Morgunblaðið - 23.12.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.12.1998, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ FRETTIR „ÉG ætla ekki í lest. Ég datt í lestinni," seg- ir Tómas tveggja ára, sem annars er kátur og glaður þrátt fyrir mikla lífsreynslu hans, tveggja systkina og fóður, en þau lentu í járn- brautarslysi í Noregi í síðustu viku. Hanna Kristjana systir hans, sem varð fimm ára í vik- unni, tekur í sama streng. „AUt ruggaði,“ segir hún og hristir höfuðið ákveðið, þegar hún er spurð hvort hún vilji fara aftur í lest og er upp- teknarí af nýju Barbie-sokkabuxunum sínum. Ásmundur Þór, þrettán ára, hefur heldur ekki áhuga á annarri lestarferð, en Sveinn Guðmundsson, faðir systkinanna, segir að þau eigi pantaða heimferð eftir nýár frá Helsingja- eyri til Norður-Noregs, þar sem þau búa, en það verði að koma í ljós hvað þau geri. Fanney Birna Asmundsdóttir, kona Sveins, var í próflestri á Islandi þegar slysið varð, en hitti fjölskyldu sína um helgina að afloknu prófi eins og ráð hafði verið fyrir gert. Hún segir að vísast sé best íyrir þau að fara til baka með lest og nú geti hún veitt þeim stuðning, þar sem hún lenti ekki í slysinu. Fjölskyldan býr í Reine á einni Lófóteneyj- anna, en hugðist halda jólin í Danmörku, þar sem þau eiga fjölskyldu. A sunnu- dagskvöldið er þau voru tekin tali voru þau samankomin í góðu yfirlæti hjá skyldmennum á Norður-Sjálandi. Samkvæmt norskum fréttum voru 172 farþegar í lestinni, en 34 þeira voru fluttir á sjúkrahús. „Ég hugsa lítið um þetta,“ sagði Asmundur Þór. „Ég var síðast að hugsa um þetta í gær, reyna að muna og rifja upp hvað gerðist,“ bætir hann við. Hann sat í Bangsavagnin- um, sérstökum lestarvagni fyrir böm, þar sem um tíu böm vom að leik, þar á meðal systkin hans, Tómas og Hanna Kristjana. Ferð feðginanna hófst klukkan sjö um morguninn heima í Reine, og það- an tóku þau ferjuna til Bodö í lestina, er átti að flytja þau tii Helsingjaeyr- ar, 28 klukkustunda ferð. Ferjusam- göngur höfðu legið niðri undanfarna tvo sólarhringa vegna veðurs, en einmitt á fimmtudagsmorguninn rof- aði til. Ferjan hefði átt að koma til Bodö kl. 11 um morguninn, en þótt snjólaust væri í Reine var blindbylur í Bodö. Ferjan lagðist að alveg við járnbrautarstöðina og kom að fjórum mínútum áður en lestin átti að fara kl. 11.30. Sveinn greip farangurinn, Asmundur Þór dró kerruna með yngri systkinum sínum og þannig var barist áfram í kafaldssnjó og byl. A stöðinni stóðu fjórir lestarverðir og hjálpuðu til við að skella farangri og börnum um borð og sögðu Sveini að vera ekkert að hugsa um að taka miðana, sem hann átti pantaða, heldur taka þá bara á næstu stöð. „Við áttum greinilega að komast með,“ segir Sveinn. Lestin samanstóð af eimreið og sex vögnum. Feðginin áttu pöntuð sæti í fyrsta vagninum, en komu sér fýrir í Bangsavagninum til að vel færi um börnin. Síðdegis hafði Sveinn brugðið sér yfir í næsta vagn, veitingavagninn, til að hringja, en krakkarnir voru áfram í barna- vagninum. Kiukkan var að verða 16.30 og kom- ið svarta myrkur úti. Ásmundur Þór og Hanna Kristjana höfðu snúið stólunum, svo þan gætu fylgst með Tómasi, sem var að leik. Ásmundur Þór sat með ferðadiskó, en var annars hálfsyfjaður og heldur reyndar að hann hafi aðeins dottað. Þá gerðist nokkuð óvænt. „Mér fannst eins og einhver hefði tekið í neyðarbremsuna, því það var eins og lestin bremsaði, en hún hægði á sér með smellum og hnykkjum. Svo valt vagninn, ljósið fór og það varð svartamyrkur. Þetta gerðist allt svo snöggt að það var enginn tími til að verða hræddur," segir Ásmundur Þór. „En það var gott að við höfðum snúið sætunum, því annars hefðum við kastast áfram þegar lestin fór að bremsa. Nú pressuðumst við bara niður í sætin fyrst.