Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
49»
MINNINGAR
tÞórir Axelsson
fæddist í Súg-
andafirði 10. mars
árið 1946. Hann lést
af slysförum við
störf á sjó við Nor-
egsstrendur liinn
18. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Sigurbjörg Péturs-
dóttir frá Laugum í
Súgandafirði og Ax-
el Magnússon. Þórir
átti eina alsystur,
Ósk. Sammæðra
systkini hans voru
þau Sigríður, Ólöf, Sóley, Jó-
hannes og Eydís.
Þórir kvæntist Guðrúnu Ás-
geirsdóttur frá ísafirði og lifír
hún mann sinn. Böm þeirra
hjóna vom þau Þórhildur, Axel,
Rakel og Þórður. Þau Guðrún
og Þórir ólu einnig að mestu upp
dótturson sinn, Þóri Gunnar.
títför Þóris fór fram frá
Hafnarljarðarkirkju 27. nóvem-
ber.
Svo litlir drengir - í leit að lífsins
ævintýrum. Svo jafnaldra. Svo glað-
ir. Svo sjálfstæðir. En svo dulir, svo
samferða, en samt svo einir og fjar-
lægir þegar firði og fjöll ber í milli.
Samt voru þeir saman. Þeir voru
systrasynir. Fæddir árið 1946. Ólík-
ir en vinir, - öxi í öxl, bak í bak.
Brosandi æska meðfram beiskju og
hrundum borgum -
erfið æska. Allt bundið
líðandi stund, lífinu,
náttúrunni. Allt bundið
í tilfinningar..
Litlir drengir 1951.
Kveðja barst frá Súg-
andafirði til Hafnar-
fjarðar: Til hamingju
með daginn. Ennþá er
þessi kveðja til. Mynd
fylgdi. Hrokkinhærður
glókollur, og að því er
virtist, áhyggjulaus.
Og sólin var á lofti alla
daga - hið ytra. Annar
drengui-inn ávallt harð-
ur og réttlátur, hinn mjúkur og
réttlátur. Báðir báru gleðinni vitni
hið ytra - en báðir báru harm í
hjarta.
Og þeir tengdust - allt lífið. Ólík-
ir, en þó svo líkir. Frændur, hvor á
sínu landshomi, en þó svo nánir og
tengdir.
Hann ólst upp við erfiðar aðstæður
með kærri eldri systur og svo undur
elskulegri móður, sem allt vildi gera
fyrir bömin sín tvö, sem bæði voru
svo gjörvileg. Enga man ég
brosmildari en Ósk, enga með dýpri
spékoppa í báðum kinnum. Og þá
hafðir þú líka. Móðir ykkar, Bagga,
brosti í gegnum tárin þegar erfiðast
var og sagði aldrei heila eða hálfa
setningu án þess að brosa eða skelli-
hlæja í leiðinni. En oft bar hún harm
í hjarta - en bar hann hljóðlega.
Sumarið 1953 fékk ég tækifæri til
að vera sumarpart á bænum Gelti í
Súgandafirði. Það var í boði móður
þinnar sem þar bjó þá ásamt Aðal-
birni Guðmundssyni bónda. Sex ára
og kominn út í heim, hugsaði ég. En
þegar á reyndi var vart hægt að
hugsa sér einangraðri stað. En það
breytti engu. Þið Ósk voruð þar og
Bagga, ykkar umhyggjusama móð-
ir, var þar einnig.
Þetta sumar áttum við heiminn,
Stöðin, Bakkai-nir niður undan,
klettamh- fyrir ofan, Flatimar, fjár-
húsin og fjósið, hlaðin úr torfí og
grjóti með timbraðum stöfnum.
Ibúðarhúsið stendur enn með fá-
tæklegum innanstokksmunum,
varðveitt af núverandi eiganda, Jó-
hannesi Aðalbjömssyni. En þetta
sumar voru þar einnig foreldrar
Bjössa frá Gelti, eins og hann var
kallaður, þau Guðmundur og Sigríð-
ur, kona hans. En Suðureyri dró og
enginn má sköpum renna. Þangað
fluttu þau og byggðu sér hús. Þar
ólst þú upp, Þói minn, og systkinun-
um fjölgaði. Eftir ykkur Ósk kom
Sigga, þá Lóa, síðan Sóley, Jói og
Eydís. Jói og Lóa á Suðureyri, ann-
að við Grunnskólann, hitt við Leik-
skólann. Öllum systkinunum hefur
vegnað vel.
