Morgunblaðið - 28.01.1999, Side 14

Morgunblaðið - 28.01.1999, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Iðjulundur og Plastiðjan Bjarg sameinast í Hekluhúsinu við Gleráreyrar Framkvæmdaáætlun 1999 samþykkt Avinningur af sameiningu FLUTNINGAR tveggja vinnu- staða, Iðjulundar og Plastiðjunnar Bjargs, undir sama þak í Heklu- húsinu svonefnda við Gleráreyrar stóðu sem hæst í gær. Iðnaðar- menn voru önnum kafnir við að koma húsnæðinu í horf áður en starfsmennirnir koma til starfa á morgun, föstudag og var í mörg horn að líta. Samtímis renndu í hlað bílar hlaðnir vélum og tækjum vinnustaðanna. Olöf Leifsdóttir forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs/Iðjulundar sagði að undirbúningur að samein- ingu fyrirtækjanna tveggja hefði staðið í nokkum tíma en nú væri komið að stóru stundinni. Akureyr- arbær hefur sem reynslusveitarfé- lag séð um rekstur þessara fyrir- tækja, en málefni fatlaðra eru eitt af verkefnum þess. Hún taldi mik- inn ávinning af sameiningunni, m.a. hvað húsnæðismálin varðar, en um 1.200 fermetra pláss í Hekluhúsinu þyki passlegt undir þá starfsemi sem fyrirhuguð er. Húsnæði það sem Iðjulundur var í stangaðist á við kröfur sem settar eru og þá var Plastiðjan Bjarg í skammtímaleiguhúsnæði. Alls verða starfsmenn á hinum nýja sameinaða vinnustað rúmlega 60 talsins, 26 frá Iðjulundi og 24 frá Plastiðjunni Bjargi, auk þess sem þar vinna 14 ófatlaðir starfs- menn. Iðjulundur er verndaður vinnustaður, en boðið er upp á starfsþjálfun hjá Plastiðjunni Bjargi og sagði Olöf ástæður þess að einstaklingar fari í starfsþjálfun hjá fyrirtækinu mismunandi, þroskahömlun, geðsjúkdómar, greindarskerðing eða þá að langvarandi atvinnuleysi hafi sett mark sitt á fólk, svo einhver dæmi séu tekin. Ánægð með fyrirtæki á Akureyri „Starfsþjálfunin hefur gengið af- ar vel og við erum ánægð með ár- angurinn," sagði Olöf. A síðasta ári voru 24 einstaklingar I starfsþjálf- un hjá fyrirtækinu og fóru 15 þeirra út á almennan vinnumarkað, þar af fengu 10 ráðningu í fast starf. „Ég verð að hæla fyrirtækj- um hér á Akureyri hversu vel þau hafa brugðist við og eru tilbúin að taka okkar fólk í vinnu til sín. Margir hafa leitast við að aðlaga störf í sínum fyrirtækjum þörfum þeirra sem þeim sinna, en í hópn- um eru einstaklingar með mismun- andi þarfir,“ sagði Ólöf. Fyrirsjáanlegt er, að sögn Ólafar, að þó nokkur hópur þeirra sem verið hafa í starfsþjálfun muni ekki fara út á almennan vinnu- Bæjarstjóri segir upp HÁLFDÁN Kristjánsson bæjar- stjóri í Ólafsfirði hefur sagt starfi sínu lausu. Hálfdán hefur gegnt störfum bæjarstjóra í Ólafsfirði síð- ustu 6 ár, en hann tók við starfinu í byrjun janúar árið 1993. Fáir mán- uðir eru frá því ný bæjarstjórn tók við völdum í bænum, en Hálfdán sagði engan beinan ágreining í gangi milli sín og bæjarstjórnar. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími, en vissulega^ hafa oft blásið sterkir vindar um Ólafsfjörð á þess- um tíma,“ sagði Hálfdán. Sagði bæjarstjóri ástæðu þess að hann hefði sagt upp nú vera þá að hann hefði sótt um starf bæjarstjóra í sveitarfélaginu Hornafirði, en frest- ur til að sækja um þá stöðu rann út á mánudag. Gerði Hálfdán ráð fyrir að sinna störfum í Ólafsfírði fram á vor- ið, eða þar til nýr maður yrði ráðinn. Útsalan hefst í dag “fiiktaretilun Jfteínunn&t Hafnarstræti 97 - Akureyri - sími 462 2414 Morgunblaðið/Kristján ÞAU stóðu í ströngu við flutning tveggja vinnustaða, Iðjulundar og Plastiðjunnar Bjargs, í nýtt sameiginlegt húsnæði í svonefndu Heklu- húsi á Gleráreyrum, frá vinstri Valgarður Eðvaldsson, Elín H. Gísla- dóttir verkefnisstjóri, Ólöf Leifsdóttir, forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs/Iðjulundar, Jóhannes Baldvinsson og Kristján Gunnþórsson bílstjóri. markað, það sé fólk sem þurfi á vernduðum vinnustað að halda og geti því sinnt þeim störfum sem bjóðast þar og eins séu dæmi um að þeir sem starfað hafa á vernd- aða vinnustaðnum séu í kjölfar starfsþjálfunar færir um að sinna störfum á almennum vinnumark- aði. Þannig muni sameining fyrir- tækjanna geta skapað flæði þar á milli en það hafi ekki verið fyrir hendi áður. Fjölbreytt framleiðsla Hjá Plastiðjunni Bjargi er unnið að framleiðslu raflagnaefna og þar er einnig skiltagerð, þá útbýr starfsfólk eyrnamerki í lömb og er þetta eini staðurinn á landinu þar sem það er gert. Á Iðjulundi er mikið unnið við saumaskap, starfs- fólkið saumar rúmfatnað, klúta og vinnuvettlinga, þar er eini staður- inn á landinu sem býr til mjólkursí- ur auk þess sem fólk býr til þvottaklemmur, kerti og hirðir garða að sumarlagi. „Það leggst vel í okkur að hefja starfsemi hér, í þessu gamalgi'óna iðnaðarhverfi í hjarta bæjarins," sagði Ólöf. Framleiðsluvörurnar eru til sölu í verslun sem verið er að útbúa og er hún opin alla virka daga frá kl. 8 til 16. Um 160 milljónir í gatnagerð og fráveitu FRAMKVÆMDAÁÆTLUN Akur- eyi'arbæjar fyrir árið 1999 hefur ver- ið samþykkt í framkvæmdanefnd bæjai'ins en gert er ráð fyrir að til gatnagerðar og fráveituframkvæmda vei'ði vai'ið 159,2 milljónum ki'óna. Áætlað er að endurbyggja götur í bænum fyrir 13,7 milljónir la’óna, þ.e. við Hólabraut, Kaupvangssfi-æti, Byggðaveg og Skólastíg, en mest fé fer til nýbyggingar gatna, alls 52,2 milljónir ki'óna. Gerðar verða nýjar götu á Eyrarlandsholti þar sem búið er að úthluta nýjum byggingarlóðum og nemui' kostnaður við þær 48 millj- ónum króna. Þá verður í sumar gerð vegtenging úr Borgai'braut og að Há- skólanum á Akm'eyri en kostnaður við það verkefni er 3,7 milljónir króna. Malbikunai-vélar bæjarins verða á ferðinni í sumar en kostnaðm' við mal- bikun gatna í ár er 11,5 milljónir króna. Mest fer í malbikun við Merki- gil, 8,6 milljónir, en minna kostai' að ganga frá Borgarbraut og Lindarsíðu. Gangstéttii' verða lagðar sem og stígar og er heildai'kostnaður við þau verkefni 17 milljónir króna. Gerður verðm' stígur að Háskólanum á Akureyri og hann lagður malbiki, þá verður gangstétt lögð við Krossanes- braut, þó ekki meðfram allri götunni, stígur verður lagður að Minjasafni og þá verður unnið við Aðalstræti aust- an Hafnarstrætis, við Borgarbraut og Kiðagil, Hörjiu- og Hindarlund. í sumai' er áætlað að setja upp umferðarijós við gatnamót Þing- vallastrætis og Skógarlundar og er kostnaðurinn 4,3 milljónir, en 6,1 milljón er ætluð til þess að setja upp svonefnd 30 kílómetra hverfi, útbúa hraðahindranir ásamt fleii-i aðgerð- um. Kostnaður við umferðaröryggis- mál er þannig alls 10,4 milljónir króna. Til ýmissa verkefna er ráð- gert að nota 6 milljónir í ár. Umfangsmiklum fráveitufram- kvæmdum sem staðið hafa yfir í nokkur ár miðar áfram en á þessu ári verður framkvæmt fyrir 48,4 milljón- ir króna. Kostnaður við Dælistöð við Laufásgötu er 35,4 milljónir króna, þrýstilögn eftir Hjalteyrargötu, frá Tryggvabraut að Glerá kostar 6 milljónir en aðrir liðir minna. --------------------- Forgjafarmót FORGJAFARMÓT verður haldið í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 fimmtudagskvöldið 28. janúar og hefst það kl. 20. