Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 8

Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjálmar Ámason alþingismabur BARA að það slái nú ekki saman línum hjá þér, Dóri minn, og þú sprengir gat á fjall í staðinn fyrir að sprengja út björgunarbátinn. Kæliskápur RG 1145 - Kælir 114 Itr. • Klakahúlf 14 Itr. • Orkunýtni D • Mál hxbxd: 85x50x56 Kr. 26.900.- stgr. Kæliskápur RG 2190 • Kælir 134 Itr. • Frystir 40 Itr. • Sjálfvirk afþýöing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 117x50x60 Kr. 37.900.- stgr. Kæliskápur RG 2250 • Kælir 184 Itr • Frystir 46 Itr • Orkunýtni C • Sjalfvirk afþýðing í kæli • Mál hxbxd: 139x55x! Kr. 39.900.- stgr. Kæliskápur RG 1285 • Kælir 232 Itr. • Frystir 27 Itr.ŒS • Hálfsjálfvirkur • Orkunýtni F • Mál hxbxd: 147x55x60 Kr. 37.900.- stgr. Kæliskápur RG 2255 ? Kælir 183 Itr. • Frystir 63 Itr. EE*3 • Sjálfvirk afþýöing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 152x55x60 Kr. 45.900.- stgr. Kæliskápur RG 2330 • Kælir 258 Itr. • Frystir 74 Itr. EEZ3 • Sjálfvirk afþýöing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 170x60x60 Kr. 49.900.- stgr. Kæliskápur CG1275 • Kælir 172 Itr. • Frystir 56 Itr. n*..**J • Tvær grindur • Sjálfvirk afþýöing í kæli • Orkunýtni C •Mál hxbxd: 150x55x60 Kr. 53.900.- stgr. Kæliskápur RG229Ö • Kælir 211 Itr. • Frystir 63 Itr. P***i • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 164x55x60 Kr. 48.900.- stgr. Kæliskápur CG 1340 • Kælir 216 Itr. • Frystir 71 Itr. P* *.*) • Tvær grindur • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni B • Mál hxbxd: 165x60x60 Kr. 59.900.- stgr. Sími 533 2800 Fyrirlestur um póst- og áætlunarsiglingar Póstsiglingar til 1914 Heimir Þorleifsson Fyrirlestraröð er fyr- irhuguð fyrir al- menning í Sjóminja- safni Islands í Hafnarfirði á næstunni og er fyrsti fyr- irlesturinn í kvöld að Vesf> urgötu 8 í Hafnarfirði. Þar talar Heimir Þorleifsson um póstskip og áætlunar- siglingar fram tO ársins 1914. í kynningu að fyrir- lestraröðinni er þess getið að erindin hafi víðtæka skírskotun til hafsins, eink- um á sviði sagnfræði, þjóð- fræði, fomleifafræði, mannfræði og menningar- sögu yfirleitt. En um hvað skyldi Heimir Þorleifsson ætla að fjalla mest í sínum fyrirlestri? -Það verður fjallað um áætlunarsiglingar til og frá Islandi í meira en hundrað ár, en á þeim tíma fjölgaði ferðunum úr einni í um það bil fimmtíu á ári, en það voru þær orðnar við upphaf fyrri heimsstyijaldar. Skipin voru kölluð póstskip en þau fluttu auð- vitað fleira en póst. Þau fluttu far- þega en í seglskipunum var eigin- lega ekkert farþegapláss, fólk varð að kúldrast í lestum, innan um alls konar vaming. Síðan verð- ur fjallað um það hvemig póst> skipsferðirnar réðu ferðum land- póstanna. Þeir þurftu að koma með póstinn til Bessastaða eða Reykjavíkur áður en póstskipið fór og síðan að vera tilbúnir að taka við honum þegar skipið kom. A seglskipatímanum fram um 1850 kom póstskipið frá Dan- mörku í október eða nóvember og beið hér síðan þar til veður fór að batna í byrjun mars. Þetta varð til þess að aðalpóstferðir á íslandi vom farnar í svartasta skamm- deginu. Mikilvægi póstskipsferð- anna sést líka af því að póstferðum innanlands fækkaði á meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu en þá vom ekki póstskip í förum. I erindinu verður líka fjallað um margs konar rekstur póstskip- anna. Fyrst voru þau ríkisrekin í tíð konungsverslunar, síðan kom einkarekstur með ýmsum afbrigð- um, m.a. eftir útboð í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Um 1840 var stofnað hlutafélag í Reykjavík til þess