Morgunblaðið - 28.01.1999, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eyrugla
gestur á
Villinga-
vatni
EYRUGLA, sem er sjaldséður
flækingsfugl hérlendis, hefur tek-
ið ástfóstri við bæinn Villingavatn
í Grímsnesi og sneri nýverið
þangað aftur í þriðja skipti á jafn-
mörgum árum. Sigurður Hannes-
son, bóndi á Villingavatni, kveðst
kunna vel við fuglinn enda veiðir
hann mýs og vinnur minna tjón en
kettir, sem ráðast á unga á vorin.
„Uglan sást fyrst skömmu fyrir
áramót og hefur síðan sést þijár
nætur í röð, þó ekki seinustu næt-
ur. Mig grunar að hún komi um
klukkan tíu eða ellefu á kvöldin, og
fari þegai- heirni hent-
ar. Maður verður var
við hana inni í fjárlmsi
en hún kemst inn um
opna hurð þar og sest
á bita til að geta fylgst
með músum. Húsið er
sautján metra langt og
átján metra breitt,
þannig að hún hefur
talsvert rými, auk þess
að geta komist inn í
sambyggða hlöðu.
Hún er eldsnögg að
krækja sér í mýs og
liefur stundum nánast
þurrkað út allan
músagang í Ijárlnís-
unum. I fyrravetur
var hún hér á fjórða
mánuð og hreinsaði vel tíl,“ segir
Sigurður.
Snör í snúningum
Hann segir fúglinn styggan og
hann hafi sig rakleiðis á brott ef
hann verði var við mannaferðir í
fjárhúsunum. „Uglan er létt, á milli
300 eða 400 grömm að mér skilst,
en hefur mikið vænghaf og getur
verið snör í snúningum," segir
hann. Uglan hefur að auki sést í
Nesjum, að sögn Sigurðar, en hann
EYRUGLA.
liafi ekki fengið upplýsingar um að
hún sæki í aðra bæi í nágrenninu.
Ævar Petersen, forstöðumaður
Náttúrufræðistofnun-
ar Islands, kveðst
ekki minnast þess að
hafa heyrt um aðra
eyruglu sem sé flæk-
ingsfugl hérlendis og
því sé um talsvert sér-
stakt tilfelli að ræða.
„Langmestar lfkur
eru á að þetta sé sami
fuglinn sem kemur ár
eftir ár,“ segir hann.
Ævar segir algengt
að menn rugli saman
eyruglu og branduglu,
sem verpir hérlendis.
Eyruglan er svo kall-
aður flækingsfugl,
sem verpir ekki hér á
landi, en kemur ár-
lega sem gestur. Á hveiju ári
koma nokkrir fuglar, að því talið
er, en flestar uglurnar eiga sér að-
setur víða í Evrópu, t.d. í Skandin-
avíu og Englandi.
„Fyrir allmörgum árum, eða
1971, fannst merkt eyrugla hér
og hún hafði verið merkt í Sví-
þjóð. Samkvæmt skýrslu um flæk-
ingsfugla frá árinu 1996 sáust
tveir fuglar af þessari tegund,
þannig að tilvikin eru ekki fleiri
en eitt til þrjú á ári,“ segir hann.
Vallarbraut — Hf.
— nýjar glæsiíbúðir
Vorum að fá í sölu glæsilegt sjö íbúða hús skammt frá höfninni í
Hafnarfirði. Um er að ræða þrjár 4ra herb. ca 110 fm íbúðir
ásamt 32 fm bílsk. og sérgeymslu, samtals 141 fm. Verð 10,8
millj., tvær 4ra herb. ca 110 fm íbúðir ásamt 6 fm geymslu, sam-
tals 116 fm. Verð 9,8 millj. og tvær 2ja herb. íbúðir. Verð 6,9
millj. Lóðin verður fullfrágengin ásamt malbikuðu bílastæði.
íbúðirnar afh. allar fullfrág. að innan (án gólfefna) með flísalögðu
baði og þvottaherb. Vandaðar innréttingar. Fullbúnir bílskúrar.
Teikningar á skrifstofu.
