð á næstu árum. í því felst meðal annars að framlag ríkis- ins til Kvikmyndasjóðs hækkar um 40 milljónir á milli ára, frá því í ár og fram á það næsta. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir því að fjárframlög til Kvikmyndasjóðs Islands aukist á næstu áram, þannig að árið 2002 verði þau allt að 200 milljónir króna, til þess að framleiða fímm íslenskar kvikmyndir í fullri lengd. Ríkisstjórnin skuldbindur sig með samkomulaginu til að auka fjárframlag til kvikmyndasjóðs í fjórum áfóngum, um 40 milljónir fyrir næsta ár og um 30 milljónir á ári næstu þrjú ár eftir það. Með því á að vera unnt að veita allt að 40% styrk af framleiðslukostnaði hverr- ar myndar, til fimm leikinna ís- lenskra kvikmynda í fullri lengd á ári, í stað 20% núna. Framhald stefnumörkunar Að auki felur samkomulagið í sér að verði Menningarsjóður útvarps- stöðva lagður niður, en um það ligg- ur fyrir frumvarp á Alþingi, mun á næstu fjórum árum eftir það verða veitt fé úr ríkissjóði í sérstaka deild í Kvikmyndasjóði til að gera heim- ildarmyndir, stuttmyndir og fleiri myndir sem ekki teljast leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Bjöm Bjarnason segir að fé til kvikmynda hafí verið aukið jafnt og þétt á þessu kjörtímabili og sam- komulagið sé framhald þeirrar stefnumörkunar: „I haust tóku menn að ræða um að æskilegt væri að ná samkomulagi um umfang ís- lenski'ar kvikmyndagerðar í stað þess að metast um hver opinber stuðningur við hana ætti að vera. Þetta samkomulag er framhald af þeirri stefnu okkar að efla Kvik- myndasjóð og menn eru sammála um að með því geti íslensk kvik- myndagerð gegnt eðlilegu hlutverki í íslensku menningarlífi," segir Björn Bjarnason, menntamál- aráðherra. Þorfinnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, segir lítið framlag ríkissjóðs til kvikmyndagerðar undanfarið hafa verið eitt helsta vandamál greinar- innar. Með samkomulaginu sé það stói'lega bætt. Dómsmála- og heilbrigðisráðuneyti Bann við áfeng- isauglýsingum í fullu gildi DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og heilbx-igðisráðuneytið hafa sent dreifibréf til forsvarsmanna allra fjölmiðla þar sem vakin er athygli þeirra á banni við hvers konar auglýsingum á áfengi og einstökum áfengistegundum. I dreifibréfinu er minnt á að bi'ot á áfengislögum varða sektum eða fangelsi í allt að sex ár, og hefur ríkissaksóknari beint þeim tilmæl- um til alh-a lögreglustjói-a að þeir taki til rannsóknar öll meint brot á umræddu banni. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögfi'æðings í dómsmálaráðuneyt- inu er dreifibréfið sent að gefnu til- efni. „Það tilefni er það flóð áfeng- isauglýsinga sem að undanförnu hefur dunið á þjóðinni, bæði í blöð- um og sjónvarpi. Þetta flóð virðist tilkomið vegna niðurstöðu í refsimáli í Héraðsdómi þar sem úr- skurðað var að bannið bryti í bága við tjáningarfrelsi og fleiri ákvæði stjórnarskrárinnar. Ríkissaksókn- ari tók þá ákvöi'ðun að því máli yrði áfrýjað og því er bannið við áfengis- auglýsingum sem er í 20. gr. áfeng- islaganna í fullu gildi. Með dreifi- bi'éfinu viljum við jafnfi'amt minna á að lögi'eglan mun taka öll brot á banninu til rannsóknar," segir Stefán. Jólatré á Arnarhóli UM þessar mundir eru borgar- starfsmenn í óða önn að skreyta Reykjavík fyrir jólin. Þessir þrír voru að reisa jólatré undir stytt- unni af Ingólfi Amarsyni. --------- Huginn ehf. Nýtt skip smíðað í Chile ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Huginn ehf. í Vestmannaeyjum undirritaði í gær samning við skipasmíðastöðina Asmar í Chile um smíði og kaup á nýju fiskiskipi. Um er að ræða