Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 1
22. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frosthörkur frá Síberíu Ósló. Morgunblaðið. GRÍÐARLEGUR kuldi er nú í Norður-Skandinavíu og í Síberíu og hafa fjölmörg kuldamet verið slegin síðustu sólarhringa. Kald- ast hefur verið í Khanti-Mansisk í Síberíu, þar sera kuldinn fór niður í 55,6 gráður, í fyrrinótt mældist yfir 50 stiga frost í bænum Kara- sjok í Finnmörku í Noregi og 51 stigs frost í Kittilæ í Lapplandi í Finnlandi sem er nýtt met. Kuld- inn berst yfir Norðurlönd frá Síb- eríu og er víða sá mesti sem mælst hefur á öldinni. Það var víðar kalt en norðan heimskautsbaugs, því í Helsinki var yfir 20 gráða frost og í St. Pét- ursborg fór það niður í 16 gráður. Þar reyndi þessi rússneski ofursti að hita eyrun á undirmanni suium er þeir stóðu heiðursvörð við minningarathöfn í borginni. • • Oldungadeild skipar ser í pólitískar fylkingar í réttarhaldinu yfír Clinton Frávísunartillaga felld en þremur vitnum stefnt Washington. Reuters. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings hafnaði því í atkvæðagreiðslu í gær að vísa ákærunum á hendui’ Bill Clinton forseta frá, en samþykkti að stefna þremur vitnum, þeirra á með- al Monicu Lewinsky, til að bera vitni fyrir luktum dyrum í réttarhaldinu yfir honum. Atkvæði féllu næm því alfarið eft- ir flokkslínum í báðum tilvikum, eða 56 gegn 44. Öldungadeildarþing- menn repúblikana eru 55 en demókrata 45. Niðurstaðan var fyrsta sterka vísbendingin um að hverfandi líkur væni á því að tilskil- inn 67 atkvæða meirihluti væri fyrir því í deildinni að sakfella forsetann og knýja hann þar með til að afsala sér embættinu. Meirihluti deildarinnar hafnaði því að vísa ákærunum um meinsæri og um að hindra framgang réttvísinnar frá dómi en samþykkti að stefna Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, Vernon Tom Daschlc Trent Lott Jordan, einkavini Clintons, og Sidney Blumenthal, sem er háttsett- ur í aðstoðarmannaliði forsetans. Þessi þrjú verða látin bera vitni í yfirheyrslu sem fer fram fyrir lukt- um dyrum. Fulltrúadeildarþing- menn repúblikana, sem reka mál- sóknina, og verjendur Clintons beina hvorir tveggja spurningum til vitn- anna. Eftir að hafa hlýtt á upptökur af vitnisburði þeirra greiða öldunga- deildarþingmennimir aftur atkvæði um hvort stefna beri einhverju vitn- anna til að bera vitni beint fyrir öld- ungadeildinni, sem gegnir hlutverki kviðdóms í réttarhaldinu. „Forsetinn verður ekki sviptur embætti. í þágu þjóðarhags, og til þess að virða stjórnarskrána, er tími til kominn að binda enda á þetta réttarhald,“ sagði Tom Daschle, einn forsvarsmanna demókrata í öldunga- deildinni. Spurningin um vitnaleiðslur hefur valdið djúpstæðum flokkadráttum í deildinni. Demókratar segja þær að- eins munu draga réttarhaldið að óþörfu á langinn og lögmenn Hvíta hússins segjast þurfa að fara í gegn- um gífurlegt magn málsskjala, sem sækjendur hafa undir höndum og hafa ekki áður komið fyrir sjónir verjendanna. „Atburðir dagsins í dag sýna svo ekki verður um villzt að tilskilinn fjöldi atkvæða er ekki fyrir hendi til að sakfella forsetann og svipta hann embætti," sagði Greg Craig, einn verjenda Clintons. „Afiur málflutn- ingur héðan af er ekki til neins ann- ars fallinn en að tefja endanlega lausn þessa máls, og er hreint og klárt andstæður hagsmunum þings- ins, forsetaembættisins og þjóðar- innar alhai-,“ sagði hann. Málalok innan hálfs mánaðar? Frávísunartillagan var borin upp af Robert Byrd, þingmanni demókrata, og var hluti samkomu- lags beggja flokka um tilhögun rétt- arhaldsins, sem hófst fyrir tveimur vikum. Þetta samkomulag var í raun útnmnið þegar atkvæðagreiðslur gærdagsins voru afstaðnar. Þá var gert hlé á þingfundi og fulltrúar beggja fylkinga settust á rökstóla um hvernig farið skyldi að í framhaldinu. Trent Lott, leiðtogi repúblikana, tjáði fréttamönnum að hann teldi mögulegt að ljúka réttarhaldinu „innan næstu 10 daga, tveggja vikna í mesta lagi“. Leit eftir jarðskjálftann í Kólumbíu Skipulagi sagt ábótavant Armeníu í Kdlumbíu. Reuters. AÐGERÐIR til að bjarga fólki á lífi úr rústunum eftir jarðskjálftann í Kólumbíu gengu illa í gær, að sögn björgunarliðsmanna. Ottazt er að yfir 2.000 manns hafi týnt lífi í ham- fórunum, sem riðu