Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 53

Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 53 FRÉTTIR Nýr skemmtistaður í Hafnarfirði Alabama opnar í dag NÝR skemmtistaður verður opnað- ur í Hafnarfirði í dag, Þorláks- messu, en hann er til húsa í Dals- hrauni 13 við hliðina á Byko. Staðurinn tekur tæplega fimm hundruð manns og stórt dansgólf er á staðnum. Viðar Jónsson söngvari og gítarleikari skemmtir gestum á opnunarkvöldinu en stefnt er að því að hafa lifandi tónlist flesta daga. Haraldur Jónsson er eigandi stað- arins. Alabama er opinn í dag frá kl. 17-1 og 2. í jólum kl. 22-4. ÚTSKRIFTARNEMENDUR frá Flensborgarskóla. Brautskráning frá Flensborgar- skólanum ELVA Rut Jónsdóttir, Pálmar Guðmundsson og Örn Arnarson, nem- endur Flensborgarskólans, fengu sérstaka viðurkenningu frá skólan- um fyrir frábæran árangur í íþróttum. aramóti fatlaðra á Nýja-Sjálandi í Vilja virkja í Bjarnarílagi EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi í Verka- lýðsfélagi Húsavíkur föstudaginn 18. desember sl. um virkjunarmál í Bjarnarflagi í Mývatnssveit. „Verkalýðsfélag Húsavíkur tekur heilshugar undir ályktun sveitar- stjórnar Skútustaðahrepps frá 13. desember 1998, um hagkvæmni þess að virkja í Bjamarflagi og skorar á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir að Alþingi samþykki heim- ild til virkjunar í Bjarnarflagi.“ LEIÐRÉTT Framkvæmdastjóri þróunarsviðs SÍÐASTLIÐINN þriðjudag, 22. desember, var birt hér í blaðinu grein eftir Jón Gunnar Bergs, fram- kvæmdastjóra þróunarsviðs Is- lenzkrar erfðagreiningar undir yfir- skriftinni: „Svar en ekkert svar“. Þar var höfundur sagður fram- kvæmdastjóri þróunarsjóðs í stað þróunarsviðs íslenzkrar erfðagrein- ingar, sem rétt er. Velvirðingar er beiðizt á þessari misritun. 39 NEMENDUR, 1 með verslunar- próf og 38 stúdentar, voru braut- skráðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði við athöfn sem fram fór í Víðistaðakirkju laugardaginn 19. desember sl. Flestir stúdentanna eða 20 brautskráðust af félagsfræði- braut, 7 af hagfræðibraut, 5 af mála- braut, 4 af náttúrufræðibraut, 1 af íþróttabraut og 1 af eðlisfræðibraut. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Eva Albrechtsen sem braut- skráðist af náttúrufræðibraut og hlaut hún fjölda viðurkenninga fyrir ágætan námsárangur. Magnús Þorkelsson aðstoðar- skólameistari setti athöfnina og kynnti dagskráratriði. Einar Birgir Steinþórsson skólameistari ávarpaði stúdenta og fjallaði m.a. um um- fangsmikið sjálfsmatsverkefni sem nú stendur yfir við skólann. Þá vék hann að framtíð skólans, stöðu hans í samfélaginu, mikilvægi fullorðins- fræðslu o.fl. Skólameistari afhenti síðan einkunnir og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Mai-teinn Þór Harðarson nýstúdent, sem brautskráðist af eðlisfræðibraut, fékk sérstaka viðurkenningu frá skólanum íyrir frábæran árangur í stærðfræðikeppni á undanförnum árum. Elva Rut Jónsdóttir, Pálmar Guð- mundsson og Örn Arnarson, nem- endur Flensborgarskólans, fengu sérstaka viðurkenningu frá skólan- um fyrir frábæran árangur í íþrótt- um. I haust varð Elva Rut fremsta fimleikakona landsins, Norðurlanda- meistari á slá auk þess að vera þriðja í samanlögðum árangri á sama móti, Pálmar sundmaður úr íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, setti tvö heims- met auk tveggja gullverðlauna og einna silfurverðlauna á heimsmeist- október og Om varð Evrópumeist- ari í 200 m baksundi og kjörinn efni- legasti sundmaður Evrópumeistara- mótsins sem fram fór á Englandi nú