Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 77 *
FRÉTTIR
Tíu mánaða
fangelsi fyrir
kynferðisbrot
HÆSTIRÉTTUR staðfesti á
fimmtudag dóm Héraðsdóms Vest-
urlands um 10 mánaða fangelsi,
þar af 7 mánuði skilorðsbundið, yf-
ir manni á fertugsaldri, sem framdi
kynferðisbrot gagnvart 4 ára telpu.
Maðurinn kom að nóttu óboðinn
inn á heimili ættingja sinna í kaup-
stað á Vesturlandi sumarið 1997.
Fór hann inn í herbergi telpunnar
þar sem hún lá sofandi, klæddi
hana úr nærbuxum, fór sjálfur úr
fyrir neðan mitti og lagðist ofan á
barnið. Ekki var hins vegar upp-
lýst nákvæmlega hversu langt
ákærði gekk. Systir telpunnar
vaknaði við hávaða úr herberginu
og kom aðvífandi og vakti síðan
foreldra sína.
Ákært var fyrir brot á 1. mgr.
202. gr. almennra hegningarlaga
sem hljóðar svo: „Hver sem hefur
samræði eða önnur kynferðismök
við bai-n, yngra en 14 ára, skal
sæta fangelsi allt að 12 áram. Önn-
ur kynferðisleg áreitni varðai-
fangelsi allt að 4 árum.“ í héraðs-
dómi segir að eins og atferli
ákærða sé lýst í ákæraskjali þyki
hin saknæma háttsemi hans varða
við ákvæði síðari málsliðar 1. mgr.
202. gr. hgl. Hæstiréttur staðfesti
þetta með þeim ummælum að
ákæravaldið féllist á færslu brots-
ins til refsiákvæða.
Staðfesti Hæstiréttur sakarmat
héraðsdóms og ákvörðun um refs-
ingu. Héraðsdómur hafði litið til
þess að ákærði var fjölskylduvinur
og misbauð stúlkunni freklega með
háttsemi sinni. Hins vegar þótti
mega taka mið af þeim framburði
félagsráðgjafa að ólíklegt væri að
hin refsiverða háttsemi myndi hafa
varanlegar afleiðingar á sálarheill
stúlkunnar. Þá kom fram í héraðs-
dómi að ákærði hefði ekki áður
sætt refsingu fyrir hegningarlaga-
brot og hann hefði undanfarin
misseri leitað sér sálfræðiaðstoðar.
Málið fluttu Bogi Nilsson ríkis-
saksóknari fyrir hönd ákæravalds-
ins og Garðar Garðarsson hrl. var
skipaður verjandi ákærða.
Morgunblaðið/IIalldór
Nýr leikskóli í Grafarvogi
NÝR leikskóli var formlega tekinn í notkun í Grafar-
vogi í Reykjavík en það era Lyngheimar við Mur-
urima. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opn-
aði leikskólann og naut við það aðstoðar Guðrúnar
Júlíu og Sigurðar Ýmis sem með henni eru á mynd-
inni. Inga Maren Rúnarsdóttir fékk viðurkenningu
fyrir nafnið Lyngheimar.
Lyngheimar er annar ijögurra deilda leikskólinn
sem byggður er á verðlaunatillögu í lokaðri sam-
keppni sem borgin efndi til árið 1995. Arkitekt er
Ingimundur Sveinsson. Kostnaður er um 117 milljónir
króna. Á næsta ári er ráðgert að taka í notkun þrjá
nýja leikskóla.
Aðferð sem gefur til kynna litningagalla fósturs
Oljóst hver eigi að greiða
fyrir framkvæmd prófsins
Jóladag-
skrá í
Húsdýra-
garðinum
í FJÖLSKYLDU- og hús-
dýragarðinum verður margt
um að vera um helgina.
Á laugardaginn 19. desem-
ber kl. 13 spila ungir meðlimir
úr Harmonikufélagi Reykja-
víkur jólalög og um sama leyti
hefst Sigurður Gíslason, mat-
reiðslumaður í Perlunni,
handa við að skera út lista-
verk úr ís. Kl. 14 leikur
Lúðrasveitin Svanur nokkur
jólalög og kl. 15 mætir
Skyrjarmur.
A sunnudaginn 20. desem-
ber kl. 14 verður jólaball þar
sem hljómsveitin Geirfuglarn-
ir sjá um undirleik. Bjúgna-
krækir verður á ferðinni í
garðinum og sitthvað fleira
gæti komið á óvart.
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ
hefur til athugunar hvernig standa
eigi að greiðslum fyrir svokallað
þrípróf fyrir þungaðar konur. Þrí-
próf mælir ákveðin efni í blóði
kvenna sem, ásamt aldri konunnar,
gefa til kynna líkurnar á að fóstrið
sé með Down’s-heilkenni eða ann-
an alvarlegan litningagalla. Prófið
er nýleg aðferð sem notuð hefur
verið í nágrannalöndunum og dreg-
ur að einhverju leyti úr þörf á
legvatnsástungu, sem hefur nokkra
hættu á fósturláti í för með sér, eða
1 fósturlát á 100 ástungur.