“ Hann varð var við að systir hans kastaðist úr sætinu við hliðina á honum er vagninn fór að velta. Sjálfur hélt hann sér í sætið, en þegar vagninn var næstum kominn á hvolf missti hann takið, datt niður og lenti með höfuðið á þakklæðningunni, sem hann fór í gegnum. Tómas litli hentist til og lenti á bak- inu á Ásmundi Þór. „Þetta gerðist svo snögglega að það var lítið hægt að gera,“ segir Ásmundur Þór. „Þegar ljósið fór hugsaði ég fyrst um systkini mín. Svo datt ég og vankaðist, en reyndi strax að finna systkinin. Það var myrkur, en ég þekkti grát- inn í þeim. Þau voru alveg hjá mér og ég tók þau í fangið, en annars man ég ekki nákvæm- íega hvernig þetta gekk fyrir sig.“ Tveggjár- ingurinn Tómas man að hann datt í lestinni. Hanna Kristjana man að Ijósið datt og allt ruggaði. Högg og rykkir Fyrir Svein bar slysið að á annan hátt, því hann hafði brugðið sér í veitingavagninn til að hringja í vinafjölskyldu, sem hafði komið á lestarstoðina í Bodö með gott nesti handa „Öll þessi stóru ef“ ✓ A notalegu íslensku heimili á Norður-Sjálandi ræddi Sigrún Davíðsdóttir við Svein Guðmundsson og fjölskyldu hans, sem slapp naumlega úr lestarslysi í Noregi í síðustu viku. Morgunblaðið/Kristian Linnemann FJÖLSKYLDAN íslenska, Ásmundur Þór, Fanney Birna, Tómas Birnir, Sveinn og Hanna Kristjana. ferðalöngunum. Þar sem viðskilnaðurinn í Bodö var á hlaupum ætlaði Sveinn að hringja til að þakka almennilega fyrir og kveðja. Hann var að tala við þrettánáringinn í þeirri fjöl- skyldu í símann, þegar hann fann fyrir hnykkj- um, sem urðu sterkari og hraðari. „Ég fann að eitthvað var að gerast," segir Sveinn. „Það fyrsta sem mér datt í hug var árekstur, að eitthvað alvarlegt væri að gerast, svo ég hugsaði strax um að koma mér til barn- anna, kastaði frá mér símtólinu og hljóp af stað. Það var einn vagn á milli og höggin og rykkirnir urðu æ sterkari. Það voru svona 5-6 metrar sem ég þurfti að hlaupa til að komast að dyrun- um inn í barnavagn- inn. Þegar ég reyndi að opna þær kom lokahnykkurinn og lestin stöðvaðist.“ Þegar Sveinn gat opnað dyrnar stökk hann út. Það var þá enginn vagn aftan við, því vagninn hafði losn- að frá þeim næsta á eftir. „Ég hef svo síðar spurt strákinn, sem ég var að tala við, hvað hann hefði haldið þeg- ar ég hljóp úr sí- mann,“ segir Sveinn. „Þar sem hann heyrði óp og köll áður en sambandið rofnaði sagðist hann helst hafa haldið að við værum að fara í gegnum jarðgöng og að það hefði verið eitt- hvert stuð í lestinni, svo menn hefðu verið að kalla þess vegna.