Morgunblaðið - 23.12.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.12.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 47 eða uppgerð, eða það að ganga á bak orða sinna. Við erum mörg sem munum sakna Reynis vegna hógværðar hans, góðs hjartalags, trausts, góð- vilja, fróðleiks og sannrar visku. Eg, sem hefði átt að deyja löngu á undan honum, óska þess að ég geti lært af honum og tekið hann mér til fyrir- myndar. Hann var einstakur maður. I shall not see his like again. Robert Cook. Hinsta kveðja frá Frakklandi Sorgleg frétt barst í dag frá Reykjavík til Versala: óvænt andlát vinar míns, Reynis Unnsteinssonar, samstarfsmanns á Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, sunnudag- inn 13. desember. Reyni hef ég þekkt í flmmtán ár, fyrst af afspurn (í Árnasafni í Kaup- mannahöfn árið 1984 hafði ég heyrt næturvarðarins á stofnuninni í Reykjavík að góðu getið) og svo eftir að ég kom til Islands um haust 1986. Okkur varð strax vel til vina og sam- töl okkar lengdust með hverjum degi sem leið. Reynir mætti til vinnu um sexleytið á kvöldin og fór um átta að morgni næsta dags, en hann var einnig á vakt með reglulegu millibili á laugardögum og sunnu- dögum. Reynir var rólegur og hlédrægur að eðlisfari, hlýlegur og einkar vin- samlegur í garð erlendra gesta við Amastofnun. Hann var ávallt tilbú- inn að rétta hjálparhönd og gefa góð ráð um gang mála í nýju landi. Einnig sýndi hann þeim útlending- um sem vildu spreyta sig á íslensk- unni sérstaka þolinmæði. Hann hafði ríka kímnigáfu og var glöggur á skoplegar hliðar atvika og brosleg einkenni í fari fólks sem hann dró gjaman fram án þess þó að særa til- fínningar annarra. Eins og mai-gir íslendingai- hafði Reynir góða frá- sagnargáfu og sagðþmér og öðrum erlendum gestum á Árnastofnun frá ýmsum atburðum úr félags- og menningarlífinu á Islandi. Þekktum- persónum úr stjórn- mála- og menningarheimi samtím- ans og fyrri tíma brá fyrir þegar Reynir sagði frá, því hann las mikið og fékk einnig tíðar heimsóknir þeg- ar hann var á vakt á Ámastofnun um helgar. Hann var einkar vel að sér í atburðum líðandi stundar og fyrir þann gest sem vildi taka sér hvíld frá lestri fomra texta og spjalla við Reyni í kaffistofu Áma- stofnunar var hann ótæmandi upp- spretta frásagna um lífið á íslandi. En hann hafði einnig óvenju góða yfirsýn yfir það sem var að gerast á alþjóðavettvangi: hann las skandin- avísk, þýsk og ensk dagblöð og fylgdist svo grannt með stjórnmál- um víða um heim að í hvert skipti sem ég kom til sumardvalar á Is- landi seinustu tíu ár, kom hann mér á óvart með víðtækri þekkingu sinni á mínu eigin landi sem og mörgum öðrum. Því hafði ég og fleiri vinir Reynis hvatt hann til að skrifa um erlend stjómmál í íslensk dagblöð en hógværð hans hélt aftur af hon- um. Þrátt fyrir lýjandi starf og missi náinna ættingja seinustu ár var Reynir ávallt léttur í lund. Hann var alúðlegur í garð annarra og laginn við að kalla fram kosti þeirra með því að fá þá til að tala um efni sem hann vissi að þeim vom hugstæð. Þegar færi gafst fór Reynir gjarnan í ökuferðir með góðum vinum sínum. Margar af þessum ánægjulegu ferð- um um Suður- og Vesturland era mér og öðrum ferðafélögum okkar minnisstæðar og af þeim sprattu ýmsar litríkar frásagnir. I mörg ár axlaði Reynir þá miklu ábyrgð að vaka yfir fjársjóði ís- lands. Hann var vel metinn af öllu sínu samstarfsfólki á Árnastofnun en heiðarleiki hans, örlæti og tryggð gera hann einnig að fulltrúa helstu eiginleika íslendinga. í huga mér verður hann ætíð góður drengur eins og þeir gerast bestir. Blessuð sé minning þín, Reynir minn. Frangois-Xavier Dillmann. MARGRET SELMA MAGNÚSDÓTTIR + Margrét Selma Magnúsdóttir fæddist í Hérðasdal, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 13. ágúst 1926. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 14. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 19. desember. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur eftir löng og erfið veikindi og þín er sárt saknað. Á stundu sem þess- ari eru ýmsar minningar sem streyma í gegnum hugann þar sem þú varst alltaf svo stór hluti af mínu lífi. Fjölskyldan var alltaf það sem skipti þig mestu máli. Þú fylgdist með okkur öllum, hvattir okkur til dáða og hjálpaðir okkur við að láta drauma verða að veru- leika. Ég leitaði til þín með svo margt og kom aldrei að tómum kofunum. Ef ég þurfti aðstoð við heimanámið hafðir þú alltaf tíma, stundum langaði mig til að spjalla eða þá að mig vantaði ullarsokka og vettlinga; þá var alltaf eins og þú hefðir ekkert annað að gera. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég fékk þá hugdettu að fara til Bandaríkjanna sem skiptinemi þá varst það þú sem hvattir mig hvað mest og aðstoðaðir mig eins og þér einni var lagið. Elsku amma, það var alltaf gott að koma til þín. Oft- ast áttum við ánægjulegar stundir, þó kom fyrir að við rifumst eins og tveimur ljónum sæmir og hvorug vildi gefa eftir, ég man eftir augna- blikum við eldhúsborðið eftir lang- ar umræður; það varð þögn, enda er vafalaust ýmislegt til í því að margt sé líkt með skyldum og svo erum við auðvitað ekki nöfnur fyr- ir ekki neitt. í veikindum þínum myndaðist smám saman tómarúm í lífi mínu sem ekki er hægt að fylla. Það er svo einkennilegt og svo sárt að horfa uppá manneskju sem fylgist með einu og öllu, hefur gaman af lífinu og er manni svo kær, smám saman verða að sætta sig við að vera ekki fær um að taka þátt eins og áður, líkt og verið sé að svipta eina manneskju öllum lífs- og sálarkrafti. Þegar ég velti þessu öllu fyrir mér og horfi á hlutina í þessu ljósi kemur stöðugt fram í huga mér sannleiksgildi þess að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Elsku amma, ég er innilega glöð yfir því að hafa fært þér langömmubarn á meðan þú varst enn hjá okkur, en á sama tíma finn ég fyrir tómleika fyrir hönd dóttur minnar að fá ekki tækifæri til að njóta nærveru þinn- ar, líkt og við hin sem eldri erum. Ég veit að það er þér fyrir bestu að fá að hvílast hjá Guði, en þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir staðreyndum lífsins er þetta svo sárt. Elsku amma mín, ég trúi að þér líði betur, ég veit að þú ert hjá okkur og fylgist grannt með eins og áður. Guð geymi þig og verndi. ar og drottningar, alltaf var hlaðborð af veitingum og þú lagðir þig alla fram við að gera okkur til hæfis. Okkur er minnisstætt haustið sem þú helltir þér út í pizzugerð, svona bara til að eiga í frystinum þrátt fyrir að bæði þér og afa þættu pizzur hálfgerð- ur óþverri og ekki vor- uð það heldur þið afi sem hrifust af ham- borgurnum sem búnir voru til í tonnatali handa barnabörnunum á hverju hausti. Samskipti okkar allra voru alltaf mikil og erfitt að sætta sig við þær breytingar er urðu í lífi okkar allra samhliða veikindum þínum. Þú varst gjarnan fyrsta manneskjan sem við hittum þegar við komum heim úr skólanum, þá sastu inni í eldhúsi í hárþurrkunni hjá mömmu, kannski með hárið tú- berað út í allar áttir eða þá að ver- ið var að lakka á þer neglurnar, enda fór það ekki framhjá neinum að þú varst glæsileg kona og lagðir þig fram við að líta alltaf sem best út. Elsku amma, þú varst okkur öllum stoð og stytta, þú hafðir alltaf ákveðnar skoðanir á öllum hlutum sem við ósjálfrátt tókum tillit til. Menntun var og hefur alltaf verið þér mikilvæg enda varstu fróð um svo marga hluti og það var eins og þú vissir svör við nánast öllum spurningum, og ef þú vissir ekki svörin þá vissir þú alla- vega hvar þau var að finna. Þú hvattir okkur og studdir í námi og hafðir alltaf tíma til að hjálpa okk- ur ef við þurftum aðstoð með heimalærdöminn og það virtist ekki skipta þig máli hvort það var danska, enska, íslenska, landa- fræði eða eitthvað annað sem við vorum að læra þú varst alltaf með á nótunum. Þú