En lífið var ekki bara á
„Sjöstjörnunni" við íþróttir og leiki,
eða á Rananum inni á Mölum, eða
úti á Mölum. Það var ekki nóg að
vera góður í leikjum dagsins og
syngja með. Alvara lífsins beið
alltaf við næsta horn og enginn gat
mætt honum nema þú sjálfur í eigin
persónu. Huggulegastur allra með
klút um hálsinn og bros á vöram
mættir þú heiminum, glæstum og
þyrnum stráðum. Og það var ekki
æskunnar að óttast. Þú gekkst fram
iyrir skjöldu og sagðir brosandi en
alvarlegur: „Hér er ég.“ Og heimur-
inn tók þér eins og þú tókst heknin-
um. Oft vora erfiðir tímar. Ýmist
gleði eða harmur um allar jarðir.
En svo kom Gunna. Og enginn var
sem hún. Gunna heillaði þig - ekki
eitt sumar eða einn vetur - heldur
ævina alla. Hún varð eiginkona þín.
Og sumir dagar voru erfiðari en
aðrir. Það fenguð þið að reyna. Því
þó að gjörvileikinn sé í lagi, er ekki
víst að gæfan fylgi með. Henni þarf
að hlúa að og rækta frá nótt til næt-
ur. Á milli nótta er dagurinn og það
er hann sem öllu ræður í góðu sam-
bandi. Það skildi Þói - það skildu
þau. Þótt konan væri hinn tryggi og
trausti lífsfórunautur, var honum
ekkert mikilvægara í lífinu en af-
komendurnir. Aldrei skyldu þeir
verða einir og fóðurlausir eins og
hann var lengstum. Hann vildi veita
afkomendum sínum og fjölskyldu
það öryggi sem hann þráði, en
skorti öll sín æskuár. Og það gerði
hann. Hann var vakandi og sofandi
yfir velferð afkomenda sinna og ef
út af brást, greip hann inn í af
ábyrgð og af fullum þunga og leiddi
hvert mál til lykta á sinn hátt. Hann
vissi af raun hvað bernsku- og
æskuárin geta verið afdrifarík og
hvað mikið böl getur hlotist af einu
hliðarspori. Og þótt Þói og Gunna
hafi mátt reyna sitthvað áttu þau
sína yndislegu tíma saman. Þau
virtu og elskuðu hvort annað og list-
fengi Þóris örvaði heimilisandann.
Ég mun aldrei vita hvort var honum
meira hjartans mál í listinni, nikkan
eða pensillinn. Hann „kunni“ ekk-
ert, lærði ekkert, en allt lék í hönd-
um hans. Hann spilaði, samdi og
málaði - allt eftir sínu höfði. Hann
var fagurkeri. Allt var svo hreint og
tært kringum hann Þóa.
Nú er langt milli frænda og vina.
Enginn veit hver gistir. Aldrei
framar kemur Þói Axels brosandi
inn úr dyranum og segir öll mál
leyst. Að nú sé allt í lagi. Ef eitt-
hvað var erfitt reyndi hann að leysá'*’
það og ef eitthvað leit illa út hjá öðr-
um bjargaði hann því. En því miður
gleymdi hann oft sjálfum sér. Oft
sat hann eftir í kuldanum og galt
þess. Þá leitaði hann í sinn innra
mann - leitaði í tónlistinni, mynd-
listinni, fallegum ljóðum sem komu
huganum á skeið.
Þói var einstakur sjómaður.
Hvort sem hann var á eigin skipi
eða annarra bar hann af. Hvert ein-
asta verk var leikur í hans höndum
- á sjó og landi.
Sorgin er djúp þegar Þói er fall-»—
inn frá. Heimilisfaðirinn fallinn frá
í hörmulegu slysi á sjó, nú þegar
jólin eru að koma. Börnin Þórhild-
ur, Axel, Rakel, Þórður og Þórir
Gunnar sakna trausts föður og eig-
inkonan hefur kvatt unnusta sinn
hinstu kveðju. Barnabörnin eru
hnípin og vita vart hvort á að trúa
eða vona. Afi sem fór í dag kemur
ekki á morgun eins og venjulega.
Hann kemur aldrei aftur á sama
hátt.
Fórnir íslenskra sjómanna hafa
alltaf verið miklar. Þórir var einn af
dugmestu sjómönnum okkar Is-
lendinga.
Drottinn tók vin minn og frænda.
Drottinn tók eiginmann, föður ogw*
afa til sín að sinna annars konar sjó-
mennsku.
Guð geymi íslendinginn og Súg-
firðinginn Þóri Axelsson. Nú hvílir
hann í kirkjugarðinum í Hafnar-
firði, í bænum sem honum þótti fal-
legastur á eftir Súgandafirði. Guð
styrkir þá sem syrgja.
Ævar Harðarson.
ÞÓRIR
AXELSSON
VALDIMAR
NYMAN
Valdemar Nyman, fyrrver-
I andi landsprófastur
Álandseyja, fæddist í Vasa 5.
