Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁSIRNAR Á ÍRAK Samskipti Rússa og- vest- urveldanna sögð í hættu Mótmælt víða um heim Reuters KOMIÐ liefur til mikilla mótmæla víða um heim vegna árása Bandaríkjamanna og Breta á írak, ekki síst í arabaheiminum, t.d. á Vesturbakkanum og í Jórdaníu. Þá voru mótmæli í Moskvu og London og í Kaupmannahöfn bi’utu íraskir innflylj- endur rúður í bandariska sendiráðinu. Á myndinni hefur einn mótmælendanna í London runnið úr greipum lögreglu, sem heldur eftir jakka hans. Harkaleg viðbrögð rússneskra stjórnvalda við aðgerðum Breta og Bandaríkjamanna -----uy ' ..... gegn Irak vekja nokkra athygli. Hafa ýmsar spurningar vaknað um orsakir þessara viðbragða og eins -----------------7---- hvort átökin í Irak komi til með að hafa varanleg áhrif á samskipti Breta og Bandaríkjamanna við stjórnvöld í Moskvu. VIÐBROGÐIN VARAÐ var við því í gær að árásir Breta og Bandaríkjanna á írak gætu skaðað verulega samskipti ríkjanna við Rússa, og þannig þurrkað út í einu vetfangi þann árangur sem náðst hefur í sáttaátt frá endalokum kalda stríðsins. Hafa Rússar þegai- kallað sendiherra sína í London og Washington heim og er það í fyrsta skipti síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem Rússar kalla sendiherra sinn í Washington heim, en síðast kölluðu þeir heim sendiherra sinn í London árið 1971 eftir að Bretar höfðu vísað 105 sovéskum diplómötum úr Iandi. Mótmæltu Rússar einnig aðgerð- unum með því að senda ekki Igor Sergejev varnarmálaráðheiTa á fund með fulltrúum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Brussel í gær, eins og íyrirhugað hafði verið, heldur ein- ungis sendifulltrúa. Veltu þingfulltrú- ar dúmunnar, neðri deildai- rússn- eska þingsins, vöngum yfir því í gær hvort fara ætti fram á það við stjóm- völd að þau brytu ályktanir Samein- uðu þjóðanna einhliða með því að senda Irökum ýmis gögn og vistir. Varaði Leoníd Ivasjov, hershöfð- ingi í varnarmálaráðuneytinu, við því að stjórnvöld í Moskvu „gætu neyðst til að endurskoða stefnu sína í al- þjóðastjórnmálum og gerast leiðtogi þeirra ríkja sem ekki sætta sig við að hlíta athugasemdalaust skipunum Bandaríkjanna.“ Fréttaskýi'endur benda hins vegar á að viðbrögð Rússa einskorðist við hávær mót- mæli og afturkalli sendiherra frá Washington og London. Telja þeir ekki miklar líkur á að Rússar fylgi orðum sínum eftir með aðgerðum. Samt sem áður er talið mjög ólíklegt að Rússar skrifi undir START-II samninginn, sem kveður á um fórg- un kjamavopna, eins og vonast hafði verið til að þeir gerðu nú í desember. Segjast vissir um að samskipti við Rússa beri ekki skaða Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kvaðst í gær harma ákvörðun Rússa en sagði að Bandaríkjamenn myndu ekki kalla sendiherra sinn í Moskvu heim. Reyndar yfirgaf James Collins, sendiherra Bandaríkjanna, Moskvu í gærdag en vegna fjölskylduað- stæðna, að því er blaðamenn voru fullvissaðir um, og tengdist brottfór hans ekki deilunni um Irak. Lögðu Robin Cook, utanríkisráð- herra Bretlands, og varnarmálaráð- herrann George Robertson í gær báðii' mikla áherslu á að deilur um árásirnar á Irak myndu ekki skaða samskipti Breta og Rússa þegar til lengri tíma væri litið og kvaðst Cook hafa rætt við ígor ívanov, utanríkis- ráðherra Rússlands, og sagði að þeir hefðu orðið sammála um að löndin myndu áfram stai-fa á vinsamlegum nótum þegar þessi deila væri til lykta leidd. ítrekaði Robertson þá skoðun sína að samskipti Rússa og Breta væru í nægilega fóstum far- vegi til að lifa deilurnar af. Verður, að sögn Breta, öllum samskiptaleið- um milli London og Moskvu haldið opnum þótt sendiherra Rússa hafi verið kallaður heim frá London. Vii-tist sem talsmaður rússneskra stjórnvalda, Dimitrí Jakúskin, tæki 1m -1.25 1.26 -1.50 1.51 - 1.75 1.76-2 m 2.01 - 2.50 æstódýrastir 2.790.- Næstódýrastir 3.490.- ódýrastir Ódýrastir 4.490.- 5.390.- Athugið að hér birtast rétt verð hjá Jólatréssölunni Landakot Jólatréssalan Landakot styrkir * sbr. verðkönnun Mbl. 17. des. Tekið er meðaltalsverð á öllum stærðarflokkum. Hatréssalar? Landakot Við Landakotskirkju & IKEA Reuters TORNADO GRl sprengju flugvél konunglega breska flughersins. Vopnaðar háþróuðum sprengjubúnaði TORNADO-sprengjuþoturnar bresku seni notaðar voru í árásum á Irak í gær og á fimmtudagskvöld eru þær sömu og notaðar voru í Flóastríðinu fyrir sjö árum en þær eru nú vopnaðar afar þróuðum sprengjum sem stýrt er á skotmark sitt með hitastýrðum leysigeisla. Flugu Tornado GRl-vélarnar, sem voru tólf talsins, tvær og tvær saman yfir Bagdad vopnaðar „venjulegum" flugskeytum sem átti að nota til að