Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 27 Málshöfðun tíl embættismissls - ferlið Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í dag greiða atkvæði um hvort hefja eigi málshöfðun til embættismissis á hendur Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Verði tillaga dómsmálanefndar deildarinnar þar að lútandi samþykkt, mun málið verða flutt í öldungadeildinni. Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar 1. Samþykkti 5. október að mæla með því að hafin yrði rannsókn, sem leitt gæti til atkvæðagreiðslu í fulltrúa- deildinni um hvort hefja ætti málshöfðun til embættis- missis á hendur Clinton. 3. Hóf vitnaleiðslur í málinu 19. nóvember. Meðal þeirra sem báru vitni voru Clinton og sérskipaði saksóknarinn Kenneth Starr. Fulltrúadeildin 2. Samþykkti 8. október að rannsókn yrði hafin. Oldungadeildin 6. Málshöfðun til embættismissis yrði væntanlega hafin í byrjun næsta árs. Forseti hæsta- réttar Bandaríkjanna myndi stýra yfirheyrslun- um og öidungardeildar- þingmenn gegndu hlutverki kviðdómenda. 4. Samþykkti 12. desember að vísa fjórum ákærum á hendur forsetanum til n afgreiðslu í fulltrúadeildinni. Richard Nixon sagði af sér á þessu stigi málsins árið 1974. 5. Greiðiratkvæðiídag um hvort hefja eigi málsókn til embættis- missis. Verði það sam- þykkt mun málið verða flutt í öldungadeildinni. 7. Aukinn meirihluta (67 þingmenn af 100) þarf til að samþykkja að víkja forsetanum úr embætti. Repúblikanar eiga nú 55 sæti í deildinni og demókratar 45. Atkvæði greidd í dag um hvort hefja eigi málshöfðun á hendur Clinton Umræður á þingi í skugga árása á Irak Washington. Reuters. FULLTRÚADEILD Band- aríkjaþings greiðir í dag atkvæði um hvort hefja eigi málsókn til embættismissis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa gagnrýnt harð- lega að umræða um hugsanlega brottvikningu forsetans úr embætti fari fram í þinginu á sama tíma og hernaðaraðgerðir standa yfir gegn Irak, en repúblikanar hafa á hinn bóginn lýst yfir efa- semdum um að tímasetning árásanna hafi verið tilviljun. Meirihluti repúblikana í full- trúadeildinni hafði ráðgert að greiða atkvæði um ákærana gegn Clinton á fimmtudag, en um- ræðunni var frestað á miðvikudag, eftir að forsptinn hafði fyrirskipað árásirnar á Irak. Þingmenn demókrata lögðust hart gegn því að umræða um hugs- anlega málshöfðun til embættis- missis færi fram á meðan band- arískt herlið tæki þátt í hernað- araðgerðum á erlendri grundu. Richard Gephardt, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, varaði við því að það gæti verið „misskilið sem merki um óein- ingu“. „Ég tel að við séum að senda röng skilaboð til Saddams Husseins, Breta, Rússa og Kín- verja, með því að [láta umræðuna fara fram] í fulltrúadeildinni í dag,“ sagði Gephardt í gær. Diek Armey, leiðtogi repúblik- ana í fulltrúadeildinni, vísaði þess- ari gagnrýni á bug, og vitnaði í þau ummæli Clintons á fimmtudag að umræðan í fulltrúadeildinni græfi ekki undan stöðu hans í Iraksdeil- unni. Armey fuliyrti að umræðan ógnaði ekki öryggi bandarískra hermanna á erlendri grundu. „Framgangur lýðræðisins stöðvast ekki í Ameríku þótt við ráðumst í hernaðaraðgerðir," sagði Ai’mey. Bob Livingston, væntanlegur for- seti deildarinnar, sagði að ómögu- legt væri að vita hve lengi árásirn- ar á Irak stæðu yfir, og að ekki væri hægt að tefja starfsemi þingsins um óákveðinn tíma vegna þeirra. Efasemdir um tímasetningar árása Ymsir repúblikanar hafa látið í ljós þá skoðun að það sé með ólíkindum að Clinton gefi fyrir- skipun um árásir á írak einmitt kvöldið áður en umræða um hugs- anlega málshöfðun til embættis- missis á hendur honum átti að hefjast í fulltrúadeildinni. Nokki-ir frammámenn í Repúblikana- flokknum, sem lýstu yfir efasemd- um á miðvikudag um að tímasetn- ing árásanna hefði verið tilviljun, drógu þó í land á fimmtuciag. Þeirra á meðal var Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldunga- deildinni, sem sætt hafði gagnrýni úr báðum áttum fyrir ummæli sín. Newt Gingrich, fráfarandi for- seti fulltrúadeildarinnar, fór fyrir þeim repúblikönum sem lögðu áherslu á nauðsyn þess að þingið stæði þétt við bak forsetans á átakastund. „Við sem þjóð erum reiðubúin að gegna forystuhlut- verki í heiminum, burtséð frá deil- um heima fyrir," sagði Gingrich í ávarpi í þinginu á fimmtudag, skömmu áður en deildin samþykkti með 417 atkvæðum gegn 5 að styðja aðgerðirnar gegn Irak. . Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerðina - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn ^Ösíen&iziw Hetd' b (vuýddolíu/ Himneskur í salatið, sem meðlæti eða snarl. Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. Ómissandi þegar vanda á tii veislunnar. ‘ifyámaosiwi/ 'dZamemitetí/ Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. Á kexið, brauðið, í sósur og ídýfur. ^díotím/ kaMaii Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. ^tmtS/^ÍjlfU/ Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fyliing í kjöt- og fiskrétti, Bragðast mjög vel djúpsteikt. ‘ÍflascaAfzone/ Góður einn og sér og tilvalinn í matargerðina. Sígildur veisluostur, fer vel á ostabakka. Alltaf góður með brauði og kexi. crÞanA/ Saiut/ Bestur með ávöxtum, brauði og kexi. ^iááaosUtA/ Tilvalinn til matargerðar í súpur, sósur cða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti. Góður einn og sér. 'ÖÍMÍtlauiisime/ Kærkominn á ostabakkann, með kexi, brauði og ávöxtum ISLENSKIR c)flexíáóostm/ Kryddar hverja veislu. ^ílNASfy www.ostur.is G fiA rJ IlA f AAÆ AA JL/l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.