ágúst 1904. Hann andaðist mið-
vikudaginn 25. nóvember síð-
astliðinn og var jarðsettur frá
kirkjunni sem hann þjónaði
lengst, Heilags Mikaelskirkju í
Finström, hinn 12 desember.
Valdemar Nyman var mikill aðdá-
andi íslenskra fornrita og sagnalist-
ar. Það var því auðsótt mál á sínum
tíma að fá að kynnast honum og það
urðu bæði einlæg og góð kynni.
Hann var afburða rithöfundur,
hvort sem var á bundið eða óbundið
mál. Meðal hluta eftir hann, sem Is-
lendingar hafa fengið að kynnast, er
Sálumessa, sem Jack Matson tón-
setti og flutt var í Langholtskirkju.
Þá hafa verið þýdd ljóð eftir hann,
sem m.a. hafa verið prentuð í Les-
bók Morgunblaðsins. Auk þessa
skrifaði hann Sóknakroniku
Álandseyja í 11 bindum, nokkur
leikrit, meðal annars um
Fransiskanabróðurinn Kiljan, en
Fransiskanar höfðu eitt sinn klaust-
ur á Álandseyjum, sem nú er verið
að vinna að fornleifarannsóknum
við, með m.a. styrk frá hinni kaþ-
ólsku Skt. Ansgarstofnun í Þýska-
landi. Auk þessa skrifaði hann fjölda
gi’eina um kirkjulega sagnfræði í
tímaritið St. Olav, en heilagur Ólaf-
ur af Noregi er verndardýrlingur
eyjanna. Ljóð hans eru legio og hef-
ir fjöldi þeirra verið tónsettur af
finnskum og sænskum tónskáldum.
Þá hefir hann skrifað margar skáld-
sögur. Ritverk hans bera sjálfstæðri
hugsun vitni og era svo listilega vel
ski-ifuð að þau hljóma í huga manns
sem tónlist eins og ljóðin hafa svo
mörg breyst í. Það gerði einnig talað
mál af hans munni.
Kynni okkar hófust með því að
ritari hans til margra ára, Sirkka
Lisa Westergaard, bað okkur að
koma með í heimsókn til hans og
Ullu konu hans. Hafði hún sagt hon-
um frá kynnum sínum af okkur og
hann látið í ljós ósk um að hitta okk-
ur. Er við höfðum heilsast á hefð-
bundinn hátt, spurði ég hvort hann
hefði „heyrt vindinn blása“? Þá tók
steininn úr. I ljós kom að við höfðum
báðir verið að lesa sömu bók um
heilagan anda, eftir Karmelítaprest-
inn Stinissen í Svíþjóð, með þessu
nafni, „Heyrir þú vindinn blása?“
Þessi eftirmiðdagsheimsókn varð
fram á kvöld og stóð í fleiri daga.
Það var gjörsamlega ógleymanlegt
að fara með honum um ýmsar
álenskar kirkjur og sögustaði.
Heyra söguna af munni hans og
hvernig hann þorði að túlka ýmsar
myndir og tákn sem var að fínna í
bæði kirkjum, kirkjugörðum og á
öðram sögustöðum. Birka var á
Álandseyjum. Samkvæmt kenningu
hans var Birkakrossinn, sem grafinn
er á legstein Brimarbiskups sem dó
á Álandi og er grafinn í Finström,
sönnun staðsetningar Birka, en höf-
uð biskupsins var sent til Bremen.
Þetta var því ein sönnun þessa og
hafði hann svo góð rök fyrir þessu
að það varð mikið hitamál í
blaðaumræðu í nokkur ár. Ætli það
yrði ekki kallað jafntefli á íþrótta-
máli, en báðir aðilar trúðu fastlega
sínum rökum. I Lemlandskirkju var
einkennilegt lok í kirkjuglugga, sem
honum fannst ekki eiga heima þar.
Hinsvegar vantaði dýrðarkórónu,
eða gloríu, á Maríustyttu kirkjunn-
ar. Eftir nokkra málaleitan fékk
Valdimar að prófa hvort hún gæti
þarna verið fundin, sem reyndist
svo. Standurinn á lokinu féll í gróp á
hnakka Maríustyttunnar.
Ég nýt þeirrar gæfu að eiga tvö
myndbönd af Valdimar og lífi hans.