verjast hugsanlegum ái'ásum íraskra flugvéla. Tomado- vélarnar, sem kosta um 2,4 millj- arða ísl. króna hver, báru hins veg- ar einnig straumlínulagað hylki sem hýsir hitastýrðan leysigeisla- miðara sem á að geta stýrt sprengj- um þráðbeint á fyrirhugað skot- mark. Mun sprengjan stefna rak- TORNADO leitt á þann punkt sem miðaður er út með þessum hætti en auk þess em sprengjurnar sjálfar byggðar skynjurum og stýranlegum sprengjuoddum sem aðstoða sprengjurnar til að stefna þráð- beint á skotmarkið. Þessi sprengjugerð, Paveway II og Paveway III, var notuð á í gær og á fimmtudagskvöld í árásum á bækistöðvar íraksherja og mun sú fyrri, sem ber fimm hundrað kíló- gröinm af sprengiefni, eiga að geta hitt skotmark sitt með tíu metra nákvæmni og þær siðaraefndu, sem bera þúsund kflógrömm af sprengiefni, með þriggja metra ná- kvæmni. undir þessar staðhæfingar breskra ráðamanna þegai’ hann sagði að alls ekki væri á döfinni að Rússar slitu öll stjórnmálatengsl við Bretland og Bandaríkin. Sagði hann á frétta- mannafundi í Moskvu að þann stíg mættu menn ekki feta því það gæti leitt til átaka. Staðfesti Jakúskín hins vegar að rússneski heraflinn, þar með talin kjarnavopnadeild hersins, hefði ver- ið settur í viðbragðsstöðu vegna árásanna á írak en sagði að það væri samkvæmt venju þegar meiriháttar stríðsátök væru háð. ítrekaði Jakúskin jafnframt þá kröfu Rússa að árásunum yrði hætt. Rússar óttast þróun NATO Rússar sögðu á fundum sínum með fulltrúum NATO í Brussel í gær að þeir vonuðust til að árásir Breta og Bandaríkjamanna væru ekki vís- bending um það sem koma skyldi, og að NATO hygðist færa út kvíarnar þannig að það gæti gripið tO viðlíka aðgerða hvar og hvenær sem því hentaði. Sagði Sergei Kisljak, sendi- maður Rússa, að stjórnvöld í Moskvu hefðu miklar áhyggjur af þessari þróun. „Við erum vitaskuld meðvitaðir um að NATO er ekki sem slíkt aðili að árásunum á Irak en tveir meðlima þess standa á bak við þessar aðgerð- ir og Rússland getur ekki setið að- gerðalaust hjá,“ sagði Kisljak og bætti því við að Rússar myndu fylgj- ast með athygli með þróun NATO, og því hvort árásirnar á írak væru fyrirboði frekari aðgerða í þessum dúr. „írak á ekki að verða fjarlægur æfingavöllur fyrir nýja stefnu í vörn- um Evrópu." Rússar lengi vinsamlegir stjónivöldum í Bagdad Sovésk stjómvöld áttu um ára- tugaskeið náið samstarf við stjóm- völd í Bagdad og þessi tengsl hafa ekki raskast þrátt fyrir hrun Sovét- ríkjanna. Þekkir Prímakov forsætis- ráðherra, sem áður var utanríkisráð- herra og yfirmaður rússnesku leyni- þjónustunnar, t.d. vel til ráðamanna í Bagdad og talar arabísku reiprenn- andi. Þykir það skýra að nokkni leyti hvers vegna Rússar beita sér svo harkalega gegn árásunum gegn írak að Rússar vilja gjarnan komast aftur til nokkurra áhrifa í Mið-Austurlönd- um. Er Persaflóinn mikilvægur í þessu samhengi og því ekki bagalegt að styrkja stöðu sína meðal þeirra ríkja sem land eiga að flóanum. Skulda Irakar auk þess Rússum sjö milljarða dollara en engar líkur era hins vegar á því að þeir geti end- urgreitt skuldii- sínar nema við- skiptaþvingunum Sameinuðu þjóð- anna verði aflétt og þeir geti aukið olíusölu sína. Eru Rússar vitanlega mjög áfram um að fá þessar skuldir greiddai', í ljósi þeirra efnahags- þrenginga sem riðið hafa yfir rúss- neskt samfélag undanfarna mánuði. Hörð viðbrögð Rússa eru þó fyrst og fremst talin skýrast af því að þeir séu bæði reiðir og móðgaðir vegna þess að Bandaríkjamenn sögðu þeim ekki af árásunum á Irak íyrii'fram, og vegna þess að Bandaríkin báru málið ekki upp í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þai' sem Rússar hafa neit- unai'vald. Hefur andstaðan gegn árás- unum á Irak sameinað annars afar sundm-leita hjörð rússneskra stjórn- málamanna. Fullti'úar í Dúmunni samþykktu ályktun á fimmtudag þar sem Bandaríldn og Bretland eru köll- uð „alþjóðlegh- hryðjuverkamenn“. Áður hafði forsætisráðheirann, Jev- gení Prímakov, lýst árásunum sem „hneykslanlegum". Geta ekki gengið of langt með mótmæli sín Það er hins vegar mat frétta- skýrenda að ákveðin takmörk séu á því hversu langt Rússar geta gengið með mótmæli sín og ólíklegt er að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, breyti mjög afstöðu sinni til vestur- veldanna. Á það er t.d. bent að Rúss- ar eru of fjárvana til að geta farið að hefja hernaðaruppbyggingu í kjölfar þess máls og ekki síður er talið mik- ilvægt að Rússar þurfa nauðsynlega á fjárhagslegri aðstoð vestrænna stofnana að halda, t.d. Alþjóðagjald- eyrissjóðnum en þar hafa Banda- ríkjamenn sterk ítök. [
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.