Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 49

Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 49 ‘V* Veljum Magn- ús Ingólfsson Kristján Jóhann Jónsson skrifar: Það er mikill fengur að því fyrir samfylkingu vinstri manna að Magnús Ingólfsson skuli gefa kost á sér í prófkjöri. Það skiptir jafnframt meginmáli að Al- þýðubandalagið skuli nú reka af sér slyðruorðið og bjóða fram óþreytt fólk innan samfylkingar. Magnús býr yfir ómældri þekkingu og reynsíu í skólamálum. Hann hefur kennt árum saman, starfað sem trúnaðarmaður og er þaulkunnugur kjaramálum kennara. Skólamál eru eitt stærsta hags- munamál samfélagsins. Þau eru að vísu langtímamál ef svo mætti segja, krefjast þrautseigju og upp- byggingar, og hafa oft orðið að gjalda þess. Stjórnmálamenn hafa legið á því lúalaginu í skólamálum að lofa öllu fögru en síðan hafa for- eldrar og kennarar mátt leita eftir efndunum eins og saumnál í hey- stakki. Magnúsi Ingólfsyni er treystandi til þess að láta ekki sitja við orðin tóm þegar skólamál eru annars vegar. Eflum vinstri hliðina, kjósum Árna Þór Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur, skrifar: Ef samfylkingin á að ná raunveru- legum árangri í kosningunum í vor verður vinstri hlið hennar að vera sterk. Til að tryggja það þarf Alþýðubandalagið að leiða lista sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Þess vegna þurfum við, sem viljum að samfylkingin nái til sem flestra, að taka sérstaklega á í prófkjörinu 30. janúar til að tryggja að talsmenn eindreginnar vinstri stefnu verði þar í forystuhlutverk- um. Til að efla vinstri hlið samfylking- arinnar þarf ekki síður að kjósa trausta liðsmenn Alþýðubandalags- ins til forystu. Þessa vegna styð ég Árna Þór Sigurðsson og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Leiðin til að tryggja raunverulega breidd samfylkingarinnai- og efla rödd trú- verðugrar vinstri stefnu innan hennar er að efla Árna Þór til for- ystu og tryggja honum fyrsta sætið í Reykjavík. Vilhjálmur er okkar maður Harpa Hrönn Frankelsdóttir, stjórnarmaður í Drífandi, félagi ungs Alþýðubandalagsfóiks í Rvk. og KR-ingur, skrifar: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gefur kost á sér í 3. sæti fyrir Alþýðubanda- lag í prófkjöri Samfylkingarinn- ar. Vilhjálmur er tvímælalaust fram- bærilegasta þing- mannsefnið úr röð- um Verðandi, ung- liðahreyfingar Alþýðubandalagsins. Vinnubrögð Vilhjálms einkennast af fádæma dugnaði og dirfsku. Hann brýtur upp hefðbundna flokkshugs- un og lætur ekki draga sig í gamlar skotgrafir, heldur fylgir sinni sann- færingu er lýtur að því hvernig hag borgaranna sé best fyrir komið. Eg tel nauðsynlegt að ungt fólk gegni þingstörfum og beri með sér ferska strauma nýrrar kynslóðar sem krefst breytinga í þjóðfélaginu. Nýrrar hugsunai- er þörf þar sem huga þarf betur að kjörum og starfsumhverfi ungs fólks, þannig Harpa Hrönn Frankelsdóttir að við vöknum ekki upp við vondan draum þar sem helstu vaxtarbrodd- ar þjóðfélagsins hafa flust nauða- flutningum á erlenda grund. Reykvíkingar, stöndum saman allir sem einn. Stuðlum að kjöri Vil- hjálms á þing - þótt hann sé Þrótt- ari! ►Meira á Netinu Guðnýju í forystu Helga Sigrún Sigurjónsdóttir, Sæviðarsundi 84, Reykjavík, skrifar: Guðný Guð- björnsdóttir á brýnt erindi á þingi. Verði fæð- ingarorlofsfrum- varp hennar að lög- um ryður það úr vegi einni stærstu hindruninni fyrir Heiga Sigrún jafnri stöðu kynj- Sigurjónsdóttir ^ Fmmvarpið gerir ráð fyrir 12 mánaða fæðingar- orlofi, sem foreldrar geta skipt jafnt með sér á fullum launum. Stofnaður verður fæðingarorlofssjóður sem allir atvinnurekendur greiða jafnt í, þannig að byrðarnar deilast á alla. Þannig er tryggður réttur feðra til samveru með bömum sínum, réttui- barna til tengslamyndunar við báða foreldra og með jafnari ábyrgð mun staða kvenna gjörbreytast á vinnu- markaði. Guðný þarf að fylgja þessu máli eftir ásamt öllum hinum góðu málunum sínum. Ég skora á þig að veita henni brautargengi með því að taka þátt í prófkjöri Samfylkingar- innar, setja x við Kvennalistann og 1 við Guðnýju. Áfram, Vilhjálmur Hilmar Þór Guðmundsson, Ijósmyndari, skrifar: Alllengi hefur ungt