Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 35 LISTIR Morgunblaðið/Björn Blöndal GLAÐBEITTIR þátttakendur í sýningunni. Alls kemur á þriðja tug barna og unglinga fram. Litla stúlkan með eldspýturnar á fjalirnar Keflavík. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Keflavíkur sýnir nú fjölskylduleikritið Litlu stúlkuna með eldspýturnar, sem höfundur- inn og leikstjórinn Hulda Ólafs- dóttir leikhúsfræðingur byggir á samnefndri sögu. Sagan um Krumma eftir Jóhannes út Kötl- um og fleira efni kemur einnig við sögu í leikritinu sem teygir sig til áhorfenda sem fengnir eru til að syngja með. Það eni félagar í unglinga- deild leikfélagsins sem taka þátt í sýningunni, en deildin var stofnuð í vor og er þetta önnur sýning hópsins. Alls tekur á þriðja tug krakka þátt í sýning- unni og eru þau á aldrinum 11-16 ára. Frumraun hópsins var leikritið „Á réttu róli“, sein sýnt var í vor. _ Hulda Ólafsdóttir, höfundur og leikstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að æfingar hefðu hafist um mánaðamót októ- ber/nóvember og hefði verið mikill áhugi hjá unglingunum að taka þátt í sýningunni. AHt starf leikfélagsins hefði gjörbreyst eft- ir að félagið hefði fengið eigið húsnæði til afnota, Frumleikhús- ið við Vesturbraut, en í kjölfar þess hefði unglingadeild leikfé- lagsins verið stofnuð. Þetta er 10. uppsetning Huldu Ólafsdótt- ur hjá Leikfélagi Keflavíkur. „Síðasta hljómplatan“ verður að geislaplötu Einar Jóhannesson Philip Jenkins ÚT ER komin geislaplata þar sem Einar Jóhannesson klarínettuleikari og Philip Jenkins píanóleikari flytja verk eftir Nielsen, Burgmuli- er, Schumann, Jón Þórarins- son og Þorkel Sigurbjörns- son. Upptökur fóru fram í Kirkju heilags anda í Clap- ham í Lundúnum fyrir tólf árum og voru upphaflega gefnar út á hljómplötu árið 1987. Það er Merlin Records, útgáfufyrirtæki Tryggva Tryggvasonar í Englandi, semgefur plötuna út. „Astæðan fyrir því að við ákváðum að gefa þessar upp- tökur út á geislaplötu núna er einfaldlega sú að hijómplatan lenti miili stafs og hurðar á sínum tíma. Formið var eiginlega komið úr tísku, þótt Tryggvi hefði trú á því, og fólk var í óða önn að skipta yfir í geislaplötur. Þótt platan væri gefín út týndist hún því strax og gleymdist. Þetta var eiginlega „síð- asta hljómplatan“,“ segir Einar og hlær. Hann segir Tryggva lengi hafa haft hug á því að gefa upptökurnar út á geislaplötu og í haust hafi þeir afráðið að láta slag standa. „Það er virkiiega ánægjulegt að þessi end- urútgáfa sé orðin að veruleika því okkur þótti alltaf leiðinlegt hvernig piatan týndist. Ég held að upptak- an standi alveg fyrir sínu.“ Upptakan var gerð á þeim tíma þegar þeh' Einar og Philip störfuðu töluvert saman, léku meðal annars á nokkrum tónleikum í Wigmore Hall. Segir Einar upptökuna ágæta heimild um samstarfið. ,A-uðvitað höfum við breyst talsvert mikið. Ég hef verið yfirmáta lýrískur á þess- um tíma - reynt að ki'eista eitthvað fallegt út úr hven'i nótu. Það er inniiegur, hreinn og jafnvel saklaus tónn í þessu. Það er gaman að horfa á þessar upptökur úr fjarlægð núna - maður öðlast meiri yfirsýn með ánmum.“ Einar og Philip hafa lítið unnið saman á undanfömum árum enda að mestu beint kröftum sínum í annan farveg. Philip er yfirkennari við Royal Scottish Academy of Music and Drama og Einar hefur lagt meiri áherslu á kammermúsík og einleik. Hann kveðst þó aftur vera farinn að halla sér að sónötunni og hyggst halda áfram á þeirri braut. Sendir út á krá Einai' segir upptökurnar í Clapham hafa verið skemmti- legar, þótt tíminn hafi verið af skornum skammti. „Við iágum ekki yfir þessu vikum saman, eins og tíðkast í dag, höfðum raunar bara tvo daga til að ljúka þessu. Til að fá næði urðum við til dæmis að taka hluta efnisins upp á nótt- unni og senda vinnuflokk, sem var að störfum fyrir utan kirkjuna, út á krá - á okkar kostnað!" Einar kann ekki illa við þessi vinnubrögð - óþai-fi sé að hanga yfir hlutunum, klippa út í hið óendan- lega, þar til útkoman verður stíf og óeðlileg. „Því minna sem átt er við upptökurnar, þeim mun betur skilar stemmningin sér.