“ Sláandi þögn „Úti var svartamyrkur og sláandi þögn,“ segir Sveinn, sem hljóp fram fyrir vagninn sem hafði verið á milli veitingavagnsins og Bangsavagnsins. „Ég sá Bangsavagninn á hvolfi. Þá hélt ég að þau væru öll dáin. Það var það eina sem mér kom í hug. Ég hafði séð svona áður, en það var bara í sjónvarpsfrétt- um frá útlöndum og ekki raunveruleiki," bætir hann við hugsandi. „Ég hugsaði til Islands, til konunnar minnar. Hvernig átti ég að geta út- skýrt fyrir henni hvað hefði gerst og að ég hefði ekki verið hjá börnunum?" Sveini er ljóst að þetta voru aðeins örskotshugsanir, því hann hljóp strax að Bangsavagninum. Hurðin á Bangsavagninum var föst. „Ég öskraði á krakkana," segir Sveinn, „og heyrði þá í stelpunni hágrátandi. Ég reif upp hurðina og kem inn í vagninn, þar sem þakið var orðið gólf, sem erfitt var að fóta sig á því þakplöt- urnar voru glerhálar. Ég klifra inn og kalla. Þá kallaði Ási að allt væri í lagi. Það voru þau, sem fyrst urðu fyrir mér.“ „Pabbi braut glugga og svo fórum við út,“ segir Hanna Kristjana skýrt og skorinort, þegar hún rifjar þetta upp. Sveini fannst vagn- inn á einhvern hátt óöruggur og hafði strax í huga að koma börnunum út, en dregur ekki fjöður yf- ir að hann hafði í fyrstu sín eigin börn í huga. Hann ætlaði að reyna að brjóta glugga, en neyðar- hamarinn hafði losnað og fannst ekki. Slökkvitækið við dyrnar hafði líka losnað og var því heldur ekki tiltækt. Niðamyrkur var í vagninum, en einhver hafði brugðið kveikjara á loft og þá mundi Sveinn eftir að hann hafði líka kveikjara til að lýsa. En nú voru einhverjir komnir að vögnunum og reyndu að opna dyr, sem ekki var hægt, en þar sem Sveinn vissi hvar opnanlegar dyr voru beindi hann þeim þangað. Einhver hélt útidyr- unum opnum, Sveini tókst að halda gangdyr- unum opnum og þá var hægt að fara að „moka börnunum út“, eins og Sveinn segir. Svo kom annar að, sem leysti Svein af við dyravörsluna; svo hann komst út til að huga að börnunum. „I raun gekk allt markvisst og rökrétt fyrir sig þrátt fyrir skelfinguna. Ég held að þarna hafi komið að fólk úr fyrsta vagni, sem ekkert kom fyrir. Fólkið var því ekki slasað, en öllum var auðvitað mjög brugðið." Morgunblaðið/Frode Meosli AÐSTÆÐUR á slysstað voru hrikalegar eins og sjá má. Þegar út kom tók þó við smááfall, því Sveinn fann strax strákarta tvo, en ekki dóttur sína. „Ég vissi að einhver tók hana í fangið, þegar ég rétti hana út úr vagninum, en fyrfr utan var enginn með hana. Ég hljóp í þá vagna, sem ég sá að fólk fór í, en hún var ekki þar. Ég hljóp um kallandi á hana, því ég hélt kannski að einhver hefði sett hana frá sér og hún þá kannski bara labbað burt í sjokki,“ segir Sveinn. Það var erfitt að hlaupa þarna um, því brak úr lestinni lá eins og hráviði um svæðið, svo Sveinn hrasaði stöðugt á hiaupun- um. En þá var allt í einu kallað í hann og hon- um sagt að farið hefði verið með dóttur hans í veitingavagninn, en því hafði Sveinn ekki reiknað með þar sem sá vagn var illa farinn. Þar með voru öll börnin vís og örugg. Farþegarnir söfnuðust skipulagslaust sam- an í fyrsta og aftasta vagni, sem virtust einna heillegastir, og Sveinn og börnin fóru í þann aftasta til að sleppa úr gi-enjandi rigningunni og kolniðamyrkri. I þessum tveimur vögnum var einnig neyðarljóstíra. Krakkai'nir höfðu verið léttklædd að leik í notalegum Bangsa- vagninum, á stuttermabolum, og Hanna Ki’ist- jana skólaus, en úti fengu þau fljótt teppi og ein stúlka dró upp peysu til að vefja um Hönnu Kristjönu. Fljótlega kom þó einhver inn í vagninn og ráðlagði þeim að fara út, því vagninn væri ekki