Morgunblaðið - 23.12.1998, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 23.12.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 55^*- BRÉF TIL BLAÐSINS Um ævisögu Steingríms St. Th. Sigiirðssonar V angavelta vegna ritunar á „Ævi- sögu þorsksins“ Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: TALSVERT hefur verið sagt og ritað um bók, sem kom út núna nokkru fyrir jólin og heitir „Ævi- saga þorsksins". Höfundur er am- erískur blaðamaður, að nafni Mark Kurlansky. Höfundur setur fram nokkrar „kenningar" um siglingar í bók- inni. Ég ætla hér að gera alvarleg- ar athugasemdir við einn þátt sigl- inganna. Hann telur að Baskar, sennilega frá Bilbao á Norðvestur- Spáni, hafi lagt leið sína allt til stranda Kanada eða núverandi Nýfundnalands. Þessar veiðiferðir eftir þorskinum segir höfundurinn að hafi átt sér stað löngu fyrir komu Kólumbusar til Mið-Amer- íku. Hann færir engar sannanii- eða tilvitnanir fyrir þessari „kenn- ingu“. Það er varla von að hann geti það. Ég tel að hér sé um algjört bull að ræða og mun greina hér frá hvers vegna þetta hafi ekki átt sér stað að mínu mati og fleiri manna, sem rita sögu þessa tímabils, eða um miðaldir. A fundi í Háskóla Islands, sem var haldinn til að kynna bókina, voru mættir tveir fræðimenn. Annar var Jón Þór sagnfræðingur, hinn Kanadamaður. Jón Þór gerði að mínu mati réttmætar athuga- semdir við ýmislegt í bókinni. Ég spurði um siglingar Baska og sannanir fyrir þeim. Ég benti á að í nýrri sögu um Spán og sér útgáfu um ferðir Kólumbusar væri hvergi að finna stafkrók um langar ferðir norður um af hálfu Baska. Þessu svaraði Mark með að segja: „Hvers vegna fóru þeir ekki? Ekk- ert segir að þeir hafi ekki farið alla leið að Kanada-fiskimiðunum. Þeir fóru norður.“ Ekki fékkst fram nein tímasetning, aðeins að þetta „hefði átt sér stað“. Engin tilvísun í rit eða gögn. Þetta er léleg latína að mínu mati. Þegar góðir íslenskir fræði- menn taka Mark alvarlega, tel ég rétt að gi-eina frá eftir hverju ég hefi fiskað um þessar „norður-sigl- ingar“ Baskanna. Ég vil byrja með að vitna til nýrrar útgáfu á Spánarsögu, sem ég hefi undir höndum. Þar er vel greint frá siglingum Kólumbusar. Miklar rannsóknir vona gerðar vegna 500 ára afmælis fundar Nýja heimsins. Þar komu að fær- ustu menn Spánar á þessu sviði. Höfundur sérrits um „los viajes de Colón“ eða Ferðir Kólumbusar er einn merkasti fræðimaður á þessu sviði eða Luis Arranz Márquez, rektor háskóla um nútíma sögu (Universidad Complutense de Hi- storia Moderna). Hann vitnar til fjölda heimilda, sem notaðar voru við ritunina. Hvergi er að finna eitt einasta orð um Baska eða Frakka, sem sigldu norður um og vísuðu veginn fyrir Kólumbus út á hafið. Hins vegar er á bls. 12, þar sem fjallað er um margvíslegan aðdraganda að siglingum hans, sagt frá ferð- um árið 1477 til Englands og ís- lands. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fann tilvitnun um að Kólumbus hafi komið til íslands, og tel ég það meira en lítið merkilegt. Nú ættu íslenskir fræðimenn að leita vel í skjölum um þetta ár eða hafa samband við Luis A. Márquez. Ár- in þar á eftir fer Kólumbus marg- ar ferðir suður á bóginn, til Ma- deira, Azoreyja og Kanaríeyja. Þessar ferðir vora honum afar mikilvægar, segir Luis. Ekki að- eins þjálfaði hann menn í sigling- um, heldur eyddi hann hjátrú manna og yfirvann margvísleg hindui-vitni og ofsatrú á furðu- skepnum, sem áttu að lifa í hafinu. Luis segir að þetta hafi verið geysierfitt mál á siglingunni vest- ur um haf. Ég nefndi að hindumtni og trú hefðu fyrr á öldum sennilega al- gjörlega hindrað siglingar norður um á fremur illa útbúnum skipum, og þá mest undir árum. Spánverj- ar voru og era afar sterktráaðir og allir vita hvað var boðað á miðöld- um eða fyrr í þeim efnum. A þessa athugasemd blés Mark, höfundur bókarinnar. Önnur bók um ferðir vestur um hefur komið út á íslensku og heitir „Kólumbus og sigurinn á hinu ósigranlega". Þetta er al- þjóðleg útgáfa. Þar er hvergi minnst á þekkingu frá Böskum. Ekki er heldur sagt frá sigling- um til Islands, en á marga aðra staði. Kólumbus hafði því víða farið áður en hann lagði upp frá Palos de la Frontera á Suðvest- ur-Spáni 1492. Sögubók um Nýja heiminn, sem er á ensku og heitir „The making of the Past and the New World“ greinir frá eskimóum austast á La- brador fyrir Krists burð og nokkra síðar. Éngar vísbendingar hafa fundist samkvæmt því sem kemur fram í þessari bók, er gætu gefið til kynna samband við utanaðkom- andi menn. Um allt það, sem hefur fundist á þessu svæði, sem er aust- ast á Labrador, era allmiklar vís- bendingar og era þeir sem þama vora nefndir „Dorsetar" og mæl- ingar sýna búsetu löngu fyrir okk- ar tímatal og einnig síðar (sbr. bls. 76-78 í bókinni). Höfundar era margir heimsþekktir sögu- og fornleifafræðingar frá Oxford, British Museum og hásk. í London. Gæti þessum mönnum öllum hafa svo hrapallega yfirsést um „siglinga-afrek“ Baska á miðöld- um? Meti það hver fyrir sig. Ég trái ekki einu orði í bókinni um þessar norðurferðir á þessum tíma. Auk þess, sem að ofan er getið, era engar vísbendingar um skip hjá Böskum, sem hæf voru til tveggja eða þriggja mánaða sigl- ingar norður í höf og um eitt mesta veðravíti, er menn þekkja. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, Birkigrund 59, Kópavogi. Frá Jóni Margeirssyni: í DEGI 5. desember sl. birtust at- riði úr nýútkominni ævisögu Steingríms Sigurðssonar listmál- ara og fyrrverandi kennara og er hér m. a. fjallað um draugamálið við M. A. 1960. Frásögn höfundar, ef frásögn skyldi kalla en ekki skáldskap, kallar á athugasemdir. Þetta draugamál fólst í því, að Steingrímur Sigurðsson, sem þá var kennari við menntaskólann, og fleiri (Kristján Árnason og Sig- laugur Brynleifsson), gerðu sér það að leik að trafla svefnfrið minn og fjölskyldunnar sem ég bjó hjá á Akureyri þar sem ég var kennari við nefndan skóla. Þetta gerðist nú helst um helgar. Það gæti hafa komið fyrir kannski 7-8 sinnum eða oftar. Ég átti ekkert erfitt með að sofna aftur, þótt ein- hver hefði kallað úti eða barið í gluggann eða viðhaft önnur ólæti, en konan sem leigði mér herberg- ið gat ekki sofið neitt þær nætur sem Steingrímur og félagar hans komu til að raska ró íbúanna í húsinu og má þá geta þess, að það kom fyrir, að þeir notuðu símann til að trufla. Þar sem konan leit svo á, að þessi ólæti beindust gegn mér, skýrði hún mér frá því, eftir að þetta hafði gerst nokkuð oft, að vegna svefnleysis hennar yrði ég að flytja, ef þeir hvimleiðu óknyttamenn sem úti leyndust, létu ekki af hegðun sinni. Ég fór þá til skólameistara og sagði hon- um allt af létta, en þegar hann spurði mig, hvort ég vissi hver þetta væri, kvað ég nei við, því að mér hafði ekki tekist að fá játn- ingu Steingríms fyrir því, að hann væri í þessu, þótt ég grunaði hann. Hann gaf einu sinni yfirlýsingu í matsal heimavistarinnar við menntaskólann um, að hann væri ekkert við þetta riðinn. Kristján Árnason var þarna viðstaddur og hlustaði á þetta og af svipbrigðum hans dró ég þá ályktun, að nú væri Steingrímur að segja ósatt. Eftir þetta borðaði ég ekki framar við sama borð og Steingrímur Sig- urðsson í þeim matsal. Það er einhver misskilningur hjá Steingrími að ég hafi bundið sérstaka vináttu við hann. Hann bauð mér í nokkur skipti heim til sín að kvöldlagi og ég þáði heim- boð hans. Ég kynntist honum þannig nokkuð, en hafði ekki áhuga á tímafrekum kunnings- skap við hann enda margir aðrir þarna á Akureyri til að kynnast og ég kunni mjög vel við fólkið á þessum stað. Frásögn hans í ævi- sögunni um þetta draugamál er of mikið hlaðin af fullyrðingum, sem eru úr lausu lofti gripnar, til að það sé hægt að ætlast til þess, að ég fari að eyða tíma í að leiðrétta þetta. Ég læt þess þó getið, að frásögn Steingríms, sem Dagur birtir, um að Steingrímur hafi komið heim til mín og boðið mér í teiti og haft uppi fortölur til að fá mig til að koma er alger uppspuni. Ekkert slíkt samtal fór fram milli mín og hans í einhverri íbúð, sem hann talar um, að ég hafi leigt. Ég leigði ekki íbúð heldur herbergi. Ekki kannast ég heldur við orða- lag, sem Steingrímur hefur eftir mér í þessum kafla. Ráðlegast væri fyrir kaupendur bókarinnar að strika algerlega yfir kaflann um draugaganginn, því að þeir fá ekki rétta lýsingu af því sem gerðist með því að lesa frásögn hans. Þess má geta að lokum, að hjónin sem ég leigði hjá, hættu við að segja mér upp herberginu svo að ég slapp við að þurfa að leita mér að nýju húsnæði og skipti þetta miklu máli eins og lesendur munu skilja án frekari útskýringa. Ég óska Steingrími alls góðs sem og Kristjáni Árna- syni og Siglaugi Brynleifssyni. Skaði Steingríms var vissulega mikill í þessu draugamáli en hann getur ekki kennt neinum öðrum um það en sjálfum sér. Engin ástæða er til þess fyrir lesendur bókarinnar að leggja neinn trúnað á tilraunir hans til að koma sök- inni á eigin óförum yfir á mig og aðra kennara skólans. Hann kall- ar í frásögn sinni af þessu máli eftir samúð lesandans sér til handa, en hvorki hann né félagar hans, Kristján Árnason og Sig- laugur Brynleifsson, eiga slíka samúð skilið. JÓN MARGEIRSSON, Logalandi 17, Reykjavík. AI14 Ó tveipmr fjœÁllpi! Vesiurgata 3 • 5ími: 551 4730 í dag til kl. 23:00 HREYSTI —sportvömhus Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 Húfur-Bolir-Peysur-Sokkar-Hanskar-Skór-Úlpur-Buxur-Bakpokar-Æfingatæki-Töskur - Allt í jólap a k k a n n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.