“ Platan hefst á Fantasistykke eftir Nielsen og Duo Op. 15 eftir Burg- múller, rómantískum stykkjum sem Einar segir afar sjaldan leikin inn á plötu. Þá kemur Fantasiestucke Op. 73 eftir Schumann, sem er öllu þekktara, og Sonata eftir Jón Þór- arinsson. Plötunni lýkur á verki Þorkels Sigurbjörnssonar, Rek, sem samið er sérstaklega fyrir Ein- ar og Philip og ekki hefur verið hljóðritað í annan tíma, og fjórum íslenskum þjóðlögum eftir sama höfund. Þróunarkenn- ing Darwins BÆKUR JVáttúrufra;ðirit UM UPPRUNA DÝRATEGUNDA OGJURTA eftir Þorvald Thoroddsen. Steindór J. Erlingsson samdi inngang og skýr- ingar. Ritstjóri er Vilhjálmur Árna- son. 331 bls. Útgefandi er Hið ís- Ienzka bókmenntafélag. Verð kr. 2.990. ÞORVALDUR Thoroddsen jarð- fræðingur er einn mikilvirkasti ís- lenzki náttúrufræðingur við ritstörf. Að loknu stúdentsprófi 1875 heldur hann til Kaupmannahafnar og er þar við nám, án þess þó að taka próf, þar til hann verður kennari við Möðruvallaskóla 1880 og síðar Latínu- skólann (Hinn lærða skóla í Reykjavík). Á sumrin frá 1882 til 1898 ferðast hann um gjör- vallt land tO þess að at- huga landslag og jarð- lög. Síðasta aldarfjórð- ung ævi sinnar situr hann að mestu í Kaup- mannahöfn við skriftir. Afköstin urðu mikil, en ekki eingöngu á fræðasviði a træðasviði hans, heldur varð hann einn eljusamasti fræðari íslenzkrar alþýðu um sína daga. A árunum 1887 til 1889 birtust í Tímariti Hins íslenzka bókmennta- félags þrjár greinar eftir Þorvald, Um uppruna dýrategunda ogjurta, sem nú hafa verið endurprentaðar sem lærdómsrit Bókmenntafélags- ins. Um þessar mundir eru liðin 140 ár frá því Darwin kynnti opinber- lega hugmyndir sínar um þróun tegundanna (1. júlí 1858), og má því segja, að ærið tilefni sé til að minn- ast þess með einhverjum hætti. I greinunum rekur Þorvaldur hugmyndir manna um lífheiminn, segir frá ævi Charles Darwins og endursegir 6. útgáfu Uppruna teg- undanna frá 1872. Þorvaldur greinir frá helztu rökum með kenningu Darwins á auðskilinn hátt en getur líka um ýmsar mótbánir, sem fram komu. Þó að greinin sé komin til ára sinna veitir hún engu að síður glöggt yfirlit yfir hugmyndir manna á þessum tima og skýrir undirstöð- ur þróunarkenningarinnar, sem öll- um er hollt að þekkja til. Oft gætir þess misskilnings reyndar, að Dai-win hafi verið upphafsmaður að þeirri kenningu, að lífverurnar hafi orðið til við þróun, sem er ekki rétt. Hins vegar leitaðist Danvin við að skýra þróun út frá nýjum forsend- um eða náttúrlegu vali. Kenning hans olli hörðum og langvinnum deilum og kom miklu róti á hugann meðal fræðimanna um langan aldur. Margvíslegar kenningar aðrar voru settar fram og sýndist sitt hverjum. Jafnvel má orða það svo, að það hafi verið í tízku um tíma að setja fram eigin þróunarkenningu. Um deilur þessar hefur mikið verið skrifað og kannski meira en nokki'ar aðrar. Oft orkar mjög tvímælis að gefa út gamlar ritsmíðar um efni, þar sem þekking og hugmyndir manna hafa tekið miklum breytingum. Margt af því, sem segir í riti þessu, heyrir sög- unni til, en á engu að síður erindi til okkai'. Æskilegt hefði þó verið að skýra sumt, sem þama kemur fram, í ljósi nýrrar vitneskju í greinargóðu yfirliti í bókarlok. Þá eru íslenzk og Þorvaldur Thoroddsen hans latnesk heiti tegunda önnur nú en forðum og einstaka orð eru notuð í annairi merkingu en venja er. Þor- valdur notar til dæmis orðið »kyn« í fleiri en einni merkingu, meðal ann- ars fyrir það, sem nú kallast ætt- kvísi. Á hinn bóginn má ekki gleyma því, að gömul grein sem þessi er oft aðgengilegri fyi-h' þorra fólks en nýj- ustu fræði, ef til vill vegna þess, að hún var skrifuð meira við hæfi al- mennings og málfar var ekki orðið jafn fræðilegt og nú. Stíll Þorvaldar er fremur látlaus, þó að hann sé eng- an veginn rislágur eins og ýmsir menn héldu fram. Steindór J. Erlings- son samdi skýringar, sem stuðningur er í, en þær ná þó alltof skammt hvað áhrærir svið náttúrufræðanna. Steindór gerir ágæta grein fyrir helztu straumum og stefnum í Evrópu á þessum tíma í inngangi ritsins. Mestum hluta ver hann þó í að bollaleggja um hvers vegna Þorvaldur varð afhuga kenning- um Darwins síðar á lífsleiðinni og hverjar voru þróunar- og menningarhugmyndir og Ágústs H. Bjarnasonar, prófessors við HI og skóiastjóra Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (Ágústarskóla; ekki Gagnfræða- skólans í Reykjavík eins og segir í bókinni). Fóru þeir hvor sína leið í því efni, þó að báðir höfnuðu kenn- ingu Darwins, enda var enginn sam- gangur þeirra í milli á þessum ár- um. Inngangurinn er ágætlega sam- inn og um margt fróðleg lesning. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins eru eitt vandaðasta lesefni, sem völ er á, og er greinilegt, að útgefendur leggja metnað sinn í að búa þau eins vel úr garði og kostur er. Mest er þó um vert að þau fjalla jafnan um efni, sem hvetur fólk til þess að hugsa um »helztu stórvirki manns- andans«. Fyrir því stuðla þau bæði að gleði og þroska. Ágúst H. Bjarnason Kraftmeiri, nú með 1400W mótor Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar /rOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.