Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 41

Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 4t AÐSENDAR GREINAR Sautjánmenningar í glerhúsi! NOKKRIR stjómarþingmenn em nú að vakna upp við þann vonda draum að búsetuþróun á því kjörtímabili sem þeir hafa haft tögl og hagldir hefur verið sú erfíðasta fyrir landsbyggðina á síðari hluta aldarinnar. Tilefni andfæla stjóm- arþingmannanna 17 virðist vera það að yfir eitt hundrað háskóla- prófessorar blanda sér í umræðuna um mat á dómi Hæstaréttar í svokölluðu kvótamáli. Slíka ósvinnu kalla þeir aðfór að lands- byggðinni. Augljóst er af ályktun sautjánmenninganna að skoðanir prófessoranna ei-u fyrst og fremst aðfór að viðhorfum þeirra sjálfra, viðhorfum sem hafa, eins og þeir orða það sjálfir í ályktun sinni, haft það í för með sér að „búsetuþróun er landsbyggðinni óhagstæðari en áður, þegar mörg byggðai-lög eiga í vök að verjast og enginn landshluti býr við vöxt utan höfuðborgar- svæðisins“. Hvílíkur dómur yfir eigin stefiiu! Það er fagnaðarefni að svo margir skuli taka þátt í umræðunni um dóm Hæstaréttar og um nýt- ingu auðlindarinnar, bæði lærðir og leikir. Það gæti leitt til þess að sú niðurstaða næðist sem skilað gæti meiri sátt um fiskveiðistjórn- unina og skiptingu arðsins, niður- staða sem gæti ef vel tekst til gert búsetu á landsbyggðinni fýsilegri en nú um stundir. En til þess að slíkt gerist þarf meiri vilja til breytinga en fram kemur í yfirlýs- ingu stjórnarþingmannanna 17 sem virðast, þrátt fyrir staðreyndir um byggðaþróun undanfarinna ára, haldnir þeirri hugmynd að óbreytt ástand bæti helst stöðu landsbyggðarinnar. Og það hlýtur að vekja umhugsun af hverju þeir sem ábyrgð bera reyna að gera háskólaprófess- ora að sérlegum óvin- um landsbyggðarinn- ar. Sambærileg hlutdeild í sameign Gildandi lög um stjóm fiskveiða mæta ekki nema hluta þess sem þjóðin ætlast til þegar um er að ræða nýtingu sameiginlegr- ar auðlindar hennar. Og dómur þjóðarinnar er studdur niðurstöðu Hæstaréttar sem telur úthlutun veiðileyfa stríða gegn bæði at- vinnufrelsis- og jafnræðisreglu Tilefni andfæla stjórn- arþingmannanna 17 virðist vera það, segir Svanfríður Jónas- dóttir, að yfír eitt hundrað háskólapró- fessorar blanda sér í umræðima um mat á dómi Hæstaréttar í svokölluðu kvótamáli. stjómarskrárinnar. Og hvað felst í þeirri niðurstöðu Hæstaréttar að stilla upp hvora á móti öðra at- vinnurétti í sjávarútvegi og sam- bærilegri hlutdeild í þeirri sameign sem nytjastofnar á Islands- miðum era? I umfjöllun um stjómkerfí fískveiða þarf að hafa a.m.k. fjögur meginatriði í huga. I fyrsta lagi; hver er réttur þeirra sjómanna og útgerðar- manna sem hafa haft eða hafa nú atyinnu af fiskveiðum? I öðra lagi; hvernig á að mæta ákvæðum lag- Svanfríður anna um sameign Jónasdóttir þjóðarinnar á auðlind- inni? í þriðja lagi; hvemig á að tryggja það að auð- lindin, sem er okkar mikilvægasta, skili sem mestum arði? I fjórða lagi; að öllu þessu virtu, hvernig á að haga málum svo sátt náist um stjómun veiðanna og skiptingu arðsins af auðlindinni? Það þarf að nást sátt um nýtingu sjávarauðlindarinnar milli útgerð- arinnar sem samkvæmt lögum fer með nánast einkaeignarrétt á auð- lindinni og fólksins í landinu, þjóð- arinnar sem lögum samkyæmt er eigandi auðlindai’innar. A meðan sú sátt er ekki fyrir hendi verður heldur ekki auðvelt, ef það er þá gerlegt, að þróa kerfið áfram í átt til frekari hagkvæmni. Mál allra íslendinga Hvemig til tekst með stjóm veiða, nýtingu fiskistofnanna og arð í greininni er ekki bara mál landsbyggðarinnar. Undirstaða efnahagslífsins kemur öllum Is- lendingum við auk þess sem lög- gjöfin setur beina hagsmuni allrar þjóðarinnar í forgrann. Arður í greininni kemur fólki um land allt við því þó fyrirtækin séu flest stað- sett á landsbyggðinni þá eru eig- endur hinna stærri ekki síst á höf- uðborgarsvæðinu. Beinir atvinnu- hagsmunir era hins vegar ríkastir úti á landi. Þess vegna er það svo mikilvægt fyrir landsbyggðina að sæmilegur vinnufriður sé í grein- inni. Það óöryggi sem fylgir því að byggja afkomu sína frá degi til dags á lifandi auðlind er ærið þó ekki bætist við linnulaus ófriður vegna deilna um stjómkerfi veið- anna og skiptingu arðsins. Þeir sem hafa farið með stjóm landsins undanfarin fjögur ár eru að kasta steinum úr glerhúsi þegar þeir ásaka þá sem vilja koma að um- ræðunni úr annarri átt um aðför að landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður í þingflokki jafnaðarnmnna og situr i sjávarútvegsnefnd Alþingis. SOLUKENNSLA GUNNARS ANDRA Einkaþjálfun • Námskeiö • Ráögjöf • Fyrirlestrar Viö höfum sameiginlegt markmið - að þér gangi vel! Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167 VAAÁÁÁ! It Hátækni Ármúla 26 • sími 588 5000 Hafðu samband! Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 » Viö gefum þér meira en góöa £>jón Jólaglaðningur með gleraugunum Þeir sem kaupa gleraugu í Gleraugnaverslun Hagkaups frá og með deginum í dag, 23. desember, til og með 6. janúar fá skemmtilegan glaðning með hverju pari. Starfsfólk Gleraugnaverslunar Hagkaups óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. GLERAUGNAVERSLUN HAGKAUP Meira úrval - betri kaup skeifunní Símí 563 5125

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.