Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ
.42 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999
UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR
I>AÐ hefur stundum
verið sagt að það sem
geri okkur að Islend-
ingum sé einkum
þrennt: Tungan, bók-
■-r menntaarfurinn og
landið. Að þetta séu
þær meginstoðir sem
við byggjum þjóðei-ni
okkar á - þá tilfinn-
ingu að vera Islend-
ingar.
En hver er staða
þessara þátta í nútím-
anum? Hver er sýn
okkar á mikilvægi
þessara meginstoða?
Finnst okkur þær
skipta máli og erum
við tilbúin að verja þær og
styrkja?
Hvað fyrsta þáttinn, tunguna,
„varðar, verður ekki annað sagt en
um það sé full samstaða að efla
hann með ráðum og dáð. Gleðilegt
dæmi um árangur á því sviði er
samningur íslenskra stjórnvalda
við erlenda tölvurisa um að þýða
Windows 98 yfír á íslensku. Því
ber að fagna. Hitt skulum við hafa
í huga að þessi samstaða hefur
ekki alltaf verið íýrir hendi og að
marga orrustuna þurfti að há á
sínum tíma fyrir varðveislu tung-
unnar, einkum á öldinni sem leið.
Hvað bókmenntaarfinn varðar
'ferum við almennt stolt yfír forn-
bókmenntum okkar og
áhugi á nútimabók-
menntum fer vaxandi.
Þar njótum við þess að
hafa átt Laxness og
alla hina höfundana og
við sjáum á hverju ári
koma fram nýja
sprota á þeim akri
sem spennandi verður
að fylgjast með. Bók-
menntageiri íslenskr-
ar menningar er
sterkur og hann hefur
borið hróður lands-
manna víðar um lönd
en margur gerir sér
grein fyrir.
Þegar kemur að
þriðja þættinum, mati okkar á
mikilvægi óspilltrar náttúru, kveð-
ur við nokkuð annan tón og sam-
staðan rofnar. Þar er á ferðinni
mál sem klýfur þjóðina en samein-
ar ekki.
Hér er verk að vinna. Það hlýtur
að vera verkefni stjórnmálamanna
á næstu tíð að standa þannig að
málum að við náum sátt um það
hvernig við viljum umgangast
landið. Vilja Islendingar virkja
fallvötnin okkar í þeim mæli sem
áform eru uppi um? Er það vilji
þjóðarinnar að fórna Eyjabökk-
um? Erum við almennt sátt við það
að höggvið verði nær Þjórsárver-
um? Vorum við spurð þegar hvera-
svæðin við Hágöngur voru sett á
kaf? Finnst okkur akkur í því að
byggja risavirkjun á Austurlandi,
sem auðvitað mun taka sinn toll af
víðerninu þar? - Þannig má áfram
telja.
Munum, að við eigum bara eitt
Island. Vissulega þurfum við að
nýta gögn og gæði landsins en það
er bókstaflega út í bláinn að ríkis-
rekið fyrirtæki með einokun á
orkuöflun og orkusölu skuli hafa
nær algert sjálfdæmi um virkjanir
Vilja Islendingar virkja
fallvötnin okkar í þeim
mæli sem áform eru
uppi um, spyr Valþór
Hlöðversson. Er það
vilji þjóðarinnar að
fórna Eyjabökkum?
fallvatna íslenskrar náttúru án
þess að þing eða þjóð fái þar að
hafa nægjanleg áhrif.
Gullgrafarasjónarmið mega ekki
ráða í þessum efnum. Látum nátt-
úruna njóta vafans ef við teljum að
áform um virkjanir spilli hinni við-
kvæmu íslensku náttúru. Setjum
lög sem tryggja að þjóðin fái að
segja sitt álit á áformum þeirra
sem sitja í iðnaðarráðuneytinu á
hverjum tíma áður en fram-
kvæmdir hefjast. Leggjum nýtt
verðmætamat til grundvallar þeg-
ar arðsemin er reiknuð út - ekki
aðeins krónur og aura heldur
einnig hina óspilltu náttúru, eina
af þremur ástæðum þess að við
viljum vera Islendingar.
Svo einfalt er málið.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
tekur þátt í prófkjöri Samfylkingar
í Reykjaneskjördæmi.
Við ei £iim
aðeins
eitt land
- Valþór
Hlöðversson
Ferskleiki
og kraftur
PRÓFKJÖR Sam-
fylkingarinnar í
Reykjavík fer fram á
laugardaginn. Allir
Reykvíkingar sem
verða orðnir 18 ára
þann 8. maí geta tekið
þátt í prófkjörinu og
valið framboðslista
Samfylkingarinnar.
Þetta er eini listinn sem
öllum Reykvíkingum á
kosningaaldri gefst
kostur á að velja og
hafa áhrif á. Prófkjörið
gefur tóninn um þau
lýðræðislegu vinnu-
brögð sem hin nýja
hreyfíng mun hafa í
þriðja sæti í hólfi
Alþýðubandalagsins,
segir Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, því það
er sannfæring mín að
ungt fólk eigi að taka
þátt í stjórnmálum.
heiðri. Þar sem fólkið velur fram-
bjóðendurna.
