Morgunblaðið - 23.12.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Margar ábendingar varðandi meint brot á lögum um hvfldartíma
Foreldrar kvarta yfír
vinnuhörku í Bónus
VERSLUNARMANNAFELAG
Reylqavíkur hefur undanfarna daga
kannað meint brot á lögum og regl-
um um vinnutíma og lögboðna hvfld.
Tilefni rannsóknarinnar voru marg-
víslegar ábendingar sem félaginu
hefur borist, og hafa margar þeirra
beinst að verslunum Bónuss sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Tvær mæður unglingspilta sem
hafa starfað hjá Bónus kölluðu, í
samtali við Morgunblaðið, vinnuá-
lagið á þeim nú í desember þrælk-
un.
Hrönn Jónsdóttir, móðir sautján
ára drengs sem starfaði í verslun
Bónuss í Holtagörðum þar til í sein-
ustu viku, kveðst telja vinnuhörk-
una þar vera alltof mikla. Hún
kveðst telja að hvíldartímalögin hafí
verið þverbrotin og alltof mikið álag
hafí verið á drengnum og starfsfé-
lögum hans.
Unnið í meira
en sólarhring
„Krökkunum er þrælað út,“ segir
Hrönn. „Sonur minn mætti til vinnu
á milli 6 og 7 á morgnana og var
aldrei búinn fyrr en um ellefu á
kvöldin þó að búðinni væri iokað
klukkan átta. Oft var unnið til hálf-
þrjú á nætumar og eitt sinn til
klukkan níu um morguninn, eða
meira en í sólarhring í einu. Það
virtist ekki vera unnið eftir neinu
kerfí. Sonur minn byrjaði að vinna
ásamt tveimur vinum sínum en þeir
voru látnir fara eftir þrjár vikur, því
það er svo að ef yfirmönnum finnst
krakkamir ekki nægilega fljótir við
vinnu sína á kassanum eða duglegir
við eitthvað annað, eru þeir látnir
taka pokann sinn.“
Hún segir að sonur hennar hafí
haft 459 krónur á tímann í dagvinnu
og tvö hundruð krónum meira í
næturvinnu, sem hún telji ömurleg
laun fyrir svo mikla vinnu. Henni
skiljist að fyrirtækið geri sérsamn-
inga við þessa unglinga.
„Hann var sjálfur sáttur við
starfíð og móralinn en enginn full-
orðinn myndi láta bjóða sér þetta.
Hendurnar á honum voru skrauf-
þurrar og skornar eftir þessa vinnu.
Eitt skiptið var hann búinn að vinna
níu daga samfellt og var þá svo út-
GUÐMUNDUR Marteinsson fram-
kvæmdastjóri Bónuss kveðst vísa
öllum ásökunum um óeðlilega
vinnuhörku til föðurhúsanna. „Þetta
em þvílíkar ýkjur að það er með
ólíkindum. Alagið í desember er
mikið í verslunum Bónuss en reynd-
ar miklu minna en t.d. fyrir fímm
árum. Opnunartími er orðinn lengri
og verslanir fleiri, þannig að við-
skiptin dreifast á miklu fleiri staði á
lengri tíma, sem þýðir minna álag,“
segir hann.
„Síðan er það svo að skólafólk
kemur til okkar, oft í fylgd foreldra
sinna, og grátbiður um að fá að
vinna eins mikið og það mögulega
getur vegna peningaskorts. Og ef
það er leyft, fáum við svona send-
ingar á okkur. Mér fínnst þetta
sorglegt,“ segir Guðmundur.
Hann segir að þegar fiskur barst
á land á æskuslóðum hans hafi verið
unnið dag og nótt til að bjarga verð-
mætum og menn ekkert vælt yfir
því.
