Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 41 er Sveinn Guðjónsson. Sveinn er blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann var alltaf skemmtilegur, hress og kátur. Þá er ég hér næstur Sveini og við hliðina á mér og þriðji til vinstri Gunnar Gunnarsson, sem er rithöf- undur og hefur samið nokkrar skáld- sögur. Fyrir miðju á myndinni í efstu röð er Birgir Bjarnason. Hann er kennari í dag. Þriðji frá hægri í efstu röð er Einar Ingi Halldórsson. Einar er framkvæmdastjóri Kringl- unnar. Þá er Þorsteinn Pálsson ráð- herra hér við hlið Einars. I þriðju röð frá vinstri er Amar Hauksson kvensjúkdómalæknir. Þá kemm- hér Brynjólfur Magnússon. Brynjólfur er bókagerðarmaður. Við hlið Brynjólfs er Jón Armann Hall- grímsson sem er látinn. Næstur Jóni er Gústaf Helgi Hermannsson. Hann er viðskiptafræðingur. Þá er hér As- grímur Hilmisson. Asgrímur er bankamaður. Þriðji frá hægri er Lúð- vík Lárusson. Hann er sálfræðingur. Við hlið Lúðvíks er Vilhelm G. KrisL insson, fréttamaður og blaðamaður. Hann er almenningstengslamaður. I miðröð að ofan eru fjórar bekkj- arsystur; Sigrún Ólafsdóttir, Karen Tómasdóttir, sem er kennari, Guð- laug Sigurðardóttir og Ragnhildur Ólafsdóttir. I annarri röð hér lengst frá vinstri er Erna Arnadóttir. Við hlið hennar er Sigríður Bára Rögnvaldsdóttir. Þá er hér Guðbjörg Gunnarsdóttir og við hlið hennar er Marín Samú- elsdóttir og fyrir miðju í annarri röð Kolbrún Sigurjónsdóttir. Kolbrún starfar í Búnaðarbankanum. I neðstu röð, önnur hér frá vinstri, er Helga Gísladóttir. Helga er for- stöðumaður Elliheimilisins Grundar. Við hlið hennar er Ella Bjamason. Hún er sjúkraþjálfari." Hvemig vai- félagslífíð þama í Hagaskóla? „Það var mjög gott félagslíf í skól- anum. Veturinn 1961-62 var æft og Morgunblaðið/Emilía FEIMNUSTU strákarnir í bekknum, fjörutíu árum síðar, í háum embættum ráðherra og biskups, í heim- sókn í Páfagarði ásamt forseta Islands, sem Karl minnist í hlutverki afgreiðslumanns í KRON við Dunhaga á Hagaskólaárunum. sett á svið leikiit, Maður og kona eftir Jón Thoroddsen. Þarna vom menn- ingarkvöld. Eg man að Þórbergur Þórðarson rithöfundur kom eitt sinn og las upp úr bók sinni Ofvitanum og sá lestur er mjög minnisstæður.“ Hagavagninn var lífæðin „Ég held að það hafi ekki verið gert neitt lag um Hagaskólann, aft- ur Hagavagninn í staðinn og hann fór þarna um hverfið og gekk frá Melaveginum þar sem Suðurgatan er núna og niður á Lynghaga og var lífæðin hvað varðar samgöngur. Þessi byggð þarna á Högunum var að rísa á þessum árum í kringum 1960. Ég fluttist af Freyjugötunni með foreldrum mínum og systkin- um vestur á Tómasarhaga árið 1959 og það var að mörgu leyti hálfgert menningarsjokk að koma úr grón- um gamla bænum og í moldarhaug- ana og rykið þarna á Högunum þar sem flestar götur voru ómalbikaðar og hús í smíðum og þá var Camp Knox braggahverfið heill heimur út af fyrir sig á Grímsstaðaholtinu og „Grimsbý“, eins og hverfíð var kall- að, hafði misjafnt orð á sér. Þar var Dóri fisksali, sá sérstaki maður og öðlingur, og þar var Jósefma frá Nauthól sem setti sinn svip á um- hverfið. Návistin við Skerjafjörð- inn, sjóinn, gaf þessu sérstakan blæ og návistin við grásleppukarlana við Ægisíðuna. Vestan Hofsvalla- götu var „Kampurinn“, þar sem nú eru blokkirnar við Meistaravelli og Kaplaskjólsveg og þar var stórt braggahverfi frá stríðsárunum og þessar nöturlegu vistarverur. Hús- in voru kynt með olíu, þar var ekki hitaveita, eins og í gamla bænum. Þarna á árunum um 1960 var verið að reisa nokkur stórhýsi eins og Hótel Sögu og Háskólabíó. Þá var þarna Trípolíbíó í hermanna- bragga frá stríðsárunum og stóð þar sem nú er Arnastofnun og þar var gaman að fara í bíó. Þá var besta ísbúðin í bænum þarna við Hjarðarhagann og þangað sóttu nemendur úr Hagaskóla. Kjörbúð KRON var við Dunhagann og þótti glæsileg og þar man ég eftir ung- um manni við afgreiðslu, Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Karl Sigurbjömsson er fæddur í Reykjavík 5. febrúar árið 1947, son- ur Sigurbjörns Einarssonar biskups og Magneu Þorkelsdóttur húsmóður. Karl á sjö systkyni, fimm bræður og tvær systur. Kona Karls er Kristín Þórdís Guðjónsdóttir bankaritari og eiga þau þrjú börn, Ingu Rut, Rann- veigu Evu og Guðjón Davíð. Að loknu landsprófi úr Hagaskóla vorið 1963 hóf Karl Sigurbjömsson nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1967. Hann lauk Cand.theol.-prófi í guð- fræði frá Háskóla íslands árið 1973. Hann var í námí í sálgæslu við St. Joseph | s Hospital í Tacoma, Banda- ríkjunum 1988 og í námi í siðfræði og pastoral-guðfræði við Northwest Theological Union í Seattle 1989. Námsdvöl í Svíþjóð 1977 til 1978. Karl Sigurbjörnsson var sóknar- prestur í Vestmannaeyjaprestakalli 1973-74. Sóknarprestur í Hallgríms- prestakalli frá 1975 og til 1998 þegar hann varð biskup íslensku þjóðkirkj- unnar. Vandaðir jakkar úr öndunarefnum k Kvensnið ^ Herrasnið i Vandaður léttur jakki með útöndun og vatnsheldni. LÍtir: Blár.grxnn. rauður og gulur. lafuma # LADYDATCHA* Bárii svefn- og kerrupokjggiF -10°C Jrjj 0.8 ka. ÆLmárZ TREZETA oOmcuskOr k PAMIR orxnnn ; ATACKj joki “ Montana 35 Mjög vandaðar dömuflfspeysur Jivango Hitabrúsi Léttur og sterkur o,7 lEnrmi HAIi iiA'liMA ULP Ulí HERÐASLA kúr flís meö trefli. W\ ____betriflís eœðaflís SEGLAGERÐIN Vöndub fli úr gæbaflíi Eyjaslóð 7 Reykjavík sími 511 2200 Ymsir litir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.