Afl nýrrar kynslóðar
Það skiptir máli hverjir veljast til
forystu og við þurfum að stilla upp
sigurstranglegum lista sem endur-
speglar þann breiða hóp sem stend-
ur að baki Samfylking-
unni.
Ég gef kost á mér í
þriðja sæti í hólfi Al-
þýðubandalagsins því
það er sannfæring mín
að ungt fólk eigi að taka
þátt í stjórnmálum. Al-
þingi á að endurspegla
þjóðina, en í dag er
enginn þingmaður und-
ir þrítugu sem aftur
birtist í skilnings- og
þekkingarleysi á mál-
efnum nýrrar kynslóð-
ar. Sífellt er þrengt að
menntakerfinu og einu
lausnh stjórnvalda eru
hugmyndh um skóla-
gjöld sem einungis
auka á misréttið í samfélaginu. Bylt-
ing í menntamálum landsmanna er
eitt af meginmálum Samfylkingar-
innar enda hafa hagfræðingar bent á
að hver króna, sem varið er til
menntunar, skiiar sér fimmfalt til
baka inn í þjóðarbúið.
Það er samfylkt til sigurs í kosn-
ingunum í vor. Fyrir höndum er
sögulegt tækifæri til að sigra íhalds-
flokkana tvo. Markmiðin eru skýr og
kostimir ljósari en nokkni sinni fyrr.
Réttlæti og jöfnuður eru leiðarljós
Samfylkingai-innar sem mun hafa
hugrekki til að gera breytingar í ýms-
um mikilvægum málaflokkum. s.s.
umhverfísmálum og auðlindamálum.
Það er þörí' á ferskleika og krafti til
að leiða hugsjónii- félagshyggjunnar
til öndvegis í íslenskum stjórnmálum.
Tækifærið er til staðar. Nýtum það.
Höfundur er þátttakandi i prófkjöri
Samfylkingarinnar íReykjavík.
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
Ég gef kost
Atak í jafnréttis- og
kvenfrelsismálum
í GREIN í Morg-
unblaðinu 21. janúar
benti ég á að líklega
muni draumurinn um
jafnrétti í lýðræðis-
þróuninni í Austur-
Evrópu og Suður-Af-
ríku seint ná til
kvenna. Yfirvöld þar
hafi ekki fremur en
ríkisstjórn íslands
haft þann pólitíska
vilja sem þarf til.
Jafnréttismál
á Alþingi
Sem þingkona
Kvennalistans hef ég
lagt áherslu á jafn-
réttis- og kvenfrelsismál á Al-
þingi, sem endurspeglast m.a. í
eftirtöldum þingmálum: Frum-
varpi um tólf mánaða fæðingaror-
lof á fullum launum. Þar af geti
feður tekið allt að sex mánuði.
Þannig stæðu foreldrar mun jafn-
ar að vígi bæði sem foreldrar og á
vinnumarkaði.
Frumvarpi og þingsályktunar-
tillögu um bann við kynferðislegri
áreitni. Samþykkt þein'a hefði þau
áhrif að fyrirtæki og stofnanir
yrðu að taka skipulega á slíkum
málum. Þótt umræðan hafí þótt
ögrandi á Alþingi hafa margir að-
ilar þegar brugðist vel við, bæði
>fyrirtæki, stofnanir og verkalýðs-
félög.
Tillögu um jafnréttisfræðslu
fyrir æðstu ráðamenn. Þetta er
ódýr en einföld leið til að tryggja
að æðstu ráðamenn hafí þá þekk-
ingu á jafnréttismálum sem nauð-
synleg er til að stuðla að jafnrétti
kynjanna í viðkomandi stofnun.
*Tillögu um endurskoðun laga til
að taka upp breytt
starfsheiti fyrir ráð-
herra. Hefði mikil
táknræn áhrif, því
konur geta ekki verið
herrar þótt þær séu
menn. Hugsanlega
skilja karlar þetta
ekki fyrr en þeim yrði
boðið upp á starfstitil-
inn „herra ráðfrú",
samanber „frú ráð-
herra“. „Ríkisráð" eða
„aðalritari“ eða eitt-
hvað frumlegra gæti
komið í staðinn. Nú er
lag til slíkra breytinga
því breytingar á
stjómarskrá era yfír-
vofandi.
Að auki hef ég flutt tillögu um
foreldrafræðslu og fjölmargar fyr-
Verkefni Samfylkingar-
innar, segir Guðný
Guðbjörnsdóttir, á
sviði jafnréttismála
eru ærin og brýn.
irspurnir um framkvæmd jafn-
réttislaga, um aðgerðir til að jafna
launamun kynjanna og um fram-
kvæmdaáætlanir í jafnréttismál-
um. Loks má líta á tillögu mína
um að festa í stjórnarskrá að
nytjastofnarnir í hafínu séu sam-
eign íslensku þjóðarinnar sem
mikið jafnréttismál.