í desember. Kór Flensborgarskól- ans undir stjórn Hrafnhildar Blom- sterberg söng milli atriða og Ca- milla Guðjónsdóttir nýstúdent og Astríður Alda Sigurðardóttir léku saman á klarínett og píanó. • Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, for- maður skólanefndar, afhenti styrk úr fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en að þessu sinni hlaut Daníel Þór Olason sálfræðingur styrkinn. Olafur Már Svavarsson nýstúdent flutti ávarp og söng. Að athöfn lok- inni þáðu útskriftarnemar og gestir þeirra veitingar í skólanum. Vann síma í Netleik Á DÖGUNUM stóðu Morgun- blaðið á Netinu, Stjörnubíó og Landssíminn fyrir leik á Net- inu. Tilefnið var frumsýning myndarinnar „Partíið" eða „Can’t hardly wait“. Þeir sem svöruðu rétt áttu möguleika á að vinna miða á myndina eða GSM-síma frá Landssímanum. Sá heppni var að þessu sinni Hjörleifur Ragn- arsson frá Akranesi sem hér hefur tekið við simanum úr hendi Thelmu Hillers frá Landssímanum. Á myndinni eru einnig Christof Wehmeier og Karl Ottó Schiöth frá Stjörnubíói. MYNDIN var tekin við afhendinguna. Frá vinstri: Þórarinn Eggerts- son, forinaður björgunarsveitarinnar í Álftaveri, Bjarni Einar, sonur Ólafs og Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri. Hálf milljón í minningargjöf ÓLAFUR Guðmundsson, fyrrver- andi lögreglumaður í Reykjavík, og synir hans Bjarni Einar og Guðmundur færðu björgunar- sveit Slysavarnafélagsins í Álfta- veri, Lífgjöf, hálfa milljón að gjöf. Skal peningunum varið til tækjakaupa. Gjöfin er gefin til minningar um tengdaforeldra Ólafs, Einar Bergsson, bónda á Mýrum, Álfta- veri, sem drukknaði við selveiðar í Kúðafijóti 33 ára gamall og konu hans, Jóhönnu Jónsdóttur frá Hemru, Skaftártungu og son þeirra, Bjarna, sem fórst með togaranum Sviða frá Hafnarfirði út af Breiðafirði árið 1941. Samvörður ‘97 Nauðsynleg við- brögð við nátt- úruhamförum JARÐSKJÁLFTAÆFINGIN Samvörður ‘97 skapaði reynslu sem nýtast mun íslendingum við að undirbúa viðbrögð við meiri- háttar hamförum hér á landi. Æfingin skapaði auk þess al- þjóðabjörgunarmálum og al- mannavörnum gott veganesti til frekari uppbyggingar í framtíð- inni. Þetta kemur fram í loka- skýrslu um fjölþjóðlegu æfing- una Samvörður ‘97 sem haldin var 25.-27. júlí 1997 á Suðvestur- landi. Æfingin var ein umfangs- mesta rústabjörgunaræfing sem haldin hefur verið í heiminum til þessa. Yfir 2.500 manns frá 20 þjóðum tóku beinan þátt í undir- búningi hennar og framkvæmd, en meðal þátttakenda var fjöldi íslenskra atvinnumanna og sjálf- boðaliða, NATO, herir og björg- unarsveitir fjölmargi-a landa. Erfíðast að tengja sjúkra- þjónustu ólíkra landa Lokaskýrsla um æfinguna kom nýverið út og veitti Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra skýrslunni viðtöku um leið og hann ávarpaði fundargesti. I henni kemur meðal annars fram að erfiðast hafi verið að tengja erlenda sjúkraþjónustu við Morgunblaðið/Þorkell SÓLVEIG Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almanna- varna rfkisins, afliendir Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra lokaskýrsluna um Samvörð ‘97. sjúkraþjónustu hamfaralands. Einnig að auðveldast hafi verið að tengja annars konar vett- vangseiningar inn í björgunar- starfið, t.d. rústabjörgunarsveit- ir. I niðurstöðum skýrslunnar kemm' einnig fram að stjórnkerf- ið í alþjóðaaðgerðum á íslandi yrði í breyttu formi í raunveru- leikanum þar sem reynt yrði að hafa einfaldara kerfi og Samein- uðu þjóðirnar fengju stærra hlutverk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.