Bakkastaðir — einbýli
— hagstættverð
Vorum að fá í sölu 153 fm einbýli á einni hæð með innbyggðum
rúmgóðum bílskúr. Afhendast fullbúin að utan með varanlegri
klæðningu og fokheld að innan. Verð 10 millj. og tilbúin til inn-
réttinga og málningar. Verð 12,2 millj.
Gunnarsbraut — glæsiíb.
Vorum að fá í einkasölu 80 fm íbúð á 1. hæð. íbúðin er að mestu
leyti endurnýjuð með vönduðu merbau-parketi á gólfum. Verð
7,5 millj.
Staðgreiðsla fyrir íbúðir
í Hraunbæ, Bökkum, Hólum og
Engihjalla — hafið samband
Staðgreiðsla fyrir einbýli
—raðhús
í Mosfellsbæ, Álftanesi, Grafarvogi
og Garðabæ — hafið samband
Valhöll fasteignasala,
sími 588 4477, fax 588 4479
Nefnd dómsmálaráðherra undirbýr skýrari reglur um
óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglunnar
Greiðslur til upplýs-
ingagjafa, tálbeitur
og vitnavernd
NEFND um óhefðbundnar rann-
sóknaraðferðir lögreglu, sem skipuð
var af Þorsteini Pálssyni dómsmála-
ráðherra í janúar á seinasta ári, mun
í væntanlegri skýrslu sinni m.a.
leggja til að settar verði skýrari og
markvissari verklagsreglur um
heimildir lögreglu til að greiða fyrir
upplýsingar vegna rannsókna á al-
varlegum afbrotamálum s.s. fíkni-
efnamálum. Nefndin vinnur um
þessar mundir að frágangi á lokanið-
urstöðum sínum og skilar tillögum
sínum innan skamms, skv. upplýs-
ingum Bjargar Thorarensen skrif-
stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu,
sem er formaður nefndarinnar.
Meðal þeirra rannsóknaraðferða
sem nefndin telur koma til álita að
settar verði skýrari reglur um eru
símhleranir og herbergjahleranir,
samskipti lögreglu við uppljóstrara,
tálbeitur, eftirlit með afhendingu
ólöglegra efna, alþjóðleg sýndai-við-
skipti, svonefnda „skyggingu", þar
sem grunuðum er veitt eftirför eða
fylgst er með mönnum og um notkun
eftirfararbúnaðar, um myndatökur,
flugumenn, endurkaup á þýfi, kaup á
fíkniefnasýnum og sýningu peninga,
samkvæmt upplýsingum Bjargar.
Tekist á við nýjustu
afbrotaaðferðir
í nefndina voni skipaðir, auk
Bjargar, Bogi Nilsson ríkissaksókn-
ari, Atli Gislason hæstaréttarlögmað-
ur, Asgeir Karlsson lögreglufúlltrúi
hjá lögreglustjóranum í Reykjavík,
Björn Halldórsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og
Egill Stephensen saksóknari hjá lög-
reglustjóranum í Reyjavík. I apríl-
mánuði sl. lét Bjöm Halldórsson af
störfum í nefndinni vegna löggæslu-
starfa í Bosníu. í hans stað var skip-
aður af hálfu ríkislögreglustjóra Þór-
ir Oddsson vararíkislögreglustjóri.
Verkefni nefndarinnar er tvíþætt.
Annars vegar að kanna rannsóknir
og rannsóknaraðferðir lögreglu í
baráttunni gegn afbrotum, sérstak-
lega nýjum eða nýlegum tegundum
afbrota og fara yfir heimildir lög-
reglunnar til rannsókna og til að
beita óhefðbundnum rannsóknai’að-
ferðum. Hins vegar á nefndin að
gera tillögur um reglur um óhefð-
bundnar rannsóknaraðferðir og
lagabreytingar sem kunna að þykja
nauðsynlegar til að lögreglan geti
með fullnægjandi hætti tekist á við
nýjustu afbrotaaðferðir.
