Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 92

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Gígar hafa hlaðist upp á botni Grímsvatna í eldgosinu sem hófst í Vatnajökli í gærmorgun VATNIÐ kraumar í einum gíganna fimm sem myndast hafa á rúmlega kílómetra langri sprungu í Grímsvötnum. Að baki sést hh'ð Grímsfjalls. E kki líkur á stóru hlaupi GOSIÐ í Grímsvötnum í Vatna- jökli hélst nokkuð stöðugt fram eftir degi í gær, og var gosmökk- urinn álíka stór klukkan 16.30 og hann var um morguninn. I til- kynningu frá Almannavörnum var svæði í 10 km radíus um- hverfis eldstöðina lýst bannsvæði og sagt að leiðir á Grímsfjall .væru lífshættulegar vegna kröft- ugra sprenginga. Vatnshæð í Skeiðará breyttist ekkert í gær- kvöldi og eru ekki taldar líkur á hlaupi, sem ógni mannvirkjum. „Grímsvötn eru í raun besti staðurinn í Vatnajökli til að fá gos,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla íslands, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Magnús Tumi flaug tví- vegis yfir gosstöðvarnar í gær; um hádegi sá hann þrjár gos- sprungur en síðdegis gaus á fímm stöðum í beinni línu á um kílómetra langri gossprungunni. Gígar hafa hlaðist upp á botni Grímsvatna. Helgi Guðmundsson jöklafræðingur segir að gosið nú hafi myndað jafnháan gíg og gos- ið árið 1983 en það átti sömu upptök; þetta gos sé því mun kraftmeira. Magnús segir erfítt að spá því hve lengi gosið muni standa, mið- að við þróun þess í gær. Hann ber það saman við tvö gos á þess- ari öld, sem áttu sömu upptök. „Gosið 1934 stóð í tvær vikur og gosið 1983 stóð í fímm eða sex daga. Vð getum ekki séð fyrir hvort þetta gos geri svipað eða eitthvað allt annað." Grannt fylgst með þróun gossins Visindamenn fylgjast grannt með þróun gossins. Flugu þeir tvisvar yfir það í gær og í dag verður metið hve oft er þörf á að fljúga þar yfír. Á meðan ekki er birta er fylgst með gosinu á jarð- skjálftamælum á Veðurstofunni og Raunvisindastofnun Háskóla íslands, auk þess sem veðurradar á Veðurstofunni sér um að mæla gosmökkinn. Vísindamenn telja ekkert benda til að stórt hlaup muni renna undan jöklinum. Lítið eða meðalstórt, hlaup geti hafíst á næstu vikum eða mánuðum. Á Raunvísindastofnun Háskól- ans er vakt við jarðskjálftamæla í Grímsvötnum. Vegagerð og lög- regla stóðu vörð beggja vegna Skeiðarárbrúar í nótt. Starfs- menn Landssímans fylgdust með því að ljósleiðarasamband rofnaði ekki. Hæstiréttur dæmir flutning Landmælinga ólöglegan Ráðherra hyggst áfram undirbúa flutning HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær að ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfísráðherra frá 3. júlí árið 1996 um að flytja starfsemi Land- mælinga íslands til Akraness um næstu áramót sé ólögmæt. I dóms- niðurstöðunni segir að á meðan um- hverfísráðherra hafi ekki aflað sér lagaheimildar um flutning Land- mælinga til Akraness verði að fall- ast á að hann sé ólögmætur. Guð- mundur Bjamason kveðst vera undrandi á dómsniðurstöðunni því hún stangist á við ýmis lögfræðiálit sem hann hafi fengið en ráðherrann segir að engu að síður verði haldið áfram undirbúningi að flutningi stofnunarinnar til Akraness um næstu áramót. Brugðist verði við dómnum með því að reyna að afla lagaheimildar Alþingis fyrir jólahlé þingsins. Starfsmaður Landmælinga, sem sætti sig ekki flutninginn, höfðaði málið. Ragnar H. Hall, hæstarétt- arlögmaður, sem flutti málið fyrir hönd stefnanda, segir að dómsnið- urstaðan setji flutning Landmæl- inga í uppnám. Ef ráðherra ætli að halda sig við það að flytja stofnun- ina þurfi hann að leggja málið fyrir Alþingi. Að sögn Ragnars hefur dómurinn einnig áhrif á ákvarðanir um flutning annarra ríkisstofnana út á land. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá viðkomandi aðilum hvort þeir þurfi ekki að endurskoða þær ákvarðanir í ljósi þessa dóms. Hann snýst um nákvæmlega sama hlutinn,“ sagði hann. Umhverfisráðherra segir að mik- il vinna hafi verið lögð í undirbún- ing að flutningi Landmælinga til Akraness og m.a. sé búið að selja núverandi húsnæði stofnunarinnar. „Það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram þessum flutningi og bregðast við dómnum á þann hátt að afla lagalegu heimildarinnar á Aþingi,“ segir Guðmundur. Gerir erfíðara að flytja stjórnsýslu út á land „Mér finnst dómurinn ekki mjög byggðavinsamlegur. Hann gerir stjórnvöldum miklu erfiðara fyrir að fást við byggðamál. Það hefur verið uppi viiji ríkisstjórna og stjórnmálaflokka að leita leiða til þess að flytja til stjómsýslu en það verður allt miklu torveldara vegna þessa,“ segir Guðmundur. Hann segir að óhjákvæmilegt sé að líta á dóm Hæstaréttar í víðara samhengi, þar sem ýmis dæmi séu um flutning annarra ríkisstofnana út á land, án þess að sérstaklega hafi verið kveðið á um það í lögum, s.s. embætti veiðistjóra til Akureyr- ar, auk ýmissa stofnana sem heyri m.a. undir samgönguráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið. ■ Ákvörðun/13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.