Morgunblaðið - 11.02.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 11.02.1999, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrrum forkólfar sjávarútvegsfyrirtækis ákærðir fyrir að tilgreina ranglega uppruna sjávarafurða Dulbjuggu Rússa- físk og seldu út EMBÆTTI Ríkislögreglustjóra hefur höfðað mál á hendur fyrrver- andi framkvæmdastjóra, fjármála- stjóra og markaðsstjóra Fiskiðju Sauðárkróks hf. fyrir að hafa til- greint ranglega uppruna sjávaraf- urða sem þeir íluttu til Bretlands. Þeir sögðu Rússafisk vera íslenskan og losnuðu þannig við að greiða um 98 þúsund pund, eða ríflega 10 milljónir króna, í aðflutningsgjöld, í samræmi við þau fríðindi sem EES- samningurínn ti’yggir íslenskum vörum á Evrópska efnahagssvæð- inu. Útflutningurinn er talinn vera brot á tollalögum og ákvæðum al- mennra hegningarlaga sem varða rangfærslur á opinberam skjölum. Mennimir eru ákærðir íyrir að hafa sarnmælst um að tilgreina ranglega ísland sem upprunaland í útflutningsskýrslum fyrir fískafurð- ir og á umsóknum um svo kallað EUR 1. flutningsskírteini, sem vott- ar að um íslenskar afurðir sé að ræða og þær megi njóta tollameð- ferðar á Evrópska efnhagssvæðinu samkvæmt gildandi reglu. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa gefið ranga yfirlýsingu um uppruna af- urðanna á EUR 1. flutningsskír- teinum. Málið er hið fyi'sta sinnar tegundar hérlendis. „Spöruðu“ 10 milljónir í aðflutningsgjöld Mönnunum er gefíð að sök að hafa framið ofangreind brot í tengslum við útflutning á fískafurð- um til Bretlands sem fram fór í nafni Fiskiðju Sauðárkróks ehf. og Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. til fyrirtækisins Gíslason Fishselling í Hull. Alls er þeim gefið að sök að hafa framið þessi brot níu sinnum frá október 1994 til mars 1995, en sam- tals er um að ræða rúmlega 238 tonn af unnum þorskafurðum og ríf- lega 5,2 tonn af unnum ýsuafurðum. Fiskinn keyptu þeir af útgerðum rússneskra veiðiskipa, þíddu hann og unnu, áður en hann var fluttur til Bretlands sem íslensk vara. Hluti þess sem fluttur var út með Rússa- fisknum var íslensk framleiðsla. Uppgefíð verðmæti afurðanna nam ríflega 608 þúsund pundum, eða um 70 milljónum króna, og hefði átt að greiða um 98 þúsund pund í aðflutn- ingsgjöld af þeirri upphæð ef fisk- urinn hefði verið rétt merktur. Þar sem svo var ekki, tókst mönnunum að komast undan að greiða rúmar tíu milljónir króna í Bretlandi. Hjá breskum tollyfírvöldum vaknaði gi'unur um að ekki væri allt með felldu varðandi innflutninginn og höfðu fulltrúar þeirra samband við rannsóknadeild Ríkistollstjóra, sem hóf í kjölfarið eftirgrennslan í málinu. Embætti Ríkistollstjóra kærði síðan málið til Rannsóknar- lögreglu ríkisins sem rannsakaði það þar til embætti Ríkislögreglu- stjóra tók við. Greiddu gjöldin og sekt Þegar málið komst upp í Bret- landi gi'eiddu þeir sem að útflutn- ingnum stóðu aðflutningsgjöld til breskra tollyfírvalda, samtals á milli 14 og 15 milljónir ki'óna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Inni- falið í þeirriupphæð mun vera sekt- argreiðsla. I framhaldi af því munu bresk yfirvöld hafa ákveðið að láta frekari málarekstur þar í landi nið- ur falla. Málflutningur hefst í Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki á mánudag. Skatt- skýrslum skilað STÖÐUGUR straumur fólks lá að skrifstofum Skattstjórans í Reykjavík í gærkvöldi, enda síðustu forvöð að skila inn skattskýrslunni. Þó eru undan- tekningar þar á, því ef sótt er um frest hjá skattstjóraemb- ættum um Iand allt eða á vef Ríkisskattstjóra má skila skýrslunum síðar. Mikill fjöldi fólks virtist þó hafa talið fram í tíma og var fólk að skila inn umslögum langt fram eftir kvöldi. Morgunblaðið/Ásdís Mikil aðsókn á Nýsköpun ’99 Atlanta eykur umsvif í pflagrímaflugi Um 450 á við- skiptanámskeiði FYRSTI hluti námskeiðs vegna samkeppni um viðskiptaáætlanir undir kjörorðinu Nýsköpun ’99 hófst í gær og er aðsókn margfalt meiri en aðstandepdur verkefnisins bjuggust við. G. Ágúst Pétursson verkefnis- stjóri segir um 300 manns sitja nám- skeiðið í Reykjavík en til viðbótar fylgjast með því 100-150 manns úti á landi gegnum fjarfundabúnað. Tilgangur Nýsköpunar ’99 er að örva og hvetja til nýsköpunar og auka umræðu um efnið og með því að sitja námskeiðin gefst fólki tæki- færi til að meta hugmynd sína og safna að sér vitneskju áður en kem- ur að útfærslu