Eftirlit, með fíkniefna-
sendingum milli landa
Nefndin mun m.a. leggja til að
settar verði skýrari reglur um heim-
ild lögreglu til að greiða fyrir upplýs-
ingar í tengslum við rannsóknir á
fíkniefnamálum. Að sögn Bjargar er
til staðar heimild til þessa í dag en
nefndin leggur til að settar verði ít-
arlegri reglur, m.a. um form slíkra
greiðslna.
Nefndin kemur víða við og hefur
m.a. fjallað um ýmiss konar úrræði
lögreglu við rannsóknir fíkniefna-
mála sem ekki eru bundin í lög á borð
við notkun tálbeita og eftirfór og eft-
irlit með mönnum. Að sögn Bjargar
er ekki algengt að slíkar aðferðir séu
lögfestar í öðrum löndum og er gert
ráð fyrir að settar verði skýrar
starfsreglur sem lögreglan fari eftir.
„Hluti þessa snertir alþjóðlega
samvinnu um úiTæði sem lögreglan
hefur. Mikil umræða er til dæmis á
alþjóðlegum vettvangi um afhend-
ingu undir eftirliti, þar sem lögregla
hefur eftirlit með vörusendingum eft-
ir að upp kemst að þær geyma fíkni-
efni. Þá fær lögregla að fylgja send-
ingunni eftir inn í annað ríki og taka
upp samvinnu við lögreglu þar um að
halda uppi eftirliti með því hver tek-
ur við sendingunni," segir hún.
Nefndin hefui- farið ítarlega yfir
þær rannsóknaraðferðir og heimildir
sem lögregla í öðrum löndum byggir
á við rannsóknir mála af þessum
toga. „Það er alls staðar verið að
reyna að finna einhver skýrari úr-
ræði og veita lögreglunni meira svig-
rúm til að geta tekist á við þessi af-
brot. Erlendis er almennt lítið um að
þetta sé bundið í lög nema símhler-
unaraðgerðimar,“ segir hún. Þá hef-
ur nefndin farið yfir þær heimildir
sem lögreglan hér á landi hefur í dag
og gert úttekt á hvernig þessum
heimiidum er beitt við rannsóknir.
Björg segir að lagaheimildir hér á
landi séu ekki sérstaklega þröngar
miðað við ýmis önnur lönd þar sem
verið er að víkka út slíkar heimildir
t.d. til símhlerunar.
Vitni þora ekki að konia
fram vegna hótana
„Nefndin hefur lika skoðað vitna-
vernd, en það er orðið vaxandi
vandamál að vitni þora ekki að koma
fram vegna hótana og yfirvofandi
hefndaraðgerða. Víðast hvar er líka
verið að vinna að því erlendis að
veita vitnum sérstaka vernd, jafnvel
þannig að þau geti komið fram nafn-
laus fyrir dómi og mæti ekki sak-
borningi. Það togast þá á við rétt
hans til að fá að mæta vitnum og
spyrja. Þetta snýst alltaf um jafn-
vægið á milli réttinda sakbornings-
ins og þeirra sem eru að reyna að
upplýsa málið. I nokkrum löndum
hefur verið gengið svo langt að setja
lög sem heimila vitnum að breyta um
nafn og skráningu persónueinkenna
í þjóðski-á og byrja nýtt líf annars
staðar. Þetta er þó eitt af því sem
ekki virkar hér á landi,“ segir Björg.
Hún segir að nefndin muni vænt-
anlega gera tillögur um úrræði sem
hafi að markmiði að veita vitnum
aukna vemd. „Við erum með hug-
myndir um að bæta inn í hegningar-
lögin refsiákvæði þar sem verði gert
refsivert að hóta vitni þvingunum
eða aðgerðum ef hann gefur upplýs-
ingar fyrir dómi,“ segir Björg.
Verklagsreglur og
Iagabreytingar
Nefndin mun skila dómsmálaráð-
herra skýrslu sinni á íyrri hluta árs-
ins og ljúka störfum og mun ráðherra
svo meta hvert framhaldið verður, að
sögn Bjargar. Hún sagði að stór hluti
tillagna nefndarinnar sneri að verk-
lagsreglum fyrir lögregluna og kæmi
því væntanlega í hlut ríkissaksókn-
ara, sem yfirmanns ákæruvaldsins og
rannsókna, að setja slíkar reglur. I
einhverjum tilvikum væri einnig talin
þörf á lagabreytingum.