traustur. „Við vissum ekki þá að það var allt hrunið undan vagninum," segir Sveinn, sem sá ekki fyrr en á myndum daginn eft- ir að jörðin hafði skriðið undan tein- unum og það hafði orsakað slysið. Þessi síðasti vagn stóð á teinum, sem allt var skriðið undan, og hafði keyrt á bakka, sem myndaðist við jarð- hlaupið. Dæmigerð saga eftir á Það vai- ekki freistandi að yfirgefa vagninn til að fara út í veðrið. „Ef við hefðum labbað aðeins of langt hefð- um við hrunið þarna niður,“ segh- Sveinn, því það var ekki fyrr en af myndum daginn eftir að glögglega mátti gera sér grein fyrir aðstæðum. Fyrir utan vagninn tók einhver af skarið um að þeir skyldu ganga upp að vegi, sem var þarna rétt hjá. Sveini létti við það, því hann var hræddur um að slysið hefði orsakast af skriðuföllum og vissi því ekki við hverju mætti búast. Þau komust til nærliggjandi bóndabæjar, þar sem hlúð var að þeim. Hringja í mömmu á íslandi Þegar allt var yfirstaðið og krakkarnir og Sveinn komin í trausta vagninn vildu krakk- arnfr hringja í mömmu sína, sem sat á Islandi og las undir próf í sagnfræði við Háskóla Is- lands. „Við vorum í móðursýkiskasti," segir Ásmundur Þór „og vildum hringja í mömmu, svo hún gæti fengið að heyra íokkur öllum.“ Þannig fékk Fanney Birna að vita hvað gerst hafði. „Ég vissi að þau væru á leiðinni til Dan- merkur," segir hún, „og Sveinn hringdi svo rétt eftir að þetta gerðist." Hún fékk að vita að allt væri í lagi með þau, þótt lestin hefði farið af sporinu, en hún heyrði að krakkarnir voru óróleg, grétu og voru æst. Frá sveitabænum voru farþegarnir fluttir í rútum á nálægt hótel, þar sem þefr er þessu þurftu fengu gistingu, en margir farþeganna voru nýkomnir inn í lestina og áttu því stutt heim. Á hótelið komu strax fulltrúar norsku járnbrautanna, NSB, sem Sveinn segir að hafi veitt frábæra þjónustu og tekið málefni farþeganna föstum tökum. Boðið var upp á áfallahjálp, sem Sveinn segir að hafi þó farið framhjá sér, því hann var önnum kafínn að sinna börnunum og róa þau, auk þess sem norskan sé sér ekki alveg nógu töm, en hann hefur aðeins búið í Noregi síðan í vor. Á notalegu íslensku heimili á Sjálandi á sunnudagskvöldið virtist lestarslysið eins og vondur draumur, enda segist Sveinn varla trúa að þetta hafi gerst. Eftir á sé þeim Fanneyju Birnu ljóst að það var lán í óláni að hann skyldi bregða sér frá börnunum, því þar sem veit- ingavagninn slapp vel var hann fær um að koma börnunum strax til hjálpar, en hefði varla sloppið eins vel ef hann hefði verið í vagni sem valt. Börn eru létt og kastast til, en fullorðnir sleppa oft ekki eins vel frá slíkum köstum. Ef eitthvað hefði komið fyrir Svein hefði enginn verið til að hugsa um börnin. Eftfr á er fjölskyldan fjarska þakklát fyrfr hve allt fór vel. Sveini er efst í huga þakklæti til bóndans, sem kom á slysstað, og til starfs- manna NSB. Einn samferðamaður Sveins var á ferð með konu og þrjú börn. Hann þekkir vel til á þessum slóðum og varð skelfingu lostinn er slysið varð, því hann óttaðist mjög að lestin lenti í ánni, sem rennur meðfram teinunum. „Ef slysið hefði orðið örlitlu fyrr eða síðar á leiðinni hefði lestin örugglega farið í ána. 011 þessi stóru ef sækja á hugann eftir á - en þau eru ekki raunveruleikinn."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.