að reka þessar siglingar og stóðu að því reykvískir embættis- menn og Carl Franz Siemsen. Reykjavíkurfélagið keypti nýtt og gott seglskip og var hugmyndin að fjölga ferðum úr einni í fjórai’ en það gekk ekki upp. -Hver var mikilvægasta breyt- ingin ípóstferðum á þessu tímabili? - Það var tvímælaiaust þegar gufuskip fóm að sigla hingað til lands árið 1858. Þá fjölgaði ferðum í sex á ári íyrst og síðan fljótlega í tíu og svo jaftit og þétt eftir það. Mikilvægi gufuskipanna fólst í fleiri ferðum. Fram að þessu komu ferðamenn hingað helst með skip- um sem þeir réðu yfír sjálfir en eft- ir að gufuskipin komu til sögunnar gátu þeir til dæmis tekið skip hing- að í júlí og farið heim í ágúst. Langflestir ferðamenn sem hingað komu á þessum tíma vora enskfr og komu til að skoða sögustaði og veiða lax. - Fjallar þú um gufu- skipafélög- in sem gerðu út skipin? - Jú, fjallað er um félög sem em alkunn eins og Sameinaða gufu- skipafélagið og Bergenska gufu- skipafélagið og ég fjalla einnig um önnur minna kunn, eins og Thore- félagið og Otto Wathnes arvinger. Margir kannast auðvitað við norska athafnamanninn Otto Wat- hne, en færri þekkja líklega til þess að eftir dauða hans tóku bræður hans í Stavangri við rekstri á skipum hans og þessi rekstur færðist allur í aukana og ►Heimir Þorleifsson er fædd- ur 22. nóv. 1936 í Reykjavík. Hann lauk stúdentspróií frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956 og cand. mag.-prófi í sagnfræði 1966 frá Háskóla fs- lands. Hann hefur verið kenn- ari við Menntaskólann í Reykjavík frá árinu 1961. Hann hefur einnig starfað við ritstörf, m.a. samdi hann Mannkynssögu BSE og Islands- sögu, Frá einveldi til lýðveldis. Einnig samdi hann Sögu ís- lenskrar togaraútgerðar til 1917 og var ritsljóri og höf- undur þriggja binda Sögu Reykjavíkurskóla. Hann hefur unnið að ritun póstsögu íslands frá 1994 og árið 1996 kom út Póstsaga Islands 1776 til 1873. Hann hefur undanfarið unnið að framhaldi póstsögunnar. Þess má geta að Heimir hefur samið Arbók íslands í Alman- aki Þjóðvinafélagsins frá árinu 1981. Heimir ér kvæntur Stein- unni Einarsdóttur mennta- skólakennara. fékk jafnvel styrk frá norska Stór- þinginu. -Voru þessar póstferðir mikl- um erfiðleikum bundnar? -Jú, þær tóku langan tíma og yfir opið haf var að fara. Það er raunar merkilegt að ekkert póst> skip fórst í hafi á seglskipatíman- um en fjögur þeirra strönduðu, þar af tvö við Snæfellsnes, og fómst allir sem með þeim vom. Seglskip- in lentu aldrei í ís, enda sigldu þau alltaf íyrir sunnan land og inn á Faxaflóa en á gufuskipatímanum þá sigldu skipin norður fyrir land og lentu þá nokkmm sinnum f vandræðum vegna hafíss. Atakan- legt slys varð árið 1907 þegar skip Thorefélagsins, Kong Trygve, sigldi á ísjaka undan Langanesi og sökk. Áhöfn og farþegar komust í þrjá báta, tveir náðu landi en einn fannst aldrei. - Urðu miklar breyting- ar á póstferðum ífyrri heimsstyrj- öld? -Það sem breyttist þá var að Eimskipafélag Islands var stofnað og tók við millilandasigl- ingum að hluta til. Er- lendu félögin urðu fyrir skipatjóni á þessum tíma, t.d. var að minnsta kosti tveimur skipum á leið hingað sökkt. Þess má geta að það var íslenskur póstur með Tit- anic sem vom greiddar bætur fyr- fr. -Hvernig var borgað und- h-póst á þessum tíma? -Fram til 1870 var ekki greitt fyrir póst á milli landa. Árið 1873 var gerð grundvallarbreyting á póstþjónustu á íslandi. Þá var stofnað embætti póstmeistara í Reykjavík og póstafgreiðslumanna og bréfhirðingarmanna úti um allt land. Ekkert póstseglskip fórst f hafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.