skip, sem stunda mun veiðar í nót og flottroll og kemur það í stað nóta- skipsins Hugins VE, sem er í eigu fyrirtækisins. Skipið sem smíðað verður í Chile verður með stærri skipum íslenzka fískiskipaflotans. Það verður 68,3 metra langt og 14 metra breitt. Burðargeta verður um 1.800 tonn. Það vei’ður búið sjókælibúnaði fyrir afla og er aðalvél 5.800 hestöfl. Verð á skipinu fæst ekki gefið upp. Svo vill til að skrifað var undir samning um smíði á Hugin VE í Noregi fyrir nákvæmlega 25 ánxm. Það verða því um 25 ár milli endui'- nýjunar hjá Hugin ehf., en núvei'- andi skipi hefur verið bx-eytt mikið frá því sem var. Nýja skipið verður afhent kaupendum eftir 14 mánuði. Þegar hefur verið samið um smíði eins íslenzks fiskiskips frá sömu skipasmíðastöð. Morgunblaðið/Golli Fjárlög næsta árs 2,6 milljarða afgangur MEIRIHLUTI fjárlaganefndar Alþingis gerir ráð fyi’ir því að tekjuafgangur í’íkissjóðs á næsta ári verði um 2,6 milljarðar í stað 1,9 milljarða eins og gert var í'áð fyrir í fjái’lagaframvai'pinu fyrir árið 1999 frá því í haust. Sam- kvæmt þessu ætti í'íkisstjórnin að ná því markmiði að gi'eiða niðui' skuldir ríkissjóðs um 30 milljarða á þessu og næsta ári, að sögn Jóns Kristjánssonar fonnanns fjái'laga- nefndar. Óvíst var í gærkvöldi hvenær hefja ætti þriðju og síðustu um- ræðu um fjárlagafi’umvai'p næsta árs á Alþingi en stefnt var að þvi að hún færi fram í dag. Breytt þjóðhagsspá, sem gexar ráð fyrir auknum hagvexti, og end- urmat á sölu eigna ríkissjóðs í ljósi markaðsverðs skýrir stóran hluta tekjuaukans frá því í haust. Yfírmaður kvenlækningasviðs Ríkisspítala um reksturinn Sviðin njóti sértekna NAUÐSYNLEGT er að einstök svið Ríkisspítala fái sjálf að njóta sér- tekna sinna, að mati Kristjáns Sig- urðssonar, sviðsstjóra kvenlækn- ingasviðs Ríkisspítala, í grein um rekstur og hagræðingu sem birtist í Morgunblaðinu í dag„ en um næstu áramót verða 50 ár liðin frá stofnun fæðinga- og kvensjúkdómadeildar Landspítala. Kristján segir ljóst að stjórnunar- kerfi sem ekki leiði til hvatningar til tekjuöflunar leiði til stöðnunar og segir hann því ekki að undi'a að halli Ríkisspítala stefni í um einn milljarð við lok ársins. Kiástján nefnir sem dæmi að tekjur tæknifrjóvgunar- deildar kvenlækningasviðs vegna glasafrjóvgana hafi á síðasta ári ver- ið um 43 milljónir en rekstrax'- kostnaður deildarinnar verið 45 milljónir. Sértekjurnar hafi runnið til almenns reksti'ar Ríkisspítala en deildinni verið úthlutað 36 milljón- um til reksti-ai'ins og því hafi tap kvenlækningasviðs vegna hennar numið um 9 milljónum króna. Ái'in 1991 til 1997 fæddu 496 kon- ur alls 659 börn eftir glasafrjóvgun- armeðferð. Þurfti alls að veita með- ferð 1.591 sinni vegna þessara fæðinga. Fæddust 430 drengir á þessum tíma og 319 stúlkur en við þessa tölu má bæta 200 börnum sem fæddust eftir tæknisæðingar. Kristján Sigurðsson segir það merkilegt að sértekjumar skuli ekki renna til viðkomandi sviða en vegna sértekna minnki fjárveitingar til Ríkisspítala sem þeim nemi. „Þessi sérkennilega ráðstöfun leiðir til þess að öflun sértekna er ekkert kappsmál fyrir einstök svið þar sem þessar tekjur nýtast einstökum sviðum að litlu leyti,“ segir Krist- ján. ■ Rekstur og hagi-æðing/46 Gosmyndir á mbl.is Á VEF Morgunblaðsins á Netinu er nú að finna sýningu á ljósmynd- um af gosinu í Grímsvötnum i Vatnajökli. Á vefnum er einrug fréttasamantekt af gosinu og frétt- ir frá eldsumbrotunum 1996. LAUGARDÖG Lasse Kjus vann annað brunið í röð/B4 ■.......................... Birkir fimmti islendingurinn hjá Bolton/B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.