Samfylkingin
og jafnréttismálin
Grundvallarskilyrði fyrir þátt-
töku Kvennalistans í Samfylking-
unni var að málefnaskráin bæri
þess merki að hugsjónir okkar um
kvenfrelsi og jafnrétti væru í
heiðri hafðar. Sjálf hef ég tekið
þátt í málefnavinnu Samfylking-
arinnar á öllum vinnslustigum og
fullyrði að þar skipa jafnréttis-
málin háan sess. Langmikilvæg-
asta jafnréttisaðgerðin er að upp-
ræta launamun kynjanna, enda er
það rækilega undirstrikað í
stefnuskránni og nokkrar leiðir til
þess. Samþætta á jafnréttismálin
inn í alla málaflokka og þau eiga
að fá afgerandi stöðu innan
Stjórnarráðsins, m.a. með sér-
stakri jafnréttisstofnun sem hefði
svipuð völd og Samkeppnisstofn-
un. Þá á jafnréttismat að fylgja
samþykktum Alþingis og hvorki
kynferði né hjúskaparstaða á að
hafa áhrif á möguleika fólks í
þjóðfélaginu. Átak á að gera í að
uppræta heimilisofbeldi og af-
nema á þá mismunun sem er á
mannréttindum samkynhneigðra
og annarra. Stefnt er að tólf mán-
aða fæðingarorlofí á fullum laun-
um, sem foreldrar geta skipt með
sér. I þeim tilgangi verði stofnað-
ur fæðingarorlofssjóður. Síðast en
ekki síst á að festa í stjórnarskrá
að nytjastofnar séu sameign þjóð-
arinnar.
Þessi vei'kefni hafna á öðru far-
rými eins og víða er reyndin ef
femínistar og jafnréttissinnar eru
ekki við völd. Eg bið um stuðning
til að fylgja eftir þessum mikil-
vægu málum inn í nýja öld.
Höfundur er alþingismaður og
sækist eftir 1. sæti Kvennalistans
í prófkjöri Samfylkingarinnar
í Keykjavik.
Guðný
Guðbjömsdóttir
Erfíð fæðing’ -
en fínn krakki!
ÞAÐ eru ekki ýkjur
þegar talað er um erf-
iða fæðingu hjá Sam-
fylkingunni í Reykja-
vík. Flokkar hafa
klofnað í herðar niður,
kvarnast hefur úr
þingflokkum og nýjar
hreyfingar orðið til.
En þannig er nú einu
sinni hið pólitíska um-
rót - hin pólitíska
hreyfing. En þrátt fyr-
ir allt þetta þá eru erf-
iðleikarnir að baki og
Samfylkingin að verða
að veruleika með því
prófkjöri sem nú fer
fram hinn 30. janúar
nk. Barnið er fætt og nú þurfa allir
að standa saman um að koma því
til manns.
Ég er ein af þeim sem komið
hafa að málum Samfylkingarinnar,
Ekki er hægt að tala
um Samfylkinguna,
segir Guðrún
Ögmundsdóttir, án
þess að Kvennalistinn
komi þar við sögu.
en upphafíð má rekja til Reykja-
víkurlistans, sem var fyrsta vís-
bending um það sem koma skyldi.
Reykjavíkurlistinn hafði og hefur
enn mun breiðari skírskotun en
Samfylkingin vegna þátttöku
Framsóknarflokkins í Reykjavík-
urlistanum, og hefur allt það sam-
starf verið mjög farsælt.
En ekki er hægt að tala um
Samfylkinguna án
þess að Kvennalistinn
komi þar við sögu, og
með hugmyndafræði
og vinnubrögð
Kvennalistans í
farteskinu sjáum við
fram á sterkar áhersl-
ur í kvenna- og fjöl-
skyldumálum og ný
vinnubrögð í Samfylk-
ingu framtíðarinnar.
Ég hef alltaf litið
svo á að með því að
taka þátt í pólitík sé-
um við að vinna fyrir
fólkið í landinu og
jafnframt að vera
málsvari þeirra sem
minna mega sín í samfélaginu.
Mikilvægt er að koma af stað um-
ræðum og breytingum á samfé-
laginu í þeirra þágu. Reynsla sú
sem ég hef þegar öðlast með því
að vera borgarfulltrúi í Reykjavík
í sex ár og þar af formaður fé-
lagsmálaráðs Reykjavíkur á síð-
asta kjörtímabili er þess éðlis að
hún getur nýst í landsmálapóli-
tíkinni.
Það er ekki síst málefnanna
vegna að ég tek þátt í Samfylking-
unni nú og gef kost á mér í próf-
kjörinu sem fram fer 30. janúar
nk. Þar gef ég kost á mér í 1. og_2.
sæti fyrir hönd Kvennalistans. Ég
skora á alla þá sem styðja Sam-
fylkinguna að taka þátt í prófkjör-
inu og gefa Kvennalistanum at-
kvæði sitt, því án hans er engin
Samfylking og því mikilvægt að
við komum stérkar út úr prófkjör-
inu.
Höfundur er fólagsraðgjafi og er
þátttakandi íprófkjöri Samfylking-
arinnar og gefur kost á sér í l.og 2.
sæti Kvcnnalistans.
Guðrún
Ögmundsdóttir