Auknar tekjur
fyrir mikla vinnu
„Fólk sem vill vinna hjá Bónus
veit að vinnan er mikil og að það
hefur tækifæri til að afla sér mikilla
tekna. Við borgum kannski ekki
besta tímakaupið, en fólk hefur tök
keyrður að hann sá þann kost einan
að segjast þurfa að fara í jarðarför
til að fá leyfi.
Eg ræddi þetta við verslunar-
stjórann sem sagði að þegar hann
spyrði hverjir vildu ganga frá, væru
allar hendur uppi, en sonur minn
segir hins vegar að það sé ekkert
val. Verslunarstjórinn talaði jafn-
framt um að í desember væri þessi
vinna eifið, en ég hef aldrei kynnst
öðru eins,“ segir Hrönn.
„Þarna eru ekki einu sinni stólar
fyrir kassadömumar sem þýðir að
þær þurfa að standa upp á endann
tímunum saman, auk þess sem ég
held að matar- og kaffitímar séu
ekki einu sinni í lagi. Þetta er ung-
lingaþrælkun að mínu viti og ekki
skrýtið að Bónus og aðrar slíkar
verslanir, sem virðast bara ráða
bamungt starfsfólk, geti boðið lágt
vöruverð."
á að afla sér mikilla tekna með mik-
illi vinnu. Mörg fyrirtæki eru hins
vegar þannig að þar bjóðast
kannski betri laun en starfsmaður-
inn má ekki vinna mikið og tekju-
möguleikarnir eru því litlir."
Hann kveðst telja þessar ákúrur
dæmi um breytt hugarfar í þjóðfé-
laginu og hann telur að þær séu
frekar ættaðar frá foreldrum en
ungmennupum sem vinni hjá fyrir-
tækinu. „í mörgum tilvikum eru
foreldramir að gera krökkunum
óleik með því að hringja og kvarta,
hvort sem það er í VR eða fjölmiðla.
Svo þegar við göngum á fólkið segir
það allt vera í góðu. Hvers vegna
kemur fólk ekki hreint fram og seg-
ir okkur hvað því þykir vera að, ef
eitthvað er að?“
4-5 tíma hvíldartími
Móðir sextán ára pilts, sem starf-
að hefur um nokkura ára skeið í
einni verslun Bónuss á höfuðborg-
arsvæðinu, segir að hann hefji störf
ásamt félögum sínum á milli 6 og 7 á
morgnana. „Þeir fá fyrsta matar- og
kaffitímann um klukkan 16, vinna
síðan til 1 og 2 á næturnar og eiga
að mæta aftur á milli 6 og 7. Þarna
á milli em fjórir eða fímm tímar.
Svona hefur ástandið verið í allan
desember. Þetta er algjört brjál-
æði,“ segir hún.
„Hann gerir ekkert annað en að
vinna, er utan við sig og útkeyrður
eins og vélmenni. Síðan fá þeir
skyndibitafæði í vinnunni og hafa
rétt tíma til að gleypa í sig þá nær-
ingu áður en streðið byrjar aftur.“
Hún segir að sonur sinn vilji ekki
að hún skipti sér af þessum málum,
enda sé hann drjúgur yfír því að
Hann segir jafnvel dæmi þess að
foreldrar sem hafí haft samband við
fýrirtækið eða aðra aðila geri það
án þess að vita hið rétta í viðkom-
andi máli.
„Eg get nefnt dæmi um tvær
stúlkur sem löbbuðu út úr einni
verslun okkar. Þá hafði komið í ljós
að það vantaði tugi þúsunda í kass-
ann hjá þeim. Onnur þeirra var
kölluð á fund og beðin um skýringu.
Hún gat enga skýringu gefíð en
sagði svo að hún léti ekki bjóða sér
þetta, fór til vinkonu sinnar og síð-
an hlupu þær út. Síðan hringdi
móðir annarrar þeirra og fór að
kvarta yfir allt öðru en málið sner-
ist um. Unglingur sem kemur heim
segir ekki mömmu sinni að hann
hafí verið rekinn vegna þess að
standast þetta vinnuálag og starfa
enn þótt ýmsir starfsfélagar hans
hafi gefíst upp og hætt. „Ég vil
kalla þetta nútíma þrælahald og
dauðsé eftir að hafa leyft honum að
byrja að vinna þarna,“ segir hún.