Annað er frá einni heimsókn minni
til hans þar sem við ræðum málin og
hann sýnir mér kirkjuna sína í
Finström. Hitt er frá sjónvarpi
Finnlands, sem var heimildarband
um manninn, prestinn og skáldið og
sagnfræðinginn. Þar lýsir hann yfir
því að í hjarta sínu hafi hann verið
kaþólskur frá upphafi og bendir á
margt því til staðfestingar. Hann
segir frá er hann var kallaður á fund
biskups i-íkisins og spurður hvort
hann vildi ekki segja starfi sínu
lausu vegna kaþólskrar trúar sinn-
ar. Hann hélt nú síður. Hann hefði
ekkert gert móti Guði eða trúnni á
hann og þaðan af síður gegn sóknar-
börnunum. Sat hann áfram í emb-
ætti sínu sem landsprófastur, en
hann er sá eini sem hefir notað
þennan titil á Álandi, aðrir nefnast
stiftsprófastar. Þegar hann svo lauk
starfi og fór á eftirlaun 1969, var
honum falið að gegna sóknarprests-
embætti í nokkur ár í Vardö.
Það var hin mynduga túlkun
Valdemars í orði og riti, skáldskap
og sagnfræði, sem heillaði mig.
Einnig hin kaþólska sannfæring
hans þar eftir. Við ræddum oft kaþ-
ólska höfunda sem við höfðum lesið,
er við hittumst, eða í bréfum. Bækur
Jóhannesar af Krossi, heil. Theres-
eu og Wilfreðs Stinissen bar oft á
góma. í hans augum var kirkjan
höllin þar sem Guði var flutt dýrð í
töluðu og sungnu máli, auk fórnar-
innar. Þar varð að flytja þá tónlist
sem dýrast fannst. Messan var
ópera allra tíma og skyldi þannig
flutt. Þetta þekkja þeir er heyrðu
sálumessu hans í Langholtskh-kju.
Auk þess hefir hann skrifað texta
um sálumessu yfir sjálfan sig, fagn-
aðarmessu, sem var frumflutt á átt-
ræðisafmæli hans, en nú 14 árum
seinna var messan flutt í Finström-
kirkju við heimferð hans til eilífs
fagnaðar. Þar hefur hann beðið Ullu
sinnar og allra annarra ættingja og
vina.
Þú átt góða heimkomu, Valdimar.
Torfhildur og Sigurður
H. Þorsteinsson.
Skiía-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi
á föstudag. I miðvikudags-,
fímmtudags-, fóstudags- og
laugardagsblað þaif greinin að
berast fyrir hádegi tveimur
vmkum dögum fyrir bh’tingar-
dag. Berist gi-ein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir að
útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna
skilafrests.
GUÐNÝ AÐALHEIÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
Guðný A. Guð-
mundsdóttir
sem var frá Guð-
laugsstöðum í
Svínavatnshreppi,
fæddist 19. júlí
1948. Hún lést hinn
16. nóvember síð-
astliðinn. Móðir
hennar er Sólveig
Ásgerður Stefáns-
dóttir frá Merki í
Jökuldal og faðir
hennar var Guð-
mundur Jóhann
Pálsson frá Guð-
laugsstöðum. Systir
Guðnýjar er Guðrún Guð-
mundsdóttir, bóndi Guðlaugs-
stöðum.
títför Guðnýjar hefur farið
fram.
Vertu, Guð faðir,
faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leið mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Nú hefur þú kvatt okkur og sofn-
að svefninum langa. Þú varst alveg
einstök í okkar augum og hvergi til
önnur Guðný. Þú gafst okkur ótrá-
lega mikið með breiða brosinu þínu
og vísunum sem þú kunnir og gast
sungið.
Þú þurftir mikið á okkar aðstoð
að halda en þú gafst líka alltaf eitt-
hvað af þér í staðinn. Eitt lítið bros
sagði svo miklu meira en nokkur
orð.
Þú bjóst á Skúlabrautinni í fjögur
ár og okkur sem kynntumst þér á
þeim tíma fannst eins og þú hefðir
alltaf verið prinsessan í húsinu, inn-
an um fjóra karlmenn.
Hérna á Blönduósi
hafðir þú það mjög
gott, sérstaklega síð-
asta árið, og gerðir
margt skemmtilegt. Þú
fórst í Hveragerði yfir
helgi og hélst þar upp
á fimmtugsafmælið
þitt og komst við í
Reykjavík og keyptir
þér fallega hluti þar.
Sæunn er svo heppin
að eiga þessar minn-
ingar með þér, eins og
margar aðrar.
Þér þótt gaman að
punta þig og gera vel við sjálfa þig á
allan hátt.
Elsku Guðný, við kveðjum þig
með söknuði og strákarnir líka. Þeir
hafa verið að gá að þér undanfarið
en skynja ekki að þú komir ekki
hingað heim aftur.
Þínir vinir,
Sæunn, Jóna, Anna,
Sigrún, Ásgeir, Heiðar,
Guðmundur og Þórarinn.
Sérfræðingar
í b 1 ómask rey ti ngu m
við öll tækifæri
1 H blómaverkstæði I
E HlNNA I
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri