Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Salur Tónlistarhúss í Kópavogi verður tekinn í notkun í ársbyrjun „Nú er tónlistin búin að fá lög- heimili í Kópavogi“ Salurinn í hinu nýja Tónlistarhúsi Kópa- vogs, fyrsta sérhannaða tónlistarhúsi lands- ins, verður formlega opnaður 2. janúar. Hús- ið og væntanleg starfsemi þess var kynnt á blaðamannafundi í gær. Margrét Svein- björnsdóttir hlýddi á ljúfa tóna og ræddi við tónlistarmenn og aðstandendur hússins. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAU eru himinlifandi með nýja tónleikasalinn, Gunnar I. Birgisson, formaður stj<5rnar Tónlistarhúss Kópavogs, Vigdís Esradóttir, nýráð- inn forstöðumaður hússins, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari og einn af helstu baráttumönnunum fyrir því að húsið risi. TÓNLISTARHÚSIÐ stendur aust- an Listasafns Kópavogs, Gerðar- safns, í jaðri Borgarholtsins, en við hlið Tónlistarhússins mun síð- ar rísa Safnahús með aðstöðu fyr- ir bókasafn bæjarins og Náttúru- fræðistofu. Saman munu þessar byggingar mynda Menningarmið- stöð í Kópavogi. Salur tónlistar- hússins verður tekinn í notkun laugardaginn 2. janúar og Tón- listarskóli Kópavogs, sem einnig verður í húsinu, á að verða tilbú- inn tii notkunar í ágúst á næsta ári. Fjölnir Stefánsson, tónskáld og skólastjóri Tónlistarskóla Kópa- vogs, tók fyrstu skóflustunguna að tónlistarhúsinu í júní 1997 og 18. desember sama ár hófst upp- steypa hússins. f gær var því liðið nákvæmlega eitt ár frá því að eig- inlegar byggingarframkvæmdir hófust. Við hönnun á Salnum, sem tekur 300 manns í sæti, hefur ver- ið lögð áhersla á að nota íslensk- an efnivið. A innveggjum Salarins er greni úr Skorradal, í gólfí er malað grjót, að hluta til úr grunni hússins, og á vesturhlið er klæðn- ing úr rekaviði af Langanesi, en henni er ætlað að draga úr sólar- hita í forrými Salarins. Arkitekt- ar hússins eru þeir Jakob E. Lín- dal og Krislján Ásgeirsson. Tónleikagestum kennd stundvísi Tónlistarmenn sem blaðamaður ræddi við voru á einu máli um að hljómburðurinn í Salnum væri eins og best yrði á kosið og að til- koma tónlistarhúss í Kópavogi markaði tímamót í íslensku tón- listarlífi. Fram kom að óintími sal- arins er breytilegur frá 1,2 til 1,8 sekúndur og að áhersla hefur ver- ið lögð á hljóðeinangrun, enda er þar góð aðstaða til hljóðritunar. Að sögn Vigdísar Esradóttur, nýráðins forstöðumanns Tónlist- arhúss Kópavogs, hefur Ijöldi tón- listarmanna nú þegar haft sam- band vegna fyrirhugaðs tónleika- halds á komandi ári og bendir því allt til þess að starfsemin verði blómleg. Á opnunarhátíðinni 2. janúar kemur fram einvalalið tónlistar- manna. Frá kl. 18 til 23 verða svo- kallaðir raðtónleikar, þ.e. tónleik- ar á klukkutíma fresti, þar sem fram kemur fjöldi tónlistarmanna, sem allir gefa vinnu sína í tilefni dagsins, svo að gestir geti notið tónlistar í nýja húsinu sér að kostnaðarlausu. Vigdís lætur þess getið að aðstandendur safnsins hafi mikinn hug á því að kenna gestum hússins að vera stundvísir og mæta tímanlega á tónleika. „Þjóðleikhúsinu hefur tekist það, svo því ætti okkur ekki að takast það líka?