fólk beðið eft- ir tækifæri til þess að koma talsmanni sínum að. Það er því gleðiefni að sjá nafn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar á lista samfylkingar. Á alþingi ætti að vera þverskurður þjóðarinnar. Hugsjónir og lífssýn okkar fær talsmann með Villa enda hefur hann raunhæfan möguleika á að komast á alþingi okkar Islend- inga. Með því að setja Villa í 3. sæti G hólfs samfylkingar eigum við ungt fólk okkar talsmann. Mætum öll í prófkjörið. Nýja strauma á Alþing Atli Bergmann, Álakvísl 38, Reykjavík, skrifar: Heimir Már Pét- ursson hefur heitið því að berjast fyrir félagslegu réttlæti og leggur áherslu á jöfn tækifæri til menntunar. Menn- ingarlífíð mun án efa einnig eignast öflugan liðsmann í ljóðskáldinu og textahöfundinum Heimi Má Péturs- syni. Hann er fulltrúi ungu kynslóð- arinnar og ekki síst þess vegna er nauðsynlegt að honum verði tryggt öruggt sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar á laugardag. Þetta er sú kynslóð sem er að breyta stjórn- málalífinu á Islandi, kynslóðin sem þorir að tala hreint út um hlutina og gerir kröfu um heiðarlega og mál- efnalega pólitík. Heimir Már er maður sem þorir. Atlí Bergmann Styðjum Huldu Ólafsdóttur! Hildigunnur Bjarnadóttir félagsráðgjafi skrifar: Þegar kjósa skal fólk til starfa á Al- þingi viljum við fólk sem við treyst- um og sem lætur sig velferð almenn- ings varða. Við vilj- um fólk sem tekur sjálfstæða og Hiidignnnur ábyrga afstöðu til Bjarnadóttir mála_ ójafs. dóttir, sem tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, er sú kona sem Reykvíkingar ættu að sameinast um og kjósa á þing. Hulda hefur alla þá kosti sem prýða þarf góðan þingmann. Hún er rétt- sýn, ákveðin og fylgin sér. Hún hef- ur góða þekkingu á heilbrigðis-, mennta- og atvinnumálum. Hulda hefur látið sig varða vinnuumhverfi hinna ýmsu starfsstétta. Hún hefur í gegnum atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar unnið að því að auka tækifæri kvenna á vinnumark- aði. Hulda hefur verið í framvarða- sveit Kvennalistans frá upphafi. Nú er mikilvægt að við tryggjum Huldu öruggt sæti á lista Samfylkingar- innar. Bíðið ekki lengur Helgi Guðmundsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, skrifar: Fylgjendur Al- þýðubandalagsins í borginni verða að fjölmenna í próf- kjörið, ella blasir sú hætta við að Samfylkingin rísi ekki undir nafni, verði lítið annað en Alþýðuflokkui'inn, með nýjum liðs- mönnum. Stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins eiga líka kost á fram- úrskarandi manni í 1. sætið, þar sem Árni Þór Sigurðsson, aðstoðar- maður borgarstjóra, er. Ég kynntist honum árið 1991. Hann sagði þá lausri tryggri stöðu sinni í sam- gönguráðuneytinu og gekk til liðs við okkur, sem þá rérum lífróður til bjargar Þjóðviljanum. Hann reynd- ist dugandi blaðamaður og stjórn- andi. Árni Þór Sigurðsson hefur margra ára reynslu af að vinna á samfylkingargrundvelli, þar sem fjórir flokkar mynda R-listann. Slík reynsla er afar dýrmæt þeim sem takast á hendur það hlutverk að leiða Samfylkinguna í alþingiskosn- ingunum í vor. Bryndís er framtiðar- leiðtogi Vilhjálmur Þorsteinsson, Einarsnesi 8, skrifar: í prófkjöri Sam- fylkingarinnar 30. janúar verður at- kvæðaseðillinn „hólfaður", þannig að kjósandi velur fyrst flokk og síðan fjóra frambjóðend- ur á vegum þess flokks. Því miður er með þessari að- ferð erfitt að raða saman „óskalist- anum“. Ef ég mætti velja „óska- lista“ óháð flokkshólfum setti ég Bryndísi Hlöðversdóttur alþingis- mann í fyrsta sæti. Bryndís er fyrst og fremst nútímalegur lýðræðis- jafnaðarmaður, bráðskörp, dugleg og fylgin sér. Hún hefur hinn hár- VUbjálmur Þorsteinsson Helgi Guðmundsson fína og nauðsynlega skilning á jafn- væginu milli markmiða okkar um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þetta jafnvægi greinir gegnheilan jafnað- armann frá hvoru tveggja: tals- mönnum hugsjónalausrar henti- stefnu og boðberum ábyrgðarleysis og óraunsæis. Bryndísi treysti ég manna best sem framtíðarleiðtoga í hreyfingu íslenskra jafnaðarmanna. Heimi Má í 2. sæti Harpa H. Frankelsdóttir í stjórn Drífanda, félags ungs Alþýðubanda- lagsfólks í Reykjavfk, skrifar: Einn af vænlegri kostum í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjavík er Heimir Már Pét- ursson, en hann hefur á seinustu ár- um unnið ötullega að sameiningu fé- rZLldóuir lagshyggjuaflanna sem íramkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins. Samein- ing vinstri manna hefur lengi verið hugleikin Heimi og var hann einn af frumkvöðlum að stofnun Röskvu í Háskólanum. Upplýsingaskylda við almenning og aðhald með stjórnvöldum hafa leikið stórt hlutverk í lífi Heimis Más sem fulltrúa „fjórða valdsins". Fréttamennskan hefur einnig gefið honum víðfeðma þekkingu á lands- málapólitík sem ásamt reynslunni sem framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins er ómetanleg undir- staða þingstarfa. Heimir er traust- ur og skeleggur málsvari jafnaðar- manna; maður sem ver hagsmuni þína gegn sérhagsmunahyggju íhaldsins. Veljum heilsteyptan og heiðarlegan mann til hagsmuna- gæslu. Veljum Heimi Má í prófkjör- inu. Öryrkjar - Kjósum Arnór Jóhannes Þór Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, skrifar: Ef þú nýtir ekki kosningarétt þinn þá gerir einhver annar það? Þetta er sýnt í sjónvarp- inu sem áminning til kvenna um að nýta kosningarétt sinn, en ég vil einnig beina þessu til öryrkja og minna þá á að nú er tækifærið. Arnór Pétursson slasaðist í bílslysi 13.1. 1971 og hefur síðan verið bundinn við hjólastól. Hann hefur starfað sem fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins frá því í júlí 1974. Amór hefur unnið að fé- lagsmálum fatlaðra í mörg ár og verið þai- í trúnaðarstörfum. Ég skora á öryrkja og aðstand- endur þeirra að standa saman og kjósa Arnór Pétursson í prófkjöri Samfylkingarinnar og tryggja þannig að fulltrúi sem kemur úr þeirra eigin röðum verði á Alþingi því hver er betur til þess fallinn en sá sem þekkir málefnið af eigin raun? Jóhannes Þór Guðbjartsson Þórunn til forystu! Aagot Árnadóttir, Dalatanga 16, Mosfellsbæ, skrifar: PRÓFKJÖR ________ Samfylkingar í Reykjanesi verður 5. og 6. febr. Að- dragandinn var strangur, en nú er unnið ötullega að því að mynda sterkan lista. í forystusveit Kvennalistans á Reykjanesi er Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, stjórnmálafræðingur, sem stefnir á 3.-4. sæti. Þessi unga kona hefur sérstöðu hvað varðar mennt- un og fjölbreytta starfsreynslu heima og erlendis. Hún er þraut- reynd í félagsmálum, var t.d. fyrsti formaður Röskvu og hefur gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Kvennalistann. Þórunn hefur unnið með fólki úr ýmsum geirum stjórnmála og er gædd þeirri bjartsýni og kjarki sem til þarf í starfinu framundan. Hún er glæsilegur fulltrúi ungu kynslóð- arinnar, ekki síst ungra kvenna, sem stefna að jafnrétti kynjanna og bættum hag landsmanna. Samfylk- ingarfólk - tryggjum Þórunni góða kosningu! Aagot Árnadóttir Tryggjum Alþýðubanda laginu öruggan hlut Sigþrúður Gunnarsdóttir Sigþrúður Gunnarsdóttir, formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalags- félaganna íReykjavík, skrifar: I prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík 30. janú- ar veljum við ein-^i staklinga til for- ystu í hinu nýja afli. Um leið má hafa áhrif á stefnu framboðsins með því að styðja einn af flokkunum sem að því standa, sem ræður því hve marga fulltrúa í forystusveitinni hann fær. Fyrir fjölmarga kjósendur Al- þýðubandalagsins til margi-a ára skiptir verulegu máli hvemig út- komu flokkurinn fær í prófkjörinu, og kann að ráða því hvort þeir styðja Samfylkinguna í vor eða ekki. Því er mikilvægt að sem flestir kjósi í hólfi Alþýðubandalagsins og tryggi þannig að rödd róttækrar fé- lagshyggju og jafnaðar heyrist vel í nýju hreyfingunni. Það skiptir máli þegar að kosningum kemur í vor. PCI lím og fuguefi 1 —| 1 íi L >. k 1 JE L JjL Stórböfða 17, við GuUinbr sími 567 4844 6, HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 VETRARTILBOÐ NÝTT HÓTEL Á BESTA STAÐ I MIÐBORGINNI VerðJrd kr. 2.700 d mann i 2ju manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifolið. Frir dryhkur d veitingahúsinu Vegamótum. Sími 511 6060, fax 511 6070 www.eyjar.is/skjaldbreid mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.