„Nokki-a morgna hef ég tekið
símann úr sambandi til að hann
fengi almennilega hvfld og þá hefur
hann sofíð langt fram á dag, enda
útkeyrður. Hann varð hins vegar
öskureiður í þeim tilvikum."
Hún segir ljóst að unglingar
þekki ekki réttindi sín og séu svo
ánægðir með að fá vinnu að þeir láta
bjóða sér allt. „Það er gert of lítið til
að upplýsa unglingana og ég óttast
að þetta sé of víða með þessum
hætti á vinnumarkaðinum. Fólk hef-
ur lengi vel þurft að þræla og berj-
ast fyrir réttindum sínum,' en þarna
er að koma fram ný kynslóð sem
þekkir ekki réttindi sín, veit ekki að
það hefur þurft að hafa fyrir þeim
og á t.d. erfitt með að skilja að ellefu
tíma hvíld sé lögboðin," segir hún.
Þola ekki álagið
„Þessu til viðbótar er það svo að
þegar hann vinnur svona mikið á
hann að fá greitt næturvinnukaup
næsta dag, en ég er ekki viss um að
svo sé. Hann leyfir mér ekki að sjá
launaseðilinn af ótta við að ég láti í
mér heyra. Þá höfum við yfirleitt
þurft að keyra hann til vinnu því
strætisvagnarnir eru ekki byrjaðir
að ganga, en hið rétta væri að fyrir-
tækið útvegaði starfsmönnum sín-
um far í slíku tilviki. Nokkrum sinn-
um hefur hann tekið leigubfl, en það
er takmarkað sem það má, og ég
veit ekki hvort hann fái leigubfla-
kostnað endurgreiddan frá fyrir-
tækinu.
Síðan þurfa þessir krakkar að
standa upp undir þrjár klukku-
stundir við kassana án þess að fá
pásu, það eru ekki stólar og engin
sjálfvirk færibönd á afgreiðsluborð-
unum. Ég varð vitni að því um dag-
inn að rauðkálsdós brotnaði í með-
fórum afgreiðslustúlku í Bónus og
henni varð svo mikið um að hún fór
að hágráta. Taugarnar þoldu ekki
meira, því þetta eru bara unglingar
sem þola ekki svona gríðarlegt
álag,“ segir hún.
vantaði fímmtíu þúsund krónur í
kassann."
Guðmundur segir að í Bónus sé
fólki einungis sagt upp störfum, hafí
það brotið starfsreglur íyrirtækis-
ins, og í flestum tilvikum sé um
þjófnaðarmál að ræða.
Unnið í samráði við VR
„Það gilda sömu reglur um okkur
og alla aðra og við getum ekki látið
fólk fara fyrirvaralaust. Við eigum í
mjög góðum samskiptum við VR og
förum eftir öllum reglum í sambandi
við ráðningar og uppsagnir. Oftar en
ekki gerum við það í samráði við
VR. Eg veit að VR fór af stað núna
vegna þess að það var hringt í félag-
ið og ég bað fyrir þau skilaboð til
þess þegar haft var samband við
okkur, að fulltrúar þeirra ættu ein-
faldlega að fara í búðirnar og kanna
þetta sjálfír. Þó fengju þeir þetta
beint í æð,“ segir Guðmundur."
Hann segir hins vegar rétt að
matar- og kaffítímar færist oft til
þannig að starfsmenn matist ekki
nákvæmlega klukkan 12 á hádegi
eða drekki kaffí klukkan 15.30, en
svo hafi löngum verið og stafí yfir-
leitt af mikilli ös í verslunum.