yfir á mánudag, en í gær var staðfestur fjöldi fund- inna líka kominn í 715. Slasaðir eru að minnsta kosti 2.700. Ljóst er að afleiðingar jarðhrær- inganna munu skaða efnahag Kól- umbíu verulega, en það svæði sem varð verst úti er aðalkaffiræktar- hérað landsins. Stærstan hluta út- flutningstekna sinna hafa Kól- umbíumenn af kaffi. Skipulag björgunaraðgerða virð- ist í molum. Þrátt fyrir mikil við- brögð umheimsins við neyðinni í landinu er tilfinnanlegur skortur á nauðsynlegasta búnaði til að leita að fólki í rústum húsanna, svo sem ljóskösturum svo hægt sé að halda leitinni áfram er skyggja tekur. Embættismaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði lítið um samhæfingu aðgerða milli Rauða krossins, heimavarnaliðsins og brunaliðsmanna og sakaði hvern þessara aðila um að athafna sig samráðslaust hver í sínu horni. Armenía, 280 þúsund íbúa hér- aðshöfuðborg kaffiræktarhéraðsins Quindio, varð verst úti í hamfórun- um, en jarðskjálftinn, sem var 6 á Richterskvarða að styrkleika, skók 20 bæi og þorp. Sjálfboðaliðar sem börðust með berum höndum við að róta eftir fólki í rústunum drógu í efa hina op- inberu tölu látinna, sem í gær var sögð 715, og spáðu því að fleiri en 2.000 fórnarlömb yrðu skráð áður en upp yrði staðið. Fólk finnst lifandi Stórar vinnuvélar voru þegar á þriðjudag teknar til við að ryðja rústirnar, en ekki var ljóst hvort gengið hefði verið úr skugga um hvort einhverjir væru grafnir lif- andi undir þeim. Þekkt eru dæmi um að fólki hafi tekizt að lifa af inni- lokað í húsarústum í allt að viku. En nokkur atvik hafa þó orðið til að glæða vonir björgunarmanna. Tólf ára hnokki, Jeizon Garzon, var rétt fyrir dögun í gær dreginn heill á húfi út úr húsarúst í Armeníu og nóttina áður hafði hinni sjötugu Aleydu Roncanio verið bjargað und- an rústum þriggja hæða húss sem hún hafði grafizt undir. Reuters STARFSMENN kólumbíska Rauða krossins bera hér hinn 16 ára gamla David Acevedo, sem lá grafinn undir húsarústum í borginni Armeníu í einn og hálfan sólarhring, en lifði af heill á húfi að mestu. Umskipti í afstöðu Indónesa í deiiunni um framtíð A-Tímor? Ljá máls á sjálfstæði Jakarta. Reuters. STJÓRN Indónesíu sagði í gær að þing landsins kynni að íhuga þann möguleika að Austur-Tímor fengi sjálfstæði eftir þingkosningarnai' í landinu 9. desember ef Austur- Tímorar sættu sig ekki við tilboð hennar um aukna sjálfstjórn. Jose Ramos-Horta, leiðtogi aðskilnaðar- sinna á Austur-Tímor, kvaðst þó vera mjög efíns um að þingið myndi ljá máls á sjálfstæði. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, sagði hins vegar að yfirlýsing indónesísku stjórnaiánnar yki líkurnar á því að samkomulag næðist um framtíð Austur-Tímor. Yunus Yosfiah, upplýsingaráð- herra Indónesíu, sagði að stjórnin hygðist einnig sleppa leiðtoga upp- reisnarmanna á Austur-Tímor, Xan- ana Gusmao, úr fangelsi og setja hann í „sérstakt varðhald“. Austur-Tímor, sem var áður ný- lenda Portúgals, var innlimuð í Indónesíu með hervaldi árið 1976, en Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei við- urkennt innlimunina. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Indónesíu ljá máls á því að Austur- Tímor fái sjálfstæði. Ai Aatas, utaiu'íkisráðheiTa Indónesíu, sagði að stjórn Indónesíu teldi enn að best væri að Austur- Tímor fengi sérstök sjálfstjórnar- réttindi og að sjálfstæði gæti leitt til borgarastyrjaldar. „Viðbrögð mín eru mikil tor- tryggni,“ sagði Ramos-Horta, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1996 ásamt Carlos Belo, biskupi á Austur-Tímor. Hann bætti þó við að yfirlýsing stjórnarinnar stað- festi fréttir um að margir ráða- mannanna í Jakarta teldu Indónesa hafa „tapað orrustunni um Austur- Tímor". Fiðruð innrás í Bretland? ADOLF Hitler ráðgerði innrás í Bretland með aðstoð hingað til ókunns hluta þýzka flug- hersins - bréfdúfum. Brezka leyniþjónustan komst að áformunum um hina fiðruðu flughersveit við yfirheyrslur yf- ir stríðsfóngum. I Aftenposten segir frá því, að leyniþjónustan hafi tekið þessar upplýsingar alvarlega. Stofnuð hefði verið sérstök fugladeild hjá hernum, þar sem fálkar voru þjálfaðir til að „skjóta niður“ hinar óvin- veittu bréfdúfur, sem áttu að bera boð frá njósnurum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.