Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 31

Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 31 Iðnmenntastefna óskast NÚ ER hálfnaður kosningavetur eins og við höfum öll orðið áþreif- anlega vör við. Prófkjör sjálfstæð- ismanna á Reykjanesi var mjög áberandi í fjölmiðlum, svokölluð sameining er enn í erfiðri fæðingu á vinstri vængnum, klofningur í kjölfarið á henni og aðrir sem telja sig hafa eitthvað til málanna að leggja vinna að stofnun kosn- ingabandalaga. Eitt af þeim málefnum sem hefur lítið borið á góma í kosningaum- ræðunni eru mennta- málin. Sem sérstakur áhugamaður um iðn- menntun vil ég óska eftir meiri umræðu. Ég vil líka lýsa eftir skoð- unum og stefnu flokka og tilvon- andi frambjóðenda til að hjálpa mér og öðrum iðnnemum til að gera upp hug minn fyrir komandi alþingiskosningar. Klisjan „Efling iðnmenntunar" hefur verið vinsæl þetta síðasta kjörtímabil en lítill af- rakstur sést af góðum hugsjónum og núverandi menntamálaráðherra mætti kalla grunnmenntunarráð- herra ef líta á til framkvæmda þessa kjörtímabils. Uppbygging íslensks iðnaðar hefur verið gríðarleg síðustu ár en stórt hlutverk iðnaðarmanna í batnandi ástandi og aukinni þjóð- arframleiðslu hefur ekki skilað sér til þeirra sem bókstaflega munu byggja landið í framtíðinni, eða þeirra sem eru að læra handverkið. Ofuráheyrsla er enn lögð á há- skólamenntun þó svo að margar háskólastéttir hafi þurft að lifa við mettun vinnumarkaðarins og at- vinnuleysi eftir nám. Menntun iðn- aðarmanna er langt því frá eins hátt skrifuð og margir foreldrar beina unglingum frá iðnnámi nema sem síðasta kosti ef þeim gengur verulega illa í skóla. Pessi sérís- lenski hugsunarháttur er þjóðar- skömm en viðgengst því miður ekki aðeins meðal almennings heldur einnig innan menntakerfísins sjálfs og meðal ráðamanna. Hér eftir koma nokkrir áheyrslupunktar sem ég tel vera mikilvægasta fyrir framtíð iðnnáms og annarrar fram- haldsmenntunar hér á íslandi. Námsráðgjöf í grunnskólum. Það er mikil þörf á því að byggja upp raunverulega námsráðgjöf fyrir síðustu bekki grunnskóla með það að sjónarmiði að beina einstakling- um á markvissari hátt í nám við sitt hæfi. Þetta mundi vísa mun fleirum strax í nám í iðngreinum og öðru starfsnámi, þeir þyrftu þá ekki að velkjast inni í menntaskólakerfinu áður en raunveruleg stefna er tekin að því námi sem hugur stendur til. Ótrúlega stór hluti þeirra sem fara í iðnnám hefur eytt löngum tíma í stefnulaust framhaldsnám og jafn- vel klárað stúdentspróf án nokkurs áhuga á háskólanámi áður en uppgötvunin um raunverulegt áhugasvið og hæfileika er gerð. Iðnnemar á Islandi eru töluvert eldri en iðnnemar í öðrum Evrópulöndum af þessum sökum og er þetta bæði dýrt fyrir menntakerfið og ein- staklingana sem eiga í hlut. Iðnmenntaskólar í fjárlögum. Það er orðið tíma- bært að ráðamenn leið- rétti það fjársvelti sem iðnmenntaskólar hafa lifað við síð- ustu ár. Þetta gerir þeim æ erfiðara fyi-ir frá ári til árs að sinna skyldu sinni í að mennta hæfa iðnaðar- menn. Verkmenntaskólar eru víðs- vegar í algjörlega óviðunandi hús- næði og menntun sem byggist á Menntamál Að mínu mati verður menntun skilyrðislaust að vera í höndum ríkis- ins sem þjóðareign, segir Guðrún Gests- dóttir, og hana má ekki selja hagsmunafélögum og stórfyrirtækjum notkun verkfæra af ýmsu tagi verð- ur aldrei góð ef endurnýjun á tækjakosti skólanna er ekki í sam- ræmi við kröfur vinnumarkaðarins. Settar hafa verið upp nýjar náms- brautir með látum og ný tækni ver- ið sýnd með stolti en á meðan eru grónar deildir því sem næst tækja- lausar eða með tæki sem eru löngu komin úr almennri notkun. Lánasjóður íslenskra námsmanna Lánasjóðurinn verður að láta gera marktæka könnun á fram- færsluþörf einstaklingsins þar sem núverandi framfærslugrunnur er ekki byggður á neinum faglegum upplýsingum. Lögum um lánasjóð íslenskra námsmanna verður að vera framfylgt svo að útreiknuð grunnframfærsla dugi til fram- færslu einstaklingsins en þvingi ekki námsmenn til að vinna fulla vinnu með námi eins og núverandi úthlutunarreglur sjóðsins í mörgum tilfellum gera. Frítekjumark er undir lögboðnum lágmai’kslaunum svo að full vinna í sumarfríi dugir til að skerða námslánin sem þó duga ekki til framfærslu miðað við spar- lega neyslu. Þetta rekur fólk síðan til að vinna með náminu sem skerðir lánsréttinn enn frekar á næstu námsönn og veldur keðjuverkun þar sem námsárangur verður eðli- lega aukaatriði í baráttu við að ná endum saman. Núverandi mennta- málaráðherra virðist hvorki þekkja lögin um Lánasjóðinn né