Reynir Tómas Geirsson, yfir-
læknir kvennadeildar Landspítal-
ans segir að eitthvað af sýnum fyr-
ir þrípróf hafi hingað til verið send
utan til greiningar. Hins vegar hafi
spítalinn ekki getað þróað þríprófið
hérlendis vegna þess að óvissa leiki
á um hver skuli greiða fyrir fram-
kvæmd þess. Segir hann jafnframt
að þrípróf séu ekki lengur send ut-
an til greiningar vegna breyttra
forsendna við framkvæmd prófsins
hér. Kostnaður við þríprófið sé
talsverður og ríkisspítalar hafi ekki
hlotið fjárveitingu til þess, auk
þess sem sú lausn yrði aldrei til
frambúðar. Reynir segir að þung-
aðar konur hafi sjálfar gi-eitt fyrir
framkvæmd þríprófs áður, en heil-
brigðisráðuneytið sé nú með málið
til athugunar.
Ómskoðanir koma
einnig til greina
„Á meðan við höfum beðið eftir
niðurstöðu frá heilbrigðisráðuneyt-
inu um hvort þungaðar konur eigi
sjálfar að greiða fyrir þríprófið eða
ekki, höfum við farið að líta á enn
aðra aðferð sem ákjósanlegan kost,
og það er að nota ómskoðanir. I því
felst að öllum konum yrði boðið að
koma í ómskoðun aukalega við 10-
14 vikna meðgöngulengd í viðbót
við venjulega 18-19 vikna skoðun.
Með þeirri aðferð fæst svipaður ár-
angur og með þríprófinu, þótt að-
ferðirnar séu mjög ólíkar."
Reynir segir að rannsóknir
bendi til að með 10-14 vikna óm-
skoðunum finnist um 2/3 þeirra
fóstra sem eru með litningagalla.
Ómskoðun fylgi óneitanlega margir
kostir, þar sem tækjakostur sé
þegar fyrir hendi og þekkingu
starfsmanna megi nýta betur til
þessara skoðana. Hann segir að
mikill kostnaður fylgi hins vegar
þríprófunum, þau séu gerð síðar á
meðgöngunni og fóstureyðingar í
kjölfar þein-a séu því flóknari og
erfiðari.
„Það er mjög kostnaðarsamt að
bjóða 4.500 konum árlega að gert sé
á þeim þrípróf, beini kostnaðurinn
yi'ði milli 8 og 10 milljónir á ári við
prófið sjálft. Auk þess þarf að túlka
prófið og veita ráðgjöf í kringum
það, sem er ekki einfalt mál, því nið-
urstöður prófsins segja eingöngu til
um hve miklar líkur eru á því að,
kona gangi með fóstur með litn-
ingagalla,“ segir Reynir.
Hann segir að heilbrigðisráðu-
neytið hafi ekki skorið úr um hvort
prófið falli undir mæðravernd, en
ef úrskurðurinn verði á þá leið sé
óheimilt að rukka fyrir þjónust-
una.
Dómur Hæstaréttar í máli S. Óskarssonar
Snerist einungis um endur-
greiðslu oftekinna gjalda
DÓMUR Hæstaréttar í máli S.
Óskarssonar gegn íslenska ríkinu
vegna oftekins jöfnunargjalds á
franskar kartöflur sem fyrirtækið
tapaði sneri eingöngu að kröfu um
endurgreiðslu á ofteknum gjöldum,
en tekur ekki til hugsanlegra
skaðabóta sem fyrirtækið kynni að
telja sig eiga rétt á. Skaðabóta-
kröfur fyrnast á tíu ái’um.
Jakob Möller hæstaréttarlög-
maður sagði að dómurinn væri í
fullu samræmivið kröfurétt og lög
um fyrningu. í dómi Hæstaréttar
segði að gjaldið hefði verið greitt
án athugasemda, þ.e.a.s. ekki með
fyrirvara, og innheimtan hefði ekki
verið borin undir dómstóla á þess-
um tíma. í fyrra málinu
H.1996.4260 þar sem álagning
Innheimta
gjaldsins var ekki
borin undir dóm-
stóla á sínum tíma
gjaldsins var dæmd ólögmæt hafi
ekki verið gerð þessi krafa og því
hefði sá dómur ekki rofið fyrning-
una.
Jakob sagði að Hæstiréttur
vitnaði í 3. gr. laga um fyrningu
skulda og annaraa kröfuréttinda,
en greinin fjallar um þær kröfur
sem fyrnast á fjórum árum. Þar
segir í 5. tl: „Krafa um endurgjald
á því er maður hefur greitt í
rangri ímyndun um skuldbinding
eða í von um endurgjald er brugð-
ist hefur, þó svo að móttakandi
hafi ekki gert sig sekan í sviksam-
legu atferli.“
I samræmi við lagagrein
um fyrningafrest
Jakob benti á að þessi lagagrein
fjallaði sérstaklega um fyrningar-
frest á ofgreiddu fé og dómur
Hæstaréttar sé bara í samræmi við
þetta. Síðan sé tekið fram í dómn-
um að með þessu sé ekki útkljáð
skaðabótakrafa sem fyrirtækið
kynni að telja sig eiga, en skaða-
bótakröfur fyrnist á tíu árum.
Þannig sé fyrningarfrestur skaða-
bótakröfunnar enn ekki liðinn.
Málið nú hafí eingöngu snúist um
endurheimt ofgi-eidds fjár.
JÓLABOÐ
SPESSA
HIÐ ÁRLEGA
JÓLABOÐ SPESSA
VERÐUR HALDIÐ
Á MATSTOFUNNI
Á NÆSTU GRÖSUM
í KVÖLD.
© RÚSSIBANARNIR
LEIKA FYRIR GESTI.
© ÝMSAR ÓVÆNTAR
UPPÁKOMUR.
DÁSAMLEGUR MATUR.
OPNUM KL. 18:00.
- Mat stofan
A nœstu grösum
Laugavegi 2Öb
sími 552 8410