Lofa áform um
vetnishagkerfí
ÁÆTLUN ríkisstjórnar Davíðs
Oddssonar um að íslenskt hagkerfi
byggist í auknum mæli á vetni er
tekin sem dæmi um viðbrögð við
nauðsyn þess að vernda loftslagið og
draga úr notkun olíu í bókinni „State
of the World“, árlegri úttekt World-
watch-stofnunarinnar í Washington
Leitað að
Tínu með
hitamyndavél
LEIT að tíkinni Tínu hélt áfram
langt fram á kvöld í gær í Reykja-
lundarskógi. Nýjasta vopnið í leitinni
er sérstök hitamyndavél, sem nemur
varma frá því sem vélinni er beint að
og þai- á meðal dýi'um. „Draumurinn
er sá að við sjáum Tínu sem hita
undir einhverju tré og fælum hana
það mikið að við getum elt hana með
vélinni í bæli sitt,“ segir Kristín Erla
Karlsdóttir, gæslukona Tínu. Hún
segir að aðalatriðið sé að hitta á Tínu
á ferðinni, en einnig sé hugsanlegt
að leita að henni í hitaveitustokknum
í Mosfellsbæ og víðar.
á því hvernig þoki í átt að sjálfbæru
þjóðfélagi á jörðu.
I bókinni segh' að endurnýjanlegar
orkulindir séu af ýmsum toga og
nauðsyn þess að hraða því að þær
verði teknai- í notkun um heim allan
sé mikil. Það gæti hjálpað til við að
draga úr alþjóðlegum ágreiningi og
ýtt undir samvinnu. Þá gæti farið svo
að þróun orkunotkunar yrði minna
undir Samtökum olíuframleiðsluríkja
(OPEC) komin og bai'áttunni um
leyfi til að nýta olíusvæði og byggðist
meira á alþjóðlegum samningum um
að vemda loftslagið. Þá yrði mark-
miðið fremur að draga úr losun
kolefna og því fylgdu ýmsir kostir.
„Lítið ríki, sem þegar hefur tekið
slíkt skref, er ísland," segir í bók-
inni. „Árið 1997 lýsti forsætisráð-
herra þessarar smáþjóðar yfir áætl-
un um að breyta Islandi í „vetnis-
hagkerfi" á næstu 15 til 20 árum;
ríkisstjórnin vinnur nú með Daim-
ler-Benz og Ballard Power Systems
að því að láta fiskiskipaflotann
skipta yfir í vetni og bílaflotann í
metanol og vetni. íslenskir embætt-
ismenn eru einnig að kanna mögu-
leika á því að flytja út vetni til ann-
arra landa.“
Elliðaárvirkjun
Boða við-
ræður um
að hætta
framleiðslu
FULLTRÚI Reykjavíkurborgar
hefur haft samband við Landsvirkj-
un og boðað viðræður um að raf-
magnsframleiðsla verði stöðvuð í El-
liðaárstöð, að sögn Friðriks Sophus-
sonar, forstjóra Landsvirkjunar.
Kvaðst hann í gær eiga von á frekari
viðræðum á næstunni.
„Við munum skoða allai' fýsilegar
lausnii' á málinu,“ sagði Friðrik þeg-
ar hann var spurður hvernig erindi
Reykjavíkurborgar yrði tekið.
Rafmagnsframleiðsla hefui' legið
niðri í stöðinni frá því að aðrennslis-
pípa, sem flytur vatn að henni úr Ár-
bæjarlóni, sprakk 14. desember. Af-
kastageta Elliðaárstöðvar er 3,2
megawött.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði til á
borgarstjórnarfundi nokkrum dög-
um eftir að pípan sprakk að viðgerð
á henni yrði frestað og þess í stað
metið hvort nú væri ekki réttur tími
til að hætta raforkuframleiðslu í El-
liðaái'dal. Elliðaárvirkjun hefur
framleitt rafmagn frá 1921.