hafðir áhuga á því sem við vorum að fást við, vissir hvernig okkur gekk á prófum, hvernig okkur gekk á síðasta körfuboltamóti, ræddir við okkur um vinahópinn og vissir jafnvel hverjir voru farnir að slá sér upp. Öllu sýndir þú áhuga sem viðkom okkur, jafnvel foreldravandamál virtist þú skilja betur en nokkur annar. Oftast var stutt í gaman- semina og eigum við margar bros- legar minningar um þig og þá tíma er við veltumst um af hlátri við eldhúsborðið á Grundastígnum vegna spaugilegra frásagna eða einhverra uppátækja. Við systkin- in eru innilega þakklát fyrir yndis- lega ömmu og allar þær stundir sem við áttum með þér, við eigum haug fullan af góðum minningum um þig sem við munum geyma og rifja upp þegar við þurfum á að halda. Elsku amma, við biðjum Guð að blessa þig og munum ávallt minn- ast þín með gleði og þakklæti. Við sendum afa okkar og börnum þín- um innilegustu samúðarkveðjur og megi góður Guð vera með þeim í sorginni. Svavar, Sebna, Óli, Sesselja og Magnús. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Selma. Elsku amma, við kveðjum þig með miklum söknuði, þú varst alltaf stór þáttur í lífi okkar allra, ein af þeim manneskjum sem við litum upp til og tókum mark á, sú manneskja sem hafði svo sterk áhrif á þá sem voru í kringum hana. Það er okkur öllum minnis- stætt hvað það var alltaf notalegt að koma til ykkar afa. Þú stjanaðir við okkur eins og við værum kóng- ÚTFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 . ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRÍN GIN N ADALS'I RÆTI 4B • 101 RKYKJAVl'K Í.ÍKKISTUVINNUSTOKA F.YVINDAR ÁRNASONAR .Kftí'-ú 1899 K t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ARNFRÍÐUR VÍGLUNDSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Blómsturvölum, lést á Kristnesspítala 21. desember. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju þriðju- daginn 29. desember kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Kristnesspítala njóta þess. Stefán Þorsteinsson, Anna Björnsdóttir, Víglundur Þorsteinsson, Kristjana Skarphéðinsdóttir, Haukur Þorsteinsson, Aðalheiður Gísladóttir, Sigurður Þorsteinsson, Arndís Steinþórsdóttir, Páll Þorsteinsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Ásta Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Grétar Óli Sveinbjörnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST STEINSSON, Hamragerði 12, lést mánudaginn 21. desember á hjúkrunar- heimilinu Seli á Akureyri. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 29. desember kl. 13.30. Baldur Ágústsson, Anna María Hallsdóttir, Vilhelm Ágústsson, Edda Vilhjálmsdóttir, Birgir Ágústsson, Ingunn Baldvins, Skúli Ágústsson, Fjóla Stefánsdóttir, Eyjólfur Ágústsson, Sigríður Sigurþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, SIGURJÓN ÞÓRODDSSON verslunarmaður, andaðist mánudaginn 14. desember á Hrafn- istu í Reykjavík. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jónína Sigurjónsdóttir, Sonja Sigurjónsdóttir, Hafdís Sigurjónsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR SIGURBJARNARSON, vistheimilinu Víðinesi, áður Skúlagötu 68, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 21. desember sl. Jarðarför auglýst síðar. Sigurbjörg Valsdóttir, Halldór Bjarnarson, Þorvaldur Valsson, Janína Laskowska, Rúnar Valsson, Inga Sonja Eggertsdóttir, Aðalheiður Valsdóttir, Agnar Hávarðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, BERTHA MARÍA GUÐMUNDSSON, Egilsgötu 24, lést á Vífilsstaðaspítala fimmtudaginn 26. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Tómasson, Tómas Tómasson. + ÞÓRDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR, Ytra-Hrauni, Landbroti, sem lést laugardaginn 19. desember, verður jarðsungin frá Prestbakka- kirkju mánudaginn 28. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Arnar Sigurðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.