Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 65

Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 65
MORGUNB LAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 65 Samningar og viðbrögð í FYRRI greinum mínum um gildistöku evnmnar hef ég fjallað um þær breytingar sem framundan eru og líkurnar á því að íslensk fyr- irtæki flnni fljótlega fyrir þrýstingi frá viðskiptaaðilum í Evrópu um að taka upp evruna í viðskiptum, í stað gjaldmiðla einhvers þátttökuríkj- anna. I þessari grein verður fjallað um áhrif breytingarinnar á gildi samninga og um notkun evrunnar í aðildarríkjum ESB, sem standa ut- an evrusamstarfsins. Hvað verður um gildandi samninga með verðákvæði í þýskum mörkum eða frönskum frönkum? Tökum dæmi af útflytjanda sem hefur lengi átt mikil viðskipti við kaupendur í Þýskalandi. Hann hef- ur um árabil gert rammasamninga um sölu á tilteknu magni í þýskum mörkum, en stendur nú frammi fyr- ir því að kaupendur vilja færa samninga yfir í evru. Hvers virði eru gamlir rammasamningar í þýskum mörkum í dag? Almenna reglan við gildistöku evrunnar er sú að evran verður til sem gjaldmiðill þann 1. janúar nk. og frá þeim degi er gildi gömlu gjaldmiðlanna 11 fast gagnvart henni. Út frá lagalegu sjónarmiði hafa þátttökuiTkin ákveðið gjald- miðilsbreytinguna hvert um sig, svo samkvæmt lagaskilarétti er enginn vafi á að samningar sem lúta t.d. þýskum rétti og hafa verðákvæði í þýskum mörkum, verða túlkaðir í samræmi við þá ákvörðun þýska þingsins að leggja af markið og taka evruna upp sem gjaldmiðil. Hið sama á við um samninga sem til- greina gjaldmiðil annarra þátttöku- ríkja, að breyttu breytanda. Samn- ingsupphæðir í gildandi samningum sem kveða á um greiðslu í einhverj- um hinna gömlu gjaldmiðla haldast óbreyttar á aðlögunartímanum en færast yfir í evru í ársbyrjun 2002. Samningar í eku færast yfir í evru á jafngildi, strax um næstu áramót. Að öðru leyti er samningsaðilum frjálst að færa viðskiptin yfir í evru hvenær sem er á aðlögunartíman- um fram til 2002, enda skiptir tíma- setningin ekki höfuðmáli því gengið milli gamla gjaldmiðilsins og evi'- unnar verður fest þann 1. janúar nk. Sett hefur verið sérstök reglu- gerð innan Evrópusambandsins, sem mælir fyrir um þessi atriði og fleiri, sem lúta að áframhaldandi gildi samninga, þrátt fyi-ir gjaldmið- ilsbreytinguna. Hér á landi gilda lög nr. 39/1998 um áframhaldandi gildi samninga með tilkomu evrunnar, þar sem kveðið er á svipaðan hátt á um að breytingin hafi ekki áhrif á efnda- skyldu gildandi samninga. Kveðið er á um jafngildi eku og evru, sé ekki annað tekið fram í samningi og Evran getur haft nei- kvæð áhrif á sam- keppnisstöðu ríkja sem standa fyrir utan, segir Arni Páll Árnason í síðustu grein sinni um evruna. samningar með verðákvæði í eku breytast því yfir í evru, sé ekki ann- að ákveðið í samningnum. Efnda- skylda samninga í gömlu gjaldmiðl- unum helst einnig óbreytt, þrátt fyrir breytingu yfir í evru, við túlk- un samninga sem lúta íslenskum rétti. Sem dæmi um samninga sem íslensku lögin ná til má m.a. nefna gjaldeyrisreikninga innlánsstofn- ana, eku-tengd spariskírteini ríkis- sjóðs og krónureikninga tengda eku, auk annarra samninga sem samkvæmt meginreglum Iagaskila- réttar lúta íslenskum rétti. Notkun evrunnar í Evrópusambandsríkjum utan evrusamstarfsins Notkun evrunnar mun verða töluverð hjá fyrirtækjum í þeim aðildarríkjum Evrópusambandsins sem standa utan evrusamstarfsins, þ.e. Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð og Grikklandi. Þannig má búast við að fyrirtæki í milliríkjavið- skiptum muni kjósa að nota evruna. sem . grunngjaldmiðil, til að ná að nýta sér þann hag sem hlýst af notk- un eins gjaldmiðils í 11 viðskiptalöndum, þrátt fyrir að heima við verði gamli gjald- miðillinn í fullu gildi, a.m.k. fyrst um sinn. Samkvæmt sameigin- legri ákvörðun aðild- arríkja Evrópusam- bandsins hafa stjórn- völd í ESB-ríkjum ut- an evrusamstarfsins skuldbundið sig til að auðvelda fyrirtækjum í milliríkjaviðskiptum notkun evr- unnar, auk þess sem þau munu láta gengisþróun gjaldmiðla sinna fylgja gengisþróun evrunnar, inn- an tiltekinna vikmarka. Evran getur haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja í ríkj- unum sem utan standa. Búist er við að vextir verði a.m.k. hálfu pró- sentustigi hærri utan svæðisins en innan, þar sem bæta þarf upp geng- isáhættu. Þá hafa Bretar verulegar áhyggjur af því að milliríkjavið- skipti breskra fyrirtækja við önnur Evrópuríki, sem hingað til hafa að verulegu leyti verið í pundum, fær- ist nú í evru og bresku fyrirtækin sitji því eftir með gengisáhættuna. Þetta atriði vegur ekki eins þungt í viðhorfum smæm ríkjanna utan evrasamstarfsins, enda menn þar alvanir að skipta í öðrum gjaldmiðli en sínum eigin. Danir hafa ákveðið að láta gengi dönsku krónunnar einungis hreyfast innan 2,25% vikmarka frá gengi evrunnar, til að reyna að draga úr óæskilegum áhrifum sér- stöðu Dana í þessu efni á danskt efnahagslíf. Seðlabankar aðildar- ríkjanna 15 munu sameiginlega verja þessi mörk á gjaldeyrismörk- uðum. Þá liggur fyrir danska þing- inu lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir heimild til handa dönsk- um fyrirtækjum að notast við evr- una í reikningagerð og bókhaldi sínu og yfirfæra evruupphæðirnar í danskar krónur á tollgengi. Þetta mun þýða að fyrirtæki sem nota evruna í bókhaldi sínu þurfa ekki að elta dagsveiflur í gengi dönsku krónunnar gagnvart evrunni en geta notað tollgengið fyrir allar færslur innan hvers almanaksmán- aðar. Svíar hafa í bígerð áþekka löggjöf sem heimilar bókhald, reikningsgerð og hlutafjárskráningu í evru. Breskum fyrir- tækjum verður einnig heimilt að nota evruna í bókhaldi og reikn- ingshaldi frá næstu áramótum. Bretar ganga hins vegar skrefinu lengra og heimila breskum fyrir- tækjum að nota evr- una alfarið. Þannig geta bresk fyrirtæki haldið bókhald, haft bankareikninga, skilað skattframtölum og tollskýrslum í evru og jafnvel greitt opinber gjöld, jafnt tekjuskatta sem virðis- aukaskatt, í evru, strax eftir næstu áramót. Breytingar - viðbrögð I þessum greinum um tilkomu evrunnar um næstu áramót hefur verið leitast við að varpa ljósi á eðli þeirra breytinga sem eru að verða á viðskiptaumhverfi í Evrópu á næstu mánuðum. Nýr gjaldmiðill 11 Evrópuríkja felur í sér mikil sóknarfæri fyrir fyrirtæki í milli- ríkjaviðskiptum. íslensk fyrirtæki hafa gegnum tíðina verið útsækin og viljug til innflutnings- og út- flutnings, þrátt fyrir misauðveldar aðstæður. Því er mikilvægt fyrir þau að vera viðbúin því að nýta sér þá möguleika sem opnast þegar svo miklar breytingar eru að verða á viðskiptaumhverfi á okkar helsta markaðssvæði. Höfundur er lögmaður i Rcykjavík. Streilson -klæðirþigvel Árni Páll Árnason Kringlan 8-12, sími 568 2221 Aðsendaf greinar á Netinu ýj> mbl.is _ALLTAf= GITTH\SAÐ ISi'ÝTT sœtir sofar* Ný sending Eiðistorgi 13 - S. 561 4465 Skartgripir frá Dyrberg Kern og Elínborgu Kjartans Glæsilegir ítalskir kjólar Opið til kl. 22 í kvöld ÍÓtHÍIMA Kertið þitt brennur aldrei út Við þökkum frábærar viðtökur við kertasöfnun okkar og vonum að þið haldið áfram að leggja okkur lið 1 Okkur hefur borist rúmlega tonrt kertaafganga.. Úr afgöngunum eru búin til falleg kerti sem fara í sölu Ví ,um laitd. Tekið er við kértaafgfingúitrá'^önil^ta ■ 'ólheimar vistvænt samfélag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.