“ segir hún. Konsertsalur án fjötra I máli Gunnars I. Birgissonar, formanns stjórnar Tónlistarhúss Kópavogs, kom fram að upphaf- leg kostnaðaráætlun, sem fyrir- fram hefði þó verið heldur knöpp, hefði hljóðað upp á um 300 millj- ónir króna. Þegar upp er staðið mun kostnaðurinn þó vera kom- inn nær 400 milljónum, sem hann telur tiltölulega vel sloppið, en þar af er áætlað að Salurinn kosti um 170-180 milljómr. Kostnaður- inn skiptist þannig að bæjarsjóður Kópavogs greiðir 62,5% og Tón- listarfélag Kópavogs 27,5% en þeim 10% sem eftír standa verður fyrirtækjum gefinn kostur á að fjárfesta í. Tónlistarhúsið verður rekið sem sjálfstætt félag sem stendur undir sér en engin bæjar- útgerð, að sögn Gunnars. „Ég tel að þetta hljóti að verða hvatning fyrir ríkið og borgina að byggja þetta tónlistarhús í Reykjavík, sem er búið að tala í hel fyrir tíu- fiinmtán árum,“ segir hann. Á fundinum í gær gáfu nokkrir tónlistarmenn forsmekkinn að því sem koma skal í Salnum, við góð- ar undirtektir viðstaddra. Skóla- kór Kársness hóf fyrstur upp raust sína undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, þá stigu á svið flautuleikararnir Guðrún S. Birg- isdóttir og Martial Nardeau, og að lokum söng Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona þrjú lög við pí- anóundirleik Jónasar Ingimund- arsonar. „Maður er svo fullur af lotningu að fá að syngja í þessari höll,“ varð söngkonunni að orði - og Jónas var ekki síður ánægður. „Mér finnst salurinn fallegur, mjög fallegur," segir hann og bætir við að sér þyki hljómburð- urinn hafa heppnast fullkomlega. „Þetta er draumur, sem er að rætast, ekki bara minn draumur, heldur listarinnar í Iandinu. Þetta er salur sem ég held að sé af réttri stærð miðað við þarfir. Stærðin, hljómburðurinn og að- staðan fullnægja þeim þörfum sem stór hluti tónleika hefur - og samtímis er horft til framtíðar. Þeir salir sem hafa verið notaðir hingað til eru snöggtum minni, 100-150 sætum minni. Auk þess veit ég ekki til þess að það hafi nokkur salur hingað til verið byggður með tónlistarflutning í huga - og ekkert annað. Skilyrð- islaust. Þetta er ekki félagsheim- ili, ekki safnaðarheimili kirkju, það er ekki gert ráð fyrir að borða mat hérna inni, þetta er ekki leikhús, ekki kvikmyndahús, þetta er sem sagt konsertsalur án fjötra. Það breytir svo ekki því að ég gæti t.d. talað um hrossarækt hérna inni eða staðið fyrir tísku- sýningu eða einhveiju slíku,“ seg- ir Jónas með stríðnisglott á vör. Galdur hljómburðarins Jónas minnti ennfremur á að það væru nokkur atriði sem ekki væru sjálfgefín í sal sem þessum, til dæmis það að tala áreynslu- laust án hljóðnema og þess háttar tóla. En fyrir galdur hljómburðar- ins væri það hægt í þessum sal. Þá væri tónninn eins, alveg sama hvar setið væri í sainum, auk þess sem það væri sama hvort í salnum sætu 50 maims eða 300, hljóm- burðurinn breyttist ekki. Nokkrir tónlistarmenn og hljóðverkfræðingur prófuðu hljómburðinn í Salnum síðastlið- inn Iaugardag, spiluðu og sungu. Einn þeirra var Snorri Sigfús Birgisson pfanóleikari, sem segir tilkomu hússins boða alveg nýja hugsun í íslensku menningarlífi. „Það er eiginlega þrennt sem ég vil nefna í þessu sambandi. I fyrsta lagi þá er þetta í fyrsta sinn sem er almennilega búið að tónlistínni sem slíkri hér á landi, bæði hvað varðar hljóð og sjón. Maður sér það sem er á sviðinu og heyrir það sem er á sviðinu og það er í fyrsta skiptí hér sem það er eingöngu haft í huga. í öðru lagi er tónlist á Islandi búin að vera í flóttamannabúðum í hund- rað ár, hún hefur verið gestur, að vísu velviljaðra húsa, kirkna, bókasafna, opinberra bygginga og kvikmyndahúsa. En alltaf gest- ur, þangað til núna, nú er tónlist- in búin að fá lögheimili - í Kópa- vogi. I þriðja lagi held ég svo að þetta hljóti að