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Kristján KRISTBJÖRG Magnadóttir forstöðumaður við nokkra muni sem gerðir hafa verið á Punktinum. Handverks- og tómstundamiðstöðin Punkturinn 5 ára Enginn trúði því í upphafi Blaðbera________________________________________ vantar í Dalsgerði - Vallargerði Lönguhlíð - Háhlíð, Akureyri. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, ■ Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461-1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að faera lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagbiaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmiega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. HANDVERKS- og tómstunda- miðstöðin Punkturinn á Akur- eyri átti fimm ára afmæli sl. mánudag. Af því tilefni var opið hús í húsnæði miðstöðvarinnar á Gleráreyrum, þar sem sett hefur verið upp yfírlitssýning um starfsemina. Kristbjörg Magnadóttir, forstöðumaður Punktsins, sagði að það hefði enginn trúað því í upphafí að starfsemin næði 5 ára aldri. Kristbjörg sagði að í upphafi hafí verið tjaldað til þriggja mánaða en starfsemin svo fram- lengd tii 6 mánaða og svo 9 mánaða. Eftir það fór Punktur- inn inn á fjárveitingu hjá Akur- eyrarbæ. Kristbjörg sagði að starfsemin, sem er rekin árið um kring, hafí gengið áfallalítið síðustu þijú ár. Upphaflega sóttu um 30 manns Punktinn en síðustu ár hafa að meðaltali 65 manns sótt þar námskeið ár- lega. „Starfsemin hófst í tómu húsi og hér var aðeins fólk. Hins vegar lögðust allir á eitt og með sameiginlegu átaki margra er starfsemin orðin það sem hún er í dag. Punkturinn er opinn öllum og liingað kemur fólk á öllum aldri, frá 17 ára og upp í áttrætt. Það er full þörf á þess- ari starfsemi og ég er mun sannfærðari um það í dag en í upphafi. Við eigum mikið sam- starf við Menntasmiðju kvenna og hingað koma einnig fatlaðir einstaklingar." Starfsemi Punktsins hefur vakið mikla athygli fólks langt út fyrir Akureyri og hafa marg- ir góðir gestir komið í heim- sókn, ráðherrar, þingmenn og fleiri. Þá var starfsemi af svip- uðum toga sett upp á Flateyri fyrir nokkimm árum og í vik- unni er handverks- og tóm- stundamiðstöð að komast í gagnið á Siglufírði. Punkturinn er opinn alla virka daga frá kl. 9-17 og tvö kvöld í viku. Þar eru fjögur og hálft stöðugildi, sem að mestu tengjast leiðbeinendastarfínu. Kristbjörg sagði að enn þann dag í dag nyti Punkturinn mikillar velvildar og að mörg- um fyndist þeir eiga hlutdeild í starfseminni. Starfsemin er rekin af Akureyrarbæ en einnig liafa borist fjárstyrkir frá ráðuneytum og verkalýðs- félögum, auk þess sem félög, fyrirtæki og einstaklingar hafa lánað tæki til starfsem- innar. Starfsemin hefur byggst upp á fjórum grunnþáttum, vefnaði, smíðum, saumaskap og leirmót- un. Auk þess hafa verið haldin námskeið í ýmsum list- og handverksgreinum og eins og Kristbjörg sagði, er alltaf boðið upp á eitthvað nýtt á hverju ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.