hugmyndarinnar. G. Ágúst Pétursson segir viðbrögðin mun meiri en búist var við og hafa verið send út um 600 eintök af gögn- um sem útskýra verkefnið en þau hafa verið send mönnum ókeypis og án skuldbindinga. Er skráningu nú hætt. Ekki er nauðsynlegt að sitja námskeiðið til að geta skilað inn hug- mynd að viðskiptaáætlun en frestur er 25. mars. Að verkefninu standa Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Morgunblaðið, Viðskiptaháskólinn í Reykjavík og Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið KPMG. Búist var við að kringum 100 manns myndu sækja námskeiðið og vegna hinnar miklu þátttöku hefur þurft að taka í notkun fleiri sali í Við- skiptaháskólanum í Reykjavík en ætlað var í fyrstu og bæta við sölum í Verslunarskólanum. Úti á landi verður á nokkrum stöðum hægt að fylgjast með námskeiðunum á veg- um atvinnuþróunarfélaga gegnum fjarfundabúnað. Næsta námskeið verður næstkomandi mánudag og þriðji fundurinn skömmu síðar. Um 750 flugliðar á sex breiðþotum ATLANTA hefur nýlokið samning- um um pílagrímaflug fyrir þrjú er- lend flugfélög og er það nú talsvert meira að umfangi en í fyiTa. Flugið hefst 18. febrúar og lýkur 30. apríl. Verða notaðar sex breiðþotur til flugsins og er tala flugliða alls kringum 750. Hafþór Hafsteinsson, flugrekstr- arstjóri Atlanta, tjáði Morgunblað- inu að tvær Tristar-þotur yrðu í ár notaðar í pílagrímaflugið fyrir Air India. Verðar flogið daglega frá Bombay til Jedda og til baka, en flugtíminn er um fímm tímar. Haf- þór sagði að Atlanta hefði hlaupið í skarðið í fyrra hjá Air India með eina vél en nú væri samið um fastar ferðir frá 18. febrúar til 30. apríl og aukning því töluverð. Var samið um þessa tilhögun til tveggja ára. Þá verður flogið fyrir Saudi Ar- abian Airlines milli Jakarta og Jedda, en milli þessara staða er yfír níu tíma flug. Á þeirri leið verða not- aðar tvær Boeing 747-breiðþotur og stendur flugið milli 19. febrúar og 30. apríl. Þriðji aðilinn sem Atlanta flýgur pflagrimaflug fyi'h' er Air Afrique. Er flogið milli Jedda og nokkurra staða í Vestur-Afríku frá 2. mai's til 13. aprfl. Þar verða einnig notaðar tvær 747-þotur. Um 750 flugliðar annast þessi verkefni félagsins, um 550 flugfreyj- ur og 200 flugmenn. Alls verða starfsmenn Atlanta kringum eitt þúsund þegar mest verður um að vera í pflagrímafluginu og eru þeir af um 30 þjóðernum. Af öðrum verkefnum Atlanta má nefna að tvær breiðþotur eru nú í förum fyrir Iberia og fjórar fyrir British Caledonian Aimays. Þá hef- ur Atlanta nýlega framlengt samn- ing um fraktflug fyrir Lufthansa. Stöðva útsendingar norrænna rása Samning- ar ófull- nægjandi LANDSSÍMINN ákvað í gær að stöðva útsendingu sex norrænna sjónvai'psrása á Breiðvarpi sínu, vegna óvissu um höfundarréttarmál vegna útsendinganna sem hófust um miðjan janúar í kynningarskyni. Stöðvunin er tímabundin. Gjaldtaka fyrir áskrift að útsendingum nor- rænu stöðvanna var ekki byrjuð. Landssíminn sendi frá sér til- kynningu vegna þessa máls í gær og er þar sagt að fyrirtækið hafi í góðri trú gert samning um endur- varp rásanna hér á landi við Tele- nor Satellite Sei'vices í Noregi. Unnið að Iausn „Komið hefur í ljós að samningar TSS við norrænu sjónvarpsstöðv- arnar voru ekki fullnægjandi að því er varðar dmfingu lítils hluta efnis þeirra til íslands, einkum banda- rískar kvikmyndir og framhalds- þætti. Unnið er að því, í samvinnu við Telenor Satellite Services og norrænu sjónvarpsstöðvarnar sem um ræðir, að leysa úr þessu máli. Fullur vilji er til þess hjá öllum aðilum að bjóða megi upp á norrænt sjónvarpsefni á íslandi þegar samn- ingum um höfundarrétt hefur verið komið í viðunandi horf,“ segir í til- kynningu fyrirtækisins. Þá er þess getið að lengi hafí ver- ið talið æskilegt markmið að íslend- ingar ættu þess kost að horfa á sjónvarpsdagskrá frá öðrum nor- rænum ríkjum, á sama hátt og aðrir Norðurlandabúar. Tilraunasending- ar á efni norrænu stöðvanna undan- farnar vikur hafí fengið góðar við- tökur áhorfenda sem tengdir séu breiðbandinu. Af þeim sökum sé vonast til að fljótlega megi aftur bjóða upp á norrænt sjónvarp á þeim vettvangi. VIDSiaPn MVENNULÍF ÍMARK Auglýs- ingar Athyglis- verðasta auglýsingin/B6 SKATTAR Innlána- stofnanir 3,1 milljarður gi'eiddur í skatta/B4 Arnar veðjar á Leicester City í deildarbikarnum/C2 Frakkar yfirspiluðu Englendinga á Wembley/C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.