verða hvatning öðrum ráðamönnum, þegar það kemur í Ijós að það er ekkert svo mikið mál að byggja svona hús,“ segir Snorri Sigfús. Uthlutun úr Bókasafnssjóði höfunda 23 hlutu styrki í viðurkenning’arskyni UTHLUTAÐ hefur verið í fyrsta skipti úr Bókasafnssjóði höfunda sem tók til starfa 1. janúar 1998. I ár voru veitth' styrkir í viður- kenningarskyni til 23 höfunda, samtals 6,5 milljónir. Sérstakar heiðursviðurkenningar vegna framlags síns til íslenskra bókmennta hlutu höfundarnir Árni Björnsson, Einar Bragi og Kjartan Guðjónsson myndlistarmaður. Heiðursviðurkenningar að upphæð kr. 500.000 krónur voru afhentar með viðhöfn í Gunnars- húsi í Reykjavík 18. desember 1998 að við- stöddum menntamálaráðherra. Auk þeirra þriggja hlutu tuttugu höfundar viðurkenningar að upphæð kr. 250.000 krónur hver úr sjóðnum en þeir eru: Andri Snær Magnason, Anna S. Björnsdóttir, Anna Cynthia Leplar, Baltasar Samper, Guðrún Ása Grímsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Hallberg Hallmundsson, Herdís Egilsdóttir, Hjálmar H. Bárðarson, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón G. Friðjónsson, Lárus Már Bjömsson, Sigrún Bima Birnisdóttír, Sigrún Eldjám, Sigurður Gylfi Magnússon, Sigurgeir Sigurjónsson og Viðar Hreinsson. Úr sjóðnum er úthlutað til höfunda, þýðenda og myndhöfunda vegna afnota bóka í almenn- ingsbókasöfnum, Landsbókasafni - Háskóla- bókasafni, skólasöfnum og bókasöfnum í stofn- unum. Þýðendur og myndhöfundar eru nú að fá úthlutað í fyrsta skipti fyrir verk sín á bóka- söfnum en áður var starfandi Rithöfundasjóður íslands sem úthlutaði einungis greiðslum til höfunda miðað við fjölda eintaka á bókasöfnum og einnig í foi-mi styrkja. Úthlutunarfé sjóðsins er skipt í tvo jafna hluta. Annars vegar er út- hlutað miðað við fjölda útlána bóka og hins vegar em veittir styi'kir í viðurkenningarskyni fyrir ritstörf og önnur framlög til bóka. Há- marksgreiðsla vegna útlána er 300.000 krónur en lágmarksgreiðsla er 1.000 kr. Til að öðlast rétt til úthlutunar þurfa höfundar að skrá sig hjá sjóðnum og var skráningarfrestur auglýst- ur sérstaklega. Vegna útlána vom að þessu sinni til úthlut- unar 6,5 miljónir króna sem úthlutað var til 350 höfunda. Þar em verk barna- og unglingabóka- höfunda sem eru að jafnaði mest lánuð út á bókasöfnum og skila höfundum sínum greiðsl- um í samræmi við það. Vinsælir skáldsagna- höfundar fá einnig ríflegri greiðslur en áður fyrir verk sín. Stjórn Bókasjóðs höfunda skipa: Birgir |s- leifur Gunnarsson, formaður, Aðalsteinn Ás- _ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SÉRSTAKAR heiðursviðurkenningar úr Bókasafnssjóði höfunda vegna framlags síns til íslenskra bókmennta hlutu höfundamir Árni Björnsson, Einar Bragi og Kjartan Guðjónsson myndlistarmaður. berg Sigurðsson, Einar Ólafsson, Knútur Bra- un og Magnús Guðmundsson. Launasjóður fræðirithöfunda Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, til- kynnti við athöfnina í Gunnarshúsi að líkis- stjórn Islands hefði samþykkt að stofna sér- stakan launasjóð fyrir höfunda almennra fræðirita en stofnun slíks sjóðs hefur lengi ver- ið baráttumál Hagþenkis, hagsmunasamtaka fræðibókahöfunda. Skipulag sjóðsins verður með svipuðu sniði og er á launasjóði lista- manna. Skipuð verður sérstök úthlutunarnefnd og launum úthlutað árlega. Sjóðurinn verður í vörslu Rannsóknarráðs Islands. Úthlutað verð- ur úr sjóðnum í fyrsta sinn á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.