úthlutun- arreglur hans ef dæma má af því sem hann hefur haft um málið að segja á Alþingi og vona ég að næsti ráðherra menntamála kynni sér málið aðeins betur. Annað áheyrslumál sem Iðn- nemasamband íslands hefur beitt sér fyrir innan Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að úthlutunarreglur verði endurskoðaðar svo að iðn- nemi sem tekið hefur námslán meðan á námi stendur geti farið í tækni- eða verkfræðinám eða ann- að áframhaldandi nám á námslán- um eins og reglur um framhaldshá- skólanám gilda fyrir háskólanema í dag. Þetta er ekki hægt eins og út- hlutunarreglur lánasjóðsins eru núna og iðnnemar hafa ekki fengið nám sitt metið til fullrar virðingar. Reynslan er þó sú að iðnmenntun hefur reynst mjög góður grunnur fyrir tækni- og verkfræðinám og hefur þessi námsleið getið af sér framúrskarandi starfsmenn á sínu sviði. Einkavæðingarstefna framboðsflokka. Að frambjóðendur í alþingis- kosningum leggi fram skýrar línur um stefnu í menntamálum í einka- væðingaræðinu sem gengur yfir um þessar mundir. Að mínu mati tel ég að menntun verði skilyrðis- laust að vera í höndum ríkisins sem þjóðareign og hana megi ekki selja hagsmunafélögum og stórfyrir- tækjum. Kostnaður ríkisins við byggingu og rekstur skólanna og síðan menntunina sjálfa er ein dýr- mætasta fjárfestingin sem þjóðin getur lagt fjármagn sitt í og grunn- urinn að vel reknu þjóðfélagi. Að selja hagsmunaaðilum menntakerf- ið í bútum er skammtímalausn í bókhaldi ríkisstjórnarinnar sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir komandi kynslóðir. Við þurf- um að fá að vita hvað þeir fram- bjóðendur ætla sér sem vænta sæt- is í næstu ríkistjórn. Við þurfum skýi-a menntastefnu til framtíðar, ekki bara næstu fjögur árin. Þá getum við sem kjósendur tekið af- stöðu. Höfundur er formaður Iðnnema- sambands íslands og fulltrúi INSI í síjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Guðrún Gestsdóttir STUBBAHUSII -gœti ekki verið einfaldard* s 896-1783 ENN MEIRI VERÐLÆKKUN Cinde^ella Utsalan Hafíð þið séð Lækjarg-ötu 2? UNDANFARNA daga og vikur hafa fjölmiðlar flutt fréttir af nið- urrifi Lækjargötu 2 þar sem áður var Nýja bíó. Sem kunnugt er seldi Reykjavíkurborg verslunarkeðjunni Bónus húsið til niður- rifs og á lóðinni hyggj- ast Bónusmenn reisa nýtt hús. Við höfum fengið ítarlegar fréttir af klippum þeim sem notaðar eru við að búta niður bygginguna og af ýmsu öðru sem snýr að svo vandasömu verki sem niðurrif hússins er. Engar fréttir hef ég þó fengið af því sem meira máli skiptir, það er hvað koma á í stað þess brunna og niður- klippta húss. Upplýst hefur verið að Bónusmenn ætli að hafa verslun í nýja húsinu og er ekkert nema gott um það að segja. það sem mig langar að fá upplýst er hverskonar mynd er fyrirhugað að hafa á hús- inu sem þarna á að rísa. þetta óbyggða hús mun hafa af- gerandi áhrif á götumynd Lækjar- götu langt fram á næstu öld. TJtlit þess mun verða órofa hluti af útliti miðbæjar Reykjavíkur. Þess vegna finnst mér það nokkru skipta að vel takist til við hönnun hússins. Sjónmenntasaga okkar Islend- inga er rýrari en margra annarra þjóða og sennilega er það ástæða þess að við eram ekki mjög meðvit- uð um hönnun og útlit umhverfís okkar. Sem betur fer eigum við þó mikið af fallegum byggingum bæði gömlum og nýjum. En hinu er ekki að leyna að við höfum gert mörg mistök. Sem dæmi um mistök sem mér finnst við hafa gert á þessum miðjubletti bæjarins er hönnun hússins við norðurhlið Lækjar- torgs. I stað þess stóra gi'áa kubbs sem þar stendur (næstu hundrað árin?) hefð- um við átt að bera gæfu til að reisa létt- leikandi og fallega byggingu sem setti glaðlegan svip á mið- bæinn og gæti verið ein af táknmyndum Reykjavíkur. Eg óska hér með eftir því að mér og öðram Reykvíkingum verði kynnt fyrirhug- uð bygging og hvernig hún fellur að götu- mynd Lækjargötu. Raunar finnst mér að það ætti að Borgarskipulag Eg óska hér með eftir þvi, segir Björn Br. Björnsson, að mér og öðrum Reykvíkingum verði kynnt fyrirhuguð bygging. vera regla en ekki undantekning að borgarbúum sé kynnt útlit og hönnun þeirra húsa sem munu setja jafn afgerandi svip á andlit Reykjavíkur næstu öldina og fyi*ir- huguð bygging við Lækjargötu 2. Höfundur er áhugamaður um hönn- un og húsagerðarlist. Björn Br. Björnsson Taktu þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar 30. janúar n.k. og veittu Cubrúnu Ögmundsdóttur brautargengi í 1. eöa 2. sæti Kvennalistans. Stubningsmenn. Fréttir á Netinu vfþmbl.is /\LLTAf= GITTHXSAÐ NÝTl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.