Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 59 BREF TIL BLAÐSINS Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur: NÚ ÞEGAR jólahátíðin og áramót- in eru liðin hjá og slökkt hefur ver- ið á jólaljósunum er ansi dimmt. Það er einnig mjög dimmt í hug- skoti margra nú þegar jólastressið er liðið hjá og spennufall verður. Hátíð ljóss og kærleika hefur fyrir löngu misst marks og drukknað í efnahagshyggju og auglýsingaflóði. Margir freistast þá til að draga upp greiðslukortin sín og kaupa það sem hugurinn girnist, hrökkva svo við þegar 14. jólasveinninn kemur, hann Kortaklippir, þá er engin mis- kunn. Það er svo miklu betra að staðgreiða það sem þarf til jólanna og geta sofið rótt. Fólk vinnur myrki-anna á milli oft vegna fá- tæktar, en líka oft til að geta eign- ast fallegu hlutina. Börnin verða að hugsa um sig sjálf þegar þau koma heim úr skólanum. Ég man aðra tíma, þegar konan var heima og hugsaði um heimilið og börnin af mikilli prýði. Það ilm- aði allt af hreinlæti, ilmurinn af ný- bökuðu brauði, sem mætti börnun- um þegar þau komu heim úr skól- anum, var lokkandi. Þá var ekki sjónvarp og fólk heimsótti hvert annað og félagsleg tengsl voru sterk. Þegar gesti bar að garði var settur fínn dúkur á borð í fínu stássstofunni þar sem voru falleg húsgögn, útskorin borð, blóm og út- saumaðar myndir og jafnvel stólar saumaðir út með fallegu blóma- munstri. Heklaðir dúkar voru á stólörmum og bar allt vott um að þar bjó fólk sem hafði tíma fyrir heimili sitt. Fallegir postulínsboll- arnir voru lagðir á borð og nýbak- aðar kleinur og fleira góðgæti. Svo sat fólk og spjallaði glaðlega sam- an. Þegar húsbóndinn kom heim, tók konan hans á móti honum bros- andi með fallegu svuntuna sína og smellti kossi á kinn hans. Þótt mað- urinn væri þreyttur, var það að koma heim og fá svona góðar mót- tökur og setjast að matarborðinu til þess að þreytan hvarf fljótt. Enda voru hjónaskilnaðir fátíðir þá. En tímarnir breytast og menn- irnir með, konurnar hentu svuntun- um og hlupu út á vinnumarkaðinn og fengu oftast lítil laun fyrir erfiða Kirkjan er öllum opin Frá Ragnari Schram: LAUGARDAGINN 23. janúar sl. birtist frétt í Morgunblaðinu á bls. 10 undir fyrirsögninni: „Kirkjan opni dyr sínar fyrir samkynhneigð- um“. Þar er að finna nokkur atriði sem ég vil gera athugasemdir við. Héraðsprestur Kjalnesinga held- ur þar fram að kirkjan útiloki sam- kynhneigða frá náð Guðs. Þetta er rangt, það vita allir sem sækja kirkju. Hið rétt er að kirkjan hefur ekki séð sér fært að leggja blessun sína yfir samkynhneigt líferni. Sami prestur segir réttilega að trúin réttlæti okkur fyrir Guði, en baetir við: „ekki það sem við gerum eða gerum ekki.“ - Er þá nóg að trúa á Guð og gera það sem okkur sýnist? Nei, trúin er ónýt án verkanna sbr. Jakobsbréf 2:20. Verk okkar skipta máli og við berum ábyrgð á þeim. I fréttinni er einnig haft eftir blaðamanni nokkrum (sem vitnar í siðfræðiprófessor) að „kærleiks- boðskapur Jesú Krists væri æðri þeim siðaboðskap sem fram kemur í bréfum Páls postula." - Kærleiks- boðskapur Jesú Krists er öllum mönnum mikilvægur, en hann lagði aldrei blessun sína yfir eitthvað sem Páll postuli segir vera synd. Því er ekki um ósamræmi að ræða milli þeirra heiðursmanna. Þar sem málefni kirkju og sam- kynhneigðra er viðkvæmt mál ætti fólk, óháð skoðunum, að halda sig við staðreyndir þegar það lýsir skoðunum sínum opinberlega. , RAGNAR SCHRAM, Alftamýri 38, Reykjavík. Konan með svuntuna vinnu. Börnunum var komið fyrir og leikskólar spruttu upp eins og gorkúlur, og nú þarf hámenntaða leikskólakennara til að hugsa um þau. Samt sé ég engan mun