Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNB L AÐIÐ LANDIÐ Hveragerði - Sá skemmtilegi siður hefur lengi verið við lýði í Grunnskólanum í Hveragerði að nemendur safnast saman einu sinni á dag í miðrými skólans og syngja jólalög á aðventunni. Hljómsveit er jafnan stofnuð af þessu tilefni og eru meðlimir hennar ýmsir starfsmenn skól- ans sem liðtækir eru á hljóðfæri. Skólastjórinn, Guðjón Gangasöng- ur í Grunn- skólanum í Hveragerði Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Sigurðsson, stjórnar síðan söngnum af röggsemi. Það mátti greinilega heyra að nem- endum fannst þetta skemmtileg tilbreyting frá amstri hvers- dagsins. Einnig mátti glöggt heyra á undirtektum hvaða jólalög eru vinsælust og tóku krakkarnir hressilega undir í sínum upp- áhaldslögum. Samkoma í tilefni út- gáfu Kvískerjabókar Hnappavöllum - Nýlega var haldin samkoma í Hofgarði í Öræfum í til- efni útkomu Kvískerjabókar. Bókin er til heiðurs systkinunum á Kvískerjum en eins og vitað er eru Kvískerjabræður í hópi merkustu vísindamanna Islands þótt sjálf- menntaðir séu. I bókinni eru margar greinar um margvísleg málefni svo sem jarðfræði, jökla, gróðurfar og dýralíf auk enduiTninninga dvalar- gesta á Kvískerjum. I bókinni birt- ast nýjar rannsóknir á mörgum sviðum. I bókarlok er birt ritskrá Kvískerjabræðra. Alls rita rúmlega 30 höfundar í bókina auk ávarps forseta Islands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Það er sýslusafn Austur-Skafta- fellssýslu sem gefur bókina út. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson NÚLIFANDI Kvískerjabræður, Helgi, Hálfdán og Sigurður Bjömssynir. Morgunblaðið/Theodór Jólasveinarnir komnir úr Hafnarfjalli Borgarnesi - Það ríkti mikill arnesi á dögunum. Því þá var spenningur hjá yngstu einnig von á jólasveinunum ofan kynslóðinni þegar kveikt var á úr Hafnarfjalli með epli handa jólatrénu á Kveldúlfsvelli í Borg- öllum sem hafa vildu. Morgunblaðið/KVM Jólagjafir Grundarflrði - Börn í leikskól- anum í Grundarfirði komu ásamt leikskólakennrum í Vöru- flutningamiðstöð Ragnars og Ásgeirs að afhenda jólapakka til barna í Bosníu. Ragnar og Ás- geir munu flytja pakkana fyrir til Bosníu eigin reikning til Reykjavíkur, en þaðan fara þeir til jólasveins- ins á Akureyri, sem flýgur með þá suður í Evrópu. Börnin fengu að skoða einn bílinn og var gef- ið lakkrískonfekt sem þótti góð- ur greiði. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson Reyklaus skóli á Hellissandi Hellissandi - Er það ekki fréttaefni fyrir Morgunblaðið að skólinn okk- ar skuli vera reyklaus? spurðu nemendur Grunnskólans á Hell- issandi fyrir stuttu, við höfum oft séð svoleiðis í blöðunum. Fréttarit- ari hélt það nú. Viltu þá ekki koma og taka af okkur mynd? spurðu þau. Og fréttaritarinn skaust einn morguninn út í grunnskóla og myndaði elstu bekkina sem hafa látið útbúa sér boli í tilefni af því að skólinn skuli vera reyklaus í vetur. Á bolina er letrað; „Hver sígaretta styttir líf þitt um 10 mínútur. Túnir þú því? Ekki ég.“ Nokkrir nemendur voru spurðir hvers vegna þeir vildu ekki og ætluðu ekki að reykja? Friðrik Kristjánsson sagði að það væri nú svo augljóst að það borgaði sig ekki. Það kostar mikið og spillir heilsunni. Arnór Guðmundsson var alveg á sama máli og sagðist vona að hann gerði það aldrei og á sama máli var Sigrún Jónsdóttir. s Iþrótta- skólabörn á Blönduósi í jólafrí Blönduósi - Börnin eru þessa daganna að fara í jólafrí frá skól- anum. Það verður líka frí í íþróttaskóla ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi sem Berglind Björnsdóttir íþróttakennari hef- ur haft umsjón með í vetur fyrir tíu ára krakka og yngri. I síðasta íþróttatíma fyrir jól gerðu krakkarnir sér dagamun, settu upp jólasveinahúfur og fengu jólasveina í heimsókn. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.