„Menn fá líka matartímann borg-
aðan ef þeir vinna þá, eins og geng-
ur og gerist," segir Guðmundur.
Nafnið
Fjarða-
byggð
staðfest
Félagsmálaráðuneytið hefur
staðfest samþykkt bæjar-
stjórnar í „sveitarfélagi 7.300“,
sameinuðu sveitarfélagi Nes-
kaupstaðar, Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar, um notkun
nafnsins Fjarðabyggð á sveit-
arfélagið.
Samhliða kosningum til
sveitarstjórnar nýja sveitarfé-
lagsins í vor var könnuð af-
staða íbúanna til sjö nafna. Þar
fékk nafnið Austm'ríki flest at-
kvæði og Firðir næstflest. Ör-
nefnanefnd hafnaði hins vegar
öllum nöfnunum sjö þegar álits
hennar var leitað og eftir að
sveitarstjórnin hafði sent
nefndinni fleiri hugmyndir
lýsti hún sig reiðubúna að sam-
þykkja tvö nöfn, Fjarðabyggð
og Sveitarfélagið Miðfirði.
Gerð var ný skoðanakönnun
hjá 600 manna úrtaki og var
fólki gefinn kostur á að velja á
milli umræddra tveggja nafna.
75% þátttakenda völdu Fjarða-
byggð en 25% Sveitarfélagið
Miðfírði. Bæjarstjórnin ákvað
síðan á fundi sínum á fimmtu-
dag að nota nafnið Fjarða-
byggð.
Símtöl til
N-Ameríku
lækka
LANDSSÍMI íslands hf. hefur
ákveðið að lækka gjöld iyrir
símtöl í 3. flokki til Bandaríkj-
anna, Kanada, Jómfrúreyja og
Púertó Ríkó, frá og með 1. jan-
úar nk.
Mínútugjald fyrir sjálfvirkt
samtal á dagtaxta lækkar úr 47
krónum í 40 krónur eða um
15%. Kvöld- og næturtaxti fyr-
ir sjálfvirkt samtal lækkar úr
40,50 krónum fyrir mínútuna í
34 krónur, eða um 16%.
Síðast lækkuðu símtöl til
Bandaríkjanna og Kanada í
verði í september sl. en þá
lækkaði dagtaxtinn úr 54
krónum á mínútu í 47 krónur.
Á fjórum mánuðum hafa sím-
töl til Norður-Ameríku að degi
til því lækkað um tæplega
20%.
„Forsenda ofangreindrar
lækkunar er hagstæðari samn-
ingar við símafélög vestanhafs,
sem fela í sér lækkun á enda-
stöðvargjaldi. Landssíminn
vinnur áfram að samningum
við erlend símafyrirtæki og
hagnýtingu nýjustu tækni til
að tryggja að viðskiptavinir
fyrirtækisins njóti verðlækk-
ana á alþjóðlegum símamark-
aði,“ segir í frétt frá Landssím-
anum.
Skæðir tölvu-
vírusar í jóla-
kveðjum
TIL frekari fræðslu, vegna
fréttar í blaðinu í gær, um
skæða tölvuvírusa sem leynast
í skránum Hohoho.exe og
Snowman.exe er rétt að bæta
við, að vírusarnir leitast við að
skrifa í flash-BIOS og eru báð-
ar ski'árnar sýktar af
W32.CIH.SPACEFÍLLER.
Vírusarnir fara í gang 26.
hvers mánaðar og er því trygg-
ast að henda skránum strax
berist þær með tölvupósti.
Hafí skrárnar verið ræstar án
þess að tölvurnar hafí verið
hreinsaðar með vírusvarnafor-
riti er öruggast að taka afrit af
mikilvægustu skjölum og ræsa
ekki tölvur annan dag jóla.
Framkvæmdastjóri Bónuss neitar því að óeðlileg vinnuharka sé hjá fyrirtækinu
„Skólafólk
grátbiður um
mikla vinnu“