á börn- unum og hvað skyldi allt þetta kosta samfélagið? I von um starfs- frama fara konurnar útá vinnu- markaðinn til að ná athygli og losna undan „oki“, til þess eins að vera stjórnað í flestum tilfellum af karl- mönnum, þar sem þær eru settar fyrir framan kaldan tölvuskjáinn. Það er talað um nútíma ofurkonuna sem á að vinna úti allan daginn, vera vel klædd, snyrt og sexí. Svo á hún að sinna heimili og börnum í hjáverkum, oft ein. En það er ekk- ert sexí við konuna sem stendur í húsverkum á kvöldin, náfól, dauð- þreytt og phTuð með vöðvabólgu í herðum og sára bólgna fætur, dap- urt augnaráð og öskrar á börnin sín. Húsbóndinn hímir sem hrúgald í svarta leðurstólnum fyrir framan sjónvai-pið, svekktur og illa rakaður innan um popp, leifar af örbylgju- fæði sem flæðir yfir stofuborðið, ef hann er þá ekki farinn. Um helgar læðist hann út á barina í leit að skjótfengnum kynnum sér til hug- arléttis. Það ríkir upplausn og and- leg fátækt í öllu framabröltinu og allsnægtakapphlaupinu. Við gleymum því miður að rækta andlega garðinn okkar nú til dags og oft eru andlegar þarfir barnanna vanræktar. Hvaða gagn er að allri þessari menntun sem þau fá ef þetta gleymist. Tíminn líður hratt og allt í einu eru börnin orðin full- orðin, þá hi'ökkva margir foreldrar illa við og segja „guð minn góður, ég kynntist aldrei börnunum mín- um, mátti aldrei vera að því.“ Kona ein hringdi til mín og sagði að þetta væri eins og í biðsal dauðans síðan hún missti heilsuna og varð öryrki. Enginn mætti lengur vera að því að tala við hana. Hún leigði félagslegt húsnæði og væri skömmtuð svo þunn rönd af þjóðarkökunni að jafnvel þessi biðsalur dauðans væri of dýr fyrir sig. Hún sagði að hún væri betur komin bak við lás og slá, þar sem hún fengi frítt húsnæði og eitthvað í sinn tóma maga, þá gæti hún kannski talað stundum við ein- hvern og raulað rimlarokk á kvöld- in. Þessi vesalings kona sem situr með sultardropa í nefi í sínum öm- urlegu forlögum, vegna þess að hún vogaði sér að missa heilsuna, er ekki ein um þetta. Það er eitthvað mikið að í samfélagi þar sem veikt fólk er verr komið en í fangelsi. Ég sagði ungri stúlku frá því hvernig var í fortíðinni. Hún sat lengi hugsi og horfði útum glugg- ann, svo stóð hún upp og brosti. „Ég ætla að verða eins og konan með svuntuna þegar ég gifti mig og eignast börn. Það var svo ósköp tómlegt þegar ég kom heim úr skól- anum þegar ég var lítil stúlka.“ Svo kvaddi hún og gekk út í strauma lífsins. Nútímakonan er hetja dags- ins í dag en kröfumar eru of mikl- ar. Konan sem missti heilsuna hefði ekki setið ein og illa haldin hér áð- ur. Hún hefði verið heima hjá sínu fólki. Það yljar manni um hjarta- rætm'nar að minnast fortíðarkon- unnar sem lifði íyrir heimili sitt, fjölskyldu og vini. Það hefur alltaf lítið verið talað um hana, en við sem munum eftir henni og urðum vitni að góðmennsku hennar og kærieik, höldum merki hennar hátt á loft. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, Hraunbæ 38, Reykjavík. Ókeypis lögfræóiaðstoð íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00 Orator, félag laganema afsláttur af nokkrum tegundum frá eftirtöldum vörumerkjum f BRVm MAGLI cal^: Klein D I S A N D R O . h u e a n Marc O’Polo pierre cardin Aðeins í þrjá daga fimmtud., föstud. og laugard. Ný hugsun! - Nýtt afl! STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN, Kringlunni 8-12 - Reykjawfk - Sími 568 9212 AKARL frá Óskari í Hnífsdal Allur harðfiskur sem við seljum er hjallaþurrkaður Fiskbúðin Höfðabakka 1 v/Gullinbrú, sími 587 5070. - Heimili fiskanna -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.